Morgunblaðið - 15.12.1967, Blaðsíða 32
BókNormanVincent Peale
, LIFÐU
LIFINU W
LIFANDI
á erindi lil allra
Vegokerfið nð
komast í Ing
NORÐURLANDSVEGUR um
Vall'hólma er nú aftur fær bíl-
um, en Villingaholtsveguir í Ár-
nessýslu tepptist á einum stað í
gær. Að öðru íeyti er ástand
í vegamálum óbreytt frá frétt í
Mbl. í gær.
Mikil hálka er á þjóðvegum
landsins, en færð svipuð og
venjulega um þetta leyti árs.
Yfirnefnd
að störfum
YFIRNEFND í verðlagsmálum
landbúnaðarins hóf störf í gær-
morgun, þar sem samkomulag
náðist ekki innan sex manna
nefndarinnar um verð á m.jólk
og og sláturafurðum. Yfirnefnd
skipa: Hákon Guðmundsson,
yfirborgardóma-ri, sem er odda-
maður, fulltrúi neytenda er
Árni Vilhjálmsson prófessor og
Ingi Tryggvasori bóndi að Kár-
hóli í Reykjadal tilnefndur af
framleiðendum.
Nefndin sat að störfum í all-
an gærdag og fram á kvöld, en
engar fréttir höfðu borizt frá
henni, þegar Míbl. vissi síðast í
gærkvöldi.
.
9DAGAR
TIL JÖLA \
i \
A fjdrða hundrað manns sitja ráð-
herrafund NATO-ríkjanna hér í vor
— Háskólinn hefur verið fenginn til fundarhaldanna
NÆSTI vorfundur utanríkis-
ráðherra Atlantshafsbanda-
lagsins verður haldinn hér í
Reykjavík 24. og 25. júní
næstkomandi, eins og áður
hefur verið greint frá í
Morgunblaðinu. Kom stað-
festing á þessari frétt frá ut-
anríkisráðuneytinu í gær, og
segir þar, að þetta hafi ver-
ið ákveðið á ráðherrafundi
Atlantshafsbandalagsins í
Briissel nú 13.-14. desember.
Þetta er í fyrsta skipti, sem
slíkur fundur er haldinn hér
á landi, en hann hefur áður
verið haldinn
aðildarríkjum
öllum öðrum
bandalagsins.
Ráðherrafundir, sem þessi,
eru jafnan haldnir tvisvar á
Bræla á síldarmiðunum
VONT veður var á síldarmiðun-
um fyrir vestan og austan land
í gær og náðu aðeins þrjú skip
að kasta í Jökuldjúpinu, áður en
bræluna gerði. Þorri sdldarflot-
ans er nú farinn af miðunum
fyrir austan, en þar voru VNV
6 til 8 vindstig í gær og ekkert
skip á sjó.
í fyrrakvöld voru 60 til 70 skip
Dregið í hoppdrætti Sjólfstæðis-
(iokksins í kvöld
Enn er tími til að kaupa happdrœttismiða
f KVÖLD, 15. desember, verður
dregið í happdrætti Sjálfstæðis-
flokksins. Okkur varð því held-
ur betur á í messunni í blað-
inu í gær, þar sem við sögðum
að dregið yrði þá um kvöldið,
og enn er því tími til að gera
skil eða kaupa miða.
Vinningurinn í happdrættinu
er glæsileg, bandarísk fólksbif-
reið af gerðinni Dodge Dart, að
verðmæti um % milljón króna,
og er hún eflaust kærkomin
jólagjöf þeim er happið hefur
með sér að þessu sinni.
Enn eiga nokkrir eftir að gera
skil, og eru þeir hvattir til að
gera það nú í dag. Ennfremur
verða miðar seldir úr happdrætt
isbifreiðinni í Austurstræti og á
skrifstofunni í Sjálfstæðishús-
inu við Austurvöll.
í Jökuldjúpinu, en veiði var lítil
sem engin í fyrrinótt vegna
brælu. í gær gerði aftur brælu
í Jökuldjúpinu og var búizt við
lítilli veiði í nótt, en N 6 til 8
vindstig voru á miðunum.
Aðstoðarskipið Goðinn er enn
fyrir Austurlandi og leitarskipið
Árni Friðriksson verður þar
fram að helgi. Leitarskipið Haf-
þór hélt aftur á móti suður fyrir
land af austurmiðunum í gær.
SS gelur
20.000 krónur
ÞANN 11. þessa miánaðar var
opnuð ný, glæsileg kjörbúð Slát-
urfélags Suðurlands að Háaleitis
braut 68. Við það tækifæri af-
henti forstjóri S.S., Jón Bergs,
formanni kvenfélags Grensás-
sóknar að gjöf kr. 20 þúsund, er
renna skyldi til byggiwgar safn-
aðarheimilis Grensássóknar.
Kvenfélag Grensássóknar þakk-
ar þessa höfðinglegu gjöf og
þann velvilja sem henni fylgir.
ári. Fer desemberfundurinn
fram í aðalstöðvum samtak-
anna, og var fundurinn í
Briissel nú í byrjun vikunn-
ar hinn fyrsti í nýju aðal-
Framhald á bls. 3>1
í Skógræktarstöð Skógræktar
félags Reykjarvikur í Foss-
vogi gnæfa þessi fallegu
grenitré við himin. — Mynd-
ina tók Ijósmyndari Mbl., Ól.
K. Magn., þegar rökkrið fór
í hönd í gær. — I blaðinu á
morgun verður sagt frá jóla-
tréssölu Landgræðslusjóðs.
Heimdellingur
DREGIÐ verður í dag í happ-
drætti Sjálfstæðisflokksins, og
eru Heimdellingar beðnir að
gera skil núna í dag í skrifstofu
happdrættisins í Sjálfstæðishús-
inu. —
AHir summúlu, NAT0 sturfur úfrum
- segir Emil Jónsson í viðtali við Mbl.
„MER skilst að allir séu sam
mála um að Nató starfi á-
fram“, sagði Emil Jónsson, ut
anríkisráðherra, er Mbl. hafði
tal af honum í gær, er hann
var þá staddur í Briissel á
utanrikisráðherrafundi Nató-
ríkjanna. „Allir eru sammála
um að bandalagið starfi á-
fram, þrátt fyrir uppsagnar-
ákvæðin, er gilda til 1969.
Meira að segja eru Frakkar
þeirrar skoðunar að því er ég
held“.
Emil gat þess, að tillögur
Harmel-nefndarinnar hefðu
verið samþykktar samhljóða,
en þær voru langt og mikið
mál, um framtíðarverkefni
bandalagsins.
Pipineli, utanríkisráðherra
herforingjastjórnarinnar í
Grikklandi sat á fundum í
fyrradag, en í gær sagði Emil,
að hann hefði ekki iátið sjá
sig. Staðgengill hans hefði
hins vegar setið fundina í
Emil Jónsson
gær, setið við hlið Emils, en
ekki látið nein orð falla um
ástandið í Grikklandi.