Morgunblaðið - 18.11.1967, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐTÐ, LAUGARDAGÚR 18. NÓV 1967
MACNÚS ÞÓRÐARSON:
piTin ifFI ANi niqrr“
l\l 1IU „lULLnlll J 1900
— Mikið þarfaþing
ICELAND 1966. Handbook
Published by The Central
Bank of Iceland. Editors Jó-
hannes Nordal, Valdimar Krist
insson. — 390 bls. + XI. —
Reykjavík 1967.
BEZT er að taka fram þegar í
uipphafi, að bók þessi er í raun-
inni meira en „hand(bók“ eða
uppsláttarrit í venjulegri merk-
ingu þeirra orða, enda bendir
stærð hennar til þess. Óhætt er
að segja, að bókin sé fullkomn-
asta og aðgengilegasta heimildar
rit um ísland, sem völ er á. Líka
mætti henni við nárnu, þar sem
hægt er að leita upplýsinga um
fsland og íbúa þess, — hvort
sem menn þarfnast heildaryfir-
lits eða fróðleiks um einstaka
þætti þjóðlífsins.
Þetta er fimmta útgáfa upp-
lýsingarits þess, sem Landsbanki
íslands (og nú Seðlabanki ís-
lands) hefur gefið út um ísland.
Fyrsta útgáfa bókarinnar kom
út árið 1926, á 40 ára afmæli
Landsbanka íslands og í tilefni
þess. Var það alhliðu kynningar-
og upplýsingarit um land og
þjóð, ætlað útlendingum, enda á
ensku, eins og síðari útgáfur.
Næst kom bókin út árið 1930, að
mestu óbreytt frá fyrstu útgáfu,
og síðan árið 1936. Árið 1946
kom bókin enn út, og þá mjög
breytt frá fyrri útgáfum, svo að
segja mætti, að um algerlega
nýtt rit hafi verið að ræða. Til
dæmis var sú bók um þrefalt
stærri en útgáfan frá 1936.
Líklegt má telja, að upphaf-
lega hafi það verið ætlunin að
gefa ritið út á úu ára fresti, þótt
hié hafi orðið á síðan árið 1946
og þar til nú. Heiti bókarinnar
(t.d. nú „Iceland 1966“) bendir
til'þess, að miða eigi ávallt við
sjötta ár hvers áratugar, en ekki
er víst, að það sé heppileg regla,
og þá sízt að taka ártalið inn í
bókarheitið, a m. k. varla, ef hugs
að er um sölumöguleika. Bókin
kemur út árið 1967, þótt hún
beri ártalið 1966 í nafni sínu og
seljist e.t.v. aðallega á árinu
1968. Hætt er við, að „1966“ geti
fælt væntanlega kaupendur frá
kaupunum, þar eð þeim finnst
eðlilega, að bókin hljóti að vera
úrelt, þegar fram yfir það ár er
komið. Líklegt er og, að margir
álíti hér um átbók að ræða.
Verði framhald á útgáfu þessar-
ar bókar, sem líklegt og æski-
legt er, ætti að sleppa ártalinu
úr titlinum.
f flestum löndum koma slík
heildarupplýsingarit út á veg-
um ýmissa opinberra stofnana;
sums staðar árlega. Hvarveitna
þykja þau hin mestu þarfaþing,
bæði til notkunar innanlands og
til kynningar erlendis. Tilgang-
ur rits þess, sem hér um ræðir,
mun einkum vera hinn síðar-
nefndi, en ég mundi þó ætla, að
notagildi hennar fyrir íslendinga
sjálfa væri ómetanlegt. Hér vant
ar nefnilega slíkt rit með öllu,
og vita það að minnsta kosti all-
ir blaðamenin, hve oft verðtír
löng og torsótt leit að upplýs-
ingum um ýmsa þætti þjóðlífs
okkar. „Iceland 1966“ er eina full
komna „uppsláttarritið“, sem við
eigum í bili um land og þjóð.
