Morgunblaðið - 30.12.1967, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DES. 1967
HEIÐURSMAÐUR SJÖTUGUR
Guðmundur að leggja upp í póstferð.
Guðmundur póstur á Þor-
jþergsstöðum.
Verðskuldar Fálkaorðu fyrlr
langa og erfiða þjónustu.
>ANN 19. ágúst sl. varð Guð-
mundur Árnason Skagapóstur
að Þorbjargarstöðum í Laxár-
dal Skagafirði, sjötugur. Hann
er faeddur að Víkum ó Skaga 19.
ág. 1897, sonur Árna bónda og
húsasmiðs þar, hins merkasta
manns og konu hans Önnu
Tó-masdóttur, ágætrar konu.
Guðmundur ólst upp í for-
eldrahúsum fram yfir tvítugt
þar ti'l hann fór í bændaskól-
ann á Hvanneyri. Þetta eiga nú
ekki að vera nein eftirmæli eft-
ir Guðmund og verður því far-
ið fljótt yfir sögu.
Er heim kom frá Hvanneyri
giftist hann heitkonu sinni Krist-
ínu Árnadóttur frá Syðra Með-
allandi á Skaga hinni ágætustu
konu.
Fóru þau að búa við lítil efni
á Þorbjargarstöðum í Ytri-Lax-
árdal í Skefilsstaðahreppi sem
þá var nytjarýrt eyðibýli.
Þessa jörð hafa þau bætt, svo
að nú er þar eitt stærsta búið
í hreppnum. Auk geysimikillar
túnræktar hefur Guðmundur
byggt þar nýtízku fjárhús yfir
400 fjár með um 1000 hesta
hlöðu og er nú að byggja mynd
anlegt íbúðarhús úr steinsteypu
og vel þar til alls vandað.
Margar fleiri umbætur á jörð-
inni mætti telja, en ég sleppi
því hér. Þar liggur því í augum
uppi að þau hjón hafa ekki alltaf
setið auðum höndum um dag-
ana. Þó er enn ótalið tvennt,
sem tekið hefur mikinn starfs-
tíma frá Guðmundi: Annað eru
störf hans í sveitarstjórn og var
hann lengi oddviti hennar eða
þar til fyrir fimm árum, að hann
gaf ekki kost á sér lengur í
þann starfa. Þá er hann og enn
varamaður í sýslunefnd og er I
ýmsum nefndum fyrir sveit
sína.
Hitt starfið eru póstferðir
hans á Skagann nú í aldarfjórð
ung, sem hann hefur rækt af
þeirri samvizkusemi og alúð, er
einkennir öll hans störf. Póst-
leið hans liggur yfir Laxárdals-
heiði, en hún er ekkert lamb
að leika við fyrir ferðamenn í
stórhríðum og ófærð að vetrin-
um, enda hefur margur borið
þar beinin í vetrarhríðum.
Aldrei hefur þó Guðmundur
frestað póstferð af Sauðárkróki
yfir heiðina, þótt hann hafi átt
á móti stórhríð að sækja á hest
um, þegar ófært er öðrum far-
artækjum. En oft hefur hann
fcomizt í hann krappan í þess-
um vetrarferðum og náttmyrkri.
Nægir þar að nefna tvö nær-
tæk dæmi frá sL vetri: Það
var á Þorláksmesgu (23. des.)
sl. að Guðmundur lagði upp,
með jólapóst sveitunga sinna,
frá Sauðárkróki og ók þá jeppa
sínum. í póstinum var mikið
af bögglum, sem áttu að fara
til sveitunga hans. Ekki bar
Guðmundi skylda til að flytja
þessa böggla, þar sem þeir voru
þyngri en 1 kg. hver. En hann
vissi að ferðir hans voru einu
föstu samgöngurnar í hreppinn
og tók bögglana, svo að sveit-
ungar hans fengju þá fyrir jól-
in, eða á aðfangadag jóla.
