Morgunblaðið - 31.12.1967, Side 12

Morgunblaðið - 31.12.1967, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DES. 1967 Hvaða dagur er yður minnisstæðastur á árinu? Hannes Hafstein, full- trúi hjá Slysavarnar- félagi íslands: ÞEGAR ég ÍR til baka yfir etarfsferil minn hjá Slysavarn arfélaginu á síðast liðnu ári þarf ég ekki mikinn umhugs- unarfrest til að gera upp við mig hver sé minnstæðasti dag- urinn. Það er án efa dagurinn.þegar mér barst fregnin um að Stíg- anda ÓF-25 væri saknað, og við beðnir að hefja leit. Við frekari eftirgrennslan kom í Ijós að ekkert hafði spurzt til skipsins nær fimm sólar- hriitga. Manni brá illilega í brún, að það skyldi vera til í dæm- inu að ekkert hefði heyrzt frá sipverjum svo lengi á þessari tækniöld. Eins og menn rekur minni til átti skipið að vera komið til hafnar á Raufar- höfn á laugardag ef allt hefði verið eðlilegt, en það varekki fyrr en á mánudag að okkur var tilkynnt um þetta. Svo sem alþjóð veit fór þetta þó allt giftusamlega að lokum, og mér er enn minni- stæð sú yndislega tilfinning, þegar mér var tilkynnt klukk. an 21.40 um kvöldið, að gúm- bátarnir báðir væru fundnir skipverjarnir 12 að tölu væru allir við góða heilsu. * Óskar Ólason, yfirlög- regluþjónn: EF horft er til baka yfir minnisstæðustu daga sl. árs, eru 'mér minnisstæðastir dag- arnir um s.l. verzlunarmanna- helgi sökum þess að um þá helgi urðu engin umferðarslys, hvorki hér í borginni né úti á þjóðvegunum þrátt fyrir að umferð hafi sennilega aldrei verið eins mikil og einmitt þá. Samstarf lögreglunna og ökumanna var mjög gott. Upp lýsingamiðstöð eða skrifstofa, sem lögreglan og umferðar- nefnd borgarinnar ráku í sam- einingu við FÍB gaf mjög góða raun, og einnig tókst um þessa helgi samstarf milli lögregl- unnar og landhelgisgæzlunnar, sem lánaði þyrlu til eftirlits á vegunum. Tókst sú ný- breytni mjög vel. Ég tel. að einmitt samstarf og samvinna lögreglunnar og almennings umrædda heigi gefi góð fyrirheit um að hægt verði að framkvæma umferð- arbreytinguna 26. maí 1968 án aukinna slysa. * Guðmudur Jónasson, sérleyfishafi: EKKI er hlaupið að því í fljótu bragði að segja til um hvaða dagur sé manni minnis- stæðastur á árinu 1967. En ef ég fletti dagbók minni rekst ég á daginn 25. apríl og þar hef ég merkt við — slæmur dagur. Þann dag var ég stadd- ur inni á öræfum og svo vildi til að í for með okkur var ungur Þjóðverji, sem var stað ráðinn í því að deyja. Hann týndist úr hópnum en nokru síðar fundu menn hann við veginn illa haldinn og meðvit- undarlausan. Þó vildi svo heppilega til að í hópnum voru tvær hjúkrunarkonur og tóku þær að sér að annast mann- inn, en bæði fætur hans og hendur voru farnar að hvítna. Blöðin og útvarpið sögðu frá því að Þjóðverjinn hefði ver- ið lemstraður og kalinn, en sannleikurinn var sá; að mað- urinn ætlaði sér að deyja og hafði tekið inn pillur sem áttu að hafa einhver áhrif í þá átt. Svo vildi til að ég hafði með mér súrefni sem ég not- aði á gastæki til logsuðu; og var nú brugðið við og honum gefið þetta súrefni. Björn Páls son kom síðan á flugvél simni á vettvang, vægast sagt við erfið skilyrði, og flutti mann- inn — með súrefnisgrímu — til Reýfcjavíkur, þar rankaði svo maðurinn við sér eftir þrjá daga og gaf hann þá skýr ingu á hátterni sínu, að hann hafj ætlað að deyja á föstu- daginn lamga eins og frelsar- inn. Síðustu fregnir sem ég hef haft af