Morgunblaðið - 31.12.1967, Síða 10

Morgunblaðið - 31.12.1967, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR »1. DES. ÍWT Minnisstæðasti atburður úrsins Emil Björnsson: Mér er það minnisstæðast frá sl. ári, þegar sú gieðifregn barst að skipverjar á vél- skipinu Stíganda veeru fund- ir, allir heilir á húfi. Af er- lendum atburðum er mér minnisstæðast, eins og eflaust mörgum öðrum, þegar styrj- öldin brauzt út milli Aralba og ísraelsmanna, með þeirri hœttu á stórstyrjöld, sem þá vofði yfir. Helgi Sæmundsson: Mér er efst í huga sú til- raun lækna í Suður-Afríku að skipta um hjarta í dauð- vona manni. Framfarir á sviði læknavísindanna eru Mklega mesta undur samtíðar innar. Askenasí: Úr stjórnmálaheiminum kemur mér fyrst í hug styrj- öld fsraels við nágranna- þjóðirnar, en sá atíburður fannst miér mjög alvarlegur. Persónulega er mér mdnnis- stæðast að ég lék í fyrsta sinn píanókonsert nr. 3 eftir Beet- hoven og það var í London. Svavar Gests: Ég sat við útJvarpstækið dag einn seinni hluta sumairs og hlustaði á hádegisfréttirnEU-. Þegar þeim var lokið fannst mér eittíhvað vanta, eittlhvað var að. Og eftir nokkra stund gerði ég mér grein fyrir hvað það var. Þeir höfðu ekki minnzt á Viet-Nam. Þessi dagur verður mér ógleyman- legur. Annar atburður frá síðasta ári vakti athygli m'ína og óvænta gleði. Það var sem sé hægt að skýra frá því í blöð- unum með feitu letri og ljós- mynd, þegar fyrsti sjúkling- urinn var lagður inn á Borg- arspítalann. Ég held að það hafi nefnilega ekki verið bú- ið að finna upp prentlistina þegar bygging spítalans hófst. Jónína Ólafsdóttir leikkona: Kvöld nokkurt í júní síðast- liðnum var ég stödd í kfveðju- samsæti skólastjóra míns í London. Á meðal gestanna var hin fræga brezka leik- kona, Dame Editih Evans og hafði hún það hlutverk að af- henda gjafir, sem gefnar voru af nemendum, gömlum sem nýjum. Mér þótti auðvitað aflskap- lega mikið til þess koma að fá að sjá þessa umtöluðu manneskju í eigin persónu, h'vað þá ef mér gæfist kostur á að tala við hana .... En þegar lengra leið á kvöldið var ég stödd í forsal leikhúss- ins, sem samsætið var haldið í og var þar mikil þröng á þingi. Þá er allt í einu tekið í handlegginn á mér, ég sný mér við og sé þá „hana sjálfa“ og segir hún þá ósköp blátt áfram: „May I push you“. Orðum sínum til áréttingar ýtti hún mér til hliðar, gekk áfram að aðaldyrunum og út. Mér var skelfilega um, sem von var. María Maack: Síðan ég hætti störfum sem hjúkrunarkona í októlber 1’9Ö4 'hafa mín hugðarefni verið ýmisleg, en mitt mesta er, að ég hef farið vesfur í Grunnavík á hVerju sumri, en Grunnavíkurhreppur er nú í eyði nema búið er á Hornbjargsvita, þar sem vita- vörðurinn er. Ég var svo heppin að ég fékk Stað í Grunnavík leigðan hjá Kirkjumálaráðuneytinu, en hann er minn fæðingarstaður. Ég hef verið svo heppin, að fólk sem hefur verið flutt burtu og á þarna enn hús, hefur komið í sumarleyfinu sína um svipað leyti og ég, svo að það er gestkvæmt hjá okkur. Ég hlakka alltaf til að leggja af stað vestur, ýmist fer ég akandi eða fljúgandi til ísafjarðar og þaðan tek ég Djúþbátinn til Grunnavíkur, en þar er ágæt bryggja. Prestshúsið er vel byggt og rúmigott og hægt að taka á móti fólki og veita því gist- ingu, ef það hefur svefn- poka meðferðis. Kirkjan er timburkirkja, Ijómandi vel við haldið og stendur á góð- um grunni; ég vona að rokin verði aldrei svo mikiil, að hún haggist. Kirkjan vaT byggð 1092 og er því sjötíu og fimrn ára. Þegar hún var byggð var prestur á Stað, faðir minn sr. Pétur Maack Þorsteinsson, en hann drukknaði við níunda mann á heimleið frá ísafirði sama ár. Við höfum