Morgunblaðið - 31.12.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DES. 1967 -í' * MAGNÚSAR SKIPHOLTI21 símar 21190 eftir fokun simi 40331 8IM11-44-44 mniFiw Só&z&ecgiez, Hverfispötu 103. Sími eftir lokun 31169. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími14970 Eftir lokun 14970 e8a 81748 Sigurður Jonsson BÍLALEIGAM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. —v/M///r4ir RAUOARARSTíG 31 SfMt 22022 að bezt er að auglýsa í AU-ÐVITAÐ ALLTAF Nú fer nýjársnótt í hönd með öllum sínum kynjum, eft- ir því sem þjóðtrúin kennir okkur. Fæst af því mun þó lifa meðal nútíma íslendinga. Gamlárskvöld og nýjársnótt eru orðin að allsherjar skrall- vöku með ofáti, ofdrykkju og leiftrandi flugeldasýningum. Ekki nennir Velvakandi að gerast neinn siðapostuli og and- mæla viðteknum venjum meiri- hluta samlanda sinna, enda býst hann sjálfur við að snæða drjúgum og fá sér neðan í glasi i kvöld, þótt ekki þori hann að senda rakettu á loft, síðan um árið, þegar logandi skotspjót hans lenti í sjali tengdamóður nágranna hans. — Nóg um það. Nýr siður hefur tekizt upp hér um áramótin. Það- er að stíga á stokk og strengja hin og þessi heit. Mér skilst, að venju- lega sé hér um að ræða lof- orð við eiginkonu um að hætta að reykja tóbak eða bragða vín. Skrítið uppátæki. Velvak- andi ætlar að láta sér nægja að láta bílinn eiga sig fyrra misseri ársins MCMLXVIII, ganga í vinnu, en nota strætó ella. — Og kannske ég minnki opal-neyzluna um þriðjung. í strætisvögnum „Roskin kona“ skrifar: „Kæri herra Velvakandi! Ég hefi dvalizt erlendis mik- inn hluta ævinnar, en er nú komin heim og setzt að fyrir fulU og allt í minni ástkæru Reykjavík. Ég er að reyna að læra á ferðir strætisvagnanna, en það gengur ekki nógu vel. Af hverju eru ekki fest upp f hverjum vagni kort, sem sýna leið vagnsins með merktum viðkomustöðum? Það mundi létta manni mjög mikið ferða- lög í vögnunum, því að óþægi- legt er að þurfa alltaf að vera að spyrja ókunnugt fólk (stundum eru bara börn í kring um mann) e'ða staulast fram eftir vagninum til bílstjórans og spyrja hann, en áletrað spjald fyrir ofan hann segir, að ekki megi tala við hann í akstri. (Það er nú reyndar margbrotið). Vinsamlegast setjið upp leið- arkort í vögnunum og venjið þessa ágætu og öruggu bílstjóra á að kalla upp hátt og skýrt nafn næsta viðkomustaðar, nógu snemma til þess að maður geti gefið merki um stanz. Roskin kona“. Þessum ábendingum er hér með komið áleiðis. Gleðilegt nýtt nr! Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Heildverzlunin Hekln hf. P. Steinnsson hf. Skrilstofa Stefs Sambands tónskálda og eigenda fiutningsréttar flutt að Laufásvegi 1, inngangur Bókhlöðustíg 2. Aíí^A Jólatrésskemmtun verður haldin í Sigtúni þann 6. janúar kl. 3 eftir hádegi. Aðgöngumiðar hjá Enskuskóla Leo Munroe Baldursgötu 39, milli kl. 4 og 7 fimmtudaginn 4. janúar. Góðfúslega sýnið meðlimakort. STJÓBNIN. nú og þá Oft er talað um það, að blaðamennska hafi skánað hér á íslandi á undanförnum árum, a. m. k. hvað siðgæði varðar. Vitnað er í ruddalegar, per- sónulegar glefsur og ýmiss konar bakbit með blóðbragði frá aldamótaárunum. Jú, eitthvað hefur þetta víst batnað, og höfum við ekki nú hálfgildings-siðadómstól £ Blaðamannafélagi tslands, siða- reglur o. s. frv.? Samt er það svo, að enn vantar mikið á. að menn temji sér almennt siðaðra manna orð- bragð í sumum blöðum. Sér- staklega skortir heiðarlega framsetningu á deilumálum, þegar t. d. annar aðilinn fær aldrei rétta túlkun birta á mál- sta'ði sínum í andstæðingablöð- um. Velvakanda datt þetta í hug, þegar hann las eftirfarandi klausu í „Degi“, málgagni Framsóknarmanna á Akureyri: „Kemur að sunnan. íslendingur, blað Sjálfstæðis- manna á Akureyri, kemur að sunnan, er prentaður í Reykja- vík. Er það gert í sparnaðar- skyni, að því talið er, en hvort stóri bróðir veitir einhverja