Morgunblaðið - 15.12.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.12.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DES. 1967 Mttfrfftfrtfr Útgefandi: Framk væm dast j óri: Ritstjórar; Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Askriftargjald kr. 105.00 Hf. Áryakur, R'eykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðaístræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími. 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði irtnanlands. ÞATTUR KONSTAN- TÍNS KONUNGS Juri Daniel í fangabúðunum Sinjavski, með son sinn U'nda þótt fregnir frá Grikk- ^ landi hafi verið óljósar og andstæðukenndar er það þó augljóst, að Konstantín konungur hefur snúist gegn einræðisstjórn herforingj- anna og skorað á grísku þjóð- ina að hverfa að nýju til lýð- ræðislegra stjórnarhátta. Þess ari ákvörðun hins unga Grikkjakonungs mun verða fagnað um allan hinn lýðræð- issinnaða heim. Með henni hefur hann rétt hlut sinn eft- ir grunsemdir þær, sem voru uppi um það um skeið, að hann hefði átt einhvern þátt í valdatöku hershöfðingjanna á s.l. vori. Konstantín konungur hef- ur að vísu, að því er bezt verður séð, beðið ósigur í átökunum við hershöfðingja- stjórnina í fyrstu lotu. Hann hefur orðið að flýja land ásamt fjölskyldu sinni. En hann hefur tekið upp barátt- una fyrir því að endurreisa lýðræðisstjórnarfar í Grikk- landi. Það skiptir megin máli. ★ Þegar þetta er ritað ríkir fullkomin óvissa um það, hver þróun mála verður í Grikklandi. Herforingjastjórn in segist vera föst í sessi en af hálfu Konstantíns konungs hefur því verið lýst yfir að megin hluti hersins sé honum fylgjandi. Þegar á þessar and stæðu yfirlýsingar er litið, mætti ætla að borgarastyrj- öld væri yfirvofandi í Grikk- landi. En hvernig sem allt fer næstu vikur er þó augljóst, að herforingjastjórnin gríska hefur veikst stórlega við það að Konstantín konungur hef- ur tekið upp harða baráttu gegn henni. Hugsanlegt er að hún sé orðin svo veik að valdadagar hennar séu brátt á enda. ★ Mikið veltur á því, hvernig bandamenn Grikkja mæta þeim atburðum, sem nú hafa gerzt í Grikklandi. Um það blandast engum hugur, að þjóðir Atlantshafsbandalags- ins hörmuðu einræðistiltekt- ir gríska hersins á s.l. vori. Samúð þessara þjóða hlýtur þess vegna öll að vera með Konstantín konungi og þeim hluta grísku þjóðarinnar sem vill endurreisa lýðræði og þingræði í landi sínu. Von- andi á hinn ungi konungur eftir að koma heim til Grikk- lands sem leiðtogi frjálsrar þjóðar. BRÉF LAXNESS Oréf Halldórs Laxness rit- U höfundar til Furtsevu, menntamálaráðherra Sovét- ríkjanna, þar sem hann bið- ur tveimur rússneskum rit- höfundum griða, hlýtur að vekja mikla athygli, ekki að- eins hér á íslandi, heldur víða um heim. í bréfi þessu kemst Laxness m. a. að orði á þessa leið: „Endurvakning á fornum aðferðum rússnesku keisara- stjórnarinnar og rómversk kaþólsku kirkjunnar í við- skiptum við gagnrýnendur kenninga þjóðlífs og menn- ingar, hefur komið hart nið- ur á vinum Sovétríkjanna víðsvegar um heim, rithöf- undum, listamönnum og lær- dómsmönnum, sem gerðu sér vonir um að þetta sósíaliska ríkjasamband, USSR, ætti eftir að verða fyrirmyndar- land heimsins þegar stundir líða. Áttum við þetta skilið?“ Síðar í bréfi þessu kemst Laxness þannig að orði, að í sínu landi sé hverjum manni heimilt að gagnrýna hvaða kenningu sem er, svo og menningu og þjóðfélagsháttu eftir vild, og segja opinber- lega um ríkisstjórnina, hvað sem mönnum þóknast. Tak- mörkun hugsunarfrelsis, mál- frelsis og prentfrelsis sé í stjórnarskrá íslands talin ó- hæfa, sem aldrei megi í lög leiða. Hinn íslenzki rithöfundur beinir að lokum þeirri ein- lægu ósk til menntamálaráð- herra Sovétríkjanna að hún noti áhrifavald sitt til þess að rétta hlut ritaðs orðs í Sovétríkjunum. Munu allir frjálslyndir og lýðræðissinn- aðir menn, hvar í