Morgunblaðið - 31.12.1967, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DES. 19'67
l
Aðeins þrjií ár kaldari
í Reykjavík eftir 1920
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
izt fréttati'tkynning frá Veður-
stofunni um veðrið 1967, og
segir þar:
Meðalhiti ársins 1967 vair 4.2°
í Reykjavík, en 2.6° á Akureyri.
Er það 0.8° neðan við meðallag
áranna 1931—60 í Reykjavík, en
1.3° kaldarja en í meðallagi á
Akureyri. Árið 1966 var meðal-
hitinn í Reykjavík sá sami og
í ár, en á Akureyri var meðal-
hitinn 2.3° árið 1966, og eru
þessi tvö ár þau köldustu frá
árinu 1951, en þá var hitmn í
Reykjavík 4.1°, en 2.8° á Akur-
eyri. Til samanburðar má geta
þess, að frá aldamótum hafa 11
ár verið kaldari í Reykjavík en
síðastliðin tvö ár, þar aí aðeins
3 eftir 1920 (árin 1921, 1949 og
1951). Á Akureyri hafa einnig
11 ár verið kaldari en 1967 á
þessari öld, en þar af aðeins
Góð fœrð um
Suðurland
ÞRÁTT fyrir éljagarra og frem-
ur kaldranalegt veður í gær var
fært um aUt Suðurlandsundir-
lendi, en þó áttu sumir ökumenn
erfitt með að komast leiðar sinn-
ar vegna dimmviðris. Teppist
veigir nú um áramótin, verða
þeir ruddir aftur 2. janúar.
Samkvæmt uppiýsingum Veð-
urstofunnar var fært um allt
Suðurland í gær, fyrir Hvalfjörð,
um Borgarfjörð og Snæfellsnes.
Fært var og um Dali og Bröttu-
brekku fyrir stóra bíla. Á Vest-
fjörðum var fært milli Bíldu-
dals og Patreksfjarðar og sömu-
leiðis suður á Rauðasand.
Vegurinn yfir Holtavörðu-
heiði var í gær algjörlega iok-
aður. Annars staðar var fært um
Norðurland, nema hvað Siglu-
fjarðarvegur var þungfær. Ól-
afsfjarðarmúli var ófær. Vegur-
inn yfir Öxnadalsheiði var opn-
aður í fyrradag, en var aðeins
fær stórum bílum í gær.
Fært var í gær frá Akureyri
til Húsavíkur um Dalsmynni og
jeppafært var frá Húsavík til
Rautfarhafnar, Þistilfjarðar, >órs
hafnar, Bakkafjarðar og Vopna-
fjarðar, en í gærmorgun var þó
farið að skafa á þessum leiðum
og má búast við, að þær séu
nú orðnar iþung- eða ófærar.
Á Austfjörðum var fært um
Fljótsdalshérað og Fagradal og
suður með fjörðum frá Reyðar-
firði til Hornafjarðar. Fjarðar-
heiði og Oddiskarð voru lokuð,
svo og Vatnsskarð til Borgar-
fjarðar.
Næst er áætlað að reyna að
opna mjög víða fjallvegi hinn
2. janúar. >á verða ruddir vegir
um Snæfells.nes, vestur í Dali,
leiðin Reykjavík—A.kureyri,
Oddskarð eystra og víðar.
5 ný ísl. met í
boðsundum
Á innanfélagsmóti Ármanns í
sundi 28. des. sl. voru sett fimm
ný isl. met í sundi — öll í boð-
sundsgreinum.
í 4x50 m bringusundi syntu
Leiknir Jónsson, Stefán Ingólfs-
son. Reynir Guðmundsson og
Guðmundur Gíslason á 2:18,6
mín.
í 4x50 m skriðsundi kvenna
syntu Ellen Ingvarsdóttir, Hrafn-
hildur Kristjánsdóttir, Sigrún Sig
gtirsdóttir og Matthildur Guð-
mundsdóttir á 2:41,7 mín.
uunnar Schram
í 4x50 m skriðsundi karla synti
sveit Ármanns (Sig. Þorkelss.,
Þorst. Ingólfsson. Trausti Júlíuss.
og Guðm. Gíslason) á 1:48,3 mín.