Þegar Guðmundur kom upp
að Laxárdalsheiði skall á hann
ein af hinum grímmu norð-
lenzku stórhríðum með frosti,
fannfergi og ofsastormi. Skamm
degismyrkur var þá komið.
Samt hélt Guðmundur áfram á
móti veðrinu og komst með snjó
mokstri af veginum norður á
miðja heiði. En þar var fönn
svo mikil að ógerlegt var að kom
ast iengra á jeppanum.
Stakk þá Guðmundur ábyrgð
arbréfum og öðrum bréfum eft-
ir þarna að hálfu í kafi í fönn.
Á móti þessu veðri gekk hann
alla leið heim til sin um nótt-
ina. Hafði hann þá verið 19
klukkustundir á leiðinni frá
Sauðárkróki. Má nærri geta
hvernig konu hans hefur liðið
að vita af hinum, nær sjötuga,
eiginmanni sinum á ferð á móti
þessu veðrL En Guðmundur
nvíldist lítið heima, því á að-
fangadagsmorgun brauzt hann
ínn á heiðina með hest og drátt-
arvél, ásamt syni sínum og öðr-
um manni, tiil að sækja blaða-
og bögglapóst í bílinn. Heim
komust þeir á aðfangadagskvöld
með póstinn, en bíllinn varð að
bíða á heiðinni þar til að hláka
kom um miðjam janúar.
Á sjálfan jóladag var vægara
veður og fór >á Guðmundur
með allan póstinn á hestum
allt til yztu bæjar á Skaga og
heim kom hann að kvöldi ann-
ars jóladags.
Þetta gerði hann, og lagði líf
sitt í hættu, til að sveitungar
hans gætu betur notið jólanna
heima. Geri aðrir nútímaimenn á
'hans aldri betur. Meirihluta sl.
vetrar varð hann að flytja póst-
tnn á hestum á Skagann vegna
ófærðar og illviðra. Á laugar-
dag fyrir páska sl. fór Guð-
mundur á hestum á móti iðu-
lausri stórhríð, heim með póst
frá Sauðárkróki, en þá óttuðust
menn ekki um hann, því engum
datt í hug að hann hefði lagt
af stað í sliku veðri. Allt gekk
FYRIR nokkrum dögum barst
mér í hendur Morgunblaðið frá
7. desemtoer síðastliðnum. þar
birtist ræða formanns Lands-
sambands íslenzkra Útvegs-
manna. sem haldinn var við setn-
ingu aðalfundar samtakanna.
Um erfiðleika útgerðarinnar é
yfirstandandi ári þarf enginn að
efast, þar sem dregið hefur úr
afla og verðfall orðið á flestum
sjávarafurðum á þessu ári. Af-
koma sjómanna og útgerðar hef
ur byggst á síauknu aflamagni
og að afurðaverð héldi áfram að
hækka erlendis, en hlutur þeirra
úr söluverði afurðanna hefur sí
fellt minnkað.
Það, sem vakti mesta athygli
mína í ræðu formanns LÍÚ. var
hvernig útvegsmenn telja að
snúast beri við þeim vanda, sem
nú steðjar að útgerðinni. Úr-
ræðin áttu meðal annars að vera
þau að stórauka sókn í þorska-
stofninn með opnun fyrir tog-
veiðum upp að 4 mílna grunn-
línu- og beina síldveiðibátunum
meira að þorskveiðum en verið
hefur. Við þessu atriði vil ég
spyrja, telja útvegsmenn að
þorskstofninn þoli stóraukna
sókn? í erindi, sem Jón Jóns-
son, fiskifræðingur, flutti á ráð-
stefnu Verkfræðingafélags fs-
Iands síðastliðið vor undir nafn-
inu ,.Helztu fiskistofnar á ís-
landsmiðum og áhrif veiðanna
á þá“, taldi fiskifræðingurinn að
heildar dánartala kynþroska
hluta þorskstofnsins mætti ekki
fara yfir 65% á ári, rauða strik-
ið sem hann nefndi svo. Um
þorskinn sagði fiskifræðingur-
inn meðal annars. „Á árunum
fyrir stríð helzt sókn og heild-
arafli nokkuð í hendur og sama
má segja um árin eftir stríð allt
til ársins 1958 en þá verða þátta-
skil, því síðan hefur sóknin auk-
izt óðfluga en heildaraflinn
minnkað. Á tímatoilinu 1954—
1964 jókst sóknin um 87% en
heildaraflinn minnkaði um
22%. Ekki er ósennilegt að hin
raunverulega sóknaTaukning sé
jafnvel enn meiri en fram kem-
ur“. Ennfremur segir. „Við sjá-
um að á stríðsáruum er dánar-
talan mjög lág 30-40% á ári,
en fer svo ört vaxandi eftir það
og á tímatoilinu 1960-1964 var
meðal dánartala komin upp und
ir 70% á ári“. Verður að telja
vafasamt að þorskstofninn þoli
stóraukna sókn til lengdar.