heimi, sem þeir eiga heima, taka undir þá ósk. En ekki virðist blása byrlega í þessum efnum í Sovétríkjunum. Sovétstjórnin er ekki ennþá komin á það stig, að hún vilji leyfa frjálsa listsköpun, hvort heldur er á sviði bókmennta eða öðrum listasviðum. Þetta er hörmu- leg staðreynd. Rússneska þjóðin er mikil menningar- þjóð. Hún á marga frábæra listamenn, sem lagt hafa stór- kostlegan skerf til heims- menningarinnar. En þessari miklu þjóð er haldið í spenni- treyju einræðis og ofbeldis kommúnismans. Frelsisbylt- BRÉF Halldórs Laxness til Furtsevu, menntamálaráð- herra Sovétríkjanna, sem birt var í Mbl. í gær, hefur vakið mikla athygli og al- mennt umtal. í bréfinu lætur nóbels- skáldið í ljós áhyggjur sín- ar „af ástandi sem þróast hefur fyrir sérstakar opin- berar tilraunir sovézkar, sem gerðar hafa verið til að draga bókmenntir undir ákvæði refsilöggjafarinn- ar. Ég hef sérstaklega í huga dóma þá frá fyrra ári sem látnir voru gánga yfir rit- höfundana Siníavskí og Daníel og frægir hafa orð- ið um heim allan“. f tilefni bréfsins hafði Mbl. í gær tal af nokkrum þekktum íslenzkum rithöf- un<kim og skáldum og fór- ust þeim svo orð um mál- ið: Guðmundur Daníelsson. Er því algjörlega sammála Ég er búinn að lesa bréf Halldórs Laxness til mennta- málaráðherra Rússlands, og ég hef engu við það að bæta. Ég er því algerlega sammála. Svo er að sjá, sem sovézk yfirvöld kæri sig ekkert um að eiga aðra vini erlendis held- ur en þá eina, sem eru þeim einskis virði. ing hennar gegn einveldi zars íns var kæfð í blóði. Rúss- neska þjóðin var rænd ár- Guðmundur Frímann Kannski var Jbess aldrei að vœnta Vissulega er það mikill heið- ur fyrir íslenzka rithöfunda, þegar sá þeirra, sem mesta frægð hefur hlotið innan lands og utan og ekki sízt í Sovét- ríkjunum, Halldór Laxness, gerir drengilega og skorinorða tilraun til að bera blak af og forða úr tugthúsi hinum of- sóttu sovézku rithöfundum Siníavskí og Daníel, ásamt SMOG-grúppunni, svo sem .ram kemur í bréfi því, er hann reit Fúrtsevu, mennta- málaráðherra Sovétríkjanna, og birt var í Morgunblaðinu í fyrradag — enda þótt sú til- raun bæri því miður ekki árangur. Kannski var þess aldrei að vænta. Meðan ráða- menn þar eystra geta flagg- að ofsóknaráeggjan ýmissa þekktra rithöfunda í heima- landinu, svo sem Sjolokovs, Nóbelsskálds og — að því er virðist ótuktarmennis — gegn þeim rithöfundum, sem enn trúa á réttmæti frjálsrar hugs- unar, telur Sovétstjórnin sig vafalaust hafa ráð á að halda áfram ofsóknum sínum, og þar af leiðandi naumast við því að búast, að hún leggi eyru við því, sem skáld úti á Islandi hefur til málanna að leggja, enda þótt einnig sé það Nó- belsskáld og einn stórbrotn- asti rithöfundur, sem nú er uppi. angri frelsisbyltingar sinnar. Þess vegna sitja rússneskir rithöfundar í fangelsi í dag, Guðmundur G. Hagalín Þart ekki mörg orð Það þarf ekki mörg orð um það. Mér finnst það ákaflega æskilegt og virðingarvert, að óskir komi um þft'ð héðan, og það einmitt frá þeim rithöf- undi, sem er alþekktur í Rúss landi og víða um heim. Indriði G. Þorsteinsson Fagna ber því, þegar röddin r mannsbrjóstinu vaknar Mér skilst á þessu bréfi, að dómiurinn yfir rithöfundunum tveimur hafi orðið einlhvers- konar dauðadömur yfir ritíhöf- undasamtökum suður í E)vr- ópu, sem háðu þing sín í frjáls- um löndum, og þau sóttu til skiptis Halldór Laxness og Thor Vilhjálmsson. Það eru raunar merkileg tíðindi. Um fangelsun rithöfundanna tveggja, er það að segja, að auðvitað nær slíkt réttarfar engri átt, að okkar skilningi. Hitt er annað mál, að marg- þættar ofsóknir þar eystra eru engar nýjar fréttir. Auðvitað er gott þegar maður á borð við Laxness biður um réttlæti til handa ritbræðrum sínum. En og þess vegna skrifar Laxness bréf sitt til frú Furtsevu. En hver verður árangur þess?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.