Morgunblaðið - 31.12.1967, Side 15

Morgunblaðið - 31.12.1967, Side 15
MORGITNB'LAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DES. 19'67 15 llr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra: Á ÁRINU 1967 hafa stjórn- mál hérlendis einkum mót- azt af Alþingiskosningun- um í júní og erfiðleik- um útflutningsframleiðsl- unnar. Kosningaúrsiltin urðu öðrvísi en flestir höfðu við búizt, og sveiflur at- vinnulífsins meiri en menn eiga að venjast í sæmilega þróuðum þjóðfélögum. Sveitarstjómarkosningar vorið 1966 voru Sjálfstæðis- mönnum víða óhagstæðar. Vegna atkvæðataps þeirra þá og örðugleika atvinnu- veganna, sem fóru vaxandi frá miðju ári 1966, töldu fæstir, að stjórnarflokkarnir mundu fá nóg fylgi til að halda meirihluta í báðum deildum Alþingis, eins og nauðsynlegt er til að hafa vald á meðferð mála. Úrslit þingkosninganna urðu hinsvegar þau, að sam- an fengu stjórnarflokkarnir ríflegan meirihluta at- kvæða, 53,2%, og héldu þing mannatölu sinni, 32, sem tryggir nauðsynlegan meiri- hluta. — Alþýðuflokkurinn vann á, fékk 15,7% at- kvæða og 9 þingmenn kjörna í stað 14,2% og 8 þingmanna við kosningarn- ar 1963. Sjálfstæðismenn fengu 37,5% atkvæða og 23 þingmenn kjörna í stað 41,4% og 24 þingmanna á ár- inu 1963. Alþýðuflokkurinn bætti því við sig h.u.b. 10% af sínu fylgi, þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn missti h.u.b. sama hlutfall af sínu. Miðað við kosningamar 1963 töpuðu stjórnarflokk- arnir nú samanlegt 2,4% af heildaratkvæðamagni. En miðað við kosning- arnar 1959 — og í fram- haldi þeirra kosninga var núverandi stjórn mynduð, — þá er tap stjórnarflokk- anna af heildaratkvæða- magni 1,7%, eða örlítið meira en Óháði lýðræðis- flokkurinn fékk nú. Á örum breytingatímum verður ekki sagt, að þessar breytingar séu ýkja miklar í lýðræðis- þjóðfélagi, enda mun minni en á þessu tímabili hafa orð- ið í flestum öðrum ríkjum, sem búa við sömu eða sams- konar stjórnarhætti. ★ Sjálfstæðismenn draga hinsvegar enga dul á, að flokkslega urðu þeir fyrir vonbrigðum í kosningunum. Raunar er ljóst, að miðað við sveitarstjórnarkosning- arnar árinu áður hafa þeir víðast bætt hlut sinn, svo að flokkurinn stendur enn sem fyrr föstum fótum. En í höfuðvígi flokksins, Reykjavík, urðu úrslitin ó- hagstæðari en í borgar- stjórnarkosningunum. Enda þótt flokkurinn eigi nú eins og áður hlutfallslega meira fylgi að fagna í Reykjavík en í nokkru kjördæmi öðru, og fylgið í Reykjavík hafi stundum sveiflazt enn meira en þetta, þá þurfa reykvísk- ir Sjálfstæðismenn nú vissu lega að ugga að sér. Þeir mega ekki sofna á verðin- um, heldur hefja markvissa sókn til að endurheimta það, sem í bili hefur frá horfið. Andstæðingarnir miklast mjög yfir atkvæðatapi Sjálf stæðisflokksins og spá hon- um sundrungu ef ekki bráðri feigð. Sannleikurinn er þó sá, að allir hafa þeir á undanförnum árum átt við meiri atkvæðasveiflur að búa en Sjálfstæðismenn. Ef litið er á atkvæðatölur höf- uðflokkanna fjögurra síð- asta aldarfjórðung eða frá árinu 1942, og sleppt er kosn ingunum 1956, af því að þá voru vegna Hræðslubanda- lagsins atkvæðahlutföll al- gerlega villandi á milli Framsóknar og Alþýðu- flokks, þá kemur þetta i 1 j ós: S j álfstæðisf lokkurinn hefur fengið hlutfallslega mest fylgi við vorkosning- arnar 1959, eða 