Morgunblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DES. 1967 9 JÓLADAGSKRÁ Ríkisútvarps- ins í ár verður að vanda fjöi- breytt og kennir þar margra grasa í tónum og tali. Eitt'hvað verður af frumflutningi verka í útvarp, og hlustendur fá langt jólaieikrit eða fjórar klukku- stundir í ailt. Margt verður einnig til skemmtunar yngri hlustendum. Þar sem aðfangadagur er á sunnudegi, verður morgunút- varp með sunnudagssniði fram að m'essutíma, en klukkan 11 f.h. verður gvo í messustað svolítið ra(bb um jólahald fyrr og nú. Þetta er þáttur í umtsjá Stefáos Jónssonar og Jónasar Jónssonar, en þeir taka tali fólk utan Reykjavíkur í 45 mínútur. Á eftir þessum þætti verða síðan jólalög frá ýmisum löndum. Há- deg.isútvarp fylgir þar á eftir. Eydís Eyþórsdóttir flytur jóla- kveðjur til sjómanna á hafi úti kl. 12.45. Herdís Þorvaidsdóttir les sögu eftir Pearl S. Buck í þýðingu Jóns H. Guðmundsson- ar þar á eftir. Klukkan 15.00 verður stund fyrir börnin sem Helgi Skúlason og Baldur Pálma son sjá um. Baldur um tónlist- ina, sem er jólalög frá Þýzka- landi og Helgi les sögu eftir Guðmund G. Hagalín. Kl. lg.OO verður Aftansöngur í Dómkirkjunni, prestur séra Jón Auðuns dómprófastur, org- anleikari Ragnar Björnsson. Frá kl. 19.00 til 20.00 verða hljóm- leikar í útvarpssal, Sinfóníu- hljómsveit Islands leikur, Boh- dan Wodiczko stjórnar. Klu'kkan 20.00 verður síðan orgelleikur og einsöngur í Dóm- kirkjunni. Dr. Páll ísólfsson leik ur einieik (þetta er flutningur af segulböndum og hljómplöt- uim) og Guðrún Á. Símonar og Magnús Jónsson syngja jóla- sálma við undirleik Ragnars Björnssonar .Klukkan 20.45 flyt- ur séra Árni Pálsson í Söðuls- holti jólahugvekju. Síðan verð- ur framihald á orgellei'k og ein- söng frá Dómkirkjunni. Andrés Björnsson lektor og Helga Bach- mann lesa ljóð, sem Andrés- vel- ur kl. 21.30. Klu'kkan 22.00 verða kvöldtón leákar ,sem endast til klukkan 23.20, en þá verður útvarpað guðsiþjónustu í Dómlkirkjunni á jólanótt. Biskup íslands, herra Sigur'björn Einarsson messar, séra Óskar J. Þorláksson að- stoðar við altarisþjónustu. Guð- fræðinemar syngja undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar, söng- málastjóra og Þorgerður Ingólfs dóttir stjórnar barnasöng. Fo-- söngvari er Valgeir Ástráðsson, stud. theol. Við orgelið verður Ragnar Björnsson, sem einnig mun leika jölalög stundarkorn á undan guðsþjónustunni. Dagskrárlok verða um klu'kk- an 00.30. JÓLADAGUR Útvarp hefst á jóladag klukk- an 10.30 f.h. með klukknahring- ingu og lúðraleik, en síðan verð- ur útvarpað messu frá Hallgríms kirkju, séra Jakob Jónsson, dr. tiheol, messar. Að loknu hádeg- isútvarpi verður útvarpað messu frá Háteigs'kirkju, prestur er séra Arngrímur Jónsson, organ- leikari Gunnar Sigurgeirsson. Siðan verða miðdegistónleikar í útvarpssal. Klutkkan 16.00 verð- ur útvarpað jólakveðjum