Morgunblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DES. 1967 25 Leikflokkur Litla sviðs- ins og Billy lygari LEIKFLOKKUR Litla sviðsins í Lindarbæ frumsýnir hinn 4. jan- óar n. k. leikritið Billy lygari eftir Keith Waterhouse og Willis Hall. Waterhouse sendj. frá sér bók undir sama heiti fyrir tæpum níu árum, og hlaut hún ágætar við tökur. Datt þá höfundi það snjallræði í hug, að umskrifa bókina í leikrit og fékk til liðs við sig Willis Hauu. Er skemmst frá því að segja, að leikrit þetta hefur farið sigurför um hinn vest ræna heim. og hefur m. a. verið kvikmyndað. Stjórnaði hinn frægi bandaríski leikstjóri, Schlesinger, kvikmyndinni, og kom Julie Christi þar m. a. fram í fyrsta skipti í kvikmynd. Þegar leikritið var frumsýnt fór A’lbert Finney með titilhlutverkið. Aðalpersóan í leikritinu, Billy, er 19 ára menntaskólanema. Tak- mark hans í lífinu er að verða leikritaskáld, en það gengur æði brösótt. Hann er draumóramað- ur, lifir í verö'ld, sem hann hefur myndað umhverfis sjálfan sig. Þegar þessi heimur hans stang- ast á við veruleikann grípur hann jatfnan til lyginnar, án þess að geran sér okkra grein fyrir af- leiðingunum. Er þetta hans sjálf- skapar víti, og m. a. kemst hann í þá ógæfulegu aðstöðu að eiga tvær unnustur, auk stúlkunnar sem virðist honum hjartfólgnust. Leikstjóri leikrits þessa hjá leikflokki litla sviðsins er Ey- vindur Erlendsson, — menntaður í leikstjórn frá Rússlandi. Hann hefur áður stjórnað leikritum hjá Leikfélagi Reykjavíkur og tví- vegis hjá Grímu. Leiktjöld hef- ur Birgir Engilbert gert, en hann er ný útskrifaður í leikmynda- teiknun frá Þjóðleikhúsinu. — Þýðinguna hefur Sigurður Skúla. son gert. Með hlutvefk fara: Hákon Waage, sem leikur Billy, Jónína H Jónsdóttir, Jón Gunnarsson, Auðux Guðmundsdóttir, Sigurður Guðrún Guðlaugsdóttir og Sigrún Skúlason, Anna Guðmundsdóttir Bjömsdóttir. Síðasta verkefni leikflokksins, Dauði Bessie Smith og Yfirborð- ið, gekk mjög vel, — sýningar urðu 9 í Lindarbæ, og á síðustu sýningu urðu fjölmargir að standa vegna þess að ekki voru nógu margir stólar fyrir hendi. Næsta verkefni hefur þegar ver- ið ákveðið, og er það leikritið Tíu tilbrigði eftir Odd Björnsson. Er það einþáttungur. — Fréttaritarar Framhaild atf bls. 32 vegna. Það má heita alveg snjó- Iaust og er útlit fyrir rauð jól. _ Árni Helgason, Stykkishólmi ÚTLIT er fyrir að auð jól verði í Stykkishólmi. Fyir tveim dög- um snjóaði hér eina nóttina og gaf það okkur vonir um að nú yrðu jólin hvít að þessu sinni, en nú er komin þýða og snjó- inn farið að ta'ka upp. Mikill jólasvipur er á bænum. fjöldi fólks hefur skreytt hús sín með marglitum ljósum. Á bókasafnishöfðanum er falleg jól'a stjarna, jólatré á nokkrum stöð- um og verzlunahhúsin skreytt. Jólasalan er ábyggilega. ekki minni en undnfarið. Stykkis- hólmsbátar eru nú í höfn allir, en einhverjir hugsa til þess að fara í róður á milli hátíða, en óvíst er hvenær róðrar hefjast eftir áramót. Stúkan Helgafell efnir til jólakvöldvöku n.k. mið- vikudagskvöld. Messað verður um jólin í báðum kirkjunum hér. Ekki er vitað annað en að færð um héraðið sé í stakasta lagi. Stefán Friðbjarnarson, Siglufirði. HÉR er milt veður, hálka, en þó snjór yfir öllu, svo að það verða fyrirsjáanlega hvít jól hjá okkur að