42,5%, og minnst á árinu 1953, eða 37,1 %. Framsóknarflokkur- inn fékk mest fylgi vorið 1963 eða 28,2%, en minnst fylgi 1953, eða 21,9%. Al- þýðuflokkurinn fékk mest fylgi vorið 1946, eða 17,8%, og minnst fylgi við vorkosn ingarnar 1959, eða 12,5%. Sósíalistaflokkurinn eða Al- þýðubandalagið, fékk mest fylgi 1946 og 1949, eða 19,5% í bæði skiptin, en minnst fylgi í vorkosningunum 1959 eða 15,3%; og eru þá kosn- ingarnar 1967 ekki taldar með, en þá fékk sjálft Al- þýðubandalagið einungis 13,9%, en listi Hannibals 3,7%, eða samtals 17,6%. Yfiriit þetta sýnir, að eins og verða hlýtur þar sem lýð- frelsi ræður, þá er fylgi flokka á íslandi síbreytilegt. Hlutfallslega meiri breyting ar hafa þó orðið hjá öllum öðrum en Sjálfstæðismönn- um. Slíkt má ekki leiða til þess, að Sjálfstæðismenn láti sinn hlut eftir liggja, heldur á það að verða þeim hvöt til nýrrar sóknar. En það sýnir, að öðrum ferst ekki að láta of digurbarka- lega, þó að Sjálfstæðismenn njóti ekki ætíð meðvindar. öllum fer bezt að miklast ekki um of af meðlæti og æðrast ekki þó að eitthvað gangi á móti. ★ í sinn hóp gera Sjálf- stæðismenn upp, hvort og þá að hverju leyti starfi þeirra er áfátt. Orsakir kosn ingaúrslita verða þó aldrei skýrðar til hlítar. Höfuðein- kenni frelsisins er það, að kjósandi þarf ekki að standa neinum öðrum en sjálfum sér reikningsskap gerða sinna. Hitt er vitað, að á löngum stjórnarferli er aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Hvort sem gremja er réttmæt eða ekki, heimt- ar hún útrás. í kosningun- um 1963 bitnaði hún á Al- þýðuflokknum, að þessu sinni á Sjálfstæðisflokknum. Atkvæðaflutningurinn á milli þessara tveggja flokka er einmitt athyglisverður vegna þess, að þrátt fyrir einhverja óánægju þá vildu þessir kjósendur ekki skipta um stjórn. Stundum heyrist sú furðu lega kenning, að kjósendur vilji áminna flokk sinn eða veita honum aðvörun með því, að kjósa hann ekki. Svo taka iðulega til orða sumir þeir, sem að sjálfs sín mati eru stefnufastastir allra og eru gramir vegna þess, að flokkur þeirra hafi ekki fylgt stefnunni nógu fast eftir. Þá er þess ekki gætt, að afl flokka eða máttur þeirra til að koma málum sínum fram fer mjög eftir atkvæðamagni þeirra. Ef flokkur tapar atkvæðum eru allar horfur á, að það leiði til þess, að hann verði að slá enn meira af stefnu sinni en áður, einkum þegar svo háttar eins og á Alþingi íslendinga. Þar hefur eng- inn einn flokkur haft hrein- an meirihluta í báðum deild um um meira en hálfrar aldar skeið, og þess vegna hefur ætíð orðið að koma málum fram með samning- um flokka á milli, hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. Hinir grömu, stefnuföstu menn eru þess vegna oftast að kjósa hrís á sjálfa sig, þegar þeir ætla að áminna eða aðvara flokk sinn, af því að hann hafi ekki verið stefnunri nógu trúr. Þá er því stundum hreyft, bæði af meðhaldsmönnum og andstæðingum, að Sjálf- stæðisflokkurinn sé svo sterkur, áhrif hans í þjóðfé- laginu svo örugg, að flokks- menn geti léð atkvæði öðr- um, sem frekar eigi í vök að verjast, á móti enn hættu- legri andstæðingum. Við þennan málflutning kannast allir og áreiðanlega hefur hann stundum haft veruleg áhrif. Sjálfstæðismenn ættu þó að muna, að sjálfs er höndin hollust. Enn er ekki áratugur liðinn frá því, að þáverandi