Mikill fengur er að því að fá
allar þessar upplýsingar saman
á einn stað, ekki sízt af því, hve
mörgum hér er ósýnt um að átta
sig á, hvar og hvernig þeir eigi
að ieita sér fróðleiks um hin
margvíslegustu efni, jafnvel hin
einfóldustu. Fólk hér virðist
enn ekki kunna almennt að not-
færa sér handlbækur og uppslátt
arrit, sem þó eru til hér í ýms-
um, einstökum greinum, — held
ur rífast menn, þar til þeir verða
hásir, og hringja síðan til Morg-
unblaðsins og biðja þann, sem a
vakt er þá stundina, að skera
úr þrætunni. Þetta ber að vísu
vott um mikið og gleðilegt
traust manna á Morgunblaðinu,
— en guð hjálpi blaðamannin-
um, ef hann getur ekki komið
með svarið á stundinni og veit
ekki einu sinni, hvar á að leita
þess. Yfirleitt virðist fólk ekki
kunna að færa sér í nyt bóka-
söfn og heimildarrit, — en það
er önnur saga.
Dr. Jóhannes Nordal
Hér er sem sagt komið alhliða
upplýsingarit um ísland, sem ís-
lendingar sjálfir ættu að læra
að nota, en eins og í inngangs-
orðum bókarinnar segir, er
hvergi hægt að veita tæmandi
upplýsingar um neitt efni. Þá
verða menn að leita út fyrir
ramma þessarar bókar, en ann-
ars er hann furðuiega rúmur,
a.m.k. í sumum greinum. Að því
leyti ber bókin af öðrum svipuð-
um, sem hér hafa út komið, enda
veitir stærð hennar mun ríflegra
svigrúm. Þar gjalda hinar smæð
ar sinnar, þótt góðar geti verið.
Helztu missmíð þessarar bók-
ar mundi ég telja þá, hve ójafnt
er skipt rými milli ýmissa
greina. Ég geri ráð fyrir, að rit-
stjórar bókarinnar hafi skammt-
að höfundum hennar ákveðið
hlöðurúm hverjum, en afrakstur
inn hafi orðið æði mismikill;
sumir skilað of stuttum grein-
um en aðrir of löngum. Skil ég
vel, að ritstjórum hafi verið
óhægt um vik að reka greinarn-
ar aftur í höfundana og láta þá
ýmist þjappa saman eða teygja
á, þar eð slíkt tefui að jafnaði
mjög mikið fyrir bókarsmíði.
Auk þess veit ég, að það er oft
erfitt í framkvæmd, því að höf-
undum getur verið það mjög við
kvæmt mál.
Bókinni er skipt í ellefu höf-
uðkafla, sem aftUT greinast í
fjölmarga undirkafla. Aðalkafl-
arnir eru: Country and Popul-
ation, History and Literature,
Constitution and Government,
Foreign Relations, Industries,
Trade and Commumcations, Eco-
nomic Policy and Finance, Soci-
al Conditions, Religion and Edu-
cation, Science and the Arts, og
Recreational Activities.
Aftast er svo greinargott
„Directory" um helztu stofnan-
ir og embættismenn, „Diplo-
matic Missions", og síðast en
ekki sízt ágæt bókaskrá, „Biblio-
graphy“, sem vísar á helztu rit
um ísland, og þá afbragðsvel
unnin atriðisorðaskrá, „Index'.
Mér telst til, að í henni séu hátt
á annað þúsund atriðisorð, en
eins og allir vita, sem slík rit
nota, er afar áríðandí að vel tak-
ist til um samningu indexins.
Það verk hefur Þórður Einars-
son unnið.
Höfundar bókarinnar munu
vera fjörutíu talsins, og er vita-
Valdimar Kristinsson
skuld of langt mál að telja þá
upp hér. Flestir eru þeir meðal
færustu manna í sinni grein, og
er það í sjálfu sér ágæt trygg-
ing fyrir því, að ekki sé rangt
skýrt frá, en hins vegar er þeim
all-missýnt um framsetningu.
