Morgunblaðið - 18.11.1967, Side 24

Morgunblaðið - 18.11.1967, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NOV. 1907 MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA samkvæmi. Ég veit bara, að það var afskaplega hávært, og að þeg ar leið fram á nóttina, voru þjón arnir sendir inn í húsið og öll- um gluggum lokað. En ef nekt- arbað hefur farið þar fram, eins og seinna fréttist, þá vissi ég að minnsta kosti ekki til þess. Sann ast að segja liðu nokkrir dagar áður en ég hafði hugmynd um neitt. Því að það var kvöldið, sem ég datt niður í lyftuganginn. Þetta var nú heldur asnalegt, frá upphafi til enda, enda þótt enn fari uim mig hrollur, er ég minnist þess. En sjálf atvikin voru ósköp einföld. Samkvæmið hennar Bessie var enn í fullum gangi klukkan tvö, og gerði Roger órólegan. Ég var að lesa í rúminu þegar hann kom ýlfrandi og klóraði í hurðina. Ég mundi þá, að ég hafði ekki hleypt honum út, svo að ég fór fram úr og setti upp inniskó og fór í slopp, og gekk að hurðinni í vesturganginum. Gangurinn sjálfur var dimmur, en ég var örugg að rata. Ég hleypti Roger út og stóð síðan og beið eftir honum. Hann var í burtu nokkra stund, en þegar ég blístraði, gegndi hann mér undir eins og kom aftur. Ég lokaði dyrunum og setti keðjuna á. En þá sá ég, að lyftudyrnar voru opnar. Lyft an hafði verið í viðgerð í einn eða tvo daga, og af eintómri for- vitni fór ég að gá, hvort hún væri komin í gang aftur. En sá var bara gallinn, að lyftuhúsið var þarna ekki. Ég man, þegar ég datt og hina and- styggilegu tilfinningu, sem greip mig. En svo man ég annað enn- þá verra. Ég lenti ekki á gólf- inu. Ég datt beint ofan á ein- hvern, sem var þarna niðri, og annað hvort stóð eða sat í hnipri. Ég heyrði einhverjar stunur, en svo féllum við bæði saman og ég í yfirlið. En ég hlýt að hafa raknað fljótt Við. Þá var ég orðin ein og dyrnar út í kjallarann opn- ar. Svo var þarna líka kaldu-r súgur, sem hefur líklega flýtt fyrir því, að ég komst til með- vitundar aftur. En öklinn á mér ætlaði mig alveg lifandi að drepa. Ég rétti út höndina, eftir einhverju til að styðjast við, og fann stigatröppu. Ég hélt mér í hana og gat risið nokkurn veg- inn upp en sársaukinn var gífur legur. Það hlýtur að hafa liðið yfir mig aftur, því að þegar ég áttaði mig var Rjoger að ýlfra við dyrnar uppi, og stiginn var horfinn. Nú varð mér ljóst, hvað gerzt hafði. Einhver, sem átti þarna ekkert erindi, hafði verið neðst í lyftuganginum, þegar ég datt. Hann kynni að vera þarna enn í felum, tilbúinn til að ráðast á mig, ef ég hreyfði mig nokkuð. Sami maðurinn, sem hafði ráð- izt á Evans. Maðurinn, sem hafði áður brotizt inn í húsið. Þetta var kvíðvænlegt! Ég hreyfði mig ekki. Lá þarna bara og beið. Og ekkert skeði. Alls ekki neitt. Hvenær Bessie hefur komið inn um nóttina, veit ég ekki, en líklega þó meðan ég var í yfir- liðinu. Hvenær komumaðurinn hefur komizt út, hef ég enga hug mynd um. Klukkan var hálf átta um morguninm þegar Stevens, sem var að opila h-úsið, kom þjótandi þarna niður og næst varð ég þess vör, að han-n gægð- ist inn í lyftuganginn. — Er einhver þarna? — Ég er hérna, Stevens. Ég hef meitt mig á öklanum, sagði ég veiklulega. Komdu hingað og hjálpaðu mér. Nú komst allt í uppnám. Það var rétt eins og allt heimilis- fólkið kæmi þjótandí, og ég man, að ein eldábuskan skvetti úr vatnsbolla framan í mig, áður en niokkur gæti hindrað það. Reyn- olds var rólegur, eir.s og hans var vandi. Hann lét sækja stól og svo var mér lyft upp í hann, og farið með mig upp stigann. Ég hlýt að hafa litið hræðilega út, því að ég man eftir að Tony starði á mig, ofan af svölunum, með hálft andlitið i sápufroðu. — Guð minn góður! sagði hann. — Hefurðu meitt þig, Pat? Ég reyndi að brosa. — Það er allt í lagi. Ég meiddi mig bara á öklanum. — Hún datt niður í lyftugang inn, sagði Reynolds, sem stundi undir þunga mínum. Hún hefur legið þar í alla nótt. — Niður í lyftuganginn? Það er ómögulegt! — Það er gaman að heyra það, sagði ég. — Víst er um það, að einhversstaðar datt ég. Hann veik