Morgunblaðið - 31.12.1967, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DES. 1967
- ARAMOT
Framhald af bls. 15
málayfirlýsingu Sjálfstæðis-
flokksins á Landsfundinum
í apríl sl. í áramótagrein,
sem birtist 31. des. 1966 segi
ég m.a.:
„Svipull er sjávarafli, seg-
ir gamalt íslenzkt máltæki.
Tísindi nútimans staðfesta
því miður hið fornkveðna.
Það er rétt, að skortur á
efnivöru og lækkun á verð-
lagi erlendis hefur skapað
hraðfrystihúsunum erfið-
leika, sem fyrirsjáanlega
fara vaxandi, ef ekki verður
að gert. Aukinn tilkostnað-
ur innan lands er auðvitað
einnig mjög lagaður til
þess að magna þessa örðug-
leika. Engm ástæða er því
til þess að gera lítið úr
hættunum af innlendum
verðhækkunum. Misskiln-
ingur er hinsvegar, að þær
séu frumorsök örðugleika
hraðfrystihúsanna nú. Allt
fram til þessa hafa þau get-
að staðið undir þessum
kostnaði, þótt hækkandi
færi. Skýrslur sýna, að af-
koma frystihúsanna var góð
á árinu 1965, sennilega betri
en nokkru sinni áður. Um
afkomuna 1966 er óvissara,
en hún mundi váfalaust
hafa orðið sæmilega góð, ef
minnkandi efnivara og verð
fall erlendis hefði ekki kom-
ið til. Ofan á verulega inn-
lenda kostnaðarhækkun
bættist þó á miðju sumri
3%% grunnkaupshækkun,
sem vinnuveitendur sömdu
um án atbeina ríkisstjórnar-
innar.
Munu flestir sammála um
það, að eðlilegt sé, að allir
leggi nokkuð á sig, þegar
svo stendur á eins og nú, að
verulegt verðfall helztu út-
flutningsvöru landsmanna
hefur skollið á. Slíkt er eðli
leg varúðarráðstöfun, sem
sjálfsagt er að grípa til, þó
að sjálfur grundvöllur at-
vinnulífsins sé öruggur.
Hitt er annað mál, að hann
er unnt að veikja, ef óhyggi
lega er að farið.
Allar miða þessar ráðstaf-
anir að því að halda tilkostn
aði í heild í skefjum. Þess
vegna má kaupgjald ekki
hækka. — — — Vonandi
tekst að ná um þetta sam-
komulagi við verkalýðsfé-
lögin. Þó að játa megi, að
þegjandi samkomulag um
óbreytt ástand geti kom-
ið nokkuð í einn stað
niður, þá eru fastir samn-
ingar til ákveðins tíma
miklu öruggari, jafnvel
þótt með einhverjum fyrir-
vörum sé. Ákvæðin um
verðtryggingu, þ.e.a.s. vísi-
tölubindingu, voru einmitt
samþykkt á árinu 1964 til
þess að unnt væri að fá
samningsgerð til sæmilega
langs tíma“.
★
Þegar þetta var skrifað,
var kunnugt um erfiðleika
hraðfrystihúsanna vegna
verðfallsins síðari hluta árs
1966 og hráefnisskorts
sumra þeirra. Því fer svo
fjarri, að þarna sé lítið gert
úr þessum örðugleikum, að
berum orðum er tekið fram,
að þeir muni „fyrirsjáanlega
fara vaxandi, ef ekki verð-
ur að gert“. Þá bendi ég í
grein minni m.a. á nauðsyn
þess, að gerðar verði ráð-
stafanir til skynsamlegri
hagnýtingar fiskveiðiland-
helginnar, og þar með bætt
úr hráefnisvöntuninni. Um
þetta fékkst ekkert sam-
komulag, en verðfallið fór
vaxandi og reyndist varan-
legra en menn höfðu vonað
fyrir áramót. Þegar fram á
árið 1967 kom, varð einnig
Ijóst, að síldarútvegurinn
hlyti að lenda í örðugleik-
um, vegna hins mikla verð-
falls, sem varð á síldar-
bræðsluafurðum síðari hluta
ársins 1966, en varð þá ekki
eins tilfinnanlegt og ella
vegna mikils aflamagns,
enda urðu verulegar sveifl-
ur á verðinu undir árslok.
