Morgunblaðið - 18.11.1967, Síða 15

Morgunblaðið - 18.11.1967, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓV. 1967 15 Leikfélag Kópavogs: „Sexurnar Höfundur: Marc Camoletti Leikstjóri: Klemenz Jónsson Þýðandi: Loftur Guðmundsson Leikmynd: Steinþór Sigurðsson MEÐ fullri virðingu fyrir hæfi leikuim stanfskrafta atvinnu- leikhúsanna tveggja £ Reykja- Vík, er það talsverður léttir, eða að minnsta kosti tiibreyt- mg hverjuim þeim, sem sér all- ar sýningar á suðvesturkrjálka landisins, að hiorfa á mörg óþekkt andilit sarnan komin á leibsviði. Við venjumst því að fylgjasf með sömu leikurunum hvernig þeir skipta um ham nokkrum sinnum á vetri, spreyta sig á hlutverkum af ýrnsu tagi. Stat- istarnir eru líka yfirleitt gamaíl- kunnar persónur, hvort sem þeir bera böðulsöxi eða prestkraga, jiaifnvel einnig alþekktir úr borg- arlifinu, svo að fyrstu áhrifin, sem þeir hafa á áhorfendur eru oft þau, að menn velta fyrir sér, h'vemig „Jóni í fiskbúð- inni“ fari grímuíbúningurlnn. Leikfélag Kópavogs frum- sýndi síðastliðinn þriðjudag gamanleikinn „Sexurnar“ eftir Frakkann Marc Camoletti, sem notið hefur mikilla vinsælda í London og víðar (undir nafn- inu „Boeing Boeing“) í stað- færslu Lofts Guðmundlssonar. Ég er ekki viss um að sýning þess eigi mikið skylt við leik- -st, en hún var fersk og hröð og skemmtileg, og þykir mér ekki ólí'klegt, að hún eigi eft- ir að njóta talsverðra vin- sælda, jafmvel þótt einhverjir álhorfendur verði ekki fyrir- fram eins jákvæðir að hugarfari og hópurinn í Kópavogsbíói á þriðjudagskvöldið virtist vera. Leikritið „Sexurnar" er ger- samlega „inntakslaus“ en skemmtileg dægrastytting. Það fjallar um ungan arkitekt, sem hefur þrjár flugfreyjur í tak- inu og ferst það erfiða verk vel úr hendi á meðan flug- áiætlanir sjá svo um, að aldrei séu tvær þeirra staddar á fs- landi í einu. Hins vegar riðl- ast skipulagið, og af því spinnst spennandi og fyndin atburða- rás. Til hjálpar arkitektinum er vinur hans frá Egilsstöðum, og til hjiálpar leikritinu er ráðskona arkifcektsins. Allur misskilningur leikritsins og sviptingar eru af auðskildasta og yfirborðslegasta tagi, per- sónurnar einfaldar og hvers- dagsiegar. Þessi gamanleifcur er því tilvalinn fyrir álhuga- mannaleikíhús. Leikendurnir þurfa fyrst og fremsf að hafa hæfandi útlit, eðlilegt fas og skýran talamda, leikstjórinn að ná í samvinnu við þá góðan hraða og sæmilega nákvæmum tím'asetningum til að sýningin takist nokkuð vél. Leikstjór- inn, Klemenz Jónsson, hefur umnið verk sitt ágætlega. Leik ritið er prýðilega æft, skipting ar allar gengu vel og snurðu- laust fyrir sig, enda þótt leik- ur í Mutverkunum væri ekki al'lur rismikill, frernur en efni standa til. Það var skynsamlega ráðið af Leikfðlagi Kópavogs að fá hinn bæfileikafulla og reynda ieiktjaldam'álara Steinþór Sig- Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Sigurðuir Grétar Guðmundsjson og Auður Jónsdóttir í hlut- verkum sinum. urðsson til að gera leikmynd- ina. Sviðsmynd hans er ekki einungis aflburðafalleg og smekkleg, heldur nýtir hún hverja fertommu sviðsins, svo að skortur á l'eikrými kreppir hvergi að sýningunni. Sigurður Grétar Guðmunds- son leikur aða'lMutverkið, Benedikt, arkitekt í Kópavogi, og sker sig talsvert úr hópn- uim. Ég hef ekki áður séð Sig- urð á sviði, en hann mun hafa leikið nokkur hlutverk áður hjá félaginu. Sigurður hefur ó- venjugóðar hreyfingar og eðli- lega framsögn. Helzti ann- marki hans er næsturn eins- dæmi af ólærðum leikara í að alihlufcverki, — hann undirleik ur, þ.e. hann kýs að leggja of lifcla