frá ís- lendingum erlendis. Klukkan 17.00 verður barnatámii í úbvarps sal, sem Jónas Jónasson sér um að þessú sinni. Klukkan 19.30 verður samleikur í útvarpssal. Aðspurður, kvað Kristinn Gests- son, fulltrúi í Tónlistardeild, þarna verða frumflutta í útvarp Sónötu í F-dúr fyrir fið'u og pianó eftir Sveiribjörn Svein- björnsson, en hana munu Þor- valdur Steingrímsson og Guðrún Kristinsdóttir flytja. Hann kvað einnig verða frum'flutt í útvarp verk eftir Benjam'ín Britten á annan í jólum ,en það nefnist „Söngvar um jól“, og er hiuti af efnisskrá, sem Kamimerkór- inn og Liljukórinn fluttu í Há- teigskirkju þann 12. þ.m. „Jólagestir útvarpsins" nefn- ist þáttur, sem Gísli J. Ástþórs- son, HaUdór Haraldsson, Jóhann Hjálmarsson, Einar Vigfússon og Jón Nordal koma fram L Þá verður þátturinn Trúarskáld, samantekið efni af dr. Stein- grimi J. Þorsteinssyni, sem fjall- ar um þá séra Hallgrim Péturs- son og séra Mattihías Jochums- son. Þá verður og heimisóttur Gunnar Gunnarsson ritihöfundur og kvöldtónlei'kar fluttir með efni eftir Bach (Jólaóratorían, ‘jvæ:£"yrstu kantöturnar). ANNAR JÓLADAGUR Annar jóladagur verður með meira sunnudagssniði og hefst útvarp þá kl. 9.00 með morgun- tónleikúm, messu í Laugarnes- kirkju, séra Grímur Grímsson, hádegisút'varpi og jólalestri, sem Einar Ól. Sveinsson og Sveinn Einarsson lesa upp. Miðdegistón leikar frá Háteigskirkju (frá 12. þ.m.) og jólakveðjur frá íslend- ingum erlendis kl. 15.30. Klukk- an 17.00 verður barnatími og verður þar fluttur barnasöng- leikurinn „Grámann" eftir Magn ús Pétursson undir stjórn höf- undar. Píanóleikur í útvarpssal verður fluttur af Úrsúlu Ingólfs- dóttur og Katli Ingólfssyni. Klukkan 20.00 verður síðan flutt jólaleíkrit rí'kisútv.arpsins, ,,Konungsefnin“, eftir Henrik Ibsen í þýðingu Þorsteins Gísl.a sonar. Leikstjóri er Gísli Hall- dórsson. Leikendur eru fjölmarg ir. Með helztu hlutverkin fara: Róbert Arnfinnsson sem leikur Skúla konung, Rúrik Haraldsson í gervi Hákonar Hákonarsonar, Þorsteinn Ö. Stephensen í gervi Nikulásar Árnasonar biskups, Jón Aðils í gervi Páls Aida, Guð mundur Erlendsson í gervi Dag- finns bónda, BaldVin Halldórs- son sem Gregorius Jónsson, Guð- rún Ásmundsdóttdr sem Margrét, Erlingur Gíslason sem Játgeir skáld, Guðbjörg Þoríbjarnardótt- ir sem Ragnhildur, Helga Baoh- mann sem Sigríður, Herdís Þor- valdsdóttir sem Ingibjörg, Sig- urður Skúlason sem Pétur son- ur hennar, Bjarni Steingrímsson sem Bárður Bratti, Hildur Kal- man sem Inga frá Varteigd, Pét- ur Einarsson sem Ivar Broddi og margir fleiri koma þama við sögu. Fyrri hluti leikritsins verð ur fluttur þetta kvöld og tekur tvœr klukkustundir, en seinni hlutinn verður fluttur laugar- dagskvöldið 30. des., og tekur jafnlangan tíma. Jó'hannes Arason, yfirþulur, sagði, að ekki hefði enn verið endanlega ákveðið, hvernig vökt um þulanna yrði