Af þessum sökum og áður
en til hlítar varð ljóst,
hversu vetrar- og vorvertíð
1966 reyndist örðug, sagði
ég í almennum stjórnmála-
umræðum, eldhúsumræð-
um, um miðjan apríl 1967, á
þessa leið:
„Á meðan við erum svo
háðir sveiflum vegna afla
og verðlags, sem raun ber
vitni, er ógerlegt að segja
fyrir um það, hverjum úr-
ræðum þurfi að beita á
hverri stundu, en frelsið
mun lengst af reynast bezta
leiðarstjarnan. Jafnframt
ber að keppa eftir að draga
úr óvissu og sveiflum, og
verður það ekki sízt gert
með því að skjóta fleiri
stoðum undir efnahaginn,
hagnýta allar auðlindir
landsins“.
Nokkrum dögum síðar var
haldinn Landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins, og segir í
stjórnmálayfirlýsingu hans
sem samþykkt var hinn 23.
apríl, m.a.:
„Hið mikla verðfall á
ýmsum af helztu útflutn-
ingsafurðum sjávarútvegs-
ins hefur þó leitt til verð-
lækkunar hráefnisins og
þar með rýrt afkomu sjó-
manna og útgerðarfyrir-
tækja. Ríkisvaldið hefur leit
azt við að draga úr afleið-
ingum verðfallsins með
auknum framlögum úr ríkis
sjóði til sjávarútvegsins á
þessu ári, þótt slíkar að-
gerðir geti að sjálfsögðu
ekki vegið á móti svo gífur-
legu verðfalli afurða veiga-
mikilla greina sjávarútvegs
ins eins og nú hefur orðið
raun á. Jafnhliða hefur með
ákvörðuninni um verðstöðv
un verið gerð nauðsynleg
ráðstöfun til að hindra
hækkun reksturskostnaðar
útflutningsatvinnuveganna.
Áður fyrr hefðu jafn stór-
felldir erfiðleikar atvinnu-
veganna samstundis valdið
viðskiptahöftum, nýjum á-
lögum og kjaraskerðingu al-
mennings, en vegna trausts
fjárhags ríkissjóðs og gjald-
eyrisvarasjóðsins hefur til
þessa verið hægt að ráða við
þessa miklu erfiðleika án
þess að skerða viðskipta-
frelsi eða kjör almennings“.
Engum ólæsum manni
getur dulizt, að þarna er
gefið til kynna, að ef þessir
erfiðleikar standi langa
hríð, hvað þá ef þeir fari
vaxandi, þá verði ekki
hjá því komizt að „skerða
viðskiptafrelsi eða kjör al-
mennings“.
Ég legg áherzlu á, að allt
er þetta sagt í upphafi kosn-
ingabaráttu, á meðan enn
var ekki vitað um afkomu
vetrar- og vorvertíðar, og
auðvitað áður en raun væri
komin á afla, verðlag og
markað á síðari tveim
þriðju hlutum ársins. Skilj-
anlegt væri, ef andstæðing-
arnir sökuðu Sjálfstæðis-
menn um að hafa ekki sagt
nógu skýrt hverjum úr-
ræðum skyldi beita, ef illa
færi, heldur láta það standa
opið með þeim hætti, sem
lýsti sér bæði í orðum mín-
um og að nokkru leyti í
stjórnmáiayfirlýsingu Lands
fundarins. Þvílíkri gagnrýni
væri því til að svara, að
aldrei verður með vissu sagt
um, hvaða úrræðum beita
skuli, ef neyðarástand skap-
ist, slíkt hlýtur að fara eftir
-atvikum hverju sinni. En
þeirri gagnrýni þarf ekki
að svara, einfaldlega af þvl,
að hún er ekki borin fram,
heldur er þrástagast á hinu,
sem er fjarri sanni, að Sjálf-
stæðismenn hafi fullyrt, að
allt mundi vera í lagi, ein-
ungis ef stjórnin fengi nægi
legt fylgi. Að vísu er rétt,
að það er forsenda þess, að
við málin verði ráðið, að
starfhæf stjórn sé til í land-
inu, stjórn, sem rétta stefnu
hefur. En Sjálfstæðismenn
létu sér ekki nægja að
brýna þetta fyrir kjósend-
um heldur minntu menn hik
laust á þá örðugleika, sem
að nokkru leyti voru skolln
ir á og í einhverjum mæli
verður ætíð að búast við á
meðan atvinnuvegir okkar
eru jafn einhæfir og raun
ber vitni.