þessu sinni. S.l. mið- vikudagskvöld var tendrað ljós á jólatré á Ráðhústorgi, en það tré er vinargjöf fá vinarbæ Siglu- fjarðar í Danmörku, Herning á Jótlandi. Samtímis var ljós tendr að á fallegri jólstjörnu við Siglu fjarðarkirkju og annari við hið nýja sjúkrahús Siglufjarðar og er sú stjarna gjöf frá Lions- klúbbi Siglufjarðar. Verzlunarfólki ber saman um að verzlun hafi verið með meira móti og drjúgum meiri en fyr- ir jólin í fyrra. Þegar kveikt var á jólatrénu á Ráðhústorgi lék Lúðraisveit Siglufjarðar og Karla kórinn Vísir söng, en Geirharð- ur Valtýsson stjórnaði kór og hljómsveit. Undanfama daga hefur verið skipað hér upp tunnu efni til tunnu/verksmiðjunnar hér á staðnum, en svo er ráð fyrir gert að tunnusmíði hefj- ist fljótlega upp úr áramótum. í sl. viku hefur verið, mikið um útskipun á síldarmjöl hjá Síldar verkamiðju ríkisins. Eins og er er hláka, en það mikil fönn á jörð að við gerum ráð fyrir að hér verði hvít jól. Sverrir Pálsson, Akureyri. Hér er rigningarsuddi, durnb- ungsveður, norðangola, en frost laust. Tæplega verður sagt veru Jólaleikrit Ríkisútvarpsins: ,KONUNGSEFNIN‘ — eftir Ibsen JÓLALEIKRIT Ríkisútvarps- ins að þessu sinni stórverk Henrik Ibsens, „Konungsefn- in“. Verkið verður flutt í tveimur hlutum. Fyrri hlut- inn verður fluttur annan jóla- dag og hinn siðari, laugardag- inn milli jóla og nýárs. Leik- ritið þýddi Þorsteinn Gísla- son, skáld, en leikstjóri er Gísli Halldórsson. í viðtali við Mbl. skýrði Þorsteinn Ö. Stephensen, leik- listarstjóri Ríkisútvarpsins, frá því að „Konungsefnin" fjallaði um valdabaráttu norskra höfðingja á fyrri hluta 13. aldar. Leikritið er sögulegs eðlis, samið 1863, en árið eftir fór Ibsen' utan og dvaldi lengst af á Ítalíu og í Þýzkalandi til ársins 1891, þar sem honum fannst hann ekki geta rækt köllun sína frjáls og óháður í heimalandi sínu. Um efni leiksins sagði Þor- steinn: — Þrátt fyrir það, að þetta leikrit sé látið gerast á mið- öldum beinir Ibsen í raun og veru boðskap verksins til sam tíðar sinnar. Leikritið er þung og vægðarlaus ákæra til Norð manna fyrir sundrung og valdastreitu og um leið heit og leiftrandi hvatning til þeirra um samhug og þjóð- lega einingu. Hér er um efnið fjallað af þeirri snilld og þeim djúpa og skarpa skilningi á örlögum manna, sem er ein- kennandi fyrir þennan mikla meistara leikhússins. Aðalper- sónur leiksins eru Hákon Há- konarson, konungur, og Skúli Bárðarson, jarl, sem heyja þrotlausa keppni um völdin, en þriðja aðalpersóna leiksins er Nikulás, biskup, sem er hinn illi andi þessara tveggja keppinauta. Þorsteinn sagði ennfremur: — Hér er um að ræða eitt þeirra stórverka leikhúsbók- Henrik Ibsen. menntanna, sem útvarpið öðru hverju flytur hlustend- um sínum og hefur gert á undanförnum árum. Mörgum þessara stórverka hefur Gísli Halldórsson stjórnað fyrir út- varpið og gerir það einnig nú. Leikritið er flutt í snjallri og ágætri þýðingu Þorsteins Gíslasonar. Með aðahlutverk- in þrjú fara Rúrik Haralds- son, Hákon konung, Róbert Arnfinnsson, Skúli jarl og Þorsteinn Ö. Stephensen, Nikulás biskup. legt jólaveður sé í dag, en tvo undanfarna daga, hefur nýfall- in mjöll krýnt trjógróðurinn og náttúran sjálf þannig gefið bæj arbúum hið fegursta jólaskrauf. Mannshöndin hefur líka lagt