Morgunblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DES. 1967 SIM' 1-44-44 mnifíw Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald * Sími 14970 Eftir lokun 14970 eSa 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Aprentuðu límböndin Aliir litir. Allar breiddir. Statív, stór og lítil. Kar! M. Karlsson & Co. 'A' Litlu brandajól Þá er upp runninn aðfanga- dagur, sem ýmsir af yngri kyn- slóðinni hafa beðið með óþreyj u undanfarið. Þeir geta verið lengi að líða dagarnir fyrir jólin segja þeir Velvakanda litlir vinir hans í hverfinu þar sem Velvakandi býr. En nú er dagurinn runninn upp og þá ætti það að vera gerandi að bíða til kvöldsins. Að þessu sinni ber aðfanga- dag upp á sunnudag og það veldur því að tími jólaundir- búnings og innkaupa verður heldur þrengri síðustu stund- irnar. Nú er ekki hægt að hlaupa út í búð og kaupa það sem gleymdist á Þorláksmessu. Nú eru brandajól eins og margir munu vita, en svo eru jólin kölluð þegar samfelld helgi verður meira en tveir og hálfur dagur. Þegar til háttar eins og nú, að helgir dagar verða þrír, eru kölluð litlu brandajól, en þegar þriðji í jól- um er á sunnudegi, þannig að helgidagarnir verða þrír og hálf ur samfellt. er kallað stóru brandajól. Velvakandi óskar öllum les- endum sínum gleðilegra jóla. ■jc Gengið að óþörfu á rétt einstaklingsins Námsmaður, nýkominn heim í jólaleyfi, skrifar: Nú geisar gin- og klaufaveiki í Bretlandi. Skepnum er slátr- að í þúsundatali til að hefta útibreiðslu sjúkdómsins. Inn- flutningur landbúnaðarafurða frá Bretlandi er að sjálfsögðu bannaður. Þrátt fyrir hinar geigvænlegu afleiðingar, sem sýkin myndi hafa á íslandi, verðuir þó að halda aðgerðunum vegna hennar innan skynsam- legra marka. Svo er ekki allt- af gert, heldur stundum gengið að óþörfu á rétt einstaklingsins. Um daginn kom ég með flug vél frá Kaupmannahöfn. Marg- ir farþega keyptu sér ýmiss toonar matvæli á Kastrupflug- velli, til að gera jólamatinn margbreytilegri. Þar á meðal má nefna osta í gjafapökkum og dans'kt smjör. Á öllu mátti greinilega sjá, að það var keypt í Danmörku. Vélin lenti í Glasgow, og meðan staldrað var við urðu allir að venju að fara inn í flugstöðina. Að sjálf- sögðu var allur varningur skil- inn eftir í vélinni. Urðu af jólaglaðningi Þegar heim kom, var gerð vandieg farangursskoðun hjá öllum, og allar matvörur. nema niðursuða, gerðar upptækar, án tillits til hvaðan þær komu. Einn samferðamaður minn varð meira að segja að láta af hendi hnetur, sem hann hafði keypt í Ósló. Þannig biðu margir fjár- hagslegt tjón og urðu af jóla- glaðningi, sem þeir höfðu ætl- að sér og fjölskyldu sinni. Ástæðan var sögð vera sú, að vélin hafði komið við í Bret- landi. Þetta er móðursýki. Hvers vegna ættu gin- og klaufa víru/sarnir brezku frekar að hiaupa í smjör og ost, sem er geymdur í lokuðum umbúðum um borð í vélinni, en t.d. far- þegana sjálfa? Væri ekki nær að gera skófatnað ferðafólks- ins upptækan? Eitt sinn fyrr á öldum var sendur her til að ,.hreinsa“ svæði, þar sem bólað hafði á villutrú. Fyrirmælin til her- mannanna voru: „Högg þá alla, guð þekkir sina“. Vorir ágætu tollarar hegða sér eins og þeir hafi fengið hliðstæð fyrirmælL Námsmaður. + Hitaveita Reykja- víkur Pistluim Velvakanda í dag lýkur með stuttu bréfi um Hita. veitu Reykjavíkur. J.O. skrif- ar: Mikið er búið að rita og ræða um heitavatnsleysið í Reykja- vík — og ekki að ástæðulausu. Aftur á móti hefur enginn minnzt á veigamestu ástæðuna fyrir þessum heitavatnsskortL sem sé sjálft fyrirkomulag vatnslagnarinnar. Þegar verið var að leggja heitavatnsrörin í götur bæjarins á sínum tíma, talaði ég oft um það við menn, hversu skakkt það væri að hafa ekki tvöfalt kerfi eins og frá annarri miðstöð, þ.e. hringrásar kerfi. En þá var svarið aðeins eitt: ,.Það verður alltaf nóg vatn“. Ég er sannfærður um, að allir geymarnir á Öskjuhlíð væru alltaf fullir af hei vatni og enginn þyrfti að kvíða kulda, ef mest af því vatni, sem fer um miðstöðvar húsanna og kemur þaðan út um 40 stiga heitt, rynni aftur stanzlaust til geymanna. Þar blandaðist það svo því vatnL sem fyrir væri og kæmi aftur út um 70—80 stiga heitt. Ef þetta yrði gert, þryti 'heita vatnið aldrei til upp- hitunar og yrðu allir þá eðli- lega ánægðir. J. O. Hallgrímskirkja Sr. Jakob Jónsison hringdi til blaðsins í gær og óskar þess getið í sambandi við þau um- mælg sem höfð voru eftir sr. Gunnari GLslasyni á alþingL að Hal'lgrímskirkja myndi ekki taka nema 700 manne í sætL, að í kirkjunni er gert ráð fyr- ir .srtólum fyrir 1200 manns. Auk þess yrði hægt að bæta við stól'um eða stæðum þannig að um 2000 kirkjugestir gætu hlýtt þar á messu í einu. Er þá ekki reiknað með for- kirkju eða söngpalli né öðrum húsakynnum kirkjunnar. BllÐIIM Á annan jóladag zoo kl. 3—6 síðdegis zoo að kvöldi SÁLIN AXLABANDIÐ kl. 11 — 01 uppi. Nýr svipur á salnum. Munið nafnskírteinin um kvöldið. Miðasala hefst kl. 8. Karl Jónass. . Karl M. Karlss. Melg. 29. - Kóp. . Sími 41772. LOFTUR H F. Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í sima 14772. AU-ÐVITAÐ ALLTAF Uér óóLum lcmdómönnum cjle&iiecýrci jólci ocj joöLLum ui&- dintuuinum uorum cínœaiule óniplciuinum uorum uncecjjulecju óumuucnu un írd 196 7 UolL Simi-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.