Morgunblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DES. 1967 11 — Sjónvorpið Framhald af bls. 9 vandað mjög jóladagsikránna og sæmileg. Barnakór Akureyrar Á annan I jólum hefst dag- skráin kl. 18 og verður þá end- urtekinn jólaþáttur Sa-vanna- tríósins frá því í fyrra, „Kerta- ljós og klæðin rauðt', >á munu Hijómar leika nokkur vinsœl- ustu dægurlögin á þessu ári í útsetningu Gunnars Þórðarson- ar. Svanhildur Jakobsdóttir með tvö lítil jólaböm í þættinum „Hér gala gaukar“. Jólatrésskemmtun Læknafélags Reykjavíkur og Lyfjafræðingafélags íslands verður að Hótel Borg, föstudaginn 29. des. kl. 15.30—18.30. Aðgöngumiðar seldir á skrifstofu Læknafélagsins miðvikudaginn 27. desember. Maria II Birgitte Bardot og Maria I Jeanne Moreau. ríkinu Sa.n Miguel, þar sem fjöl- leikaflokkur er á ferð org eru þær Maríurnar aðalstjörnurnar. Eins og tíðkást þar sýðra er uppreisn á ferð og lenda þær nöfnur í bardögunum og láta mákið að sér kveða. Meðal kunnra leikara í myndinni er George Hamilton, sem til skamms tíma var orðaður við Lyndu Bird, dóttur Jdhnsons Bandaríkjaforseta, sem nú í mán uðinum giftist öðrum. Dirch Passer K<(p:<vogubió: STÚLKAN OG GREIFINN (Pigen og Greven) Aðal'hlut'verkið í jólamynd Kópavogsbíós leikur Dirch Pass- er, sem á sér talsverðan hóp að- dáenda hér á landi, Fjallar sag- an um ástaræfintýri greifa Jamef Garner og Dick van Dyke Hafnarbíó: LÉTTI.YNDTR LISTAMENN (The Art oí Love) Kvi'kmynd þessi fjallar um tvo unga Ameríkana, sem búa í París. Annar er miálari og hinn rithöfundur. Málaranum gengur illa, en þegar sá misskilningur kemur upp, að ha.nn hafi framið sjálfsmorð, er rifist um myndir hans. Fer hann því huldu höfði um sinn og málar. Veldur þetta að lokum miklum misskilningi og erfiðleikum, sérstaklega í kvennamálum þeirra félaga. Aðal'hlutverk leika James Garn- er, sem er kun.nur sjónvarps- áhorfendum úr Maverick, Dick van Dyike, El'ke Somrner og Angé Dickinson. Framleiðandi er Ross Hunter, sem hefur fraim- leitt m.argar mjög vinsœlar kvik myndir. PovjgitmMafrifc AUGLÝSINGAR SIIVII SS«4«8Q nokkurs og ungrar leikko.nu, sem fyrir einhverja slysni hafa eign- ast barn saman. Einnig stendur Dirch Passer í ástarmálum við dótturina á heimilinu, þar sem han.n starfar sem þjónn á greifa- setri. Önnur aðalhlutverk lei'ka: Karin Nellemose, Lene Tiem.roth og Malene Schwartz. Eftir hlé verða fréttir kl. 20 og að þeim loknum 'verður spurningakeppni sjónvarpsins, að þessu sinni milli bifreiða- stöðvanna Hreyfils og Bæjar- leiða, en spyrjandi er Tómas Karlsson. „Hér gala gaukar“, er þáttur Svanhildar og sexetts Ólafs Gauks og er sikemmtiefnið samið af Ólafi Gauk. Síðasti dagskrárliðuT á annan dag jóla er óperettan Valsadraumar eftir Oscar Strauss, Feliz Dörmann og Leopold Jacobsen, flutt af söngfólki úr kór Konungléga leiklhússins í Kaupmannahöfn og dönsku útvarpshljómisveitinni undir stjórn Gretihe Kolbe. Þetta er gamanópera og meðal leikara er danski gamianleikarinn Dirch Pass'er. Óperettan er flutt sam- tímis á öllum Norðurlöndunum. Mið'vikudag þriðja í jólum hefst dagskráin kl. 18.00 með Grallaraspóunum. Þá er Denni dæmalausi. Kl. 20.00 eru svo fréttir og í kjölfarið fylgja Steinaldarmennirnir. Kl. 20.55 verður sýnd hvikmynd sem Slysavarnafélagið lét gera um björgunarafrekið við Látratojarg, en það var 12. desemtoer 1047. Formaður björgunarsveitarinnar var Þórður Jónsson, bóndi á Látrum. Næsti dagskrárliður er kvikmynd um listasafnið i Louvre og dagskráin endar það kvöld mieð bandarísku dans- og söngvamyndinni „Apríl í París“, og eru aðalhiut'verkin leikin aif Doris Day og Ray Bolger.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.