verið þarna á Stað 3-4 saman í að minnsta kosti þrjár vikur sumar hvert. Síðasta sumar flaug ég til ísafjarðar í glampandi sólskini og fékk ágætis veður nær allan tím- ann. Þarna er nóg við að vera, góð berjataka, silungur í ánni og svo má róa til fiskj- ar út á víkina. Svo að matur er nægur. Vegna kalskemmda Víða fyrir vestan kornu bænd- ur nokkrir til okkar í sumar og heyjuðu vel. En hátíðleg- ust þótti mér guðsþjónustan hjá sr. Þorbergi Kristjánissyni. Hann kemur alltaf meðan fólkið er í Grunnavík og messar einu sinni á sumri, en Staðar er annexía frá Bolungarvík. í sumar kom hann við fjórtánda mann og sama dag komu fjörutíu manns úr Hnífsdal og voru því um 60 aðkornu- menn við guðsþjónustuna. Mér þótti ljómandi gaman, og allir gáfu sér tíma til að kotma inn á eftir og þiggja kaffi. Og engin vandræði eru með aðdrætti. Bátar sem róa í Jökulfirði komu við hj'á ökkur með vistir og 'hafa hljón á ísafirði, Jónína og Guðbjartur Ásgeirsson séð um að senda það sem mig hefur vanhagað um. Auk þess bý ég mig vel út áður en ég fer héðan. Mér finnst dásamlegt að vera á Stað og síðan ég hætti að fara á 'hest- um um óbyggðirnar, en það gerði ég í mörg ár, get ég vart hugsað mér yndislegra en dvöl mína í Grunnavík á sumrin. Rannveig Þorsteins- dóttir: Stríðið milli fsraelsmanna og Aralba á sl. vori. Þetta kom svo óvænt, svo leiftursnöggt, að allir urðu furðu lostnir. Auðvitað var kunnugt að verið var með stríðsundir- ing, einkum í Arabalöndun- um, og að landamæraskærur voru mjög tíðar, svo að ekki var beinlínis hægt að segja að friðvœnlega horfði á þessum slóðum, en það sem skeði, er ísraelsmenn hó'fu árásir sín- ar, og árangur sá, er þeir náðu, hlýtur að vera öllum ógleymanlegt, hvernig sem litið er á þessar aðgerðir að öðru leyti. Eitt var það, sem olli því, að þessir afburðir hlutu að hafa mikil áhrif á okfcur, en það var, að á þeim slóðum, þar sem stríð.ið var háð, var hópur íslendinga á ferðalagi, og að í marga daga bárust ekki fréttir af þessu fólki. Það kom síðar á daginn, að fslendingarnir voru eitt sinn á stað, þar sem sprengjuárás var gerð og voru í bráðri hættu. Ferðafólkið sakaði þó ekki, og eftir nokkur óþæg- indi og all-langan biðtíma, komu landarnir heim heilir á húfi. Það var gleðilegt og minnisstætt. Dr. Sigurður Nordal: Af útlendum stórtíðindum er mér minnisstæðust styrj- öldin milli ísrael og Araba- landa. Ég var í Stootlandi um þær mundir og hafði gott tækifæri til að fylgjast jafn- óðum með framvindu mála, og þar að auki gerðist þarna stórviðburður, sem hefur riðið hnút, sem erfitt verður að leysa. Hvað íislenzkum stórtíðind- um viðkemur hef ég nú gleymt þeim, ef einlhver hafa verið, og sennilega ekki úr miklu og moða. Þó skal ég nefna eitt, sem hefur glatt mig. Það var þegar skipa- smíðastöð á Akureyri var fal- ið að smíða íslenzku strand- ferðaskipin. Mér finnst það stórt og mierkilegt spor í ís- lenzkum iðnaði, sem ber að fagna. Gunnar Gunnarsson skáld: Hvort hægt er að kalla það atburð, veit ég ekki, enda eru flestir atburðir vorra tíma óbæfir siem gleðiefni. En mér sem og fleirum mun hafa orðið að því ósmár léttir, að er yfir dundi land og þjóð bráður vandi af erlendum uppruna, og vér fyrirfram á barmi umfangsmikilla átaka, sem raunar voru þegar hafin, bárum vér Íslendingar aldrei þessu vant gæfu til að afstýra frekari óþunftarframlvindu, að minnsta kosti fyrsta sprett- inn. Það er svo um þjóðar heild, sem um mannslikama að ekki þarf nema einn hlekkur að bila til að líftaug- in bresti. Svo fremi, sem það sem þarna gerðist, beri því vitni, að vér sem sjálfstæð Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.