Morgunblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 30
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DES. 19OT
75 ára:
Guðmundur Þorgrímsson, bóndi
24. DES. er Guðmundur Þor-
grímsson bóndi á Brimnesi i Fá-
skúrðsfirði 75 ára. Langar mig
að senda honum kveðju að því
tilefni.
Ég hef svo sem að likum laet-
ur, kynnst mörgum Austfirðing-
um á undanförnum árum. Einn
þeirra er Guðmundur í Brimnesi.
Ég skal játa að það er viss mann
gerð, sem nær hylli minni öðrum
fremur. Siikur maður er Guð-
mundur. Hið fyrsta er handtakið.
Þessi þykka, vinnuþjálfaða hendi
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGR EIOSLA • SK RIFSTOFA
SÍMI 10*100
vekur traust. Rómurinn er styrk-
ur og þungi í hverju orði. Það
stafar öryggi frá manninum. E. t.
v. verkar hann ekki aðlaðandi á
alla við fyrstu kynni. Mér finnst
hann hlýr, traustur og h'lýr. Það
eru menn með einkennum Guð-
mundar á Brimnesi sem skapað
hafa öndvegin í ísienzkri bænda-
stétt undanfarnar aldir, og gera
það enn. Það eru einkenni Guð-
mundar, sem mynda festuna í
íslendingum. Hann stígur fast til
jarðar, leggur áherzlu á orð sín.
Ber utan á sér forsjá og öryggi.
Svont hefur Guðmundur komið
mér fyrir sjónir þau undanfarin
8 ár sem ég hef kynnst honum.
Ég sendi honum innilega afmæl-
iskveðju, konu hans, Sólveigu
Eiríksdóttur, óska ég til hamingju
með bóndann.
Jónas Pétursson.
Bækur með hönd Eggerts diafs-
sonar og Jóns Erlendss. í söfnum
Ólafur Halldórsson cand. mag. vinnur að
bókaskrá yfir handrit í brezkum söfnum
ÓLAFUR Halldórsson, cand.
mag., starfsmaður Handritastofn
unar íslands, er nýkominn heim
frá Skotlandi og írlandi, þar
sem hann hefur unnið að þvi að
skrá íslenzk handrit i söfnum.
Hefur Ólafur m.a. rekizt á Rétt-
ritabók Eggerts Ólafssonar með
rithönd hans sjálfs, svo og lög-
bók ritaða á skinn af séra Jóni
Erlendssyni i Villingaholti. —
Margt fleira athyglisvert hefur
Ólafur og rekizt á.
Til er gömul prentuð skrá yf-
íslenzkar bækur í þessum söfn-
um, sem Ólafur skoðaði, í Edin-
borg og Dyflinni. Er hún gerð
af Olai Skulerud, norskum
manni. Handritin í Edinborg, í
Advocates Library eru að mestu
leyti handrit Finns Magnússon-
ar, prófessors við Kaupmanna-
hafnarháskóla, en hann seldi
handritasafn sitt til Bretlands.
Auk þess er töluvert frá Grími
Thorkelin, eða úr safni hans.
Þorleifur Repp gerði um 1830
skrá yfir íslenzk handrit í þessu
safni og var hún á latínu. Er
skrá þessi nokkuð góð, að sögn
Ólafs Halldórssonar, en skrá
Skulerud er að mestu leyti þýð-
bera TVÆ
braaðljúfar sigarettur
nafniðCAMEL
ÞVÍ CAMEL — FILTER ER KOMIN Á MARKAÐINN
X
—
*
FRESH
lUSAj
í sjó og landi, sumar og vetur
llmandi Camel - og allt gengur betur
ing á skrá Þorleifs.
í Edinborgarsafninu eru 12
handrit eða númer og í háskóla-
bókasafninu þar er eitt eftirrit
af Konungsbók Grégásar. Hluti
þess handrits er ritaður af hendi
Árna Magúnssonar. Þá er ótrú-
lega mikill hluti handritanna í
Edinborg úr Sauðlauksdal. Hafa
þau líklega verið eign Björns
Halldórssonar, en einnig eru
mörg frá Eggerti Ólafssyni. Eru
þar mörg merkileg 18. aldar
handrit af Vesturlandi.
Mikið er af ljóðum Ólafs
Gunniaugssonar í Svefneyjum,
en ekki er víst, að því er Ólaf-
ur Halldórsson tjáði Mbl., hve
mikils virði þau eru. Þá er og
stórt málsháttasafn eftir Ólaf í
Svefneyjum.
Ein skemmtilegasta bókin, að
sögn Ólafs, er Réttritabók, rétt-
ritunarreglur í eiginhandarriti
Eggerts Ólafssonar. Getur sú
bók orðið merkilegt plagg, er
réttritunarsaga verður skráð.
Óiafur Halldórsson rakst einn
ig á nákvæmt eftirrit af Eddu-
handriti Sæmundar-Eddu. _ Er
það skráð eftir handriti, er Árni
Magnússon gerði sjálfur og tap
aðist í brunanum í Kaupmanna-
höfn 1728. Þetta handrit skrif-
aði Jón Sigurðsson frá Víðidals
tungu. Handrit þetta getur haft
menningarsögulegt gildi þótt ef
til vill sé ekki svo mikið á texta
þesS að græða.
Merkilegustu skinnbókina í
Dyflinni sá Ólafur í konunglegu
akademíunni. Er það ein af
elztu lækningabókum íslenzkum
frá 15. öld. Er ekki vitað hvern-
ig hún er þangað komin. f Dyfl-
inni eru alls rúmlega 60 hand-
rit af íslenzkum toga. Eru þau
flestöll þangað komin frá presti
við brezka sendirááðið í Kaup-
mannahöfn, Johnston að nafni,
en hann var vinur Gríms Thor-
kelins. Eru þetta að mestu leyti
eftirrit úr bókum Árna Magnús-
sonar. Eru þau öll yngri en
bruninn 1728.
Ólafur sagði í viðtali við Mbl.
að í Dyflinni væru 5 17. aldar
handrit, sem áreiðanlega geta
komið að notum. Er þar m.a.
lögbók skróð með hendi séra
Jóns Erlendssonar frá því um
miðja 17. öld. Þá fann Ólafur í
Dyflinni smásnepla í bandi á
bók, brot úr Bretasögu, handrit
frá 14. öld.
Ólafur tjáði Mbl. að eftir
væri nú að kanna söfn í Ox-
ford, Cambridge og Manchester,
en í Oxford er stærsta íslenzka
handritasafnið á Bretlandseyj-
um utan í British Museum. Ólaf
ur kvað mikla vinnu vera fyr-
ir höndum, áður en unnt yrði
að gefa út skrá um bækur þess-
ar.
Kosið í fram-
talsnefnd
A fundi borgarstjórnar s.l.
fimmtudag voru eftirtaldir menn
kjörnir í framtalsnefnd:
Af A-lista: Björn Þórhallsson,
Björn Snæbjörnsson og Jón Guð-
mundsson. Af B-lista: Zophonias
Jónsson og Ragnar Ólafsson.
Til vara af A-lista: Þorvarður
J. Júlíusson, Helgi V. Jónsson og
Sverrir Guðvarðsson. Af B-lista:
Sigurður Guðgeirsson og Jón
Snæbjörnsson.
RITSTJORN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA
SÍMI 10*100