í 4x50 m skrifsundj kvenna
syntu Hrafnh. Kristj., Ellen
Ingvad., Matth. Guðmd. og Sig-
rún Siggeirsd. á 2:10,5 mín.
1 4x100 m bringusundi synti
sveit Ármanns á 5:15,2 mín., en
i henni voru Leiknir, Brynjúlfur
Jónsson, Reynir og Guðmundur.
Árangurinn í öllum þessum
greinum eru ný ísl. met.
Aðalsteinn Norberg
Ritsímastjðra skipti
Ritsímastjóraskipti verða nú
um áramótin. Af því starfi læt-
ur Gunnar Schram, áður um-
dæmisstjóri Landssímans á Ak-
ureyri, sem gegnt hefur störfum
ritsímastjóra síðastliðin tvö ár,
en lætur nú af störfum fyrir ald-
urs sakir. Gunnar Schram hefur
verið í þjónustu Landssímans
síðan árið 1915, formaður Félags
ísl. símamanna og ritstjóri Síma-
blaðsins var hann um árabil.
Við starfi ritsímastjóra tekur
nú Aðalsteinn Norberg sem er
rúmlega fimmtugur að aldri. Hef
ur hann starfáð lengi í þágu
Landssímans.
1 ár eftir 1920 (árið 1966).
Fyrstu tveir mánuðir ársins
voru hlýrri en venja er, en allir
aðrir miánuðir kaldari en í meðal
ári, sérstaklega marz, en hann
mun hafa verið kaldasti marz-
mánuður frá 1919 ásamt marz
1947.
Úrkoma í Reykjavík mældist
807 mm, en á Akureyri 467 mm
og er hann í réttu meðallagi á
báðum stöðvumim.
Sólskin mældist mun meira en
yenja er á báðum þessum stöðv-
um. í Reykjavík mældist sól-
skin í 1518 stundir og er það
270 stundum meira en í meðal-
ári, og á Akureyri voru sólskins-
stundirnar 1073 eða 111 stundum
umfram meðallag.
Þetta er annað árið, sem
veðurathugunarstöðin á Hvera-
völlum er rekin, og reyndist
meðalhitinn þar vera -1.5° og
úrkoman 750 mon, en samsvar-
andi tölur í fyrra voru -1.8° og
433 mm. Sólskin mældist þar
árið 1967 í 1311 stundir, en 1270
klst. árið 1966.
Árið 1967 var meðalhiti í
Reykjavík 42 C° en var árið
1966 einnig 4.2. Meðalhitinn
1931 til 1960 var 5.0 stig. Á Akur
eyri 2.6 stig en árið áður 2.3.
Meðalhitinn 1931—60 var 3.9
stig. Á Hveravöllum var hitinn
-1.5 en árið áður -1.8.
Útkoman var 1967 807 mim, en
árið áður 711 mm, en meðalúr-
koma var 805 mm árin 1931—60.
Á Akureyri var úrkoma 467 mm
en árið 1966 418 mm, en meðal-
úrkoma árin 1931—60 474 mm.
Á Hveravöllum var úrkoman
750 mm en árið áður 433 mm.
Meðalúrkoman var hin sama og
á Akureyri.
Sólskinsstundir í Reykjavík
voru 1518 en árið 1966 1541. Á
Akureyri voru sólskinsstundirn-
ar 1073 en árið áður 913. Á
Hveravölluim voru þær 1311 en
1270 árið á undan.
Forsíðumyndina tók Kristinn
Benediktsson í Hljómskála-
garðinum af hækkandi sól.
Póstburðagjöld
til útlondu
hækkn
VEGNA gengisbreytingar ís-
lenzku króunar hækka nokkur
póstgjöld til útlanda frá og með
1. janúar 1968, en innanlands
burðargjöld verða óbreytt.
Sem dæmi má nefna, að burð-
argjald fyrir 20 g. bréf í flug-
pósti verður eftir breytinguna 7
kr. til Norðurlanda, 8,50 kr. til
Bretlands og 9,50 kr. til megin-
lands Evrópu. Fyrir 10 g. brétf til
Bandaríkjanna og Kanada verð-
ur burðargjaldið eftir breyting-
una 10,50 kr.