þá til hliðar og hin- ir báru mig inn í herbergið mitt. 21 Tony elti og einhvern veginn komst ég upp í rúmið mitt, en engdist af kvölum, og allt hring- snerist fyrir augunum. Ég gat heyrt Tony æpa einhverjar fyr- irskipanir um að ná í Sterling lækni og hjúkrunarkonu frá spít alanum, og að koma með viskí. Hvort sem það var af sársauka eða æsingi, þá missti ég aftur meðvitundina. Svo hlýt ég að hafa sofnað fast upp úr því, því að komið var hádegi þegar ég vaknaði aftur. Fóturinn á mér iá á kodda, og Amy Richards, í ein- kennisbúningnum sínum, var að K S KU K BÝÐUR YÐUR HELGARMATINN i handhœgum umbúðum til að taka HEIM GRILLAÐA KJTJKUNGA ROAST BEEF GLÓÐARSTEIKT LAMB GLÓÐARSTEIKT NAUTAFILLÉ GLÓÐARST. GRÍSAKÓTELETTUR HAMBORGARA Gleðjið frúna — fjölskyldma — vinina — — njótið hinna Ijúffengu rétta heima í stofujðar. Ef þér óskið getið þér hringt og pantað - við sendum leiguhíl með réttbia heim tiljðar. A S KU R. matreiðir fyrir yður alla daga vikunnar Suðurla ndsb raut 14 sími 38550 leggja bakstra við öklann á mér. Að öðru leyti lá ég eins og ég hafði áður legið ofan á rúminu með teppi ofan á mér, og enn i innisloppnum mínum Amy glotti til mín. Hún var úr þorpinu og gamall kunningi. — Jæja, sagði hún. — Þú get- ur svei mér sofið, ekki betri n löppin á þér er. Þú hefðir áreið- anlega sofið af jarðskjálftann í San Francisco. — Þú hefðir sofið sjálf, ef þú hefðir legið í nótt þar sem ég lá, sagði ég önug. — Hvað geng- ur mikið að fætinum á mér, Amy? Ég þyrfti að geta notað hann. — Þú gerir það ekki fyrst um sinn, sagði hún hressilega. — En viltu ekki eittbvað að borða? Líklega hefurðu ekki dottið á magann, svort sem var. Ég settist upp og lfeit á fótinn á mér. Og það mátti nú sjá það, sem minna var, og ég lagðist út af aftur og stundi. — Ég get ekki legið í bælinu, sagði ég. — Til þess hef ég of mikið að gera. En hún bara hló að mér og mér fór að líða skár, eftir að hafa fengið bað og svo eitthvað, sem annað hvort var morgunverð ur eða hádegisverður. Amy var l einhverjum niðurbældum spenn ingi m-eðan á hvorutveggja stóð. ■Líkleg^ hefur henni verið bann- að að tala við mig um það, sem gerðist um nóttina, en hún hafði nóg annað að tala um. — Hvort þú hefur sett allt á annan endann! sagðd hún. — Fólkið virðist vera heldur betur hrifið af þér. Frú Wainwright hefur verið hér með annan fót- inn í allan morgun, og hann kunningi þin.n lét kalla lyftu- mennina hingað og gaf þeim heldur betur á baukinn. Hann meira að segja hótaði þeim fang- elsisvist. Þessi timbraði kven- maður er víst konan hans, er það ekki? — Jú. — Þá hef ég nú aldrei dræsu séð ef hún er það ekki, sagði Amy einbeittlega, og tók bakk- ann frá mér. — Ég hélt að þau væru skilin. Hvað er hún hér að gera? — Það veit ég ekki. — Hún er alveí baneitruð, mundi ég segja, sagði Amy og setti nýjan bakstur við fótinn á mér. 10. kafli. Þessi dagur og þeir næstu á eftir höfðu ekkert spennandi uppá að bjóða. Síðdegis kom Maud til mín, og Hilda á eftir henni, berandi silkisængurver og koddaver. Hún virtisit kvíðin á svipinn en samt var hún rösk- leg að vanda. — Læknirinn heldur, að þú sért ekkert brotin, sagði hún. — En það er nú samt vissara að fá röntgenmynd, undir eins og hægt er að hreyfa þig. Hvernig í dauð anum gerðist þetta? Ég sagði henni það, en minnt- isit samt ekkert á mannveruna, sem ég hafði dottið ofaná, né heldur stigann sem hvarf. En þá um 'kvöldið sagði ég Tony frá því. Hann sat við rúmið hjá mér, meðan ég sagði alla söguna. Fyrst var hann tortryigginn. Hann sagði, að viðgerðamennirn ir hefðu haft lyftuna uppi og rofið strauminn, að dyrnar hefðu ekki verið læstar, en þeir hefðu setit þungan stól fyrir framan dyrnar, ásamt aðvörunarspjaldi. — Það var hvorugt hérna í gærkvöldi, Tony. — Ertu viss um það? — Alveg handviss. Hann dró andann djúpt. — Jæja, þakkaðu Guði, að þú ert lifandi. Sjáðu til, Pat, ertu alveg OPIÐ I KVOLD HEIÐURSMENN Söngvarar: Þórir Baldursson og María Baldursdóttir. Kvöldverður framreiddur frá kl. 6.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.