Morgunblaðið - 18.11.1967, Page 8
fi t
fl
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓV. 1967
Kvenstúdentafélag
Islands
Fundur verður haldinn í kvenstúdentafélagi ís-
lands þriðjudaginn 21. nóv. kl. 8.30 í Þjóðleik-
húskj allaranum.
Fundarefni:
Ný viðhorf við kennslu raunvísinda.
Hildigunnur Halldórsdóttir M. A.,
Elín Ólafsdóttir B.S.C.
Seld verða jólakort barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna.
STJÓRNIN.
Húnvetningar
Munið bazarinn í félagsheimilinu, Lauf-
ásvegi 25, gengið inn frá Þingholtsstræti,
sunnudaginn 19. nóv. kl. 2.
Komið og kaupið jólagjafirnar hjá okkur.
BAZARNEFNDIN.
Kristniboðsstarf
meðal stríðandi blökku-
manna.
Jóhann Þorvaldsson flytur erindi um þetta efni í Að-
ventkirkjunni sunnudag-
inn 19. nóv. kl. 5 síðd.
Kórsöngur.
Allir velkomnir.
kovico
RAFMAGNSSTEINBORVÉLAR
eru hentugar við hvers konar
byggingavinnu.
Eru með einfasa mótor.
Sparið dýrar loftpressur þar sem
Einkaumboð
LUDVIG
STORR
þér getið notað rafmagnið.
VARAHLUTAÞJÓNUSTA.
Laugavegi 15,
sími 1-33-33
og 1-16-20.
Erlendur Jónsson
skrifar um
BÖKMENNTIR
Hægur sunnan sjö
Jökull Jakobsson og Baltasar:
SUÐAUSTAN FJÓRTÁN.
136 bls. Helgafell.
ÞEGAR gamlir menn taka að
rifja upp minningar frá æskuár-
um, byrja þeir oft á þessa leið:
— Þá voru ekki bílarnir. Og
þá voru ekki flugvélarnar. Og
þá var nú ekki heldur blessað
rafmagnið.
Svipað fer Jökli Jakobssyni,
þegar hann skrásetur einhver
brot úr endurminningum gam-
alla Vestmannaeyinga í bók
sinni og Baltasars, Suðaustan
fjórtán. Til dæmis segir hann
um konu eina:
„Hún ólst ekki upp við djúk-
box heldur hlóðaeldhús, hún er
fædd í baðstofu þar sem ekki
var amrískt sjónvarp heldur
kvöldvökur og húslestrar."
Aftar í bókinni stendur þessi
málsgrein:
„Nú er skrúfað frá krana og
getur enginn ímyndað sér að
þurft hafi að sækja vatn í skjól-
um í vatnspósta."
Þegar á fyrstu lesmálssíðu
gerir höfundur grein fyrir er-
indi sínu til Vestmannaeyja:
„Og hingað er ég kominn til
að skrifa þessa bók,“ segir hann.
„Mér hefur ekkert orðið úr
verki. Dögum saman hefur ryk-
ið sest óáreitt á ritvélina. Satt
að segja hef ég ekki hugmynd
um hvernig þessi bók á að
vera.“
Það blæs sem sagt ekki byr-
lega fyrir höfundi í upphafi og
síður en svo, að úr rætist eftir
því, sem á bókina líður.“
„Enn hef ég ekki skrifað
staf.“ (Bls. 15).
„Enn stendur ritvélin óhreyfð
út í horni.“ (Bls. 42).
„Þó mér auðnist ekki að skrifa
þessa bók, þá hef ég þó verið
hér í Vestmannaeyjum." (Bls.
43).
„Ég krota bara niður ýmis-
legt hjá mér til dundurs sem ég
sé og heyri meðan ég er að bíða
eftir þessari stóru inspírasjón.“
(Bls. 52).
„Hér er ég bara flækingur að
sunnan. Kominn til að reyna að
setja saman skáldsögu. Og ekki
ennþá búinn að koma fyrstu
setningunni á blað. Hvað ætli
útgefandinn segi?“ (Bls. 59).
„Innblásturinn lætur ekki enn
á sér kræla .... Það gengur ekki
til lengdar að eigra hér um og
bíða eftir inspírasjón..........
