Morgunblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DES. 1967 Grikkland: Öllum föngum veitt sakaruppgjöf Andreas Papandreu er r Jbe/m hópi. Þjóðaratkvœði 21. apríl Papadoupoulos, forsætisráð herra Grikklands, tilkynnti í dag, að öllum föngum, sem teknir hafa verið til fanga síðan herstjórnin tók völdin 21. apríl sl. verði veitt upp- gjöf saka. og þjóðaratkvæða- greiðsla fari fram um nýja stjórnarskrá þann 21. apríl á næsta ári. Papadoupoulos sagði, að meðal þeirra sem veitt yrði sakaruppgjöf væri Andreas Papandreu og sömuleiðis 15 liðsforingjar, sem dæmdir höfðu verið til fangelsisvistar í sambandi við ASPIDA-mál- ið. Um 2,600 menn, sem hafa verið fangar á ýmsum eyjum Grikklands síðan í vor, þar á meðal tónskáldið Mikis Theo- dorakis, verða nú leystir úr haldi. Þessi tilkynning Papadoupou- losar, sem gefin var á fundi með þeim 20 mönnum, sem unmið bafa að gerð nýrrar stjórnair- skrár, kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og hefur orðið til þess að andsteeðingar stjórnar- innar grísku heima og erlendis hafa hætt allri gagnrýni á her- föringjastjórnina í bili. Með því að láíta Andneas Pap- andreu nú la/usan, sleppir stjóm in úr haldi harðskeyttasta and- stæðingi sínum. Gert er rað fyr ir, að bandaríska stjórnin hafi l'agt fast að grísku stjórninni að taka þessa ákvörðun, en Andreas var um árabil búsettur í Banda- Hólfror miUjón órn búseta manna í Sýrinndi? Damaskus, 23. des., AP. LEIÐANGUR japanskra forn- leifafræðinga og visindamanna hefur fundið í Sýrlandi minjar, sem taldar ern færa sönnur á Seztur í hd- skóla 12 órn Gautaborg, 23. des., NTB. TÓLF ára gamall drengur, kennarasonur úr Dalafylki í Svíþjóð, hefur nú fengið til þess sérlegt leyfi kennslumálayfirvalda að mega setjast á skólabekk með háskólastúdentum í Gautaborg. Drengurinn er sagður gæddur miklum stærðfræðigáfum og hyggst leggja aðaláherzlu á þessa grein í háskóla- námi sínu. Jólalög í turni Hallgrímskirkja LÚÐRASVEIT drengja leikur í dag jólalög í turni Hallgríms- kirkju undir stjóm Karls Ó. Runólfssonar. Lúðrasveitin rruun leika þarna frá kl. 5.30 eJi., eða síðustu hálfu klukkuetundina áður en aftansöngurinn hefst í kírkjunni. búsetu manna á forsögulegum timum víða í landinu. Er talið að minjar þessar geti reynzt allt að þvi hálfrar milljón ára gaml- ar. Leiðangur þennan gerði út háskólinn í Tókió og er leiðang- ursstjóri Hishashi Suzuki, pró- fessor í mannfræði, en með hon- um átta menn aðrir, fomleifa- fræðingar og visindamenn. Flest var það sem fannst við uppgröft þeirra Tókíó-manna frumstæð áhöld, tálguð úr tinnu- steini, axarblöð, hnífsblöð og sköfur ýmisskonar og fannst sumt í norðausturhéruðum Sýr- lands en sumt í strandhéruðun- um nyrzt í landinu og einnig nokkuð í eyðimörkunum um mið bik landsinsins. Þessi leiðangur Tókíóháskóla stóð í 10 vikur og var framlag Japana til fornleifafræðirann- sókna í Sýrlandi, en nær tugur ára er nú síðan ýmsar þjóðir tóku sig saman um að vinna þar sameiginlega að rannsóknum á þróun mannsins í þessum heims- hluta. Stórkostlegir fornleifa- fundir í farvegi árinnar Orontes í Mið-Sýrlandi, þar sem m. a. fundust beinagrindur fíla, nas- hyrninga og flóðhesta (sem ekki er nú að finna í Austur- löndum nær) og fleiri sannanir þess að í Sýrlandi hafði ríkt hitabeltislofslag milli ísalda ýttu undir alþjóðlegt framtak í þess- um málum, og æ síðan hafa fornleifafræðingar og vísinda- menn hvaðanæva að úr heimin- um flykkzt til Sýrlands og ná- grannaríkjanna að grafa upp forsögulegar minjar um búsetu manna á þessum