Morgunblaðið - 19.11.1967, Side 12

Morgunblaðið - 19.11.1967, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓV. 1967 - SING OUT Framhald af bls. 11. eða vögnunum, vindur sér að miklum flutningavagni og þrífur allan sinn flutning, sem til þarf við leiksýninguna og vinnur að undirbúningi henn- ar af kappi. Hvort sem þeir fást við þetta í stormi og rign- ingu á fótboltaleikvangi eða í óperusönghöllum og leikhúsum, er gengið að verki svo rösk- lega að verkinu er lokið á tveimur klukkustundum eða fljótar. Ekki verður sagt að leikar- arnir birtist hægum skrefum á leiksviðinu. Það er sprengingu líkast, er þeir fylla sviðið, á annað hundrað manns af ýms- um litarháittum, og meðan þeir syngja um 30 söngva eða fleiri á tveim klukkustundum er allt leiksviðið iðandi líf. „Engin kyrrstaða, við eruð að verki“, segir í einum af söngvunum, og í öðrum: „Okkur er fengið geysimikið hlutverk! Heimur- inn bíður þess — að hver glað ur og röskur svanni og sveinn hraði nýsköpun hans“. Á 18 mánuðum kom leik- flokkurinn fram með sinn þróttmikla og þjóðlholla söng- leik á 350 gagnfræða- og menntaskólastöðum, og 81 her- stöð í Bandaríkjunum og Kan- ada. Ennfremur hefur flokkur inn, samkvæmt boði þjóðar- leiðtoga og ríkisstjórna, farið um Japan, Kóreu, Vestur- Þýzkaland, Ástralíu, Spán, Pú- ertó-rícó, Mexíkó, Panama, Ven ezuela og Jamaica. Alls staðar fengið hingar beztu móttökur. Framkvaemdastjóri MRA starfseminnar í Bandaríkjunum sagði: „Víst vissum við það, að við sendum út valinn leik- flokk með boðskap, sem æsku menn myndu hlusta á, en það var okkur opinberun, hversu æskuilýðinn hvarvetna virt- ist hungra og þyrsta eftir ein- hverju mikilvægu". Eftir frægðarför um Japan árið 1965, til O’.ympíu-leikanna og víðar, sagði einn leiðtogi vinstrimanna: „Ef þetta er erum við öll á hennar bandi“. Dr. Konrad Adenauer tók á móti leikflokknum í ríkisþing- inu, eftir leiksýningar í Vestur- Þýzkalandi, og sagði þá: „Ég vona, að ykkur takist að ná til æskulýðs heimsins með á- form ykkar og boðskap". Þá setti leikflokkurinn upp hátalara sína vestan við aðskiln aðarmúrinn í Berlín. Austur- Þjóðverjar hópuðust að múrn- um og hrópuðu af fögnuði, og þegar varðmenn dreifðu hópn- um, fóru menn upp á húsþök og hlusfuðu eða út um glugga og veifuðu vasaklútum til söngv- aranna vestan við múrinn, Dag inn eftir sögðu blöð í Austur- Þýzkalandi frá því, að öll um ferð hefði stöðvazt á vissu svæði vegna þess að einhver Ameríkulýður hefði verið að syngja æsingasöngva vestan við múrinn. Nú eru þrír slíkir leikflokk- ar stöðugt að í Bandaríkjunum, 150 ungmenni í hverjum. Út frá þeim hafa svo orðið til 160 minni söngleiksflokkar, heima fyrir á hverjum stað, í þeim alls um 10 þúsund ungmenni. Upphafsflokkurinn hefur svo gert klukkustundar sjónvarps- leikþátt, sem um 100 milljón- ir manna horfðu á í fyrra I Bandaríkjunum og 25 mil'ljónir í Þýzkalandi. Ferðalög fyrsta flokksins víða um lönd urðu m.a. til þess að upp risu svipaðir söngleiks flokkar í mörgum löndum, Jap an, Formósu, Kóreu, Venezúela, þar buðu sig fram 400 æsku- menn og í Púertó-ríkó 1000. Þessum leikflokkum hefur stöð ugt fjölgað. Gefið hefur verið út kver til leiðbeiningar um, hvernig stofnaðir