Kannski verður útgefandinn
feginn, hann þarf þá ekki að
gefa út enn eina vonda bók
eftir mig.“ (Bls. 93).
„f staðinn fyrir innblásið
handrit af stórkostlegu hugverki,
liggur farmiðinn suður á borð-
inu hjá mér.“ Bls. 95).
„Ég hef rölt um plássið og
• beðið eftir innblæstri...." (Bls.
99).
„Og ég er ekki farinn að
skrifa staf.“ (Bls. 107).
„.... ég beið eftir innblæstrin-
um sem aldrei kom.“ (Bls. 131).
— Þannig orðlengir höfundur
um „innblásturinn sem aldrei
kom“. Ef til vill hyggst hann
með þeim málalengingum gefa
til kynna, að umhverfið, Eyjarn-
ar, hafi knúið svo á hug hans,
að það hafi reynzt öllum inn-
blæstri máttugra. Veit að sjálf-
sögðu ekkert um það. Hitt fer
ekki milli mála, að margendur-
teknar athugasemdir af þessu
tagi bera drjúgan keim af laun-
drýldni — þeim mun fremur,
þar sem annað efni bókarinn-
ar ætti hreint ekki að gefa til-
efni til slíkra útúrdúra.
Hafi höfundur ætlað sér að
vera fyndinn, þá er fyndni hans
misheppnuð. Hafi hann eindreg-
ið ætlað sér að skrifa bók um
Vestmannaeyjar og Vestmanna-
eyinga, þá fjallar bókin hégóm-
lega mikið um hann sjálfan.
Hafi hann ætlað sér að sýna
höfðinglegt og stórmannlegt lít-
illæti, þá ber lítillæti hans allt
of mikinn keim af hreinni til-
gerð.
Víða tæpir höfundur t.d. á
athugasemdum þess efnis, að
hann sé fáfróður um staðhætti
og vinnubrögð, flækingur í pláss-
inu og svo framvegis. Og þegar
hann að lokum ber sig saman
við Ármann sjóliðsforingja, lít-
ur svo út sem Ármann hafi orð-
ið allt, en hann sjálfur ekkert.
Fyrr mega nú vera látalætin!
Stíllinn dregur svo dám af
efninu. Hann er víða slappur,
óákveðinn, mikið um atviksorð
Baltasar
og lýsingarorð, sem slæva merk-
ingu eða drepa henni á dreif, og
mörg innskot og athugasemdir
eru alveg í hött. Hér fer á eftir
smádæmi:
„í kvöld fór ég á samkomu í
Betel.
í staðinn fyrir Alee Guinness
og Dirk Bogarde í einhverri sjó-
ræningjamynd. Auðvitað fór
tannlæknirinn með mér, ....“
Hvers vegna þarf höfundur
hér að segja „í staðinn fyrir ...“
og svo framvegis? Hví er ekki
hægt að fara í Betel refja og
eftirmálalaust? Og hvernig ber
að skilja, að tannlæknirinn
skyldi „auðvitað" fara með hon-
um? Hvers vegna þetta „auð-
vitað“? Það er ofvaxið mínum
skilningi.
Stundum spillir höfundur dá-
góðu efni með flatneskjulegum
og óþörfum athugasemdum. Til
dæmis segir svo um mann einn:
„Hann er að austan og hefur
flakkað um öll heimsins höf,
verið í siglingum og lent í
ýmsu, einu sinni var hann í
tygjum við blökkustúlku á
Madagaskar, þau bjuggu saman
í bambuskofa, á strámottu er
mér sagt. Það væri nú einhver
munur að lenda í svoleiðis æv-
intýrum."
Hvað kemur höfundi til að
hnýta þeirri athugasemd aftan
við þessa frásögn, að „það væri
nú einhver munur að lenda í
svoleiðis ævintýrum“?
