Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓV. 1967 23 - RIPLEY Framhald af bls. 21. sem skóp orðið hómeóstasis, sem mér hefur orðið svo tíðrætt um í kvöld, því að hómeóstasis eða jafnvægistengsl milli allra lif- andi vera er að vissu leyti það ástand, sem visindamaðurinn hef ur mestan áhuga á. Hann er að leita þessara tengsla, og hann reynir ekki einungis að finna jafnvægið, því að um leið og hann finnur það, vill hann kom- ast að raun um, hversvegna og hvernig það hefur skapazt og haldizt við. Vandinn vex svo að erfitt verður að greina það, sem máli skiptir, þegar lífverusamfélagið verður margslungið, eins og t.d. á einni ekru lands í hitabelgtis- skógi með þúsundnum tegunda. Tegundafjöldinn verður of mik- ill, eða með öðrum orðum mað- ur sér ekki skóginn fyrir trján- um. Vísindamaðurinn þarfnast fábreytts umhverfis með tiltölu- lega fáum tegundum, þótt fjöldi einstaklinga geti verið mikill. Við slíkar aðstæður gefst hon- um kostur á að skilja grundvall- aratriði ökólógíunnar. Ég er þess fullviss, að margir af vísinda- mönnum yðar, svo sem vinur minn og starfsbróðir, dr. Finnur Guðmundsson, gætu betur en ég skýrt fyrir yður, hvers vegna þessu er svo farið, en ég vona, að þér trúið mér, þegar ég segi, að Island sé kjörið til skilnings á meginreglum ökólógíunnar. Hafi menn í eitt skipti fyrir öll öðlazt fullkominn skilning á þessum meginreglum, verða þær ómetanlegt leiðarljós í sam- bandi1 við nær náttúruverndar- róðstafanir, sem jarðarbúar verða að gera, ef þeir vilja tryggja sér áframhaldandi líf á komandi öldum. Auk fábreyttra náttúruskil- yrða, er enn eitt, sem beinir augum vísindamanna um víða veröld að Islandi. Það er nýja eyjan yðar, Surtsey. f dag er Surtsey eina lífvana landið, sem hægt er að rannsaka gaumgæfi- lega á tiltölulega auðveldan hátt. í Surtsey er unnt að rannsaka landnám lífveranna eða hvernig jurtir og dýr taka sér bólfestu á lífvana landi. Þýðing Surts- eyjar í þessu tilliti verður aldrei ofmetin. í raun og veru gæti Surtsey gefið vissar vísbending- ar um uppruna lífsinsb Menn ættu að fylgjast vel með Surts- ey, og vísindalegt mikilvægi hennar í dag, fjórum árum eftir að hún myndaðist,, er einkum því að þakka, hve vel hún hef- ur verið vernduð. Stofnun Surtseyjarfélagsins og friðlýsing eyjariinnar eru aðdáunarverðar ráðstafanir. Það var afbragðs byrjun hjá Surtseyjarfélaginu (formann þess, Steingrím Her- mannsson, hef ég hitt í dag) að vekja áhuga á Surtsey meðal vísindafélaga í Ameríku og Ev- rópu. En Surtsey býður upp á miklu fleiri möguleika til mik- ilvægra rannsókna. Auk líffræði legra rannsókna er Surtsey kjör- staður fyrir jarðeldarannsóknir og aðrar jarðvisindarannsóknir. Eldgos og landskjálftar eru snar þáttur, sem taka verður tillit til við búsetuval, en það val er í þágu komandi kynslóða. Slíkar náttúruhamfarir hafa áhrif á líf og afkomu milljóna manna á hinum svonefnda ,,eldhring“ um- hverfis Kyrrahafið og víðar um heim. Ekki er fjarri lagi að ætla, að innan tíðar kunni jarðelda- fræðingar að geta ráðið af ýms- um formerkjum, að eldgos eða aðrar jarðeðlisfræðilegar ham- farir séu í aðsigi. Einnig á þessu sviði er ekki einungis Surtsey, heldur Island allt, einhver ákjós- anlegasti vettvangur í heimi til vísindalegra rannsókna úti í nátt úrunni. Ég hef þegar minnzt á mikil- vægi fiskirannsókna, sem þér hafið stundað, og á aukna þörf á grundvallarrannsóknum á fæðukeðju hafsins og á haf- straumum. Einu vildi ég bæta við, einni mjög þýðingarmikilli grein umhverfisvísindanna, vís- indum veðurfræðinga og veður- fræðinni. Á þeim örfáu klukku- stundum, sem ég er búinn að vera hér, hef ég getað staðfest Bústa'ðiakirkja eins og hún var í s.l. okt. er búið var að reisa kirkjuna. Gjafir til Bústaðakirkju sannleiksgildi íslenzka orðtaks- ins: „Geðjist þér ekki að veðr- inu þá skaltu bíða andartak.