Eins og áður segir, virðast
mér hlutföll milli greina ekki
alltaf rétt; til dæmis eru þætt-
Irnir um helztu atvinnugreinar
okkar mjög mislangar. Bjarni
Bragi Jónsson skrifar um land-
búnað og Davíð Ólafsson um
sjávarútveg. Báðar eru greinarn
ar góðar að mínu v.ti, en grein
Bjarna Braga þó heldur löng og
grein Davíðs of stutt. A.m.k. eru
það óeðlileg hlutföll, að skýrt
skuli frá landbúnaði í helmingi
lengra máli en fiskveiðum.
Fyrsti höfuðkafinn, „Country
and Population", er aðallega
skrifaður af ýmsum helztu nátt-
úrufræðingum okkar, en alls eru
höfundar hans sjö og þar af
fjórir doktorar. Sá kafli sýnist
mér allur hinn skilmerkilegasti
og til fyrirmyndar um hnitmið-
aða frásögn og rétt hlutföll milli
aðalatriða og aukaatriða.
Annar höfuðkaflinn, um sögu
og bókmenntir, er einnig hinn
prýðilegasti, og má raunar segja,
að þar sé ein merkasta grein
bókarinnar, „Literary Heritage"
eftir dr. Sigurð Nordal, en sú
grein er sérstaklega samin fyr-
ir þetta rit. Til þess að vera sjálf
um mér samkvæmur, verð ég þó
að taka fram, að sú grein er of
löng, þegar á heildarrými bókar-
inn-ar er litið. Skal ég þó verða
síztur manna til þess að full-
yrða, að greinargerð fyrir bók-
menntalegri arfleifð okkar eigi
ekki heiðurssess skilinn í bók
sem þessari.
iHér er að sjálfsögðu ekki hægt
að rýna í hvern þátt, en af grein-
argóðum og hæfilega löngum
þáttum má sérstaklega nefna
grein dr. Júlíusar Sigurjónsson-
ar urri „Pu'blic Health", þátt dr.
Þóris Kr. Þórðarsonar um kirkj-
una (ágætur kafli) og ekki sízt
grein dr. Steingríms J. Þorsteins
sonar um nútímabókmenntir.
Grein Agnars Kl. Jónssonar um
utanríkismál er einnig hnitmið-
uð, og sama má segja um grein
Ólafs Björnssonar um „Employ-
ers and Labour“ og greinar
þeirra dr. Jóhannesar Nordals,
dr. Gísla Blöndals og Valdimars
Kristinssonar. Fyrst ég féll í þá
freistni að fara að telja upp, get
ég bætt víð þætti dr. Kristjáns
Eldjárns um bókhlöður og söfn,
grein Lárusar Sigurbjörnssonar
um leiklist, Jóns Þórarinssonar
um tónlist og Björns Th. Björns-
sonar um myndlist. Þáttur Hans
G. Andersens um fiskveiðilög-
söguna er mjög ýtarlegur og
e.t.v. fulllangur, en þar sem hér
er um mál að ræða, sem nauð-
svnlegt er að skýra vel fyrir út-
lendingum, er lengd hans líklega
réittlætanleg.. Grein Páls Líndals
um „Local Government" er og
mjög skiimerkileg. Rafmagni og
varmaorku eru hvergi nærri
nógu góð skil gerð, og kaflinn
um hið síðarnefnda alltof stutt-
ur. Fullmikill sparðatíningur er
í þættinum um almannatrygg-
ingar.
Þetta er nú heldur hraflkennt
yfirlit, og mörgu verður að
sleppa, bæði góðu (aðallega),
sæmilegu og slæmu.
