Morgunblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 3
1
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DES. 1967
Jón Auðuns dómpróf.:
HVAÐ flytur þér ómurinn af
jólasöng? Hvað segja þér
ljósin, sem á borði þínu loga
og börnin una við?
Þú. syngur um barn, og ljós-
in benda þér á barn í jötu.
Þau leiða hug þinn að hon-
um, sem örsnauður fæddist i
rökkvuðu gripahúsi, en hefir
þó brugðið slíkum ljóma yfir
lífið, yfir myrkrið, yfir menn-
ina, að hann var kallaður
„ljómi dýrðar Guðs og ímynd
veru hans“. Þau leiða hug
þinn að honum, sem flutti
heimi hið einfalda mál um
mannelsku, guðstraust og trú,
þetta einfalda mál, sem þó er
svo stórkostlegt, að leiftur
snillinganna verða föl og
dauf við hliðina á slíku ljósi.
Barn ert þú liklega ekki
lengur. Barnsskónum hefir
þú fyrir löngu slitið og ert
kominn langt af æskualdri.
En leyfðu ljúfri minning,
sem þú átt, að segja þér frá
heimi bernsku þinnar, segja
þér hluti, minna þig á hluti,
sem þú mátt ekki gleyma.
Hefir hjarta þitt kólnað af
því að tefla við táiið? Er hug-
ur þinn orðinn gamall og
þreyttur af viðureigninni við
hégóma, heimsku og prjál?
Ef lækir æskugleði þinnar
eru frosnir, ef lindir hjarta
þíns eru lagðar ísi, þá er þér
þörf að leggja þér á varir
bæn skáldsins, sem á efri ár-
um sínum kvað:
Gerðu mig aftur, sem áður ég var,
alvaldi Guð, meðan æskan mig bar.
Gefðu mér aftur hin gull-legu tár.
Gefðu að þau verði ekki hagl eða
snjár.
(Ben. Gröndal)
Hvern boðskap bar þér fyrj
á árum jólaguðspjall og óm-
urinn af jólasöng? Hver geð-
hrif vöktu þér ljósin, sem log-
uðu við sæng þína, þegar þú
varst barn, ljósin sem brenna
enn á borði þínu á jólum?
Nú kann sá boðskapur að
eiga örðugri leið að hjarta
þínu, og þó á hann erindi við
þig enn. Þú gerðir þá enga
kröfu til að skilja leyndar-
dómana. Þú tókst við þeirri
gjöf, sem þér var gefin.
Við skiljum ekki Guð,
hvorki ég nú þú. Þau rök
liggja ofar skilningi mínum
og þínum. Við skiijum svo
lítið.
Auga þitt greinir ekki
nema hverfandi lítinn hluta
hnattanna, sem svífa um ó-
mælisvíddir geimanna. Þó trú
Einbýlishús eða íbúð
með fjórum svefnherbergjum og sérinngangi ósk-
ast til kaups. Þarf helzt að vera staðsett milli
Miðbæjar og Snorrabrautar. Þarf ekki að vera
laus strax. Til'boð sendist skrifstofu Morgunblaðs-
ins merkt: „5439“.
Jólatrésfagnaðir
Sjálfstœðisféfaganna
í Hafnarfirði
verða haldnir fimmtudaginn 28. desember og
laugardaginn 30. desember og hefst kl. 3 síðdegis
báða dagana.
Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu
miðvikudaginn 27. desember frá kl.. 1—3 síðdegis
fyrir báða dagana.
NEFNDIN.
bláðburíurfolk
í eftirtalin hverfi
Laugavegur neðri — Laufásvegur II — Aðalstræti
— Sjafnargata — Iláahlíð — Seltjarnarnes, Skóla-
braut og Miðbraut — Grenimelur — Úthlíð.
Talíð við afgreiðsluna i sima 10100
ir þú því, sem þér er sagt, að
þessi hnattakerfi séu til.
Frásögn jólaguðspjallsins
af englunum yfir Betlehems-
völlum benda þér til þess, að
heilar veraldir séu í nálægð
við þig. En augu þín greina
ekki þá heima.
Hvernig' ættir þú að skilja
leyndardóma Guðs ómælan-
legu veru, fyrst þú greinir
ekki nema einhverja útgarða
þeirra heima, sem hann skóp?
En barnið í jötunni kom til
að birta þér Guð, að svo
miklu leyti sem þú getur grip
ið hann. Sú dýrð, sem þú sér
í lávarðinum, sem í jötu var
lagður, er endurskin af dýrð
Guðs, endurskin af sjálfum
Guði. Hann, sem með hold-
tekju sinni hér á jörðu „gjörð
ist fátækur vor vegna, svo að
vér auðguðumst af fátækt
hans“, — hann birtir þér
undur þeirrar guðlegu elsku,
sem vakir yfir þér, leiðir þig,
— leiðir allt. sem lifir.
Þessi er kjarni jólanna. Á
þetta eiga að minna þig guð-
spjall, sálmar og ljós:
Dansk
Julegudstjeneste
Tirsdag 2den juledag kl. 2 i Domkirken. Domprovst
Sira Jon Auðens prædiker, ved orgelet hr. Ragnar
Björnsson.
Dansk kvindeklub, Foreiningen Dannebrog, Skand-
inavisk Boldklub, Dansk-Islandsk Samfnnd — Det
danske Selskab.
ALLE VELKOMNE.
Guð nálgast mennina í
barninu, sem í jötu var lagt.
Kristur er kominn til að vísa
þér veginn heim, — heim til
hans.
GLEÐILEG JÓL!
Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur
Jólatrésskemmtun
verður haklin í Lídó laugard. 30. des. 1967 og hefst kl. 3 síðdegis.
Sala aðgöngumiða í skrifstofu V.K., Austurstræti 17, 5. hæð.
Tekið á móti pöntunum í síma 15293.
ANCLI - SKYRTUR
COTTON - X COTTON BLEND
og RESPI SUPER NYLON
Fáanlegar í 14 stærðum frá nr. 34 til 47.
Hvítar — röndóttar — mislitar.
Margar gerðir og ermalengdir.
ANGLI - ALLTAF