“ Ég segi þetta ekki í skopi. Það er staðreynd, að þér verðið að búa við snöggar veðrabreyting- ar. ísland er staðsett á veðra- mótum, og um það leika ýmist kaldir pólvindar eða hlýir At- lantshafsvindar. Þess vegna er Island tilvalinn rannsóknarvett- vangur veðurfræðinga. Það teygist úr upptalningu hinna vísindalegu rannsókna, sem hér mætti leggja stund á, og þeirra náttúruverndarað- gerða, sem hér hefur verið unn ið að. Herra forseti og ágætu vinir, ég vil ljúka máli mínu með mjög einfaldri uppástungu. Hún er þessi. ísland ætti að vera alþjóðleg miðstöð umhverfis- rannsókna. Það væri dásamlegt, ef hér væri alþjóðleg stofnun fyrir erlenda vísindamenn hvað anæfa að, sem ynnu með íslenzk um vísindamönnum úti í náttúr- unni. Ef til vill gæti UNESCO aðstoðað við að hleypa henni af stokkunum, en fordæmi er um slíka aðstoð, t.d. varð rannsókna stofnunin á Galapagoseyjum til á þann hátt, en hún er kennd við Charles Darwin. Ég segi fyr- ir mig, að Smithsonianstofnunin myndi vissulega gjarna vilja veita aðstoð sína, svo og vekja áhuga innan Bandaríkjanna fyr- ir því, að slík stofnun risi af grunni. Theodore Roosevelt Banda- ríkjaforseta, en hann var frum- herji um náttúruvernd, fórust á sínum tíma þannig orð um ís- land: „Fá lönd í heimi jafnast á við ísland að töfrum. Þar sem það er syo langt í norðri, handan við Últíma Thúla fornþjóðanna, hænir það ekki að sér þá, sem sækjast eftir hóglífi. Þar eru auðnir og jöklar. Náttúruauð- lindir þess eru fáar. Veðurfarið er hryssingslegt. Aðeins þriðj- ungur þess er byggilegur. Þetta er land harðgerðra karla og kvenna." Þetta eru orð að sönnu. Frá sjónarhóli vísindamanna langar mig til að bæta þvi við, að oss fýsir að vita meira um það hvernig yður og forfeðrum yð- ar tókst að halda hinu dýrmæta jafnvægi í náttúrunni í þessu harðbýla en dásamlega landi. Vísindaheimurinn getur lært mikið af íslandi, og þér hafið upp á mikið að bjóða. Ég þakka áheyrnina. - BILLINN Framhald af bls. 5. 1967. Verðmunur í Bretlandi er 13 sterlingspund, eða rúm- lega 1500 ísl. krónur. Önnur brezk bifreið, sem á áreiðanlega eftir að seljast vel á næsta ári, er Austin 3- litre. Þessi gerð af Austin á að koma í stað Austin West- minster og um leið að hafa ýmsa kosti fram yfir þá gerð. Útlínur hins nýja Austin eru að vísu engin nýjung. Þvert á móti gætu þær til- heyrt bifreiðum, sem nú eru komnar til ára sinna. En und ir þessum útlínum leynast ýmsar nýjungar, sem kunna að gera hinn nýja Austin verð ugan arftaka Austin West- minster. Mikil áherzla hefur verið lögð á að gera Austin 3-litre sem léttastan, en um leið sem rúmbeztan. Farþegarýmið hefur verið rýmkað með því MARGAR eru þær fórnir, sem færðar eru góðum málefnum til styrktar. Flest 'er þess eðlis, að í kyrrþey er starfað og fáir vita af. Þeim sem einhverja á- byrgð bera á málum er marga varðar, vilja þó gjarnan láta það vitnas', þegar vel er gert og myndarlega. Forráðamenn bygg ingaframkvæmda Bústaðakirkju vilja hér með þakka þeim mörgu, sem á höfðinglegan hátt hafa gert það mögulegt að láta kirkjuna rísa á svo skömmum tíma. Ekki er þess nokkur kostur að geta allra nefna þeirra einstaklinga, sem þar hafa lagt fram sinn skerf. Slíkur listi flytti frekar þús- undir en hundruðir nafna, svo eru þeir margir sem hafa gef- ið af