forystumaður „vinstri stjórnar“ hældist um yfir, að búið væri að setja Sjálfstæðismenn til hliðar. Sú tilraun endaði raunar með meiri ósköpum en ella eru þekkt í íslenzkri stjórnmálasögu, en ósköpin geta endurtekizt, ef menn eru ekki nógu varir um sig. Sannarlega er ekki rétt að leiða nokkurn andstæðing i þá freistni, að hann ali með með sér þá hugmynd, að án Sjálfstæðisflokksins sé að sinni hægt að stjórna. Það er ekki vegna veikleika Sjálfstæðisflokksins heldur styrkleika hans, að andstæð ingarnir tala þessi misseri ekki um nýja „vinstri stjórn“ heldur „þjóðstjórn“, þ.e.a.s. stjórn, þar sem Sjálf stæðismenn eiga að fá að vera með, en ekki ráða meiru en mestu andstæðing- um þeirra þykir henta. Enginn efi er á því, að þetta tal um, að Sjálfstæðis- flokkurinn væri öruggur um að vera við völd, hvernig sem færi, átti sinn þátt í því, að Hannibal Valdimarsson fékk verulegan hóp Sjálf- stæðiskjósenda til að greiða sér atkvæði á sl. vori. Nú er það að vísu skiljanlegt, að mönnum þætti tiltektir Hannibals lýsa nýstárlegum röskleika. Ekki er kunnugt, að það hafi áður við borið, að sýslunefndarmaður á af- skektum útkjálka hyrfi úr sínu eigin kjördæmi til framboðs í höfuðstaðnum, hvað þá í blóra við eigin flokksmenn Það lýsti góðu hjartalagi að vilja styðja þvi líkan einstæðing í baráttu hans við „litlu, Ijótu klík- una“, sem, að hans sögn, réði öllu í flokki hans. En þrátt fyrir illyrðin, þá fór Hannibal ekki dult með, að hann vildi láta flokkinn, þar sem „litla, ljóta klíkan“ réði öllu, njóta atkvæðanna, sem hann hlaut. Klíkan sannaði aftur á móti rétt- mæti hinnar ljótu lýsingar Hannibals með því að af- neita þessum atkvæðum fyrir kosningar en heimta þau síðan öll sér til styrkt- ar að kosningum loknum. Sú framkoma er einhver ljótasti skollaleikur, sem þekkzt hefur í íslenzkum stjórnmálum. Fyrir endalok hans er enn ekki séð, og eru þó allar horíur á, að Alþýðu bandalagið sé endanlega splundrað. Um það skal samt enginn vera viss, því að það er alkunnugt, að sumar óæðri lífverur skríða aftur saman, þó að búið sé að sundurlima þær. ★ Enda þótt stjórnarand- stæðingar hafi í orði kveðnu reynt að leita sér huggunar í atkvæðatapi Sjálfstæðis- manna, þá hefur andstæð- ingunum ekki tekizt að dylja, að þeir telja sjálfa sig særða holundarsári. Sundrungin í Alþýðubanda- laginu talar sínu máli. Jafn- ljóst er, að vonir Framsókn ar um myndun tveggja flokka kerfis, þar sem þeir yrðu jafnokar eða ofjarlai Sjálfstæðismanna, eru farn- ar út um þúfur. Sárindin út af öllu þessu eru því meiri sem þessir menn kunnu sér ekki hóf í sigurvissu, eins og þegar einn sagði, að sveitarstjórn- arkosningarnar 1966 ættu að verða próf fyrir þingræðið í landinu. Prófið fór þannig, að þingræðið hélzt, en ofur- drambsmaðurinn missti þingsæti sitt. í raunum sín- um hafa stjórnarandstæðing ar fundið sér það til afsök- unar, að stjórnarflokkarnir hafi unnið kosningarnar á fölskum forsendum, sagt kjósendum rangt til, eink- um um ástand efnahags- mála á sl. vori. Allar eru þessar ásakanir hin örgustu öfugmæli. Því fer fjarri, að Sjálfstæðismenn hafi leynt ískyggilegum horfum í efna- hagsmálunum. Um það má nefna óteljandi tilvitnanir Hér skal ég einungis rifja upp mín eigin orð og stjórn- Framhald á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.