Ekki má gleyma að geta þess,
að P. G. Foote, prófessor í Lund
únum, hefur þýtt mestallan text
ann á ensku, en Peter Kidson að
nokkru. P. G. Foote og Þórður
Einarsson sáu um prófarkalest-
ur. Hann hefur verið augnlýj-
andi verk, því að nóg er af töl-
um og töflum. Virðist hann hafa
tekizt vel, þótt eitthvað hafi
slæðzt inn af villum, en engri
alvarlegri man ég eftir. Fremst
og aftast i bókinni eru litprent-
uð landabréf eftir Guðmund
Guðjónsson.
Nokkrar litprentaðar ljós-
myndir eru í bókinni og allar til
prýði. Litbrá sá um prentun
þeirra. Hins vegar kann ég ekki
við myndatextana „A typicai
Icelandic farm“ og „Redfish
catch on board a trawler". Mun-
aði nokkru að segja okkur, hvað
bærinn og togarinn heita?
Stundum er kvartað undan
því með réttu, að íslenzkir þýð-
endur hirði ekki um að breyta
enskum yards, fetum og mílum
í metramál, svo að islenzkur les-
andi átti sig á lengdarhlutföll-
um. Hér er öfugt að farið: allt
gefið upp í kílómetrum, metr-
um o.s.frv., svo að enskumæl-
andi fólki, sem bókin er aðallega
ætluð, er gert óþarflega erfitt
fyrir.
Bókin er prentuð í ísafoldar-
prentsmiðju og bæði traustlega
og snyrtilega bundin, svo sem
henni hæfir. Verð bókarinnar er
490 krónur.
Mitt álit er það, að bók þessi
sé bráðnauðsynlegt þarfaþing í
öllum skrifstofum og hvers
konar stofnunum, og áreiðanlega
er hún íslenzkum heimilum þarf
ari gripur en sumar þær alfræða
bækur á erlendum málum, sem
fólk er að burðast við að kaupa
með afborgunum. Þar sem von-
andi verður ekki of skammt til
jóla, þegar umsögn þessi birtist,
ætti ekki að vera ó'hæfilegur aug
lýsingakeimur að peirri skoðun
minni, að fáar bækur séu heppi-
legri til þess að senda útlend-
ingum og erlendum stofnunum
til kynningar á iandi og þjóð.
— Magnús Þórðarson.
Gunnar Sigurðsson, Seljatungu:
Ur sveitinni
ÞAÐ væri að bera í bakkafull-
an l'ækinn, ef ég færi nú að
segja frá hinni góðu heyskap-
artíð hér sunnanlands á sl.
sumri, svo oft og rækfflega hef
ir verið frá því sagt í fréttum
útvarps og blaða. Annars er
að geta hinnar einstöku veðr-
áttu, er verið hefir nú í haust
og sem verkar sem suimarauki
fyrir alla, en ekki sízt þá er
við landbúnaðarstörf vinna.
Áreiðanlega er sja-ldgæft að
svo vel viðri í svo langan sam
felldan tíma eins og gert hiefi-r
á si. 7—8 vikium hér um slóð-
ir. Aldrei nein teljandi úr-
kiama, utan eina viku í septem
ber, og ekki frost veruiega
fyrr en um miðjan október en
þá sýndi Vetur konungur and
lit sitt og fór frostið þá allt
niður í 17 stig, en það er að
sögn Veðurstofunnar það
mesta um meira en fjörutíu ára
bil.
Þegar vorin eru stutt —
skamimur tíimi milli þess að
fénaður fer úr húsi tii þess að
menn byrji siátt — þá eru
mörg verkefni, er sveitastörf
va-rða óieyst og bíða hausts-
ins. Svo vffldi ég telja að ver
ið hafi hér að þessu sinni, Vor
ið var kalt, klaki fór seint úr
jörð og sauðiburður var anna-
samari víð-ast hvar en í með-
allagi má telja. Sláttur stóð
með styttra móti og verulegur
timi hefir gefizt til þess að
sinna hinutm marigbreytilegu
og ólíkustu verkefnum. Fólkið
er að vísu fátt til starfa á
heimilunum eftir að október
heflst og skóilarnir hafa sogað
til sín ungmennin, er hvar-
vetpa leggja virka hönd að
framlieiðsiluistörfum. En aðstaða
öil til veíkanna hefir víðast
tekið framförum og fáar hend-
ur afkasta ótrultega miklu.
