Morgunblaðið - 15.12.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.12.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DES. 1967 MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA er kvaddi, sneri hann sér að Töny. vetrarkvöldin, þegar hún var að heiman og Tony í klúfebnum, svo að hann var einn eftir í hús- inu. Hann hlyti að hafa verið talsvert einmana. Og Ihún virtist hafa áhyggjur af þessu. Hún var orðin gjör- breytt frá þvi áður en hún veikt- ist. Ekki veit ég, hvaða grun- semdir hún 'hafði, þar sem hún sat ein i stólnum sínum. En líkamlega var hún hressari. Tvær hjúkrunarkonurnar voru farnar og Amy ein eftir. En hún hafði alveg glatað sinnni fyrri einbeittni. Ég sá stundum frú Partridge standa lengi yfir henni, með matseðla dagsins í hendinni, áður en Maud virtist yfirleitt taka eftir nærveru henn ar. En við Tony var hún alltaf kát. Hann var vanur að a'ka stóln um hennar út í garðinn, þegar veður leyfði og sitja þar svo hjá henni. — í>ú ert nú alveg eins og ung stúlka með þetta nýja vaxt- arlag þitt, var hann vanur að segja við hana, brosandi. —• Ung stúlka, þó, þó, svaraði hún háðslega. — Bara af því, að eftir þrjátíu ár finn ég fyrir rifjunum í sjálfri mér. Æ, hættu þessu! En við okkur Amy gerði hún sér ekki það ómak að vera með nein leikaralæti. Hún gat setið tímunum saman og ihorft yfir deyjandi garðinn, með hendur í skauti og fjarrænan svip. Og skrafið í Amy fór gjör.samlega framihjá henni. — Hvað voruð þér að segja, ungfrú Richards? — Ég var bara að tala við sjálfa mig, svaraði Amy venju- lega. Nú er kominn tíma til að fá eggjapúnsið. Ég ætla að ná í það. Það var við eitt svona tæki- færi, að Maud kenndi mér að opna járnskápinn sinn. Við höfð um verið að tala um morðið á Don. Hún gat ekki skilið, hvers vegna leikihúsið okkar hafði ver- ið notað til þess, enda þótt hún 44 skildi kannski morðið sjálft. — Ef honum hefði farizt illa við einhverja konu, sagði hún. — En þessi stelpa, sem hann strauk með........ Hann giftist henni, var ekki svo? Og þessi klæðaburður hans er líka dálítið grunsamlegur. Eða klæðleysi. Ef hann ætlaði sér að 'hitta ein- h'vern, þá........ — Hann hafði engin önnur föt, sagði ég. Og svo lýsti ég fyrir henni dvöl Dons þarna í húsinu, með þessum tveimur konum, Audrey og Lydiu, sem voru stöðugt að njósna um hann, önnur af tortryggm, en hin af ótímabærri ást. Jafnvel síminn í opinni forstofunni niðri og'það, að Lydia hafði sent fötin hans burt. Hún hlustaði með atíhygli, rétt eins og hún væri að reyna að koma þessu heim og saman við eitthvað, sem hún vissi sjálf. Einu sinni spurði hún mig, hvort Tony mundi halda áfram að hitta Audrey. Henni virtist létta, þeg- ar ég sagði, að sivo myndi ekki vera. Vitanlega vissi hún nú orð ið alla söguna um skammibyss- una, enda var sú saga á hvers manns vörum. - Ég er fegin því, sagði hún. — Stelpan er vitlaus á öllum tau'gum. En í þessu bili kom Amy inn, og Maud drakk eggja- púnsið sitt og sló út í aðra sálma. Þannig var þá málum háttað hjá okkur í byrjun október síð- astliðins. Don var búinn að vera dauður í hálfan mánuð. Evans var enn týndur. Bill 'Sterling var á faralds fæti en, eins og hann sjálfur sagði, var hann líkastur halastjörnu, með ieynilögreglu- manninn í togi. Og eftir þvi sem laufið féll, varð leikhúsið æ 'bet- ur sýnilegt frá húsinu. Nú slapp maður ekki við það, að minnsta kosti ekki frá vesturálmunni. Stöku