Morgunblaðið - 31.12.1967, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 31.12.1967, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DES. 1967 13 Sextugur í dag: EKristján Skagf jörð múrarameistari „ÞAÐ er svo margt ungt fólk að verða fimmtugt um þessar mund- ri“ sagði glaðlyndur maður við mig fyrir nokkru. — Nú finnst mér, að sama mætti segja u-m vin minn Kristján Skagfjörð, múrarameistara, — nema bara það, að hann er nú orðinn sex- tugur þótt undanlégt megi virð- ast. Hann er nefnilega talinn fæddur — samkvæmt skjallegum upplýsingum — hinn 31. desem- ber 1907 á Seyðisfirði. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Jóns- son Skagfjörð og María Jónsdótt- ir, hið ágætasta fó'lk. Kristján, sem heitir fullu nafni Jóhann Kristján Skagfjörð, þurfti snemma að fara að vinna fyrir sér og lágði stund á múraranám hjá Einari Jóhannssyni múrara- meistara og lauk sveinsprófi á Akureyri 21 árs gamall. Upp frá því vann hann við iðn sína óslit- ið. þar til hann gerðist umsjónar- maður Iðnskólans í Reykjavík, þegar skólahaldið fluttist í hið nýja hús við ‘ Skólavörðutorg, 1954. Um þetta nýja starf sótti hann sökum þess. hve sement, sandur og vatn höfðu ill áhrif á hinar næmu hendur hans, —enda fer fer Kristján mjúkum og lipr- um fingrum um allt, er hann snertir á, konur jafnt sem kalda, dauða hluti. Það er meðfætt hjá Kristjáni að vera félagslyndur og koma sér vel meðal kunningjá sinna. eins þótt og e. t. v. meðfram vegna þess. að hann hefur ákveðnar skoðanir á því, hvað sé rétt og hvað sé rangt. Hann kann líka að láta álit sitt í Ijós á lipran hátt og án þess að móðga náung- ann; jafnvel að fá menn á sitt band án þess að þeir verði þess varir. — sannkallaður diplomat að þessu leyti. Félagslyndi Kristjáns hefur fengið útrás í margvíslegum fé- lagsmálastörfgaim. Hann var lengi virkur þátttakandi í Múra- féiagi Reykjavíkur, þar sem hann gerðist félagi tveim árum eftir sveinspróf. Þar gegndi hann ýms- um trúnaðarstörfum. var í full- trúaráði og varaformaður um skeið. 1952 gekk Kristján í Múr- arameistarafélag Reykiavíkur og hefur þar sem annars staðar ver- ið valinn til trúnaðarstarfa. t. d. hefur hann verið í prófnefnd múr ara frá 1960. — Þetta sýnir m. a.. að hann er talinn vandvirkur og góður favmaður í sinni iðngrein. enda mun mörgum auðvelt að votta það. Kristján hefur lengi tekið virkan þátt í Tðnaðarmanna félaginu í Revkiavík oe haft þar trúnaðarstörf á hendi. enda sýndi félagið honum bá virðingu og það traust að velja einmitt hann til forustu, þegar mikið iá við og halda átti veglega og virðulega upp á 100 ára afmæli félaesins í febrúar sl — Lagði Kristián þar fram ótrúlega mikjð starf án þess f rauninni að láta sér nokk- urn tfma dett.a í hug að slaka á, né ætiast til umbunar fyrir störf sín. En eins og Kristján er ósér- hlífiran og orðheldinn um allt, sem hann lofar eða tekur að sér, eins ætlast hann til að aðrir geri slíkt hið sama. Ef slíkt bregst, veldur það vini mínum mjög svo sárum vonbrigðum. Sem iðnaðarmaður og múrara- meistari hefur Kristján lagt gjörva hönd að fjölda mann- virkja um dagana, en kunnust eru mér störf hans við Iðnskól- ann, en þar hefur hann unnið mikið, allt af alúð og fórnfýsi, vel á annan áratug, sem umsjón- armaður. Auk þess hefur aðal- þungi framkvæmda við nýbygg- iraguna mætt á honum. — Get ég ekki hugsað mér öl'lu liprari og samvizkusamari samstarfsmann á þessu sviði en hann. Ég sný mér þvi snöggvast beint til