skuli s'líkir söngleiksflokkar. í kverinu eru bæði lög og ljóð allra söngv- anna, og leiðbeiningar um leik svið og fleira tilheyrandi, Stundum eru og léðir þjálfaðir menn til leiðbeiningar. Eitthvað kostar þetta al'lt saman? Mun einhver spyrja. Fyrsta svarið gæti verið: „Allt getur sá, sem trúna hiefur“. Ferðalög aðalleikflokksins kost uðu 2.500.000 dollara árið 1966. Þúsundir landsmanna gefa minni og stærri peningagjafir, einnig ýmsar stofnanir og fyr- irtæki, sem líta á þetta sem hið bezta þjóðþrifastarf. Bæir og lönd, sem bjóða flokknum til sín taka veruilegan þátt í kostnaðinum, livorki söngvar- ar né leiðtogar eru launaðir, leikarar gera sjálfir eða láta gera búning sína. Á stöðum þar sem þeir dvelja um stundarsak ir eru þeir að mestu á einka- heimilum. Ýmislegt er það fleira, sem sér um kostnaðar- hliðina, en ráð eru oftast þar, sem áhugi er næguir. Æskumenn, sem fara frá skólanámi, iðka sitt nám á ferðalögum og njóta í hópnum kennslu í 36 mismunandi grein um. Einn stúdentinn kornst svo að orði: „Við höfum ferðast ,19.000 mílur, kynnst menningu margra þjóða og talað við leið toga margra ríkja og land. Eng in menntun getur verið skemmtilegri né árangursríkari. Ekki er unnf að kynnast þessu unga fólki neitt að ráði, án þess að skynja, að eittíhvað meira en söngur, lög og Ijóð og hreyfíngar á leiksviði hiefur kveikt áhuga þess, eitthvað inn anfrá. „Þetta er annað og meira en leiksýning“, sagði einhver, „kallið það uppreisn gegn blygðunarleysi afskræmingar- innar eða túlkun þeirrar lífs- skoðunar, sem á að gefa lífi okkar allra tilgang og lífsvenju mælikvarða". Einn ungur negri, William Storey, í þeirra harðvítuga ó- al'darflokki í vesturhluta Chic ago-borgar, áður en hann varð þátttakandi í „Sing-Out“ söng- flokknum, sagði: „Ungmennin í Sing-Out virðast kunna ráðið við hatri og ofbeldi. Ég afréð að gera eitthvað til að kynna það heilræði, og hef komizt að því, að það þarí meiri mann- dóm til að berjast fyrir því, sem er rétt og satt, en að efna til óspekta". Áhrif fólks í leikflokknum þessum ná lengra en þar að- eins. Margt af því hverfur aft ut að námi og býr sig undix veigamikið starf í samfélagi manna, heimilum og stofnun- um. Einn skrifar í timarit þeirra, PACE: „Kynslóð okkar er I hugsjónalelt, leit að þvl sem vert er að lifa fyrir. Við þráum frið, en ekki á kostnað frelsisinis. Við viljum heldur eætta okkur við eríiðleika og þung tök, en að vera einhver taflpeð " yfirstjórnar. Kynslóð okkar er í hreyfingu, við getum sætt okkur við aga og erum reiðutoúin til að sýna í verki áræði“. Einhver bezti vitnisburður um „Sing-Out“ hreyfinguna, er frá Dwight D. Eisenhower, fyrr verandi forseta Bandaríkjanna. Orð hans eru á þessa leið: „Öll skynjum við mátt ungu kyn- slóðarinnar til að móta líi að móta líf þjóða og stefnu þeirra. Eitt sinn komst ég í kynni við slíka orku. Ríkis- stjórn Japans hafði boðið mér í opinbera heimsókn. Uppþot ungra stúdenta í Tokyo varð þess valdandi að ríkisstjórnin varð að afturkalla þessa heim- sókn, og höfðu þannig bein á- hrif á stjórnarfarslegt samband tveggja þjóða. Seinna, er þeir höfðu orðið fyrir áhrifum frá starfsemi MRA-manna, komu þeir til mín og báðu afsökunar, og vonuiðust þá