Morgunblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DES. 1967 7 Sjá, meyjan mun þunguð verða og son ala, og nafn hans munu menn kalla Immanúel, sem er út- lagt: Guð er með oss. (Matt:1.23). í DAG er sunnudagur, 24. desem- ber, aðfangadagur jóla. betta er 358. dagur ársins. Eftir lifa sjö dagar. Árdegisháflæði er kl. 10.41. Síð- degisháflæði er kl. 23.23. Upplýsingar um læknaþjónustu í borginni eru gefnar í sima 18888, símsvara Læknafélags Reykjavík- ur. Slysavarðstofan í Heilsuverndar- stöðinni. Opin allan sólarhringinn — aðeins móttaka slasaðfa — sími: 2-12-30. Eæknavarðstofan. Opin frá kl. 5 síðdegis til 8 að morgni. Auk þessa alla helgidaga. — Simi 2-12-30. Neyðarvaktin tSharar aðeins á virkum dögum frá kl. 8 til kl. 5, simi 1-15-10 og laugard. kl. 8—1. Kvöldvarzla í lyfjabúðum í Reykjavík er vikuna 23. des. til 30. des. í Ingólfs Apóteki og Laugarness Apóteki. Næturlæknir í Hafnarfirði Helgarvarzla: Laugardag til mánudagsmorguns, 23.—25.: Krist- ján Jóhannesson. Helgidagsvarzla jóladag og næt- urvarzla aðfaranótt 26.: Jósef Ól- afsson. Helgidagsvarzla annan jóladag og næturvarzla aðfaranótt 27.: Sig- urður Þorsteinsson. Næturvarzla aðfaranótt 28.: Sig- urður Þorsteinsson. Næturlæknir í Hafnarfirði aðfaranótt 23. desember er Ei- ríkur Björnsson, sími 50235. Næturlæknir í Keflavík 22/12 Arnbjörn Ólafsson. 23/12 Guðjón Klemenzson. 24/12 Kjartan Ólafsson. 25/12 Jón Kr. Jóhannsson. 26/12 og 27/12 Kjartan Ólafsson. 28/12 Arnbjörn Ólafsson. Næturlæknir í Hafnarfirði aðfaranótt 20. desember er Jósef Ólafsson, sími 51820. Keflavíkurapótek er opið virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—2 og sunnudaga frá kl. 1—3. Framvegis verður tekið á móti þeim, sem gefa vilja blóð i Blóð- bankann, sem hér segir: mánud., þriðjud., fimmtud. og föstud. frá kl. 9—11 f.h. og 2—4 e.h. Miðviku- daga frá kl. 2—8 e.h. og laugardaga frá kl. 9—11 f.h. Sérítök athygli skal vakin á miðvikudögum vegna kvöldtímans. Bilanasími Rafmagnsveitu Rvík- ur á skrifstofutíma er 18-222. Næt- iir- og helgidagavarzla, 18-230. Skolphreinsun hjá borginni. — Kvöld- og næturvakt, símar 8-16-17 A.A.-samtökin Fundir eru sem hér segir: í fé- lagsheimilinu Tjarnargötu 3c: Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21. Langholtsdeild, í Safnaðarheimili Langholtskirkju, laugardaga kl. 14. Orð lífsins svarar í síma 10-000. IOOF nr. 7 = 12239 = Dómk. 9!4 Það minnir mann á jóltn að fá jólakortið frá Viðari og Símoni á Naustinu. Jólaskapið er hverjum manni nauðsynlegt, og sízt má af því vera. — Við þökkum fyrlr kveðjuna og óskum þeim alls hins sama. FRÉTTIR Vottar Jehóva, Reykjavík Þriggja daga mót í Lindarbæ. A sunnudag verður flutt skírnar- ræðan í Lindarbæ kl. 2. Kl. 8.30 kvikmyndasýning. — Á mánudag opinber fyrirlestur: „Hefur Guð áhrif á þessari tuttugustu öld?“ Hefst hann kl. 3. Fíiadelfía, Reykjavík Jólasamkomur. — Aðfangadag: Guðjónusta kl. 6. Jóladag: Guðs- þjónusta kl. 8. Annan jóladag: kl. 8. Ræðumenn: Ásmundur Eiriks- son og fleiri. Fjölbreyttur söngur. — Keflavík: Aðfangadag: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Jóladag: Guðs- þjónusta kl. 4.30. Orðseinding frá Ungmennafélagi Staðarsveitar. Drætti í 'hai>pdrætti félagsins (hefur verið frestað til 15. júlí 1968. Happdrættisnefndin. Afgreiðslutími benzínstöðvanna um hátíðirnar: Aðfangadagur: Kl. 9—16. Jóladagur: Lokað. Annar jóladagur: Kl. 9.30—11.30 og 13—15. Gamlársdagur: Kl. 9—16. Nýársdagur: Kl. 13—15. Strandamenn Munið jólatréð fimmtudaginn 28. des. í Ballettskóla Báru. — Miðar afhentir hjá Hermanni Jónssyni, Lækjargötu 4. Heimatrúboðið Jóladagur. Almenn samkoma kl. 8.30. 