fé sínu, tima sínum og hæfileikum kirkju okkar til stuðnings. Nú nýlega barst höfðingleg gjtStf að upphæð kr. 25,000,00 frá bræðrum tveim sem ekki vilja láta nafns síns getið. En hvorugur þeirra meðlimur Bú staðasóknar, en þeir vilja á þann hátt lýsa yfir vel- þóknun sinni á því starfi, sem þar er unnið og þeim áform- um um aukið starf, sem tengt er kirkjubyggingunni. Og sú vika líður naumast að ekki ber- ist bréf frá einhverjum velunn- ara þessa máls, þar sem hvatn- ingin er fólgin í fégjöfum. Öll- um þessum einstaklingum utan safnaðar sem innan, er hér með þakkað og þeirra mikli áhugi að hafa hurðir þunnar, en þyngd bifreiðarinnai hefur verið minnkuð með því að minnka yfirbygginguna og létta vélina. Þyngd bifreið- arinnar er um 1500 kg. Fjöðrun hins nýja Aaustins er Hydrolastic vökvafjöðrun, án fjaðra, gorma eða högg- deyfa eins og menn eiga að venjast í öðrum bifreið«um. Fjarlaegð milli fram- og aft- urhjóla hefur verið aukin til þess að bifreiðin fari betur á vegi. Að innan er hinn nýi Aust- in vel frágenginn. Sæti eru klædd með leðri og mælaborð og hluti af hurðum er klætt með valhnotuviði. Framsætin er hægt að leggja aftur, ef menn vilja leggjast til svefns. Austin 3-litre hefur diska- hemla að framan, en skálar að aftan. Farangursrými er rúmgott, klætt teppum að innan. Hægt er að fá bifreið- ina með fjögurra gíra kassa eða sjálfskiptingu. og skilningur mun skila þessu verki vel áfram. Á vegum fjáröflunarnefndar, sem starfar innan sóknarinnar, er þeim tilmælum beint til allra sóknarbarna, að þeir leggi eitthvað fram, helzt mán- aðarlega, kirkjubyggingunni til stuðnings. Flestir hafa brugðist vel við, og með nýju átaki er ætlunin að koma þessum mál- um enn betur áfram. Þá hafa FYRIR tíu árum sendi faðir minn frú Önnu Nordal afmælis- kveðj.u þenna dag. Hún var þá nýflutt frá Norðurlandi og ^angri samvist í héraði lokið. Hann sagði í upphafi, að norsk skáld- kona hefði einhverntíma látið þau orð falla, að nóvember væri dapurlegasti timi ársins. Þá væri myrkrið í algleýmingi til beggja handa. „En sumum dögum fylgir samt unaður og fegurð“, sagði hann, „jafnvel þó-tt sé á þessum dimma árstíma. Og þannig hugsa ég mér 21. nóvember, afmælisdag frú Önnu Nordal frá Ólafsfirði. Hann ber svipmót hennar sjálfr- ar og allra þeirra minninga, sem ég á og geymi um þessa góðu og elskulegu konu. Þar er bjart um að litast, sól og vor, en ekkert S'kammdegi". Þessis orð vil ég nú gera að mínum, er ég hugsa í dag til minna hollu og glöðu vina, frú Önnu og síra Ingólfs. Og ég veit, að þeir eru margir, vinir þeirra og gömul sóknarbörn, sem hugsa eitthvað á þenna veg nú og kysu öllu fremur að mega hverfa til þeirra og njóta gleði hins góða vinafundar, eins og svo oft á liðnum árum. En þótt fjarlægðin hefti för og ekki verið notið ljúfra samvista á heimili frú Önnu, erum við þó ekki með öllu afskipt. Hin björtu áhrif afmæl- isbarnsins, sem safnazt hafa í sálina við löng kynni, koma nú fram. Og dagurinn er bjartur. Ummæli norsku skáldkonunnar eiga engan stað þenna nóvember- dag, því að hann er eins og vorið, eins og blíður blær þess um Jónsmessuna norður við yzta haf. Frú Anna er fædd 21. nóv. 1097 og voru foreldrar hennar Húnvetningar, móðirin Sólbjörg Jónsdóttir frá Hjallalandi í Vatnsdal, en faðir hennar Jó- hannes Nordal frá Kirkjubæ í Vindhælishreppi. Jóhannes er kunnur maður, en hann sá um byggingu fyrsta íshússins í Reykjavi'k og annaðist rekstur þess í áratugi. Sonur hans, en háH'fbróðir frú Önnu, er dr Sig- urður Nordal, prófessor. En þó að frú Anna eigi frænd- ur beggja