Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓV. 1967 21 Nauðsynlegt að líf verurnar séu í jafn- vægi innbyrðis og við umhverfi sitt Erindi dr. S. Dillons Ripleys, flutt á árs- hátíð Íslenzk-ameríska félagsins 6. okt. sl, MÉR er það sönn ánægja að vera hér staddur. Okkur hjón- unum rætast nú vonir, sem við höfum lengi borið í brjósti. Þótt þetta sé fyrsta koma okkar til fslands, þá höfum við heyrt og lesið svo margt um land yðar, að okkur finnst við þekkja ykk- ur mæta vel. í Smithsonianstofn uninni og Yaleháskólanum átt- uih við löng kynni við íslenzka vísindamen og sagnfræðinga, en við Yaleháskólann kenndi ég ár um saman, áður en við flutt- umst til Washington. Við höfum líka lagt okkar litla skerf til þess að farið var að halda upp á dag Leifs Eiríks- sonar, en Bandaríkjaþing lög- festi hann 1964. Réttara væri að segja, að við hefðum stuðlað að sagnfræðilegri viðurkenningu, sem þessum hátíðisdegi ber. Þetta kann að hljóma annarlega í eyrum íslendinga. Mér er ljóst, að enginn fslendingur dreg ur í efa siglingar Eiríks rauða og hins hugrakka sonar hans. En þið vitið, að í Bandaríkjun- um eru samtök, sem kalla sig Riddara Kólumbusar. Þetta eru að mestu menn ítalskrar ættar í óteljandi þjóðræknisfélögum og samböndum. Þeir taka það mjög óstinnt upp, sé aðeins lát- ið liggja að því, að annar en Kólumbus hafi fyrstur fundið Ameríku. Það gefur því auga leið, að ekki var auðvelt að full- vissa alla um það, að Leifur hafi fyrstur siglt til Vínlands, Mark- lands og Hellulands. Árið 1962 sendi Smithsonian- stofnunin einn af fremstu forn- leifafræðingum sínum, dr. Henry Collins, til lítils þorps nyrzt á Nýfundnalandi, þar sem Norð- maðurinn Helge Ingstad og kona hans höfðu grafið upp merkileg- ar rústir. Dr. Collins er sérfræð ingur í fornleifafræði norður- skautslandanna. Hann rannsak- aði hlóðarsteina og aðra muni, sem upp voru grafnir, og gekk úr skugga um, að þeir væru frá- brugðnir fornleifum Indíána frá sama tímabili. Hann ályktaði því, að þetta væru fornleifar nor rænna manna. Dr. Collins telur, að víðtækari rannsóknir og auk inn uppgröftur kunni að leiða í ljós önnur áþekk víkingasetur í Norður-Ameríku. Nú leið nokkur tími. Þá var það, að starfsbróðir minn og vin- ur, Alexander Veitor, forstöðu- maður kortadeildar bókasafns Yaleháskóla, aðstoðaði við það að tína saman safn af gleymd- um miðaldakortum. Á einu þeirra rakst hann á orðið „Vín- land“, merkt á land vestur og suður frá Grænlandi. Þetta var vissulega fyrsta og elzta kortið, sem skýrði frá því sama og löngu fyrr hafði verið fært í let ur í íslendingasögum. Eftir næstum tíu ára þrotlausa rann- sókn, var dr. Veitor fullviss um það, að kortið væri ófalsað og skjalleg staðfesting á sannleiks- gildi sögu Eiríks rauða. Yale- háskóla gaf út tilkynningu um fund Vínlandskortsins, eins og það nú eí- kallað, hinn 12. októ- ber fyrir tveimur árum, en sá dagur er haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum sem dagur Kól- umbusar. Þér getið rétt gert yður í hug- arlund ósköpin, sem fylgdu í kjölfar þessa. Blöðin gerðu sér mikinn mat úr fregninni. For- svarsmenn Kólumbusar og ýmis konar ítölsk-amerísk félagasam- bönd