önnur úrræði formanns LÍÚ.
þetta þó slysalaust og allir
fengu sinn póst á annan páska-
dag. Sl. vor gat hann ekki not-
að bíl í póstferðir fyrr en í lok
maí, vegna snjóa fyrst en síðar
vegna úrrennslis og aurs í veg-
um. Oft hefur Guðmundur á
liðnum árum lent í ekki betri
erfiðieikum á jóstferðum sín-
um, en þeim sem að ofan er
lýst, Eitt sinn t.d. fyrir nokkr-
um árum ók hann tii Sauðár-
króks að sækja póst í vondri
hríð. Kona ein úr sveitinni var
farþegi með honum í jeppan-
um. Þurfti hún á sjúkrahús að
ala barn, því ekki er ljósmóðir
í hreppnum. Á Laxárdalsheiði
tók konan joðsóttina og ól barn
íð þarna i jeppanum í hríðinni
þar á heiðinni. Guðmundi tókst
að brjótast í hríð og ófærð að
Heiði í Gönguskörðum. Þaðan
'hringdi hann í ljósmóður á Sauð
árkróki til að gera konu og barni
til góða.
Brotizt var með ljósmóðurina
að Heiði, og á sjúkrahúsið
komst konan og bamið um
kvöldið og heilsaðist báðum
vel.
Mörg fleiri dæmi mætti nefna
um hve ótrúlega erfiðleika
þessi samvizkusami starfsmað-
útgerðinni til bjargar voru að
skerða hlut sjómanna frá því
sem nú er. Síðan er rætt um
búnað skipa og útgerðarkostn-
að, þar segir. ..Sífellt meira hef-
ir verið kostað til búnaðar fiski
bátanna í öryggis- og leitartækj
um og dýrari veiðarfærum og
hefir sá kostnaður allur lent á
útgerðinni einnig, án þess að sjó
menn tækju nokkurn hlut þar í
á undanförnum árum“. Gleymt
þá gleypt er, segir máltækið. Út-
vegsmenn virðast ekki muna
hvað gerðist 1962, en ég veit að
sjómönnum er enn í fersku
minni gerðardómur, sem þá var
settur á kjör þeirra og þau stór
lækkuð. Sú kjaraskerðing var
byggð á þeim forsendum að sjó
menn þurftu að gefa eftir af
launum sínum vegna tilkostnað
ar útgerðar við kaup á kraft-
blökk og tækjaútbúnaði skip-
anna. Auk þess er tekið af síld-
arafurðum 9,6% útflutningssjóðs
gjald og rennur meiri hluti þess
til útgerðarinnar í tryggingar-
gjöldum. Um laun sjómanna er
það að segja að sjaldan eða aldrei
hefur nein stétt tekið á sig
eims mikla kja r as kerð ingu og
síldveiðisjómenn á þessu ári.
