Morgunblaðið - 15.12.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DES. 1967 Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigTigjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. IrfA/L/vj/gfi' RAUDARARSTlG 31 SfMI 22022 Fjármála- leiðbeiningar Ef þér eruð í vafa hvemig verja skuli sparifé yða r þá leitið til okkar. Við miinum athuga hvort fasteign, ríkis- tryggð eða fasteignatryggð skuldabréf henta yðoir. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna- og verðbréfasalan Austurstræti 14, sími 16223 Þorleifur Guðmundsson heima 12469 AU-ÐVITAÐ ALLTAF ÍC Keðjulausir í háikunni 1 gær var biirt hér í dálkun- um bréf frá vegfaranda þar sem hann varpaði fram þeirri spurningu hvers vegna stræt- isvagnarnir notuðu ekki keðj- ur í hálku. Velvakandi sann- reyndi réttmæti þessarar fyr- irspurnar í gærmorgun, er hann bjó sig ásamt fleira fólki undir það að klífa upp í stræt- isvagn á stöðli, sem er í brekku. Þegar fólkið kom að dyrum vagnsins, kallaðr vagn- stjórinn: ,.Flýtið þið ykkur eins og þið getið, ég get ekki stanzað". Við flýttum okkur að sjálfsögðu eins og tök voru á, en farþegar voru það marg- ir þarna, að bílstjóranum tókst ekki að halda vagninum á nægri ferð til að geta tekið hann áfram upp brekkuna þeg ar allir voru komnir inn. Var þá ekki annað ráð fyrir en að fara niður brekkuna aftur og taka nýtt tilhlaup til þess að komast upp brekkuna. Meðan á þessu stóð, á meðan vagn- stjórinn var að komast þetta með góðri aðstoð farþega, sem fyl'gdust með umferð fyrir aft an vagninn, lét hann nokkur orð falla um það, að nauðsyn bæri til að strætisvagnarnir væru á keðjum ef þeir ættu að komast klakklaust leiðar sinnar. Áherzluorðunum. sem vagnstjórinn bætti við, er sleppt hér. Umsagnir um barnabækur Jóna ísaksdóttir skrifar: Kæri Velvakandi. Það var reglulega ánægju- legt, að Morgunblaðið skuli vera farið að birta umsagnir um barnabækur. Þetta hefur vantað í blöðin hér, og fer vel á því, að Morgunblaðið nefur riðið á vaðið. Það er einnig ánægjulegt, að til þess skyldi veljast rnaðnr, sem ber hag barna og unglinga fyrir brjósti Það er mála sannast, að barna bókahöfundur ber mikla ábyrgð. Svo er að vísu um alla þá, sem láta eitthvað frá sér fara á prenti. en þeir, sem rita fyrir börn, eru þó í sér- stöðu. Hugir barna og ungl- inga eru næmir og óhemju- lega móttækilegir. Enginn má skrifa bók til þess eins að skrifa bók. Hann verður að minnast lesendanna. Og eng- an veginn á það við, þegar æskan á í hlut, að leggja megi stund á listina einungis listar- innar vegna. Sannleikurinn er sá, að listin er alls ekki alltaf ,,hlutlaus“, hún hefur áfcaflega oft áhrif neikvætt eða jákvætt í ,.mórölsku“ tilliti. Ef við meinum eitthvað með öllu tali okkar um þörf og vandamál æskunnar, er bóka- og blaðaút Staða deildarfulltrúa Samkvæmt ákvörðun félagsmálaráðs auglýsist staða deildarfulltrúa við þá deild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, sem annast rekstur barna- heimila í eigu borgarinnar. Laun samkvæmt kjara- samningum starfsmanna Reykjavíkurborgar. Upp- lýsingar varðandi stöðuna veitir félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist í Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9 fyrir 29. des. n.k. Reykjavík, 12. des. 1967 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Jólagjafir Fyrir herrann: Gjafavörukassarnir frá ELISABETH ARDEN eru ♦ * * komnir, ótal gerðir og stærðir. Fyrir dömuna: Allar fáanlegar tegundir í ilmvötnum og Eau de Cologne. * * * Komið þar sem úrvalið er mest. íá Vesturgötu 2 — Sími 13155. gáfa meðal þeirra gildu þátta, sem okkur leyfist ekki að kasta höndunum til, eða láta ann- arleg sjónarmið ráða. Barnabókagagnrýni er hjálp okkar, sem kaupum bækur handa börnuim. Við viljum helzt gefa bækur, sem eru í senn vel skrifaðar, á góðu máli og efla það. sem gott er, þó að boðskapur bókarinnar þurfi alls ekki að vera í pré- dikunarformi, nema síður sé, enda eru góðar bækur oft hin sterkasta prédikun, þó að pré- dikanir séu þar engar. Ég þakka Morgunblaðinu fyr ir góða ráðabreytni, og ég hvet menn til að líta í þátt barna- bókagagnrýnandans, þegar þeir eru að hugleiða bóka- kaup handa börnum og ungl- ingum. Með vinsemd og jólakveðju. Jóna Isaksdóttir á Vestur- götunni. P.S. í gær (10. 