Eins og fyrr segir hækka eng-
in burðargjöld fyrir innanlands-
sendingar.
Konstantin Grikklandskonungur ásamt börnum sinum tveim-
ur Páli krónprins og Alexíu prinsessu við jólatréð í Villa
Polissena, þar sem konungsf jölskyldan dvaldist yfir jólin hjá
frænda konungs.
Minnkandi gildi
Súez-skurðarins
London, 30. des — NTB
ANTHONY Cayzer, forseti sam-
taka brezkra skipaeigenda, heid-
ur því fram í grein, sem hann
ritar i arselkýrslu tryggingar- og
skipaskoðunarfélagsins Lloyds,
að árið 1975 verði varla til olíu-
flutningaskip, sem noti Súez-
skurðinn. Telur hann, að þá
verði varla dýrara fyrir skipin.
að sigla suður fyrir Góðravonar-
höfða.
Cayzer bendi áf að jafnvel nú
Týndur hundur
SVARTUR hundur með hvítt
trýni er í vanskilum að Efsta-
sundi 90 í Reykjavík. Ólöf Sig-
urjónsdóttir, sem þar býr, bjarg
aði honum frá kökkum sem voru
aði honum frá krökkum sem voru
hundsins beðinn að hafa sam-
band við hana sem fyrst. Ólöfu
virtist hundurinn vera fullvax-
inn, og ekki einn þeirra sem
hafðir eru í húsum hér í Reykja
vík, taldi frekar að hann væri
úr nærliggjandi sveitum. llm
sérkenni sagði hún að hann
hefði örlítið hvíta og brúna
sokka á fótunum. Eigandi getur
náð sambandi við Ólöfu í síma
33063.
hafi Súezskurðurinn mun minni
þýðingu fyrir Breta en áður,
þótt engin þjóð hafi notað skurð
inn jafn mikið og Bretar áður
en honum var lokað í júni. Fyr-
ir 10 árum fóru 60% olíuflutn-
inga Breta um skurðinn, en sú
hlutfallstala thefur síðan lækkað
niður í 25%. Hefur þessi lækk-
un orðið bæði vegna vaxandi
notkunar risa-stórra flutninga-
skipa, sem ekki komast gegn-
um skurðinn, og vegna nýrra
olíulinda í Alsír og Lýbíu. Lok-
un skurðarins hetfur að sögn
Cayzers ,leitt til aukinnar eftir-
spurnar eftir enn stærri olíu-
flutningaskipum, og árið 1970 má
búazt við, að í það minnsta 160
olíuflutningaskip 200 þúsund
tonna eða stærri verði komin i
notkun. Af þeim hafa rúmlega
100 verið smíðuð eftir lokun
skurðarins. Verði skip þessi not-
uð við olíuflutninga suður fyrir
Góðravonarhöfða frá Persaflóa
t:i Evrópu ,geta þau flutt alls
um 200 milljónir tonna af olíu
árlega. sem er svipað því magni
er fór um skurðinn árlega fyr-
:r lokun hans. Búazt má við, að
þessir flutningar aukizt enn á
næstu 10 árum þannig, að olíu-
flutningaskipin hætti að mestu
að nota Súez-skurðinn, sagði
Cayzer.
Sjö hvítir menn
dæmdir ■ Missisippi
tyrir dráp þriggja baráttumanna
tyrir réttindum blökkumanna
Jackson Missisippi, 30. des.,
NTB
ALRÍKISDÓMSTÓLL í Jackson,
Missisippi, dæmdi í gær sjö hvíta
menn í allt að 10 ára fangelsi er
sannazt hafðj að menn þessir
höfðu lagt á ráðin um að bana
þremur þeirra, er þátt tóku í
réttindabaráttu blökkumanna i
Missisippi 1964.
Allir voru hinir sakfelldu þó
frjálsir ferða sinna að dómsupp-
kvaðningu lokinni, gegn settri
tryggimgu. Þeir hafa allir áfrýj-
að dómumim. Lengstan fangelsis-
dóm fengu Ku Klux Klan-leið-
toginn Sam H. Bowers og Wayne
Roberts, sem báðir voru dæmdir
í tíu ára fengelsi.