með 25% verðlækkun og stór-
fellt minni afla. Nú heyrist
heldur engin stétt gera þá
kröfu að fá sömu laun og
síldveiðisjómenn. Vetrarvertíðin
var léleg hjá flestum sjó-
mönnum og afkoman ekki
betri en á síldveiðunum. Á 7
mánaða úthaldi við síldveiðar
eru meðaltekjur háseta 93 þús
und krónur þar með talið or-
lof. Þessar tekjur hafa þeir
einir sem ekkert sumarleyfi
hafa fengið og verið allan tím
ann um borð í skipunum. Að
frádregnu fæði um borð eru
eftir 10 þúsund króna mánað-
arlaun. Þetta eru launin fyrir
7 daga vinnuviku. Flestir eða
allir aðrir launþegar, sem vinna
fjarri heimilum sínum, hafa frítt
fæði, vaktaálag, staðaruppbót og
fríar ferðir heim og á vinnustað
1-2 í mánuði, en ekkert af þess-
um fríðindum hafa sjómenn.
Aflaverðmæti síldarafurða til
útgerðar og sjómanna árin 1966
og 1967:
1966 heildarafli 746 þúsund
tonn. meðalverð 1,63 kr., verð-
mæti 1216,4 millj.
1967 heildarafli 12. desemtoer
407 þúsund tonn meðalverð 1,25
kr., verðmæti 508,7 milljónir.
Fullvíst er að meðaltekjur sjó-
ur hins opinbera hefur þurft að
yfirstíga, til þess að geta rækt
sitt trúnaðarstarf sem bezt,
bæði fyrir póstþjónustuna og
sveitunga sína.
Þetta læt ég samt nægja til
að sýna, að full og rík ástæða
væri fyrir hið opinbera að heiðra
hann að verðugu fyrir hans
löngu 25 ára þjónustu í þágu
póstsins og sveitar sinnar.
Tel ég viðeigandi, t.d. á næstu
jólum, að forseti íslands og orðu
nefnd sæmdi hann Fálkaorð-
manna ná ekki 150 þúsund kr.
árið 1967.
Eitt gleggsta dæmið um hvern
ig laun sjómanna eru. er frétta-
bréf, sem ég sá í einu dagblað-
anna nýlega, frá fréttaritara
blaðsins utan af landi. Þar var
frá því sagt, að atvinnuleysi
væri á staðnum. Þó væru gerðir
út tveir bátar á línu og öfluðu
vel, en þriðji báturinn, sem einn
ig er nýlegur og góður liggur.
vantar mannskap. Á hinum bát-
unum er svo naumur mannskap
ur að þar má ekkert út af bera
með veikindi, svo að bátarnir
hætti veiðum fyrirvaralaust.
Þannig standa málin í dag að
menn vilja heldur ganga at-
vinnulausir í landi en fara til
starfa í undirstöðuatvinnuvegi
þjóðarinnar. Útvegsmenn /erða
að gera sér það Ijóst að rekstr-
argrundvöll útgerðar verður að
finna án þess að byggja á meiri
afla, eða lækkaðri aflaprósentu
til sjómanna og það á að vera
hægt á meðan íslenzkir sjó-
menn skila á land 5-6 sinnum
meiri afla en stéttarbræður
þeirra erlendis.. Sjómenn gera
sér fullkomlega ljóst að góð af-
koma þeirra fæst ekki nema að
útgerðinni sé tryggður rekstrar-
grundvöllur, enda eru þeir til-
búnir að standa hlið við hlið út
gerðarmanna í þeirri baráttu, um
hækkað fiskveð og aukna nýt-
ingu á aflanum sem gæfu auk-
ið aflaverðmæti. Það er nauðsyn
að auka til muna verðmun á
fiski eftir gæðaflokkum og
hvetja á þann hátt til vöruvönd-
unar. Þá er nauðsyn á að breyta
starfsreglum verðlags'ráðs sjávar-
afurða, það nær engri átt að fiski
verð sé byggt á rekstri fyrir-
tækis. sem ekki er rekið nerna
1-2 mánuði á ári. Lágt fiskverð
er orsök þess að hér hefur orð-
ið gífurleg offjölgun í fiskverk-
unarstöðvum og bræðslum, sem
standa nú flestar í vandræðum
vegna hráefnaskorts. Og ennþá
er haldið á sömu braut. Fyrir
einum mánuði var opnað nýtí
frystihús austur á fjörðum nokk
ur hundruð metra fyrir utan
annað stórt frystihús sem staðið
hefur aðgerðarlaust um langan
tíma, og víða eru í smíðum íisk
verkunarstöðvar, þar sem meira
en nóg er af þeim fyrir. Við
verðum að leggja áherzluna é
betra hráefni, sem gefur aukið
aflaverðmæti. Og skipuleggja
veiðisvæðin til að fá af þeim
betri afla með minni tilkostn-
unni í tilefni sjötugsafmælis
hans. Má líta á þessi ummæli
miín sem umsókn uon þennan
heiður Guðmundi til handa. Og
mér er persónulega kunnugt
um að allir sveitungar hans
óska þess undantekningarlaust,
að honum sé sýndur þessi heið-
ur fyrir frábær stönf í þágu
sveitar sinnar og föðurlands.