til að geta kom ið einhverju góðu til vegar, í stað vandræða. Þessi góði andi sáttagerðar og góðvildar er driffjöðrin í lífi æskufólksins í „Sing-Out“ áhlaupinu. Þjóðhollusta, föður- landsást, skilningur og áhugi þessara ungu kvenna og manna, er ný mögnun sálar og anda, sem þjóðin þarfnast svo mjög og allur heimurinn“. Er minni ástæða til að kynna þessar aðgerðir ungu kynslóð- arinnar, en alls konar óeirðir, glæpaiðju og ófremd minni hlutans, sem varpar svo dimm um skugga á björtu hliðina, að hið hrósverða gleymist oft? Þessi endursögn tímaritsgrein- arinnar er sennilega ekki nægi lega vel gerð, en sérprentun af henni á frummálinu er hægt að fá frá Ameríku fyrir mjög lítinn pening. Pétur Sigurðsson. RAFIVIAGIM8GEI8LAOFNAR til festingar á vegg nýkomnir i 2 stærðum K LUDVIG STORR Laugavegi 15, sími 1-33-33. ■i LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 lík — og vesalings Siggi lenti í vandræðum. Kennarinn: Af hverju hefur þú ekki greitt þér í morgun, Pétur? Pétur: Ég á enga greiðu. Kennarinn: Af hverju féflckstu ekki Iánaða greiðuna hans pabba þíns? Pétur: Hans pabba! Hann er nú nuðasköllóttur. telja hanr af því. „Vertu nú ekki heimsk ur, hvað ef hættumerki kemur nú um miðja nótt, og þú þarfnast sverðsins“. Hermaðurinn hló. „Yfirmennirnir sofa allir til hádegis, og ég mun hafa næg- an tíma til að ná sverðinu úr veðsetn- ingu“. Pétur kvaddi og fór. En hermaðurinn veðsetti sverðið sitt og hélt áfram að drek'ka. Skyndilega heyrðist hættumerkið. Her maðurinn spratt á fætur, lagfærði ein- kennisbúninginn — en hann hafði ekkert sverð. Hvað átti hann nú að gera, það var enginn tími til að leysa út svero- ið. Hann náði sér þá í spýtu, málaði hana með svörtu og stakk henni svo í slíðrið Allir voru á fleygiferð að koma sér í raðir sínar. Keisarinn gekk noklkr- um Sinnum milli raðanna og kom fljót- lega auga á hermanninn. Hann stað- næmdist fyrir frman hann og skipaði honum að ganga fram. Hermaðurinn gerði það sem honum var skipað. „Sýndu mér hvað þeir- í hersveitinni kenna þér, sláðu mig með sverði þínu“, skipaði keisarinn. „Ég myndi ekki dirfast að beita sverði mínu gegn Yðar hátign“! sagði hermað- urinn. „Gerðu svo, ef ég skipa þér“! Hermaðurinn greip til spýtunnar, og hrópaði um leið hástöfum: „Guð minn góður, bieyttu þessu banvæna vopni í spýtu“. Dró hann síðan vopnið úr slíðrum, sló Pétur með því og það hrökk í sundur í marga parta. Þögn sló á alla viðstadda, bæði her- mennina og yfirmennina og hersveitar- presturihn tók að biðjast fyrir. „Kraftaverk, það hefur átt sér stað kraftaverk“. Pétur keisari brosti við hermanninum. „Þú ert ágætur náungi, þér þykir góður sopinn en þú skilur aldrei vit þitt við þig, mér geðjast að mönnum sem þér“. Hermanninum var síðan fengið aftur sverð sitt og honum leyft að dveljast áfram í þjónustu keisarans. Kalili er að fara á villidýraveiðar. En í hvaða landi? Ef þú tekur blýant og dregur strik frá 1—76, .sérðu það. Á eftir mátfu svo lita myndina. Krossgáta Lárétt 2. hás 7. heyið 9. frosið vatn 11. reiður 15. púlka Lóðrétt 1. sterkasti guðinn 3. spil 4. er lyft 5. utan 6. slá 8. leyfi 10. sjó 12. á fæti 13. klukka 14. slá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.