sitt atf mörkum tii að gefa bæn- um jólasvip. Víða í Miðbænum eru grenisveigar, marglitar ljósa- perur og glæsilega skreyttir búð argluggar og hér og þar um bæ- inn hafa verið sett upp skraut- lýst jólatré, hið stærsta á Ráð- hústorgi. Þá hafa margÍT komið sér upp skrautljósum í görðum sínum og utan á íbúðarhúsum. En það sem vekur Akureyring- um mesta gleði í gær og í dag er fregnin urn væntanlegar stórskipaismíðar hjá Slippstöð- inni h.f. Bæjarbúar hefðu naum ast getað fengið betri jólagjöf. Sveinn Guðmundsson, Seyðis- firði. Hér er hæg suðlœg átt og þíð viðri, snjólítið og sæmilega gott færi, yfir Fjarðarheiði. í bæn- um eru nokkuir jólatré úti við á vegum bæjarinis og einnig hafa nokkrir einstaklingar sett jóla- tré í garða sína. — Minnisblað lesenda Framhald atf bls. 32 Leið 15 Hraðferð-Vogar: 17.45, 18.15, 1*8.45, 19.15, 21.45, 22.15, 22.45, 23.15. Leið 17 Austurbær-Vesturbær: 17.50, 18.20, 1*8.50, 19.20, 21.50, 22.20, 22.50, 23.20. Leið 18 Hraðferð-Bústaða- hverfi: 18.00, 18.30, 19.00, 1*9.30, 22.00, 22.30, 23.00, 23.30. Leið 22 Austunh'verfi: 17.45, 18.15, 1*8.45, 19.15, 21.45, 22.15, 22.45, 23.15. Leið 27 Árbæjarhverfi: 18.10, 19.1*0, 22.10, 23.10. Á jóladag er ekið frá kl. 14 til kl. 24, og á annun í jólum er ekið frá kl. 09 til kl. 24. Á leið 12, Lækjarbotnar verð- ur síðasta ferð á aðfangadag kl. 16.30, en á jóladag verður ekið frá kl. 14.30. Á annan í jólum verður ekið frá kl. 09.30. Atihygli skal vakin á að á jóla dag hefst akstur kl 11 og á ann- an í jólurn kl. 07 á þeim leiðum. sem að undanförnu hefur verið ekið á frá kl. 07 til 09 á sunnu- dagsmorgnum. Nánari upplýs- inga er að leita í síma 12700. Byggingafélag verkamanna lauk 32 íbúðum í sumar Faðir okkar, fósturfaðir og tengdafaðir Júlíus Ingvarsson trésmiður frá Eyrarbakka andaðist í Hrafnistu 22. des- ember. Ilólmfríður Júlíusdóttir Agústa Júlíusdóttir, Pálmi Jónsson, Hulda Sigurðardóttir og Sigurður Júlíusson. Ragna Friðriksdóttir og Águst Ingvarsson. BYGGINGAFELAG VERKA. MANNA í Reykjavík lauk við að byggja 32 íbúðir í sumar í fjöl- býlishúsi við Bólstaðarhlíð, en hóf byggingu tveggja slíkra húsa í Fossvogshverfi, þar sem það hefur fengið lóð undir 72 íbúðir. Aðalfundur félagsins var haldinn í Tjarnarbúð hinn 14. des. sl. Formaður félagsins, Tómas Vig fússon byggingameistari, flutti skýrslu stjórnarinnar og greindi frá helztu framkvæmdum á veg- um félagsins undanfarið og þeim verkefnum, sem á döfinni eru. I skýrslunni kom það m. a. fram, að síðastliðið sumar var lokið við að byggja 32 íbúðir í fjölbýlis- húsi við Bólstaðarh'líð 46, 48 og 50, en þar hefur félagið reist tvö sambýlishús á síðústu fimm ár- um með samtals 64 íbúðum. Af þeim eru 16 tveggja herbergja, 16 þriggjia herbergja og 32 fjög- urra herbergja og eru þær síðast nefndu 96 fermetrar hver. í fyrri áfanga þessara fjölbýlis- húsa var verð íbúðanna sem hér segir, en þær eru afhentar kaup- endum á kostnaðarverði full frá- gengnar: Tveggja herbergja íbúðirnar kostuðu rúm 502 þús- und krónur, þriggja herbergja íbúðirnar 605 þúsund og fjögurra herbergja ibúðirnar 842 þúsund krónuT. Lán Byggingarsjóðs verkamanna til íbúðanna í þess- um f j ö Lbýl ishúsum nemur 450 þús. krónum að meðaltali á íbúð og er veitt til 42ja ára. Fjölbýlishús það, sem flutt