P.t. Reykjavík, 6. nóv. 1967.
aði en nú er. Gagnvart sildveið
unum megum við halda betur á
málunum en verið hefur, ef við
eigum ekki að tapa þeim salt-
síldarmörkuðum sem við höfum
haft. Þar verður að koma til
kaupendanna fljótlega og bjóða
þeim samning og reyna af mætti
að standa við gerða samninga,
hvað síldarmagn, afhendingar-
tíma og vörugæði snertir, ann-
ars missum við þessi viðskipti
til Norðmanna og fleiri þjóða.
Sjómönnum er það full Ijóst að
síldveiðar verða ekki stundaðar
með neinum árangri á fjarlæg-
um miðum, við þær aðstæður,
sem voru síðastliðið sumar Þar
þarf að verða á stór breyting
svo afkoma sjómanna og útgerð-
ar batni. í því sambandi vil ég
benda á eftirfarandi 1. Söltun
um borð í veiðiskipum. 2. Flutn-
ingur á sild til vinnslu í landi.
3. Auknir flutningar á síld í
bræðslu.
Um söltun um borð í veiði-
skipum er það að segja 'að hún
er fær, (og kannske er það eina
færa leiðin til að uppfylla salt
síldarsamninga) en til að svo
verði þuirfa sjómenn að fá borg-
að fyrir stónaukna vinnu, sem á
þá kemur og útgerðinni aukin
aflaverðmæti og minni olíu-
kostnaður. Sjómenn eru alltaf
hræddir við að láta aflann á
land í íslenzkri höfn, þar hafa
þeim birzt svo margir hrafnar
í gerfi síldarútvegsnefndar og
sölumennsku, sem kroppað hafa
fiskinn utan af beinunum, að 'II
útgerðar og sjómanna hefur
ekki orðið eftir nema beina-
grindin ein. Athugandi væri lika
að skera síldina á miðunum og
setja hana þar í plastbelgi og
flytja hana þannig til lands. U,n
aðra flutninga á síld til vinnslu
þarf að athuga notkun kassa,
sem Þjóðverjum og Hollending
um hafa reynst vel til geymslu
síldar á sínum togskipum. Þeg-
ar vel árar verður að taka topp
ana og setja þá í varasjóð fyr-
ir þessa atvinnugrein. Á þann
hátt fara þeir ekki út í verðlag
ið, en ekki mun veita af því að
eiga til mögru áranna, sem allt
af geta komið. Að lokum vil ég
segja þetta: Velmegun íslenzku
þjóðarinnar er og verður um ó-
fyrirsjáanlegan tíma háð fisk-
veiðum, vinnslu og sölu sjávaraf
urða. Við verðum að gera þær
kröfur til forráðamanna þjóðar-
innar, að þeir skapi útgerðinni
og sjómannastéttinni þann sess,
sem þeim ber og það verður að
gerast strax.
• Páll GuSmundsson.
Jón N. Jónasson.
Selnesi á Skaga.
Hugleiðingar að loknum fundi L.Í.O.