slóðum. . ÞAU leiðu mistök urðu í Jóla-Lesbókinni, að texti sem fylgja átti áramótakosningu Gluggans féll niður. Það sem fram átti að koma var, að kosningaseðlana á að senda, Lesbók Morgunblaðsins, merkt „Glugginn“ Box 200 Reykjavík, fyrir 10. jan. 1968. Það er ósk okíkar að sem flestir taki þátt í kosningunum til að sjá sem nákvæmast hvaða hljómsveitir og hljómlistarmenn voru vinsælastir árið 1967. Að síðustu óskar „Glugginn“ lesendum sínum gleðilegra jóla- og farsæls komandi árs. ríkjun/uim og var bandarískur ríkisborgari. Konungurinn hefur ekki látið neitt heyra frá sér um hinar nýju ákvarðanir og tilskipanir stjórnarinnar, en stjórnmála- fréttaritarar benda á, að með aðgerðuan þessum gangi stjórn- in jafnvel lengra en kóngurínn til að koma á sættumn. Papadoupokxs segir í viðtali við þýzkt blað í Hamborg, sem birt er í dag, að ekkert sam- komulag hafi veríð gert við Konstantín um að hann komi aftur heim til Grikklands, en stjórnin mundi fagna því ef konungur vildi taka þátt í að endumýja og styrkja lýðræðið í landinu. Hjartamaðurinn Washkansky gat ekki lifað með nýja hjartað, sem hann fékk frá nýlátinni stúlku, Denise Darvall, sem frægt er orðið. Litli drengurinn á myndinni, John Van Wyrk, 10 ára, fékk annað nýra hennar og virðist vera á góðum'batavegi og allt benda til þess að hann nái sér til fulls, en hann hafði ó- læknandi nýrnasjúkdóm, sem ella hefði dregið hann til dauða á skömmum tíma. Italskir kommúnistar mótmæla komu Johnsons forseta til Rómar Johnson heimsótti bandaríska hermenn í Vietnam Róm og Saigon, 23. des. (AP-NTB) • Johnson Bandaríkjaforseti kom við í Vietnam á heimleið sinni frá Ástralíu, en þangað fór hann til að vera viðstaddur minningarathöfn um Harold Holt forseetisráffherra. • í Vietnam heimsótti Johnson bandarísku herstöðina við Cam Ranh flóa og ávarpaffi hermenn- ina þar. Sagði hann meðal ann- ars: „Fjandmennirnir hafa enga sigurmöguleika lengur í Viet- nam......... Þið hafið séð um það“. • Frá Vietnam fór Johnson í morgun, og var þá tilkynnt að hann héldi til Rómar til við- ræðna við páfa. Var forsetinn væntanleigur þangað síðdegis í dag (laugardag). Hefur komm- únistaflokkur ítaliu undirbúið mótmælaaðgerðir í Róm þegar Johnson kemur þangað, og mátti strax i morgun sjá borða á göt- um úti með áletruðum vígorðum gegn Johnson og styrjöldinni í Vietnam. Cam Ranlh iherstöðin er mið- svæðis í Vietnam, og voru um 2.500 bandarískir hermann þar saman komnir til að ihlýða á for- setann, sem sagði meðal annars: — „í þessari viku hef ég ferð- ast hálfa leið uimflrverfis jörðina til að votta látnum vini virð- ingu — nýlátnum forsœtisráð- herra Ástralíu, Harold Holt. Ég fór þessa löngu ferð aí persónu- legum ástæðum. Harold Holt var n/áinn og traustur vinutr. Ég fór einnig þessa ferð lands okkar vegna — og vegna ykkar. Því það var Harold Holt sem leiddi Ástraliu inn í baráttuna fyrir frelsi hér í Suður-Vietnam. Það var hann sem hvatti þjóð sína til að gegna skyldu sinni í Asiu — alveg eins og þið eruð að gegna ykkar skyldu, með blóði, svita og hetjudáðum". Forsetinn sagði að það væri ekki stytzta _leið heim til Hvíta hússins frá Ástralíu að fara um Vietnam, en hann hafi viljað nota tækifærið til að fá að heim- sækja hermenn Bandaríkjanna og færa þeim jólakveðjur. Hann kvaðst gjarnan hafa viljað færa hermönnunum einhvern áþreif- anlega vott um þakklæti banda- rísku þjóðarinnar, um ást ætt- ingja og vina, eða eittihvað tákn þess að bai*áttunni færi að ljúka, í stað þess að færa þeim ekkert annað, en „gamla manninn