★
Þegar líða tók á árið, varð
ljóst, að örðugleikar atvinnu
veganna urðu miklu meiri,
en nokkur hafði fyrirfram
getað látið sér til hugar
koma. Um miðjan nóvember
voru horfur á, að verðmæti
útflutnings á árinu 1967
yrðu 1500—2000 millj. krón-
um minni — að óbreyttu
gengi — en var á árinu 1966,
en þá nam útflutningurinn
liðlega 6000 millj. króna.
Raunveruleg verðmætis-
rýrnun útflutningsins sýnist
enn muni verða á milli V\
og Vs hluta.
Jafnvel við, sem mest höf
um brýnt fyrir mönnum
hætturnar af okkar einhæfu
og sveiflukenndu atvinnu-
vegum, höfum ekki gert ráð
fyrir, að sveifla á einu ári
gæti orðið jafn mikil. Enda
þarf langt að leita til þess
að finna dæmi annars eins í
okkar sögu, og er um að
gera að gæta þess, að ekki
leiði til samskonar ófarnað-
ar og reyndist í kreppunni
miklu á árunum 1930—40,
en sveiflunni nú er helzt að
jafna til þess, sem þá skeði.
í þróuðum þjóðfélögum,
þar sem atvinnuvegir hvíla
á mörgum stoðum, mundi
svo snögg og gífurleg breyt-
ing trauðla geta orðið. Eins
og dæmin sýna geta þau
þjóðfélög þó engu að síður
lent í ærnum vanda.
Finnar telja sig búa við
um of einhæft atvinnulíf,
vegna þess hversu þeir séu
háðir trjávinnslu. Útflutn-
ingstekjur þeirra koma þó
ekki nema að tveimur þriðju
hlutum frá trjávinnslu, þar
sem sjávarafurðir eru í einu
eða öðru formi nær 95% af
okkar útflutningstekjum.
Engu að síður telja Finnar
sér lífsnauðsyn að fá fjöl-
breyttari atvinnuvegi og hef
ur „vinstri stjórnin“ þar —
með þátttöku kommúnista
— lagt ríka áherzlu á að fá
erlenda atvinnurekendur til
að leggja fé í eigin atvinnu-
rekstur í Finnlandi. Þó
nokkuð hafi áunnizt í þess-
um efnum og framleiðni yf-
irleitt farið vaxandi, þá hef-
ur kaupgjaldið engu að síð-
ur hækkað enn meira. Þetta
varð til þess, að Finnar
neyddust til að lækka gengi
gjaldmiðils síns um miðjan
október um 23,8%. —
Þetta gerðu þeir þrátt fyrir
það, að efnahagur þeirra
hafði farið batnandi fyrri
hluta ársins 1967, sem m.a.
lýsti sér í því, að útflutning
ur hafði aukizt um 10% en
innflutningur aðeins um
5%.
Eins er talið, að í Bret-
landi hafi efnahagsástand
farið heldur batnandi síð-
ustu misseri. Þar í landi eru
og óteljandi atvinnugreinar,
svo að því fer fjarri, að
Bretar séu háðir nokkurri
einni, í líkingu við það, sem
Finnar eru trjávinnslu og
hvað þá íslendingar fisk-
veiðum. Engu að síður
neyddust Bretar til þess,
eins og nú er nógsamlega
kunnugt, að lækka gengi
pundsins hinn 18. nóv. sl.
Þessi dæma sanna, að
margfalt öflugri þjóðir en
við, með efnahag, sem hvíl-
ir á óteljandi stoðum, hafa
talið sig þurfa að grípa til
ráðstafana, sem vissulega
eru óyndisúrræði, þó að
engin nýleg sérstök óhöpp
hafi hent þær. Þegar svo er
um þessa, þá getur enginn
sanngjam maður furðað sig
á því, að þegar íslendingar
verða fyrir jafn gei'gvæn-
legum áföllum og við höf-
um orðið á þessu ári, knýj-
umst við til að gera gagn-
ráðstafanir.