þín, Kristján, og votta þér, fra.mmi fyrir allþjóð, þakk- læti mitt og virðingu fyrir vel unnin störf, fyrir ljúfmennsku þína. ósérplægni, vandvirkni og vináttu. Það er tæpast hægt til þess að ætlast að þeir, sem ekki eru mál- um kunnugir, geri sér ljóst, hve erilsamt starf Kristjáns er, en svolítið má láta sér renna grun í það. þegar frá því er sagt, að í skólahúsinu er starfað frá um kl. 8 að morgni þar til mjög seint á kvöldin, nær óslitið allt árið um kring, enda haf sumarfrí hans engin orðið þessi árin, ef ég man rétt, utan eitt, og svo nú, er hann um sextugsafmæli sitt bregður sér í nokkra daga út fyrir land- helgina. Kristán hefur fastar skoðanir á ýmsu fleiru en góðu handverki. Hann hefur um margra ára skeið verið ötull og áhugasamur stuðn- ingsmaður þeirra hugsjóna, sem Sjálfstæðisflokkurinn helgaði sig; baráttunni fyrir frelsi í framtaki í athöfn og hugsun. — Einnig hef ur hann verið virtur og mikils metinn í félagssamtökum, sem hafa hvers konar mannúðar- og líknarstörf á stefnuskrá sinni. — Má þar nefna Oddfellow-regluna, þar sem Kristján hefur lengi ver- ið virkur, vel metinn og áhuga- samur. sjálfum sér og Reglunni til sóma. — Hið sama tel ég að segja megi um Kívanisklúbb Reykjavíkur, þótt þar þekki ég minna til. Já. Kristján kemur víða við og verk hans öll til sóma. Einn er sá félagsskapur, sem ekki margir þekkja til og heitir Kjarnorkuklúbbur. — Hann var á sínum tíma stofnaður af ýms- um framámönnum í iðnaðarmál- um og hefur mjög takmarkaða tölu félagsmanna, enda geta þeir einir komizt í klúbbinn sem þangað er boðið af félaasmönn- um sjálfum. Þarna er Kristján einn af fáum klúbbfélögum. og veit ég. að hinir senda honum ljúfar, en ekki smeðjulegar árn- aðaróskir — til Kaupmannahafn- ar — á sextugsafmælinu. Hitt þykist ég vita, að þeir séu flestir sárir og vonsviknir yfir því, að geta ekki heimsótt hann í dag. — því tæplega storma þeir til hans til Hafnar. — En harin um það — koma tímar og koma ráð. Kristján er kvæntur Sigríði Jó- hanssdóttur, myndar konu og ágætri. og hafa þau staðið sam- an í blíðai og stríðu, eru glöð á góðri stund og eiga fjöldann a'll- an af góðum vinum sem senda þeim og börnum þeirra hueheil- ar árnaðaróskir á þessum afmæl- isdeai húsbóndans. Kæri vinur minn K’-ictián. Ég er aðeins einn af þessum mjög svo mörgu sem senda bér hug- S'keyti yfir hafið. buvskevti þrungið þakklæti fyrir alla bína Ijúfmennsku og heilindi ? athöfn og umgengni með þökk fv-ir gf'ð kynni og með einlægum óskum um gott og fagurt mannh'f hið næsta þér um ókomin ár. Þór Sandholt. MÚLAKAFFI NÝJÁRSDACUR 1968 Opið frá kl. 6 f.h. til kl. 11.30 e.h. MORGUNVERÐUR: gj Frönsk lauksúpa. gj Bacon og egg. 50 Skinka og egg. g Tartalettur með hangikjöti og grænum baunum. @ Smurt brauð. gj Kökur. \ Súkkulaði með rjóma. gj Kaffi. MATSEÐILL DAGSINS frá kl. 11.00 f.h. til kl. 8.00 e.h.: gj Sveppasúpa. gj Innbökuð smálúðuflök með remouladesósu. gj • Hakkað buff með lauksósu. gj Lambasteik með grænmeti. gj Hangikjöt með kartöflujafningi. K Grísakótelettur með rauðkáli. gj Hamborgarhryggur með frönskum kartöflum og rauðvínssósu. gj Kjúklingar með salati og frönskum kartöflum. gj ís með ananas, jarðaberja og súkkulaðisósum. gj Kaffi. EIGINMENN. Bjóðið fjölskyldunni í mat í Múlakaffi á nýjársdag. MÚLAKAFFI Gleðilegt nýtt úr þökkum viðskiptin á liðnu ári. MULAKAFFI Gleðilegt nýtt úr þökkum viðskiptin á liðnu ári. VOCAKAFFI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.