fyrirgreiðslu við þetta norð- lenzka blað. skal hér ekkert fullyrt. En sumir þykjast finna meira óbragð að blaðinu, síðan það flutti að hálfu suður“. Látum nú liggja á milli hluta, að miðsetningin er ófullkomin og ó-íslenzkulega orðuð. Dylgj- urnar vantar ekki. Tvítekið er, að blaðið komi að einhverju leyti „að sunnan". Það á aúð- vitað að vera mjög slæmt. Með- an aðrar þjóðir keppast við að kveða niður héraða- og hreppa- ríg, sem hefur orðið mörgum þeirra ærið dýrkeyptur, er litli Dagur norður á Akureyri að rembast við að búa til öf- und og illindi milli fólks, sem býr í öðrum landshlutum en prentstaður hans er skráður í! Hlgirnina vantar ekki eða vilj- ann til að láta hana smita út frá sér. — Er ekki óbragð að þessu? Við Islendingar höfum verið blessunarlega lausir við ríg milli landshluta og þekkjum hann í rauninni ekki, þegar miðað er við önnur lönd, þar sem barizt hefur verið gegn honum um margar aldir af ábyrgum aðiljum með misjöfn- um árangri. Hér þarf sem betur fer ekki að stríða gegn þessu böli. En þá finnur ritstjórn Framsóknarblaðsins á Akureyri hjá sér hvöt, — áreiðanlega mjög frumstæða —, til þess að reyna að búa þetta böl til! Hverjum til góðs? spurðu Róm verjar. öllum til ills, svara ég. 1 Englandi eru hörðustu hrepparígsblöðin (lókal-patríó- tisma-blöðin) yfirleitt prentuð í Lundúnaborg, — hjá höfuð- óvininum, einfaldlega af því að það er ódýrast. Með því að láta prenta blcfðin þar, geta útúr- borukarlarnir haft efni á því að koma skoðunum sínum á fram- færi, annars ekki. Ef KEA aug- lýsti ekki duglega í Degi, væri hann sjálfsagt prentaður í Edduhúsinu við Skuggasund í ígripum, þegar ekki væri ann- að þarfara að gera (sem hlýt- ur að vera oft). „Kemur dagur á hvítum hesti“, kvað Sigurður Breið- fjörð. Við yfirlestur þessa Framsóknar-Dags finnst mér hross hans hljóta að vera æði leirljóst, að ekki sé meira sagt. Vitnað er í Samvinnuheftfð um sumarbústaðina við Þingvalla- vatn, eins og þar sé um heil- agan sannleik að ræða, þótt bæði hafi verið viðurkenndar villur í þeim greinaflokki, auk þess sem öðrum deiluaðila var ekki gefinn neinn kostur á svari. Þá er leiðari í Degi, þar sem Ágúst Þorvaldsson (af öll- um mönnum) er látinn vitna um útgerðarmál! Var ekki hægt að leita annað? Eitt af speki hans er þetta: „Það má vel spyrja ríkisstjórnina, af hveriu hún hafi á síðustu árum horft á þa‘ð aðgerðarlaus. að togurum hefur stórfækkað og fiskibátar hafa verið látnir í tuga- eða hundraðatali hætta að veiða fisk til verkunar í salt". Mann- inum finnst það greinilega engu skipta. hvort um er að ræða tugi eða hundruð. öðrum finnst það þó, og hvernig hefði verið að kynna sér þetta fyrst? Og voru þeir látnir hætta? Átti ríkisstjórnin a'ð skipa þeim ná- kvæmlega, hvernig og hvað átti að veiða? Hvað meinar maður- inn eiginlega? Og hvernig dirf- ist Dagur að bera þetta á borð fvrir skynuga lesendur? Fleiri dæmi mætti tína til. Ekki er langt síðan blaðamaður við Tímann réðst undir nafni að stéttarbróður sínum og dylgj aði um það, a'ð hann væri ekki blaðamaður. Hvar er siðareglu- nefndin? Magnús Kiartansson kallaði bandaríska rithöfundinn Steinbeck, sem fslendingum er að góðu kunnur, hóru (ekki einu sinni hórkarl). Hvar «■ siðadómstóllinn? Tveir starfs- menn Ríkisútvarpsins dylgiuðu um það á opinberum fundi, að tiltekinn blaðamaður (og stétt- arfélagi þeirra) hefði skemmt póstvarning á leiðinni frá Shanghai um Moskvu til Reykjavikur. Hvar er sfða- nefndin? Svona mætti lengi telja, því miður. Velvakandi er anzi hræddur um, að siðgæðið hafi lítið skánað síðan í gamla daga, þegar ritstjórar brugðu hver öðrum undir fullu nafni um kvennafar, konuríki, drykkju- skap og þjófnað af almannafé. Gólfteppalagnir Okkur vantar vandvirkan lagningarmann sem hefur haldgóða reynslu í starfinu. ÁIoíoss, Þingholtsstræti 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.