★
íslenzka ríkisstjómin vildi
þó í lengstu lög forðast
gengislækkun. Ekki vegna
þess, að gengislækkun gæti
aldrei komið til mála, a.m.k
hygg ég vandfundna þá til-
vitnun í orð min, að ég hafi
minnst á það mál svo, að ég
gerði ekki fyrirvara um, a$
víst gæti staðið svo á, að
gengislækkun yrði óum-
flýjanleg. En á meðan nokk-
ur möguleiki var til, að önn-
ur úrræði dyggðu, þótti
ríkisstjóminni rétt að beita
þeim. Tillögur um ákvarð-
anir ríkisstjórnarinnar, sem
lýstu sér í fjárlagafrum-
varpinu í haust, frumvarpi
til laga um efnahagsaðgerð-
ir og ákvarðanir um lækk-
un niðurgreiðslna á íslenzk-
um búvömm miðuðust við
þetta. Þær ákvarðanir voru
óneitanlega harðhentar,
enda var ekki reynt að
dylja, að ekki yrði umflúin
kjaraskerðing alls almenn-
ings um a.m.k. 4-5%.
Þegar á reyndi skorti
hinsvegar vemlega á skiln-
ing hinna fjölmennustu
almannasamtaka, á rétt-
mæti þessara aðgerða. Mátti
og til sanns vegar færa, að
fyrirvaralaus lækkun niður
greiðslna, sem höfðu verið
ráðgerðar a.m.k. til 1. nóv.
og bann við kauphækkun-
um vegna vísitöluhækkun-
arinnar, er menn áttu lög-
bundinn rétt til, kæmi
mönnum í opna skjöldu.
Slíkar ráðstafanir voru að
sjálfsögðu einungis fyrir-
hugaðar af illri nauðsyn,
enda var eðli málsins sam-
kvæmt, ekki auðvelt að
hafa annan hátt á, því að
opinberar samningaumleit-
anir um ráðstafanir út af
lækkun niðurgreiðslna
hefðu hlotið að leiða til stór
fellds hamsturs.
Einstakir þættir þessa
máls og þeirra viðræðna,
sem áttu sér stað, um það á
milli ríkisstjórnar og ann-
arra aðila, skulu ekki raktir
hér. Aðalatriðin eru mönn-
um enn í fersku minni. Um
miðan nóvember virtist á
yfirborði svo sem menn
væru komnir í algera sjálf-
heldu, og áttu sér þá þó enn
stað viðræður, sem gáfu
vonir um, að viðhlítandi
lausn kynni að finnast. Þá
var það hinn 19. nóv. að
brezka stjórnin lækkaði
gengi pundsins. Að athug-
uðu máli varð öllurn ljóst,
að þar með voru hinar eldri
hugmyndir úr sögunni. ís-
lendingar gátu ekki komizt
hjá því að fylgja pundinu,
a.m.k. að einhverju leyti, og
úr því að gengislækkun var
á annað borð óumflýjanleg
— og enginn skyniborinn
maður hefur haldið öðru
fram — leiddi þar af, að
sjálfan meginvandann varð
einnig á leysa á þann veg.
★
Því fór hinsvegar fjarri,
að þær athuganir og um-
ræður, sem áður höfðu átt
sér stað, væru unnar fyrir
gíg. Þá hafði Alþýðusam-
bandið lýst sig una því, að
kaupgreiðsla frá 1. des.
skyldi miðuð við dýrtíðar-
uppbót, sem reiknuð væri
eftir hinni nýju vísitölu, þó
að hún leiddi þá til nær
helmingi lægri dýrtíðar-
uppbótar en orðið hefði eft-
ir eldri vísitölunni. Alþýðu-
9ambandið féllst á þetta
vegna þess, að það taldi, að
hin nýja vísitala gæfi rétt-
ari mynd og til frambúðar
verkalýðnum hagstæðari en
hin eldri. Þetta haggar ekki
því, að vegna þessa varð
kauphækkun nú einungis
h.u.b. 3,5% í stað rösklega
6%.
Síðan var lögfest, að lög-
bundin dýrtíðaruppbót sam
kvæmt vísitölu skyldi úr
sögunni, en aðihim friálst
að semja úm kaupbætur
eftir vísitölu. Forystumenn
Alþýðusambandsins voru
raunar andvígir þeirri
ákvörðnn að fella lögbind-
ingu dvrtiðaninr>bótar úr
gildi. En ákvörðun þeirra
um að aflýsa hinum víð-
tæku verkföllum sem boð-