mótmæltu þessu méð ýmsu móti. Þeir gætnari sögðu, að jafn vel þótt kortið væri ósvikið, þá væri það í hæsta máta óviðeig- andi að tilkynna þetta í blöð- um á degi Kólumbusar. Þeir líktu því við að strá salti í opin sár. Nokkrum mánuðum síðar var Yaleháskólin svo vinsamlegur að lána okkur kortið, og Smith- sonianstofnunin efndi til ráð- stefnu lærðra manna til þess að meta gildi þess og aldur. Nú hvílir Vínlandskortið í bókasafni Yaleháskóla, enn ein sönnun um djarfar og frækileg- ar siglingar íslendinga og Græn lendinga. Ég hef heyrt á skotspónum, að forseta yðar, herra Ásgeiri Ás- geirssyni, alþingi og lögfræðing um yðar hafi orðið vel ágengt við endurheimt fornra skjala og handrita. Mætti ég fara þess á leit, að þér eftirlátið Yaleháskóla kortið. Fyrir hann er þetta dýr- gripur. Annan eins hvalreka hef ur ekki rekið á fjörur hans ár- um saman. Ég minnist þess, að skömmu eftir að fregnin um kortið barst út, birti eitt af fremstu skopblöðum okkar mynd, þar sem kortið kemur við sögu. Á sviðinu var sýndur knattleikur milli Yale og erki- andstæðings hans, Harvard-há- skóla. Á markatöflunni stóð: Harvard 56— Yale 0. Fylgjend- ur Harvardliðsins fögnuðu ákaft en tveir stúdentar frá Yale sátu hnípnir á bekk. Annar víkur sér að hinum og segir: „Jæja, við eigum þó allavega Vínlandskort- ið“. Það er því auðsætt hvers vegna ég vona að þig lofið Yale að halda kortinu, að minnsta kosti þangað til Yale hefur eign azt betra knattleikslið. Vel færi á að skýra hér frá þeim mörgu viðfangsefnum á fs- landi, sem vísindamenn Smith- sonianstofnunarinnar hafa háuga á. Þennan áhuga má rekja aftur til síðustu aldamóta og nú er það einlæg ósk okkar að mega styðja eftir getu hinar merku og fjölþættu Surtseyjarrann- sóknir, sem fyrirhugaðar eru, svo og aðrar hliðstæðar rann- sóknir á íslandi. En nú sný ég mér að öðru. f kvöld langar mig til að ræða lítið eitt um það, sem vísinda- menn nefna hómeóstasis. Von- andi skýtur orðið yður ekki skelk í bringu. Með orðinu hómeóstasis eiga líffræðingar við það ástand þegar allar lífver ur á einhverju tilteknu svæði eru í jafnvægi innbyrðis og við umhverfi sitt. Auðvitað verður þetta jafnvægi einnig að taka til mannsins sem lífveru. Það má því segja að hómeóstasis sé hið eftirsóknarverða ástand sem skapast þegar maðuriinn raskar ekki jafnvægi náttúrunnar, lifir í sátt við umhverfi sitt og spill- ir ekki lífsskilyrðum sínum. Ég tel, að í mörgu tilliti megi líkja sögu fslands við langa og erfiða, en að lokum árangurs- ríka sókn til slíks jafnvægis. Þéssi sókn, þessi árangursríka leit, er því markverðari sem um hverfið, sem við var að etja, var hrjúft og sérstætt. Ég hygg, að þegar Ingólfur Arnarson og aðrir landnáms- menn vörpuðu öndvegissúlum sínum fyrir borð, og námu land þar sem þær rak, hljóti þeir að hafa vitað, að hér var land fá- breyttara að gæðum en lönd meginlands Evrópu, sem þeim voru kunn. Þeir hljóta að hafa orðið þess áskynja, að hér var jurtalíf fáskrúðugra og þó eink um fábreyttara dýralíf en í öðr- um löndum, sem þeir kunna að hafa borið kennsl á, enda þótt einstaklingafjöldi þeirra tegunda sem fyrir hendi voru, væri oft mikill. Þeir hljóta að hafa