marnni þessum eru frá Stuttgart, en þar var hann stöðvaður, er hann var á leið til ísrael til að berjast gegn Aröbum í sex daga stríðinu. * Dr. med. Gunnlaugur Snædal. ÞAÐ er eðlilega margt, sem leitar á hugann að liðnu hverju árinu. En sá dagur, sem mér er minnisstæðastur frá síðastliðnu ári, er amnar dagur Læknaþingsins, sem háð var í Reykjavík í sumar. Á þetta þimg hafði Lækna- félag íslands boðið nokkrum erlendum lækmum og á þing- inu voru fluttar fyrstu niður- stöðurnar af sameigin'legum vísindarannsóknum íslenzkra og erlendra lækna. Þessi atburður markar að minni hyggju alveg nýja stefnu í þessum málum hér á lamdi og er merkilegur vottur þeirrar samvinnu, sem á sér stað miilli íslenzkra lækna og starfsbræðra þeirra erlendis, að efla vísindalegar lækna- rannsóknir á íslamdi. * Séra Óskar J. Þorláks- son. SÁ dagur, sem mér er einna minnisstæðastur frá liðnu ári, er þegar bruninn varð í Lækj- argötunni. Við hús séra Bjarna eru tengdar margar minnimgar frá mínum yngri dögum, en öll mí skólaár borðaði ég í því húsi hjá temgdamóður séra Bjarna, frú Örnnu Benedikts- son. Ég kom oft í þetta hús og skömmu áður en það varð eld- inum að bráð var ég þar stadd ur í brúðfcaupsveizlu. Þessi dagur mun því líða mér seint úr minni og svo mun og um fleiri Reykvíkinga, en Lækj- argatan gegnir alltaf stóru hlutverki í hugum þeirra, sem borgina byggja. Sigríður J. Magnús- son: ÞAÐ er áreiðanlega 19 júní, þegar Hallveigarstaðir voru formlega opnaðir með lista- sýningu kvenna, og við feng- um mikinn fjölda góðra gesta í heimsókn. Það er búið að vera mikið baráttumál fyrir ofckur að fá þetta húsnæði. Sú barátta hefur staðið lengi yfir og við höfum mætt ýmsum erfiðleikum hjá þeim sem sízt skyldi. Vegna fjárhagsörðug- leika höfum við orðið að leigja borgardómaraembætt- inu, en þegar það tímabil e rumnið út vonumst við til að geta tekið allt húsið til eigin nota. aÞð er ætlunin að þrjú kvennasamtök taki við og reki húsið, Kvenfélagasamband ís- lands, Kvenréttindafélag ís- lands, og Bandalag kvenna í Reykjavík. Eins og er hafa kvennasamtökin til umráða efstu hæð og kjallara. * Ágúst Bjarnason, skrif stof ust jóri: ÞAÐ var daginn sem stór- brunimn varð í Lækjargötá, þegar bernskuheimili mitt brann til grunna og móður minni var naumlega bjargað. Ég var heima hjá mér þegar ég fékk tilkynningu um eld- inn, og þaut strax niðureftir. Mín fyrsta hugsun var auð- vitað hvort mamma hefði bjargast út, en þegar ég vissi að svo var fór ég að hugsa um alla hlutina sem þarna urðu eldimum að bráð, og margir yrðu aldrei metnir til fjár. Þar brunnu til dæmis allar vinnu- bækur föður míns, og ræður hans frá upphafi. Það bjargað- ist ekkert nema fjórar mynd- ir. Þetta var dagur sem ég gleymi seint. * Jóhannes Snorrason, yfirflugstjóri: ÞEGAR ég horfi um öxl eitt ár aftur í tímann gnæfir hæst úr minninganna sjó laugar- dagurinn 24. júní, þegar ég í meíra en 30 þúsund feta hæð leit yfir suðvesturlandið úr unnar, við fyrstu heimkom- una. Ég var í semn stoltur yfir hinum stórglæsilega farkosti og þeim árangri sem náðst hafði í íslenzkum flugmálum, og glaður yfir að líta fóstur- jörðina enn einu sinni, en hún yljar mér al'ltaf um hjartaræt- urnar. Móttökurnar á Reykja- víkurflugvelli þennan fagra júnídag og hin sameiginlega gleði samstarfsmanna minna og samborgara verður mér ó- gleymanleg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.