12.) féllu nið ur nöfn á tveim bókum. sem ritað var um. Hvað heita þess- ar bækur? ■jár Leiðrétting var birt Velvakandi þakkar bréfið og tekur undir það sjónarmið bréfritarans, að mikils er um vert að umsagnir birtist um barnabækur. Foreldrar hafa ekki tóm til að kynna sér all- ar þær bækur sem til greina kemur að gefa bömum og upp lýsingar á bókakápum og í aug lýsingum eru ekki einhlítar. f tilefni af eftirskrift Jónu vill Velvakandi geta þess. að leiðrétting birtist daginn eftir að nöfnin á bókunum tveimur féllu niður. ir Hvar voru fjórð- ungsmörkin á há- lendinu? Bréfritari, sem nefnir sig forvitinn ; veitakarl, skrifar á þessa leið: Kæri Velvakandi. Mig hefur lengi langað til að vita hvar hin fornu mörk milli landsfjórðunganna og hvar þau komu saman uppi á hálendinu. Þar eru örnefni sem gætu bent til þess: Fjórð- ungsalda, Fjórðungsvatn og Fjórðungskvísl. Þau eru norð- ur á Sprengisandi. Nú veit ég ekki hvar helzt er að fá upp- lýsingar um þetta. Mér kemur þetta í hug þeg ar ég var að lesa Ferðaíélags- ritið eftir Hallgrím Jónsson um Sprengisand. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Forvitinn sveitakarl. Velvakandi þakkar bréfið, en er ekki svo fróður að geta leyst úr þessari spurningu. En meðal lesenda þessara dálka er margt fróðra manna og er Velvakanda sérstök ánægja að veita svari við fyrirspurn „for vitins sveitakarls" rúm. ic „Aðgát skal höfð...“ Kona í Vestmannaeyjum, sem kallar sig frú X, ritar til Vel- vakanda umkvörtun um fram- komu kvenlögreglu, sem vildi ná tali af unglingsstúlku. Segir konan. að kvenlögreglan hafi komið inn á fjölmennan vinnu- stað þar sem stúlka þessi var að vinna og haft hana með sér þaðan út. Starfssystur þess- arar stúlku voru að sjálfsögðu ekki í neinum vafa uui pað, að nú hefði eitthvað m<_.' en lítið alvarlegt komið fyrir þessa starfssystur þeirra. Þessi kvaðn ing reyndist hins vegar á mis- skilningi byggð, stúlkí-.i hafði ekki verið viðriðin þau mál, sem hún var yfirheyro um. Konan heldur áfram og segir að það sé auðveldara að kc.ua orðróminum á kreik en kveða hann niður. Stúlkan hafði get- að sannað sakleysi sitt á lög- reglustöðinni, en hún sé ekki þar með búin að kveða niður allar þær grunsemdir, sem hafi vaknað í hugum starfssystra hennar, þegar kvenlögreglan leiddi hana út af þessum fjöl- menna vinnustað. Leggur bréf- ritari til að lokum, að kven- lögreglan taki upp einhverja ögn minna áberandi aðferð þegar hún vilji setja sig í saim- band við fólk. Flutningajijónustan tilkynnir Húsráðendur, skrifstofur og aðrar stofnanir. Ef þér þurfið að flytja búslóðina eða skrifstofu- búnað og fleira, þá athugið hvort við getum ekki séð um flutninginn fyrir yður. Bæði smærri og stærri verk. Tökum einnig flutning á píanóum, peninga- skápum og fl. Vanir menn. — Reynið viðskiptin. FLUTNINGAÞJÓNUSTAN, símar 81822 og 24889. Ný radíóvinnustofa Opnum á morgun radíóvinnustofu að Ármúla 7, inngangur að neðanverðu undir nafninu RADÍÓÞJÓNUSTA BJARNA, sími 38433. Leggjum sérstaka áherzlu á allt sem viðkemur bíla- viðtækjum. Höfum á boðstólum bergmálsmagnara, eða ekkó. Loftnetsstangir, truflanadeyfa og fleira. Allt á gamla verðinu. Önnumst ísetningar. RADÍÓÞJÓNUSTA B.TARNA, Áraiúla 7, sími 83433. Bjarni Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.