vitað, að hér var land eldguðsins, sem með jarðeldum og skyldum nátt- úruhamförum hafði gert mikinn hluta landsins óhæfan til rækt- unar. í fáum orðum sagt, þeir hljóta þegar í upphafi að hafa skynjað, að þetta var erfitt land, erfitt en þó viðráðanlegt, kynni maðurinn að nytja það á hyggi- legan hátt með því að bera virð- ingu fyrir því og með því að lifa í samræmi við náttúru þess. Fyrstu merki um þennan skiln ing tel ég þingsögu yðar. Home- ostasis, eins og fyrr sagði, nær til mannsins og hvernig hann bregðst við meðbræðrum sínum í sameiginlegri leit að hinu dýr- mæta jafnvægi í viðskiptum sín Dr. S. Dillon Ripley um við óspjallað umhverfi. Það er bersýnilegt, að snemma í byggðasögu landsins hafa prest- ar, höfðingjar og allur almenn- ingur skynjað það, að öll sam- skipti manna yrðu að stjórnast af meira viti og meiri reglu en tíðkaðist á tímum lénsskipulags. Þeir skildu, að sá frjálslegi og auðveldi háttur um landnám — sá sem fyrstur nær, fyrstur fær — svo og deilur og bardagar, sem fylgja myndu í kjölfar þessa, ættu ekki við í þessu sér- kennilega og erfiða landi. Árang ur þessa skilnings er lýðum ljós um víða veröld: fyrst héraðsþing in og síðar stofnun alþingis, en þetta voru hvort tveggja áfang- ar í viðleitni mannsins til að lifa í samræmi við landið og hafið, sem umkringdi hann. Að mínu viti, hafa viðbrögð manna gagnvart landinu og líf- verum þess ekki síður stjórnazt af heilbrigðri skynsemi en laga fyrirmælum, þegar landnámsöld sleppti. Með öðrum orðum: forn ar erfðavenjur áttu fullt eins mikinn þátt í mótun náttúru- verndunar og bein lagafyrir- mæli. íslendingar fluttu snemma inn sauðfé. Það bjargaði land- námsmönnum frá hungri og mannfelli, en fjölgun þess voru skorður settar, að minnsta kosti svo að ekki hlytist full landauðn af, svo sem gerzt hefur á öðr- um tímum og í öðrum löndum. Hér er og hefur verið urmull af sjó- og landfuglum. Mér er tjáð, að fyrrum hafi þessir fuglar og egg þeirra verið veigamikil fæðu lind íslendinga, en öldum saman hafi bændur skilið eftir nokkur egg í hreiðrum anda og gæsa, og við lundaveiðar hafi fuglum, sem báru síli í nefinu til eldis ungum sínum, verið þyrmt. Fyrr um voru fálkar fluttir út 1 stór- um stíl til allra þjóðhöfðingja Evrópu, en þó ekki í svo ríkum mæli að þessum göfuga fugli væri útrýmt, sem þó hefði ver- ið leikur einn. Forfeður yðar kunna að meta gildi æðarfugls- ins, og enn er stofninn stór og arðbær. í öðrum löndum hefur æðurin verið veidd svo að til auðnar horfir. Frá upphafi vega hafa íslend- ingar búið við eldgos og land- skjálfta. Gera má sér í hugar- lund þá ógn og skelfingu sem landnámsmönnum hefur staðið af þeim hamförum, sem eldgos hafa í för með sér. Og þótt þeir gætu ekki sigrazt á þessum öfl- um jarðelda og hvera, lærðist þeim að minnsta kosti að búa í sambýli við þessi öfl og að beizla orkuna til nytsamlegra þarfa. Á þrettándu öld beizluðu íslendingar hveri til að hita upp baðlaugar. Nú hita borgarbúar hús sín með heitu jarðvatni, svo og gróðurhús, þar sem ræktað er grænmeti og blóm, sem bæta mataræðið og fegra daglegt líf. Mér fannst sú fregn enn mikil- vægari, að verið væri að gera tilraunir um ylrækt