foreldra í Húnaþingi, er hún lítt bundin ættstöðvum sínum þar, því að hún ólst upp í Reykjavík. Var hún ung tekin til fósturs á rausnarheimilið Rauðará, þar sem hvort tveiggja fór saman hjá hinum þekktu ágætishjónum, Vilhjálmi Bjarna- félagar þeirra áhugahópa, sem starfa innan sóknarinnar, lagt fram mikið starf og fórnfúst eins og bezt sést af yfirliti því, sem á eftir fylgir. Ber þar hlut Kvenfélags Bústaðasóknar hæst, en skerfur Bræðrafélagsins er einnig góður og áhugi unga fólkins í Æskulýðsfélaginu eftirtektarverður. Séu öllum þessum einstaklingum sem á þennan hátt vinna að framgangi sameiginlegs áhugamáls, færð- ar hugheilar þakkir. Skipting framlaga og gjafa frá því kirkjubyggingin hófst í maí 1966 er þá þannig: Krónur: Fjáröflur.arnefnd .. 420.000.00 Gjafir og áheit ... 42.000.00 Ahent Sri ól. Skúlas. 65.000.00 Kvenféi Bústaðas. 350.000.00 Bræðrafélag Búst.s. 100.000.00 Æskulýðsfél. Búst.s. 20.000.00 Kirkjukór Búst.s... 20.000.00 Kirkjukassinn .... 15.000.00 Sparibaukar ........ 60.000.00 Happadrætti ....... 350.000.00 Ónefndir bræður 25.000.00 Samtals kr. 1.467.000.00 Fyrir hönd sóknarnefndar, fjáröflunarnefndar og sóknar- prests vil ég leyfa mér að ítreka þakkir okkar og lýsa því hvílík hvatning góðar undirtektir eru áframhaldandi starfi. Helgi Eysteinsson, gjald- keri Bústaðasóknar. syni og Sigríði Þorláksdóttur, hin gamla íslenzka sveitamenn- ing og hið bezta úr bæjarbragn- um. Tuttugu og þriggja ára giftist svo Anna úr húsum fósturfor- eldranna að Rauðará ungum guð- fræðistúdent, Ingólfi Þorvalds- syni frá Krossum á Árskógs- strönd. Þrem vetrum síðar vígð- ist hann prestur til Lundar- brekku,- Ljósavatns- og Þórodd- staðarsókna í Suður-Þingeyjar- prófastsdæmi. Prestsetrið var á Vatnsenda, illa hýst. Voru það viðtorigðum báðum, enda eigi síður höfðingssetur á Krossum en Rauðará. Að ári liðnu var síra Ingólfi veitt prestsembætt- ið á Ólafsfirði og fluttust þau þá í kauptúnið þar. En góðar minningar geyma þau hjónin frá tímanum með Þingeyingum, og er hvergi að sjá, að ytri erfið- leikar hafi skyggt á þetta ævin- týraár æskunnar. Starfstíminn á Ólafsfirði varð langur og heilladrjúgur, Þau urðu þar samfleytt í 33 ár, og þeim stað er nafn þeirra bundið. Frú Anna er mikil húsmóðir. Heimilið, sem bjó manni sínum og sonunum þremur á Ól- afsfirði var svo hlýtt og fegrað, að þangað var unun að koma. Hinar þröngu stol'ur í litla prests- húsinu rúmuðu ótrú'lega höfðing- legan búnað. Langferðamönnum á þessum afskekkta stað var þar vís gisting eftir kátustu kvöld- ræður, en gestum og gangandi, hvort heldur voru heimamenn eða aðkomnir, var veittur hinn lystilegasti beini. Smekkvísi prestsfrúarinnar og gestrisni er svo fu'llkomin, að þegar hún ber á borð er eins og búin veizla, þótt tilefnið gæti kallazt h>vers- dagslegt. Minnist ég þessa bæði, þegar ég kom á heimi'li frú Önnu og síra Ingólfs á Ólafsifirði með foreldrum mínum, og svo síðar, í þeirra fylgd eða einn míns liðs, að Hagamel 45, eftir að þau urðu að segja lausu embættinu nyrðra og voru flutt suður. Móttökur og viðmót þessara elskulegu hjóna er alveg hið sama, hvort það er prófasturinn á vísitazíuferð eða ungur skólapiltur, sem er koim- inn til að leita ráða og upp- lyftingar. Það eru einmitt minnin frá mörgum slíkum samverustund- um, sem koma fram í hugann í dag. Og er þá nema von, að nóvember-dimman hverfi og vor I sé yfir? Framhald á bls. 24. Austin 3-litre er mjög vel frágenginn að innan eins og mynd þessi ber með sér. Annca Nordal afmælislcveðia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.