útihlutað að þessu sinni, en hann hefur und- anfarin ár verið þulur á aðtfanga dagskvöld. Hins vegar sagði hann, að í ár myndu þulirnir sjálfir lesa upp jólakveðjur til hlustenda, þ.e. þulirnir Jóhann- es Arason, Jón Múli Árnason, Ragnheiður Ásta Pétursdóttir og Gerður Guðmundsdóttir Bjark- lind. Jólakveðjur frá Ísdendingum erlendis eru vinsœll liður í dagskrá útvarpsins. Mynd þessi er frá Álaborg, þegar jólakveðjur ís'lendinga þar voru teknar upp. Á henni eru: Carl Jensien, tann læknir og kona hans og Páll Zophoníassan, verkfræðingur og kona hans. JOLADAGSKRA SJÓNVARPSINS ÍSLENZKA sjónvarpið hefur vandað mjög jóladagskrána og verður hún fjölbreytt, bæði af innlendu og erlendu efni til fróð leiks og skemmtunar. Við litum inn hjá sjónvarpinu og þar var allt á ferð og flugi og vélarnar suðuðu í gríð og erg, því að það var verið að taka upp jóla- þætti. Starfsmenn sjónvarpsins gáfu okkur góðfúslega upplýsing ar um, hvað þedr ætluöu að bjóða sjónvarpsnotendum að sjá um jólin. Á aðfangadag frá kl. 14—16.25 verður íþróttaiþáttur, mynd sem sýnir jólaundirbúning um viða veröld, skopmynd með G>g og Gokke og að síðustu mun drengjakór Ka'upman.nahafnar syngja. Þá verður hlé til kl. 22, en þá mun Biskupinn yfir ís- Kammerkór Ruth Magnússnn flytur jóla- og helgisöngva asamt hljóðfæraleíkurum Musáca de Camera. landi, herra Sigurbjörn Einars- son, predika og þjóna fyrir alc- ari á aftansöng og Dómkirkju- kórinn mun syngja með undir- leik Ragnars Björnssonar, organ leikara. Því næst mun kammer- kór Rutih Magnússon flytja jóla- og helgisöngva ásamt hljóðfæra- leikurum Musica de Camera. Síðasta dagskráratriðið á að- fangadagskvöld er tónlistarþátt- ur eftir Corelli, Concerto grosso, fluttur af þýzkum listamönnum Dagskráin á jóladag hefst á „Stundinni okkar“, og verður jólatrésskemmtun í sjón-varpssal með börnum frá Selfossi og Hafnarfirði. Jóla'sivemninn kem- ur í heimsókn ef færð verður sæmileg. Dagskrárliður er frá Akureyri, unninn úr handriti Ing ólfs Jónssonar fná Prest- bakka. Barnakór Akureyrar syngur í Akureyrarkirkju og heimsótt verður hús sr. Mattihi- asar Jochumsisonar. Kl. 20.00 flytur séra Emil Björnsson jólahugvekju. Því næst er þáttur sem ber naf.nið „Hátíð í borg og byggð“, og er þar fléttað saman viðtölum og svipmyndum úr skammdegis- annríkinu, en þessi þáttur er í umsjá Gísla Sigurðssonar, rit- stjóra. Þá er kvikmynd sem helguð er fæðingu frelsarans, en að auki er brugðið upp myndum úr sögu Gyðingaþjóðarmnar fyr ir daga Krists. Kl. 21.40 mun Guðrún Tómasdóttir syngja söng lög úr íslenzkum leikritum með aðstoð söngfólks úr Pólýfón- kórnum og Ólafur Vignir Al- bertsson leikur undir á píanó. Síðast á dagskránni er fransk- ítalska kvikmyndin „Gullvagn- inn“. Framhald á bls. 11 Á baðstofuloftinu. Atriði úr „Stundinni okkar*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.