2. jóladagur. Almenn sam- koma kl. 8.30. Allir hjartanlega velkomnir. Boðun fagnaðarerindisins Almennar samkomur. Austur- götu 6, Hafnarfirði. Aðfangadag kl. 5. Jóladag kl. 10 árdegis. — Hörgs- hlíð 12, Reykjavík. Jóladag kl. 4. 2. jóladag kl. 4. Miðvikudag kl. 8 síðdegis. Jólasamkomur verða í samkomusalnum að Mjóu hlíð 16, á aðfangadagskvöld kl. 6, jóladagskvöld kl. 8. Sunnudags- skólinn á aðfangadagsmorgun kl. 10.30. Verið hjartanlega velkomin. Breiðfirðingar Jólatrésfagnaður Breiðfirðinga- félagsins verður miðvikudaginn 27. þ. m. í Breiðfirðingabúð kl. 3. Félagsamtökin VERND, Grjótagötu 14 Skrifstofutími frá kl. 10—10 fram að áramótum. Kvenfélag Kópavogs heldur jólatrésskemmtun 28. des. og 29. des í Félagsheimilinu, uppi, kl. 2—4 og 4,30 e. h. VÍSUKORN Vetrarmyrkrið víkja fer vermir aftur sólin. Allt sem gott og göfugf er gleðji þig um jólin. Markús á Borgareyrum. Amalía Gísladóttir, Lindar- hvammi 8, Hafnarfirði, er sjötug í dag, 24. desember. Sunnudagaskólar Sunnudagaskóli K.F.U.M. Amtmannsst. 2B Fundir um jólin: Aðifangadagur (sunnudagur) kl. 10.30. Jólaguðspjallið í mynd um. Gamlársdagur (sunnudagur) kl. 10.30 Jólafundur — jólatré o. fl. Sunnudagur 7. jan. fcl. 10.30. Venúulegir fundir hefjast á ný. HESTUR TAPAST! 3/o vetra rauðblesóttur foli tapaðist úr Krýsuvík. Hesturinn er ómarkaður. Þeir sem hestsins verða varir eru beðnir að hringja í síma 50763 — 50763. Straiidamenn Átthagafélag Strandamanna heldur jólatrésfagnað fyrir börn félagsmanna, fimmtudaginn 28. des. kl. 3 í- ballettskóla Báru á^horni Hamrahlíðar og Kringlumýrarbrautar. STJORNIN. Peningamenn - sjóðstjórnir Bezta leiðin til að auka og ávaxta geymslufé yðar er að kaupa fasteignatryggð skuldabréf. Til sölu eru þrjú fasteignabréf, samtals að upphæð kr. 400.000.— Bréfin eru til tæpra níu ára með 8% vöxtum. Rífleg afföli. Tilboð merkt: „Fjárfesting 5888“ sendist afgreiðslu Morgunblaðsins. Lögfræðingafélag fslands. Aðalfundur Aðalfundur Lögfræðingafélags íslands verður haldinn föstudaginn 29. desember 1967 kl. 17.30, í I. kennslustofu Háskóla íslands. DAGSKRÁ: Aðalfundarstörf skv. 9. gr. félagslaga. STJÓRNIN. Demantar Demantar hafa um þúsundir ára verið grafnir úr jörðu. Þeir hafa verið notaðir til við- hafnar við hin æðstu og helgustu tilefni í lífi þjóðanna. Demanturinn hefir þó einkum og sér í lagi orðið óskasteinn konunnar. Glóð hans tindrar og töfrar. Dagurinn, sem konan eignast demant úr hendi ástvinar síns, verður henni minnisstæður dagur — dagur, sem lýsir, eins og demanturinn sjálfur um langa ævi. Nú hefir um skeið farið um álfuna aukin eftir- sókn eftir demantsskartgripum. Demant- ur er hinn kjörni steinn til að minnast helgra stunda mannsævinnar. Hann er því valinn, er minnast skal trúlofunar, giftingar eða fæðingar fyrsta barns. Við seljum demanta. Þeir eru valdir fyrir okkur af sérfræðingum í London og Ant- werpen. Við búum þá í hvítagull og pailadium. Veljið úr smekklegu úrvali okkar af DEMANTSHRINGUM. 7 v ^Ta^ur cjnpur til iji'idi. er œ Uó iiún Sígniunil SGon Skorlpripoverzlun CjLkLcj jól!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.