utanhúss við hverasvæði, jafnvel allhátt yfir sjávarmáli, til að finna ráð við næturfrostum, sem að öðrum kosti hindruðu slíka ræktun. Fyrir yður eru þetta næsta hversdagslegir hlutir, sem þér hafið þekkt frá blautu barns- beini. En í raun og veru sýnir þetta mjög athyglisverða aðlög- un. Yður hefur, ef svo mætti segja, tekizt að hagnýta yður fjandsamlegustu náttúruöfl í landi yðar. Þó er mest um vert, að þér haldið áfram árangursríkri sókn til jafnvægis í höfunum um- hverfis landið. Þér teljið það alvarlega hættu, ef einhver ætl- ar að ógna þeim náttúruauðlind- um hafsins, sem afkoma þjóðar- innar byggist á, eins og þér sýnd uð í verki fyrir fáum árum. Það er engu síður nauðsynlegt að við halda hómeóstasis, eða hinu dýr- mæta jafnvægi allra lífvera, í höfunum en á landi. En það er miklu torveldara, þar sem við vitum enn svo lítið um lífið í sjónum og hina viðkvæmu fæðu- keðju, sem svo auðveldlega get- ur rofnað, allt frá ömsmáu jurta- svifi, ósýnilegu berum augum, til nytjafiska. Hér vildi ég mega bera lof á þær framfarir í hafrannsóknum, bæði undirstöðurannsóknum og hagnýtum _ rannsóknum, sem ríkisstjórn íslands hefur efnt til. Og ég vil taka skýrt fram, að samúð mín var öll með yður í hinum alþjóðlegu átökum um fiskveiðiréttindi eða „þorska- stríðinu“ svonefnda. Það mátti öllum vera ljóst, að helztu fisk- veiðaþjóðar heimsins gátu ekki til langframa haldið áfram að moka upp fiski í flóum og fjörð- um íslands. Veiðar á landgrunn- um, hvar sem er, verða að lúta eftirliti vegna mikilvægis þeirra sem hrygningar- og uppeldis- stöðva margra nytjafiska. Fyrir örstuttu las ég um ræðu utan- ríkisráðherra íslands, Emils Jóns sonar, sem hann hélt á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann gerði á ljósan hátt grein fyrir þeim kostum og göll- um, sem leiddu af sívaxandi fisk- veiðitækni, og þeim merkjum of- veiða í Atlantshafi, sem þegar eru ótvíræð. Það er því með djúpri þakk- lætiskennd, er ég segi, að saga íslands sé árangursrík leit að jafnvægi, leit sem haldið er áfram með mikilli atroku enn þann dag í dag. Þér hafið fulla ástæðu til að vera hreykin af þeim árangri, sem náðst hefur á þessu sviði, bæði að því er varðar náttúruvernd og skynsam lega nýtingu náttúruauðæfa. En nú kynnuð þér að spyrja, hvert sé mikilvægi þessa máls. Það má vel vera, að á þessari stundu hugsið þér sem svo, að það sé ánægjulegt að hlusta á slíkra gullhamra eða að þeir séu viðeigandi við hátíðleg tækifæri sem þetta, en hvað beri að gera næst. Mér virðist svarið vera mjög einfalt og þar sem ég er ekki atvinnudiplómat ætla ég að svara þessu umbúðalaust. Framar öðru ætti ísland og gæti látið meira að sér kveða á alþjóðavettvangi um náttúru- vernd og skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda heimsins bæði í sjó og á landi. Þér getið innt þetta af höndum, vegna þess að þér þekkið viðfangsefnið frá grunni, þér eigið einstæða fortíð á þessu sviði og hafið skapað erfðavenjur, sem aðrar þjóðir mættu gjarna gefa meiri gaum. Gjörið yður grein fyrir, hve mik ilvægt þetta forustuhlutverk gæti orðið. Sérfræðingar á sviði fólksfjölda og fólksfjölgunar hafa þegar sýnt fram á, að verði fólksfjölgun