Morgunblaðið - 18.11.1967, Page 4

Morgunblaðið - 18.11.1967, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓV. 1967 ÍMAGNÚSAR SKIPHOLTi21 SÍMAR 21190 rii;úeftir tokur< s!mi 403S »■£>SIM11-44-44 m/iiFiM Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sífflf 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundaugaveg 12 - Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. 4 , — ’B/IA IF/trAM RAUOARARSTÍG 31 SÍMl 22022 Hreinsum rúskinnskápur, jakka og vesti. Sérstök meðhöndlun. Efnalaugin Björg, Háaleitisbr. 58—65, sími 31380, ‘útibú Barmahlíð 6, simi 23337. AU-ÐVITAÐ ALLTAF Þakkir til Siglfirðinga „Kæri Velvakandi! Mig hefur lengi iangað til að láta landsmenn vita' hversu mikið afbragðs-fólk það er, sem byggir Siglufjörð. Sem aðfluitt- ur Siglfirðingur get ég vel dæmt um það. Eins og þið vitið, er ekki alltaf gaman að ganga um og betla og sníkja, en það er nú einu sinni það, sem kvenfélög- in lifa á. Oft lendir það á sömu konunum ár eftir ár að fara í sömiu hverfin fyrir félög sín, hvort heldur það er Slysa- varnafélagið Vörn, Kvenfélagið Von eða Kvenfélag sjúkrahúss ins. Annað hvort er það bazar, merkjasala eða kökubazar, en ég þori að fullyrða, að undan- tekningarlaust er manni vel tekið. Tökum sem dæmi nýja sjúkrahúsið okkar. Það væri alltof langt mál að telja upp allt, sem því hefur borizt, bæði af rausnarlegum peningagjöf- um og alls konar tækjum, inn- anstokksmunum og listaverk- um. En þetta hefur alt saman verið skrifað niður og bókað, ef einhvern skyldi langa til að skoða. Þar sem sjúkrahúsið tók til starfa fyrir tæpu ári, skyldi maður ætla, að áhuginn á því væri eitthvað farinn að dofna, en það er nú eitthvað annað. Glöggt dæmi um það er bazar, sem Kvenfélag sjúkrahússins hélt fyrir skömmu. Það var farið i öll hús til þess að betla, hvort sem þar áttu heima félagskonur eða ekki, og ekki gieymdum við karlmönnunum. Árangurinn varð 64 þúsund krónur. Hvað finnst ykkur um það? í svona litlum bæ, og með atvinnuhorf- ur eins og þær eru í dag, — geri aðrir betur. Þetta er bara það, sem við- kemur kvenfélögunum, en það eru alveg sömu undirtektirnar við annars konar hjálparstarf- semi, en um það ætla ég ekki að skrifa að sinni Með þessum orðum vildi ég bara þakka Siglfirðingum fyrir afbragðs- viðtökur, al'ltaf hreimt. Ein af þeim sem sníkir". FEILER REIKNIVÉLIN fer ‘iicrurfnr nm landið. ★ LEGGIJR 8AMAN ★ DREGIiR FRA ★ GEFIJR KREDITIJTKOIVIL ★ STIMPLAR Á STRfiMIL Feiler reiknivélin kostar rafknúin 7.504.00 handknúin 5.687.00 Fullkomin viðhaldsþjónusta á eigin verkstæði. % SKRI FSTOFUVÉLAR H.F. S Hverfisgötu 33 Jími 20660. Páll og Jón, en ekki Pall og Jon „Kæri Velvakandi! Undanfarið hefur íslenzkt mál verið ofarlega á baugi. Ail ar hugsanlegar greinar þess hafa verið dregnar fram og ræddar, sérstaklega í útvarp- inu . En ein er sú grein, sem mér virðist, að hafi orðið út- undan. Á ég þar við merki yf- ir staf, punkt og kommu. Nú eru reglur þessu viðvíkjandi eins einfaldar og hugsazt get- ur og ekki til sá maður, (sem á annað borð er skrifandi), sem ekki kann þær og notar án umhugsunar. En þó er ekki hægt að láta hjá iíða að minn- ast á þetta atriði, vegna þess, að einn er sá aðili, sem brýtur þessar reglur. En það er sá, sem sízt skyldi. A nafnskírtein um þeim, sem nýlega befur verið deilt út meðal fólks, fyr- írfinnst hvorki punktur né komma yfir staf. Og ef ég man rétt, er þetta eins á skatta- skýrslum og fleiri skýrslum. Heiti nú maðiur Jón eða Páll, J>á er varlega treystandi því nafnskírteini, sem á stendur Jon eða Pall. Ég hélt, að nafn- skírteinin ættu að vera einstakl ingnum hjálpargagn við að sanna nafn sitt og aldur, en til að svo geti verið, verður það að gefa réttar upplýsingar. Og enginn heitir Jon eða Pall, Svo að þetta er í raun og veru tvö- falt brot. Annars vegar er staf- setningarvilla og hins vegar rangar upplýsingar. Ég veit ekki, hver á sökina. Ef til vill eru hér á ferð skýrslugerðarvélar, sem engar kommur og punkta hafa, en sé svo, eru þær líka ónothæfar og ætti að aka þeim á ruslahaug- ana hið bráðasta. Sagt er, að við íslendingar sé- um sinnulausir, látum sem ekkert komi okkur við, sem ekki er ofan í okkar eigin koppi og sofum í tilverunni og margt fieira. En þitt er að sjá um, að svo sé ekki. Sé einhver vel vakandi, þá heldur hann þeim, sem umhverfis hann eru, einnig vakandi. Mér finnst þetta vera alvarlegra mál en svo, að þagað sé yfir því og um það. Mér liggur við að krefj- ast þess, að eitthvað sé gert í málinu, áður en annar hver íslendingur heitir Jon. Vertu blessaður og sæll. Páll en ekki Pall“. Vantar tóm- stundaheimili „Kæri Velvakandi! Ég er 10 ára strákur, sem leiðist á sunnudögum. Ég og vinir mínir getum ekkert gert nema að fara í bíó, og stund- um erum við búmr að marg sjá myndirnar. Okkur vantar tómstundaheimili, sem við get- um verið í frá kl. 2 til kl. 6 á hverjum sunnudegi. Þar ætti að vera hægt að smíða, tefla, spila á spil, safna frímerkjum, spila borðtennis og teikna. Strákur í Melahverfinu“. ir „Forvitinn“ skrifar: Reykjavík, 15. 11. 1967. Velvakandi: í tilefni af „vísinda“-þætti sjónvarpsins í gærkveldi væri fróðleg.t að fá upplýst, hverjar væru tekjur Raunvísindastofn- unarinnar af segulmælingum, sem sendar eru til útlanda bæði ,,austur“ og ,,vestur“. Forvitinn“. — Velvakandi munidi ljá svari rúm í þessum dálkum. Nauðungaruppboð Eflir kröfu Theodórs S. Georgsðonar hdl., fer fram nauðungaruppboð að Bergþórugötu 3 hér í borg, fimmtudaginn 23. nóvember n.k. kl. 15.30 og verður þar seld prentvél Heidelberg, árgerð 1963, talin eign Hagprents h.f. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. KAUPMENN - KAUPFÉLÖG LEIKFÖNG JÓLATRÉSSKRAUT GJAFAVÖRUR glæsilegra úrval en nokkru sinni fyrr. HANDLUGTIR - HÖFUÐLUGTIR V ASALJÓSA—RAFHLÖÐUR á ótrúlega lágu verði. ERL. BLANDON & CO. H/F., Laugavegi 42 — Sími 12877.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.