Það er áreiðanlega ljótt að
bera sér það í munn, að svo
sem engar framfarir hafi orð-
ið í landbúnaðinum á síðustu
árum, en því sá ég haldið fram
í „Tímanum" um da-ginn, þeg
ar hann fé'kk eitt ka-stið útaf
-efnaihaigsaðgerðum ríkisistjórn-
arinnar. En þeir hafa sitt álit
og staðreyndirnar breytast
ékkert við það, hvert það álit
er h verju sinni.
Sauðtfjárslátrun er nú að
mestu lokið í sláturhúisium hér
austan fjalls og stendur slátr-
un nautgripa nú yfir. Nýr
sl á tu rleyfish af i kom hér til að
þessu sinni, en það er Kaupfé-
lag Árnesinga, en sláturhús
þess er á Eyrarbakka. Sl'átur-
félag Suðurlands er sem fyrr
ilangistærsti aðilinn, er kaupir
igripi til silátrunar og hefir ný
iega verið sagt frá fjártöiu
þeirri er sláturbús þess í Laug
iarási og á Selfossi hafa tekið
ó móti í haust og er því ó-
iþarft að endurtaka það hér. í
sláturhúsi Hafnar á Selfossi
hiefir Verið s'látrað nær 10 þús.
fjár, sem er urn tvö þús-und
fieira en á sl. hausti. Gert er
ráð fyrir að farga þar um 300
nautgripum að þessu sinni, ert
sláturhiúsið er starfandi all't
árið og er einatt tekið á móti
gripum til förgunar. Vænleiki
dfflka hefir hér reynzt mieiri
ien á fyrra ári þrátt fyrir erfitt
vor.
Uppskera garðávexta varð
hér þar tffl ég veit um það biil
í meðallagi og þá ekki síður úr
moldarjarðvegi en sandi. Nokk-
uð var um að frostið, sem á
gekk um miðjan " október,
kæmi siumum framleiðendum
garðávaxta fflla bæði hjá þeim
er voru þó búnir að ná uppúr
görðum, og eins munu nokkrir
hafa átt eitthvað óupptekið.
Og svo er þá veturinn kom-
inn. Á almanakinu líka. Ef
veðrátta vetrarins verður eitt-
hvað svipuð og fyrsta da-g
hennar, þá verður ekki þörf á
að kvaTta undan því. Veður
var hér hið fegursta, kyrrt og
iéttskýjað og hitinn komst um
miðjan dag upp í 4—5 stig.
Undir kvöldið l’agði svo þoku-
slæðing yfir með jörðinni, en
það köllum við ýmist „keJiinga
velilu“ eða dalalæðu. Ekki skal
ég dæma um hvort er réttara.
Eitt a-f því sem jafnan fyl-gir
vetrarkomu er, að þá er klukk
unni seinkað uim einn klukfcu
itíma. Nýllega sá ég frétt um
það hér í blaðinu, að Bretar
ætl'uðu ekki að sein-ka klukk-
unni hjá sér oftar en að þessu
sinni. Eftir að sumartími
-kæmi þar aftur yrði hann lát
inn haldast áfram. Myndu nú
iekki ísl-enzk stjórnarvöld vilja
tfara að dæmi Breta í þe-ssu'
með klukkuna. Enginn fær
hvort sem er viðhlítandi skýr-
ingu á því, vegna hvers er ver
ið að færa klukkuna hér frá
'sumartím-a. En fullyrða m.á að
með því er fólki a.m.k. sem
vinnur við landbúnað, g-erðu-r
'ógr-eiði þar eð dagsbirta er þá
klukkutíma skemur á kvöldin
Framhald á bls. 17