framvegis áþekk því sem nú er, og þverri ræktað land og skóglendi í sama mæli og nú á sér stað, kunni svo að fara, að innan aldar verði minna en fjórðungur ekru nytjalands handa hverju mannsbarni í heiminum til umráða, eða ef til vill verði ekki nægjanlegt súr- efni í andrúmsloftinu til við- halds lífverum af þeirri gerð, sem nú byggja jörðina. Eða eig- um vér að íhuga, hvað er að ske á þeim svæðum, sem margir telja stærstu ónytjuðu lönd jarð- arinnar. Ég á hér við hin geysi- lega víðáttumiklu landflæmi regnskóganna, sem nema meira en þriðjunngi alls þurrlendis jarðar, en stjórnmálamenn og áætlunarsérfræðingar þróunar- landanna tala oft ranglega um þessi svæði sem „landbanka“ komandi kynslóða. Á einni ekru í hitabeltisregnskógi kunna að lifa hundrað sinnum fleiri plönt- ur og dýr en á íslandi öllu. Frá líffræðilegu sjónarmiði eru þetta frjósömustu svæði jarðar. En mjög er vandfarið með þessi svæði. Gagnkvæm tengsl lífvera þar eru svo margslungin, og þekking vor á þcssum lífveru- samfélögum er enn svo skammt á’ veg komin, að þau verða ekki nytjuð svo fullt gagn sé að. Sér- hver tilraun til að nytja þau í ótíma eða án nægilegrar þekk- ingar leiðir til ófarnaðar. Víð- áttu mikil landsvæði í Suður- Ameríku, Indlandi og Pakistan voru fyrrum vaxin frumskóg- um, en eru nú gróðurvana, þurr og sviðin jörð. Þetta eru glögg dæmi um jafnvægisröskun. Þarna var jafnvægi lífverusam- félagsins rofið, innlendum plönt um og trjám eytt, og þau látin víkja fyrir aðfluttum tegundum, sem áttu að gefa skjótari og meiri arð. Auðvitað er ástandið áþekkt í úthöfunum. Hve oft heyrum vér ekki þjóðhagsfræð- inga tala um matvælaforðabúr hafanna sem allra meina bót. En enn sem komið er vitum vér allt of lítið um marga mikilvægustu þætti lífverusamfélaga hafsins. Hundruð af smásæjum lífveru- tegundum, sem eru undirstaða alls lífs í sjónum, hafa enn ekki verið kannaðar til neinnar hlít- ar og heimkynni þeirra hafa ekki enn verið mörkuð á kort- um. Einn fremstu haffræðinga vorra í Smithsonianstofnuninni hefur réttilega komizt þannig að orði um þetta: „Það er út af fyrir sig ágætt að tala um nytj- un auðlinda hafsins, en starf vort má sín lítils meðan vér ekki vitum hverjar þessar auðlindir eru og hvar þær dafna.“ Síðari hluti svars míns fjallar um það, á hvern hátt slíku al- þjó'ðahlutvérki verði sinnt, og hvernig megi rækja það svo að árangur verði sem mestur. Að mínu viti er einungis um eina leið að ræða til aukins skilnings og skynsamlegri nytjunar á nátt úruauðlindum vorum, og það eru grundvallarrannsóknir. Eða með öðrum orðum stórauknar rann- sóknir á sviði hinna svonefndu umhverfisrannsókna. ísland hefur hér ákjósanlega sérstöðu. Þér hafið góðum vís- indamönnum á að skipa, og land yðar hefur upp á mjög sérstæð skilyrði að bjóða. Um þetta vil ég fara nokkrum orðum. í fyrsta lagi er ísland kjörið til rannsókna í ökólógíu, sem ef til vill er þýðingarmesta en jafn framt yngsta grein umhverfis- rannsókna. Ökólógía er fræði- grein. sem leitast við að skilja og skýra víxláhrif allra lífvera innbyrðis og við umhverfi sitt. Ökólógía er líka sú vísindagrein, Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.