var í á síðastliðnu sumri er að öllu leyti eins og hið fyrra, en að sjálf sögðu varð byggingarkostnaður þess allmiklu hærri, þar eð verð- lag hafði hækkað meðan á bygg- ingu þess stóð. Fullnaðaruppgjöri er ekki lokið, þar sem eftir er að greiða ýmsan kostnað og gjöld, sem enn eru ekki komin fram, en uppgjör íbúðanna verð- ur miðað við næstkomandi ára- mót. Eftir því sem næst verður komist nú mun kostnaðarverð íbúðanna verða sem hér segir: Tveggja herbergja íbúðirnar 660 þúsund krónur, þriggja herbergja íbúðir 790 þúsund og fjögurra herbergja íbúðlrnar um 1100 þús. krónur. Á síðastliðnu sumri hóf félagið framkvæmdir við byggingu tveggja fjölbýlishúsa í Fossvogs- hverfi, en þar hefur það fengið lóðir undir 72 íbúðir við Hörða- land og Kelduland, og loforð um lán frá Byggingasjóði verka- manna til þessara íbúða, og er þá miðað við sömu lánsupphæð og verið hefur undanfarið. Það kom hins vegar fram á aðalfund- inum að brýna nauðsyn ber til þess að lánsupphæðin verði auk- in verulega, og að lánin verði reidd út það ört, að trygggður verði eðlilegur framkvæmda- hraði við byggingarnar. I þeim tveim húsum, sem byrj. að var á í sumar verða 36 íbúðir, tveggja til þriggja herbergja. í félaginu eru nú rúm'lega 1200 fé- lagsmenn og hafa rúmlega 450 fengið íbúðir. í stjórn félagsins eru, auk for- manns, sem er stjómskipaður: Ingólfur Kristjánsson, Alfreð Guðmundsson, Jóhann Eiríksson og Sigurður Kristinsson sem jafnframt er skrifstofustjóri fé- lagsins. Landleiðir — Reykjarvílk-Hafn arfjörður: Síðasta ferð vagn- anna á aðtfangadag er kl. 17 frá Reykjavík, en 10 minútum síðar frá Hafnaríirði. Akstur hefst að nýju á jóladag kl. 14 og verður ekið ein,s og venjulega tii kl. 00.30 Akstur á annan í jólum er eins og venjulegur sunnudags akstur. StrætLsvagnar Kópavogs verða í förum á aðfangadag eins og venjulega milli kl. 10 og 17, en eftir þann tíma verður ein ferð á hverjum heilum tíma til kl. 22. Á jóladag hefjast ferðir kl. 14 og er þá ekið eins og venju- lega til kl. 24. Á annan í jólum er ekið frá kl. 10 til kl. 24 á venjulegri áætlun. Leigubifreiðastöðvar verða opn ar sem hér segir: BSR — Bifreiðastöð Reykja- víkur lokar kl. 20 á aðfangadag og opnar aftur kl. 10 á jóladag. Bifreiðar stöðvarinnar verða þó sumar hverjar á förnum vegi og munu þær afgreiða sig sjáltfar í síma stöðvarinnar. Steindór lokar kl. 18 á aðfanga dag og opnar aftur kl. 12.30 á jóladag. Hreyfill lokar kl. 22 á aðfanga dag og opnar aftur kl. 10 á jóla- dag. Bæjarleiðir loka kl. 22 á að- fangadag og opna aftur kl. 10 á jóladag. Borgarbílastöðin lokar á að- fangadag kl. 18 og opnar aftur á jóladag kl. 13. Bifreiðar stöðv- arinnar munu þó sumar verða á förnum vegi þennan tíma og munu einnig afgreiða sig sjálfar í síma stöðvarinnar. Flugþjónustan — Björn Páls- son: Engar áætlunarferðir verða yfir hátíðirnar, en sjúkratflug- símar eru 34269 32127 og 21611. Blómamerki PÓST- og símamálastjórnin hef- ur ákveðið að gefa út hinn 17. janúar tvö ný frímerki, að verð- gildi 50 aurar og 2 krónur og 50 aurar. Merkin eru úr blóma- flokknum og bera myndir af vetrarblómi og brönugrasi. Merkin eru prentuð með svo- kallaðri sólprentunaraðferð hjá Courvoisier í Sviss og eru þau miarglit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.