áherzlu á orð sitt og æði, senniiega er hann þykist ekki nógu öruggur um leik sinn. Ég hefði gaman af því að flá að sjá Sigurð beita sér hæfilega, því að frammistaða hans lofar góðu. Undirleikur Sigurðar og eðlilegt fas stakk mjög í stúf við leik Björns Magnús- sionar í hlutverki vinarins, Láka frá Egilsstöðum, sem var Guðm. G. Hagalín skiifar um BÓKMENNTIR Ekki er allt sem sýnist Gunnar M. Magnúss: EIRtK- UR SKIPHERRA. Frásögn hans af draumum, dulskynj- unum og síðustu starfsárum í þjónustu landhelgisgæzlunn- ar. Skuggsjá. Hafnarfirði 1967. FYRIR átta árum kom út ævi- saga hins fræga skipherra og raunar eina flotaforingja okkar íslendinga, Eiríks Kristófersson- ar. Söguna skrifaði Ingólfur Kristjánsson, rithöfundur og rit- stjóri. Er hún skemmtileg og fróðleg og hlaut marga lesendur. Nú er komin ný bók um þennan merkismann. Hana hefur skráð Gunnar M. Magnúss, rithöfund- ur, eftir frásögn Eiríks. Megin- hluti bókarinnar fjallar um hin- ar mörgu dulskynjanir hans í svefni og vöku, en síðan er sagt frá seinustu árum hans í þjónustu landhelgisgæzlunnar, þorskastríðinu víðkunna — og viðskiptum hans við fram- kvæmdastjóra landhelgisgæzl- unnar. Þá er þar skráð, hve mörgum björgunaraðgerðum þessi merki og sérstæði maður hefur stjórnað, þar sem bæ’ði var bjargað skipum og mönnum, — talin öll hin 33 skip, sem hann hefur verið á í þau 60 ár, sem hann hefur sjóinn stundað, skýrt frá gjöfum, sem honum hafa verið gefnar í virðingar- og þakk lætisskyni og heiðursmerkjum, sem hann hefur verið sæmdur hér og erlendis. Loks er stutt frásögn, en fögur og hrífandi af litlum fugli, sem flaug um borð í Þór 1959 og leitaði þar skjóls, og af samskiptum og gagn- kvæmri vináttu þeirra Eiríks. Það er fljótsagt, að þessi bók er engu síður skemmtileg en vel gerður reyfari, enda vel og skýrt frá sagt og villur fáar og smáar. Þá er og bókin vel að heiman búin frá hendi útgefandans. Prentúð er hún í prentsmiðju Akraness. Hún hefst á formála höfundar — og henni lýkur með stuttum eftirmála sögumannsins. Hún er 183 blaðsíður. Hinar dulrænu frásagnir í bókinni ná allt aftur á blaðsíðu 118. Þær eru bæði margar og með ýmsu móti, en allar eru þær vel sagðar og sitthvað í kring- um þær forvitnilegt. Þá hygg ég, að sumar þeirra þyki ærið fróð- legar og eftirminnilegar heim- ildir um dulræna hæfileika og reynslu, þó að þær muni verða taldar misjafnar frá þeim sjón- arhóli, enda misjöfn aðstáða til að tryggja gildi þeirra sem slíkra. Sumar þeirra geta aðrir en sögumaðurinn staðfest, og um hinar mundi það að segja, að undarlegt mætti heita, ef þar væri ekki öðru eða betra til að dreifa en ýmist ímyndun, hel- berri skynvillu eða jafnvel hrein um og beinum meðvituðum upp- spuna, einkum þar sem sögu- maðurinn er einhver hinn al- merkasti maður sinnar stéttar, lundfastur, reglusamur, einarð- talsivert stirðlegur og ýktur í látbragði, einkum í byrjun, en nokkuð rættist úr, þegar líða tók á sýningu. Flugfreyjumar þrjiár voru leiknar röggisamfcega og hispurs laust af Hratfnlhildi Guðmunds dóttur og Svönu Einarsdóttur, sem báðar áttu hvor á sinn hátt snotra spretti, og Helgu Harð- ardóttur, sem bætti upp með geðlþekkri framkomu það, sem a vantaði öryggið. Textameð- ferð þeirra allra var skýr og forsendum sínum isamkvæm, þótt hún væri kannski ekki blæbrigðarík. Það hlutverk, sem mest til- efni getfur til kímni í persónu- sköpun, var í höndum Auðar Jónsdóttur. Hún lék Tótu, ráðs konu Benedikts, atf þó nokkr- um tilþriflum og vakti geysi- lega kátínu leikhúsgesta, en mér þótti persónan verða ó- þarfllega einhætf í