sjálf- an“. — „Ég get hinsvegar staðfest hverju barátta ykkar hefur áorkað: Fjandmenn okikar geta ekki sigrað lengur í Vietnam. Óvinurinn getur haldið upp of- sóknum og ógnunum, hann get- ur valdið okkur manntjóni með þvú að taka sjálfur á sig enn meira manntjón. En hann getur ekki unnið sigur. Þið hafði séð um það. — „Ég get fært ykkur fleira — fréttir af sigrum, ekki á víg- völlunum heldur í borgum og bæjum um alla Asíu. Það er sig- ur traustsins. Vegna þess sem þið og bandamenn ykkar eruð að gera — ihér er að vakna trú meðal þjóða Asíu á það að fram- tíðin sé þeirra — þeirra sem elska frið“. Fra Vietnam fór Johnson til Karachi í Pakistan, og ræddi þar við Mohammed Ayuíb Khan forseta, að sögn fréttarítara Tass-fréttastofunnar sovézku. Þaðan héR svo Johnson veetur á bóginn, og var talið fullvíst að hann kæmd við í Róm tii að ræða við páfa, sem hefur boð- izt til að reyna að miðla mái- um í Vietnam. Er haft eftir áreið anlegum heimildum í Páfagarði, að þeir Páll páfi VI. og John- son muni rœðast við einslega sið degis í dag. Fékkst staðtfesting á þessari fregn í sendiráði Bandaríkjanna, en báðar heim- ildir tóku það fram að hugsan- legt væri að breyting yrði gerð á áætlun forsetans á síðustu stundu. Er þar sennilega átt við að etf kommúnistar efna til of víðtækra mótmælaaðgerða sé hugsanlegt að forsetinn hætti við kornuna tii Rómar. Ef úr fundinum verður hitt- Vill nýtt hiarta Jóhannesarborg, 23. des. NTB-Reuter. GYÐINGAPRESTUR nokkur, Edelman að nafni, hetfur látið í ljósi ósk um að verða næsti maður, sem fær hjarta úr ann- arri mannveru. Edelman hefur þrisvar sinn- um fengið slag á einu ári og hefur hvað eftir annað orðið að liggja á sjúkrahúsi. Hann sagði það hefði úrslitaþýðingu fyrir framþróun hjartaskurðlækninga, að læknarnir fengju tækifæri til að gera fleiri slíkar aðgerðir, sem smám saman gætu bjargað þús- undum frá þeim að deyja fyrir aldur fram. ast þeira í fynsta skipti Páll páfi og Johnson í Páfagarði efttr að sá síðarnefndi tók við forseta- embætti. Johnson gekk hins veg ar á fund Jóhannesar pátfa í sept ember 1962, þegar hann sem varaiforseti var á ferð um Mið- jarðarhafslöndin, og hann var fulltrúi Bandaríkjanna við út- för Jóhannesar pdfa í júní 1963, etftir að Páll hafði verið kjör- inn tifl embættisins. Þá rædduist þeir Johnson og Páll páfi við í New York í október 1965 þegar pátfi heimsótti Sameinuðu þjóð- irnar. í Róm er hatfinn undirbúning- ur að mótimælaaðgerðuim eins og fyrr segir, og hafa kommún- istar dreift áróðursblöðum um borgina, þar sem segir meðal annars: „Jöhnson, við viljum þig ekki hingað. Verið er að myrða börn í Víetnam o.g gera sprengju árásir á sjúkrahús, skóla, kirkj- ur, borgir og þorp. Menn og kon ur eru brennd í napalm-eld- sprengjutm. Þið framkvæmið piningar á borð við pyntingar nazista. Þið viljið útrýma heilli þjóð. Þaðan er komin hættan, sem siteðjar að heimsfriðnum. Johnson, jóladagur er ekki þinn dagur, og 1968 verður ekki þitt ár.“ Frá Róm heldur Johnson áleið is til Washington, en óstaðfest- ar fregnir herma að hann muni hafa viðkomu á Spáni og gista þar í nótt. Angier Biddle Duke, sendiherra Bandaríkjanna í Mad rid hefur boðizt ti'l að taka þátt í kosningabaráttu Johnisons á næstia ári fyrír forsetakosning- arnar næsta haust, og segir í fréttunum að hugsanlegar við- ræður forsetans við sendiherr- ann muni snúast um innanlands stjórnmál í Bandaríkjunum. Ólafur K. Magnússon tók for- síðumynd blaðsins í dag. Er hún frá Tjörninni í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.