Því get ég hvorki gert mér
grein fyrir né svarað og kem
ekki auga á nema eina skýr-
ingu, sem kynni að vera viðhlít-
andi, semsé þá, höfundur hafi
verið bagaður af andleysi og af
þeim sökum hafi hann orðið að
neyta ýtrustu ráða til að koma
texta sínum áleiðis. Þess ber um
leið að minnast, að Jökull Jakobs
son er enginn byrjandi í ritlist-
inni og ekki heldur neitt smá-
menni. Hann er þegar höfundur
fjölmargra skáldverka; þar að
auki reyndur blaðamaður. Hann
hefur sent frá sér allgóðar skáld-
sögur og hugnæmar smásögur
að ógleymdum öllum leikritun-
um, sem eru sum góð, önnur
prýðisgóð og hafa aflað höf-
undi almennra vinsælda. Hann
kemur ekki til Eyja sem fáfróð-
ur slæpingi eða utangátta
menntamaður, þó honum þyki
hlýða að leika þess konar per-
sónu í sinni eigin bók, heldur
kemur hann þangað sem þekkt-
Jökull Jakobsson
ur og vinsæll rithöfundur, og
má að vísu segja, að það leyni
sér ekki í þessari bók hans, sé
lesið þar á milli línanna.
Til Eyja kemur hann meðal
annars, býst ég við, í þeim
vændum að safna efni í þessa
bók sína, þó hann láti í veðri
vaka, að hann hafi ætlað að
semja þar skáldsögu. Hann nýt-
ur umhverfisins og gestrisninn-
ar, talar við fólk, fellur vel við
það og skrifar dálítið eftir því.
En hann er í óstuði, eins og
sumir mundu orða það. Hann
nær ekki tökum á efninu, kemst
ekki í raunverulega snerting
við það, bætir stuttaraleg sam-
töl upp með því að hæla við-
mælendum sínum upp í hástert
og fyllir síðan upp í eyðurnar
með innantómu orðagjálfri um
sjálfan sig. Suðaustan fjórtán er
því rangnefni með hliðsjón af
texta bókarinnar. Yfir honum er
lognmolla og enginn gustur.
Að vísu má segja um þennan
texta eins og stærðfræðikennari
sagði eitt sinn, þegar gáfaðasti
nemandi hans kom upp ólesinn
og gataði: „Þetta er ekkert
venjulegt gat.“ Jökull er þjálf-
aður rithöfundur. Það leynir sér
ekki í þessari bók hans þrátt
fyrir allt. Hugmyndin — að
skrifa svona lagaða bók — er
í sjálfu sér ágæt. Og stöku
sprettir fyrirfinnast í bókinni.
Til dæmis er þarna dágóður
þáttur ritaður eftir frásögn Páls
Þorbjörnssonar. Og lýsingin á
dansleik í Vestmannaeyjum
minnir á sumt, sem höfundur
hefur vel og prýðilega ritað áð-
ur. Auðveldara væri að sætta
sig við hitt, sem lakara er, ef
maður hefði ekki ósjálfrátt bú-
izt við einhverju stóru af höf-
undinum.
Læt ég þá útrætt um textann,
og er sagan þá aðeins hálfsögð,
því Baltasar er annar höfundur
bókarinnar; hans eru myndirn-
ar, sem mikið fer fyrir. Allt eru
það blýantsteikningar, og taka
margar þeirra yfir heilar síður
og jafnvel heilar opnur.
Baltasar er ekki aðeins mikill
listamaður ,heldur einnig fjöl-
hæfur listamaður. Teikningar
hans í þessari bók eru af lands-
lagi, húsum, skipum og fólki.
Við fyrstu sýn þóttu mér sum-
ar landslagsmyndirnar helzti
daufar. En það álit breyttist að
betur athuguðu máli. Gömlu
húsin, sem Baltasar teiknar,
gæðir hann bæði lífi og minn-
ingasvip. Hópmyndir hans eru
skemmtilegar. Það er eitthvað
góðlátlegt og þó spaugilegt yfir
þeim. Ég nefni sem dæmi mynd-
irnar Kaffitími frystihúsfólks og
f kaffitímanum. En beztar þykja
mér andlitsmyndir Baltasars.
Hann er meistari að teikna
ásjónu fólks.
Suðaustan fjórtán er að útliti
viðfelldin bók ,bundin í grátt
strigaband, og hlífðarkápan er
hressilega rauð.
Erlendur Jónsson.