sinnum sá ég Hopper eitthvað að snuðra, og Bessie var enn hjá okkur, og iæsti að sér hehberginu, talaði stundum um Palm Beach og Nassau, en gerði sig samt ekkert líklega til að fara. — Sú bölvuð dræsa! sagði Amy. — Reyndu bara að halda 'henni sem lengst frá mér, ann- ars kynni ég að slá nefið á henni svo flatt, að hún yrði að þefa með eyrunum. En svo einn daginn kom nokk uð fyrir Bessie og við vissum, að þrautir okíkar voru enn ek!ki á enda kljáðar. Hún ihafði verið að kaupa föt eins og vitlaus manneskja og þennan dag fór hún til borgar- innar til að máta. Hún fór í sín- um bíl, en klukkan sjö um kvöld ið var hún ekki komin aftur. Gus kom utan úr bílskúr, til þess að segja mér frá þessu. — Henni er sjálfri illa við að vera á ferð eftir að dimmt er orðið, sagði 'hann. — Ætli ég ætti ekki að fara og gá að henni? Hún efeur svo óvarlega, að hún gæti hafa lent í slysi. Han leit ekki almennilega framan í mig. Við vissum bæði, að Bessie hafði drukkið talsvert í seinni tíð, og ég flýtti mér að hugsa mig um. Tony vur í borg- inni og ég vildi ekki gera Maud órótt. — Ég skal fara með þér, Gus. Bíddu meðan ég fæ mér eitt- hvað utan yfir mig. Hann kom svo með bílinn og fimm mínútum seinna vorum við á leið til borgarinnar. Veg- urinn var næstum auðuir, þar eð komið var fram yfir tímann hjá því fólki, sem tók hann fram yfir járnbrautina. Og samt vor- um við næstum búin að missa af henni. En Gus sá vel. Allt í einu stanzaði hann, og hélt kyrru fyriir. í svo sem fimmtíu feta fjarlægð frá veginum, sáum við bíl, sem lá upp að tré. Við stukkum út og að honum. Þar var ófagurt um að litast. Bessie lá fram yfir stýrið, með- vitundarlaus, en bí!linn sjálfur var ekki annað en rúst. Við Gus bárum hana inn í okkar bíl. Ég bar hana eins varlega og ég gat. Hún var komin tii nokkurrar meðvitundar nokkru áður en við komum heim í Klaustrið. Hún opnaði augun og leit á mig. — Það skaut mig einhver, sagði hún og lokaði augunum aft ur. Ég náði í vasaljósið hans Gus og athugaði hana. Ekki gat ég séð neitt blóð á henni. Hún hafði rekið ennið illilega í vindrúð- una og hún stundi og sagði, að hún ætti bágt með andardr&tt. Samt vildi hún ekki láta fara með sig í sjúkrahúsið. Við fóruim með hana heim í Klaustrið og kölluðum menn út til að bera hana inn. Þá fyrst sá ég, að hún kireppti höndina utan um litlu s'kammbyssu'na sína. 20. kafli. Það var Amy, sem sagði mér af heilsufari hennar þetta kvöid Herratizkan i dag fyrir herra á öllum aldri, er frá árinu 1890. Síður að- skorinn jakki, háar klaufir, fallegt snið. Þér getið valið um 3 gerðir: Einhnepptur jakki, 3 tölur, tvíhnepptur, 4 tölur eða tvíhriepptur 8 tölur. Háar klaufir í baki, ein éða tvær, opnar eða með lokuðum fellingum. Vasalokur beinar eða hall- andi. Alullarefni eða tery- lene og ullarefni, margar stærðir, munstur og litir. Lágt verð. Einnig úrval af klassiskum herrafatnaði á hagstæðu verði. Fatamiðstöðin er miðstöð herratízkunnar og lága verðsins. Fatamiðstöðin Bankastræti 9. Andrés Laugavegi 3. • • • • VERD KR. 295,- VðMUFEU Jp/, ~wji m 1 ■ m /WÓjfté jfízí- :H ...uom Snilldarlega skriful skáldsagna, Jhon L „NJÓSNARINN, Si IIIIU í ÞOKI njósnabók eftir meistai e Carré, höfund metsölubó EM KOM INN ÚR KULD, l\\l ra slíkra karinnar \NUMr Bðkaútgáfsn VÖRBUFELL - Bókaútgáfan VORBUFEll - Búkaútgáfan VÖRDUFELL - Búkaútgáfan VÖRBIIFELL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.