Morgunblaðið - 31.12.1967, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 31.12.1967, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DES. 1967 5 Askenasí og Sinfóníuhljómsveitin RÓBERT A. Ottósson var stjórn- andi Sinfóníuhljómsveitarinnar á tónleikum hennar sl. fimmtu- dag, en hlutverk hans var að mestu hlutverk undirleikarans. Að öðru leyti hvíldi þungi þess- ara tónleika á herðum snillings- ins Vladimírs Askenasís. Tónleikarnir hófust með for- leik Menedelssohns, Fingalshelli, og var það eina hreina hljóm- sveitarverkið, sem hér var flutt. Það var einstaklega skýrt mót- að, ef til vill leikið í hægasta lagi, en þó mjög áheyrilega, og varð veglegur „upptaktur“ þess, sem á eftir fór. Askenasí lék síðan tvo píanó- konserta, nr. 27 í B-dúr eftir Mozart og nr. 3 í c-moll eftir Beethoven. Þessi konsert Moz- arts er hinn síðasti, er hann samdi, og í mörgu ólíkur hin- um fyrri, „upphafið verk“ í fyllsta skilningi orðsins, háleitt og djúpúðugt í senn. Satt að segja var sá samanburður á Mozart og Beethoven, sem hér mátti gera, ekki allskostar hag- stæður hinum síðarnefnda, enda er konsert hans, þrátt fyrir allt, æskuverk, samið um svipað leyti og fyrsta sinfónían og fyrstu kvartettarnir. En bæði verkin voru flutt af djúpri alvöru, næmri stílkennd og að sjálf- sögðu með tæknilegum yfir- burðum. Má fullyrða, að kostir þeirra og sérkenni nutu sín svo sem bezt varð á kosið. Það mátti sjá, að áheyrend- ur væntu sér mikils af þessum tónleikum, því að sjaldan hef- ur samkomuhús Háskólans ver- ið þéttar setið. Píanókonsertar, að minnsta kosti hinir þekktari, eru vinsælt tónleikaefni, ekki mundu hafa notið sín betur hvort í sínu lagi, eins fyrir því þótt meðferð þeirra væri með þeim ágætum sem fyrr segir. Fyrir allmörgum árum kall- aði ég Askenasí á prenti „tengda son íslands", og hafa ýmsir síðan tekið sér þau orð í munn. Síðan hefur hann verið hér tíð- ur gestur og ávallt verið vel fagnað, svo sem vert er. Nú hefur það heyrzt, að hann muni ætla að setjast hér að, eða hafa að minnsta kosti aðalbækistöð sína hér, en sem kunnugt er sit- ur slíkur maður sjaldan lengi á einum stað. Það mundu margir telja það ánægjulega nýjársgjöf, ef þessi fregn fengist staðfest nú um áramótin. Gleðilegt nýjár. Jón Þórarinsson. Biöjast hœlis I Svíþjóð Stokkhólmi, 29. des AP—NTB BANDARÍSKIT sjóliðarnir fjórir, sem struku af bandaríska flug- vélamóðurskipinu „INTREPID“ er það var í Japan 23. október sl. eru nú komnir til Svíþjóðar og hafa beðizt hælis þar sem pólitískir flóttamenn. Þeir struku af skipinu til þess að mót mæla styrjöldinni í Vietnam og hafa verið í Moskvu um hríð. Þeir komu tii Stokkhólms flug leiðils frá Moskvu í morgun og voru þegar færðir í lögreglustöð ina í Mærsta til yfirheyrslu. Síð an voru þeir iótnir lausir, en útlendingaeftiriitið sænska skip- aði þeim að hafa sam,band við lögregluna á hverjum degi unz tekin hefði verið afstaða til beiðnar þeirra um landvist. Mennirnir heita, Richard Bailey, John Barilla, Miohael Lindnes og Ciaig Anderson og eru á aldr- inum 19 og 20 ára. Við komuna til Stokkihólms sögðu þeir í viðtali við frétta- menn, að þeir sæju ekki efitir að hafa flúið — og þeir vonuðu að aðrir ungir Bandaríkjaimenn færu að dæmi þeirra og mót- mæltu þannig styrjöldinni, seim væri óréttLát að þeirra dómi. Þeir sögðust hafa kosið Svíþjóð vegna þess að það væri hluit- laust land. Þeir væru ekki stjórn málalega sinnaðir, og þvi hefðú þeir ekki vilja verða eftir í Sov- étríkjunum, þrátt fyrir boð Rússa uim það. Fái þeir ekki landvistarleyfi í Svíþjóð segjast þeir muni reyna fyrir sér í Sviss eða Austurríki. Sovézka stjórnarblaðið „Izve&t ia“ sagði frá för þeirra í morg- un í stuttu máli. Haft er eftir góðum heimildum í Maskvu, að bandaríska sendiráðið þar hafi reynt að hafa samband vtó sjó- mennina, en árangurslaust. Vladimir Ashkenazy sízt þegár einleikarinn er svo víðkunnur, vinsæll og ágætur listamaður sem Askenasí. Samt verður prógramgerð af þessu tagi að teljast óheppileg, nema þá sem algerð undantekning, og er þá vafalaust heppilegra að setja saman á efnisskrá verk, sem standa fjær hvort öðru í tíma og stíl en þau tvö, sem hér voru flutt. Þessi tvö verk Vesturveldin svara Rússum Moskvu, 29. des., AP-NTB. STJÓRNIR Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands til- kynntu í dag, að þær styddu tilraunir v-þýzku stjórnarinnar til að minnka spennuna milli V- Þýzkalands og nágranna þess í austri. I samhljóða yfirlýsing- um, sem sendiherrar landanna þriggja afhentu i Kreml í dag segir, að v-þýzka stjórnin hafi hvað eftir annað lýst yfir vilja sínum til að semja við Sovét- stjórnina og bandamenn hennar um að báðir aðilar forðist vald- beitingu og reyni að komast að samkomlagi um ágreiningsefni sín. Yfirlýsingar stórveldanna þriggja eru svar við orðsendingu Sovétstjórnarinnar fyrir þremur vikum þess efnis, að v-þýzka stjórnin reyndi að ýta undir ný- nazismann og ógni nágrönnum sínum í austri. Sovézka utanríkisráðuneytið hefur ekkert sagt opinberlega um yfirlýsingar stórveldanna, en í dag réðist utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Andrei Gromyko, á Vesturlönd í ræðu, sem hann flutti í Kreml í tilefni 50 ára afmælis stofnunar diplómata- þjónustunnar sovézku. Gromyko ásakaði Vesturlönd um að daðra við „þýzka hernaðarstefnu, hefndarstefnu og nazisma". Vest rænum fréttamönnum var ekki boðið til afmælishófsins, en hin opinbera sovézka fréttastofa, Tass, sendi út ágrip af ræðu ut- anríkisráðherrans. Orðrétt sagði Gromyko, að sögn Tass: „Vesturlönd bera aug sýnilega litla virðingu fyrir sögulegri reynslu. Vesturlönd eru greinilega ekki óvön því, að daðra við þýzkan nazisma, hern- aðar- og hefndarstefnu". ANCLI - SKYRTUR COTTON - X COTTON BLEND og RESPI SUPER NYLON Fáanlegar í 14 stærðum frá nr. 34 til 47. Hvítar — röndóttar — mislilar. Margar gerðir og ermalengdir. ANCLI - ALLTAF Um leið og vér óskum landsmönnum farsældar og friðar á komandi ári, viljum vér að hafa vel minna á tryggt. i nauðsyn KP * 4t pess [ Almennar Tryggingar hf. (|) simi 1 17700 J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.