meðflörum Auðar og leikstjórans, þvi að ekki var a.m.k. að sjá neinar sHíkar takmarkanir á getu Auð ar, að henni ætti að sníða svo þröngan stakk. Þýðing og staðfærsla Lotfts Guðmundssonar er víða hnytt- in og á góðu, þjálu íslenzku máli, en setningarnar margar alltof vandaðar að orðavali og uppbyggingu til að leggja í munn þessum persónum við þessi tækifæri. Slík otfvöndun á leikritaþýðingum er reyndar al siða hér á ■ landi og hetfur otft komið meira að sök en á um- ræddri sýningu. Helzta prýði þessarar sýning ar var vandvirkni og látíleysi, sem er sjaldséð í vinnubrögð- um ábugamannaleikhúsa, því að þeim hættir otft tii að kætfa fyndni verkefna sinna í ýktum tilburðum hróðugra leikenda. Örnólfur Árnason. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM ur og djarfmæltur, en þó maður kurteis og drengur hinn bezti — og auk þessa alls svo raunsær, úrræðagóður, já, beinlínis ráð- snjallur sem sjómaður, skipherra og bjargvættur í raun, að slíks mundu vandfundin dæmi, þó að margan merkan mann höfum við átt í íslenzkri sjómannastétt bæði fyrr og síðar. Þátturinn um viðureign Eiríks við hina brezku togaraskipstjóra og flotaforingja í þorskastríðinu er fágætlega skemmtilegur, og sýnir hann, að jafnvel kotþjó'ð má sín nokkurs í átökum við ofurefli, ef því ofurefli er ekki stjórnað af algerum siðleysingj- um og hinni litlu þjóð tekst að velja „réttan mann og réttan stað.“ Um viðskipti þeirra, Eiríks og framkvæmdastjóra Landhelgis- gæzlunnar þykir mér ekki þurfa að hafa nein orð, en ekki get ég látið hjá líða að minnast aftur á frásögnina um Eirík og fugl- inn, sem leitaði á hans náðir. Mér þykir ekki minnst um hana vert, enda felur hún í sér mann- lýsingu, sem mér virðist drjúg viðbót vfð þann hróður, sem sögumaðurinn hefur hlotið með þjóð sinni. Ég leyfi mér svo að lokúm að vekja athygli á því, sem höf- undur drepur á í bókinni: Ei- ríkur Kristófersson væri þess sannarlega verður, að ríkisstjórn og Alþingi samþykktu, að hon- um væru greidd full skipherra- laun til æviloka sem vottur þakklætis og virðingar. Guðmundur Gíslason Hagalín SVAR MITT eftir Billy Graham Hvernig stendur á því, að unga fólkið neytir eiturlyfja, gengur með bitvopn, svallar á nótt- unni og heldur saurlífisveizlur? Eg botna ekk- ert í unga fólkinu nú á dögum? Sumt ungt fólk, ekki allt! Það er svo auðvelt að setja alla undir sama hatt. Flestir æskumenn, sem ég þekki, ganga í kirkju, drekka óskaðlega drykki, neyta venjulegrar fæðu, vinna að heimaverkefnum heima hjá sér á kvöldin og bera virðingu fyrir for- eldrum sínum. Fyrir nokkru var gerð skoðanakönnun meðal mörg hundruð ólíkra æskumanna. Þeir voru beðnir að nefna tíu atriði, sem þeir vildu helzt finna í fari ungra manna. Ég býst við, að yður þyki fróðlegt að heyra, að þessi tíu atriði voru heiðarleiki, vinsemd, aðlaðandi viðmót, einlægni, hugprýði, góð hegðun, tillitssemi, gáfur, gamansemi og hjálpsemi. Þetta er ekki slæm niðurstaða meðal kynslóðar, sem öðrum fremur hefur kynnzt ofbeldi og búið við spennu í heimsmálum — og lifir í mesta kyndýrkunarlandi veraldar. Já, ég veit, að sumir æskumenn gera þetta, sem þér nefnið. Milljónir æskumanna hafa gert upp- reisn. En það er minnihlutinn meðal unga fólksins, sem hér á hlut að máli, og blöð og sjónvarp sjá svo um, að þeirra sé rækilega getið. Það er reynslan á samkomum okkar, að þeir, sem fúsastir eru að taka við boðskapnum, eru æskumenn á aldrinum 16—20 ára. Æskan leitar fótfestu, kærleika, leiðsagnar og markmiðs. Við skulum örva hana á alla lund.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.