Morgunblaðið - 31.12.1967, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DES. 1967
17
uð höfðu verið hinn 1. des.,
sýna verulegan skilning
þeirra á hinum mikla
vanda, sem nú er við að
etja. Enda hafa þeir af þess-
um sökum orðið fyrir harðri
gagnrýni, að nokkru íeyti
opinberlega en enn meiri
bak við tjöldin, af hálfu
þeirra stjómarandsitæðinga,
sem vildu ota launþegasam-
tökunum fram til að hefja
allsherjar ófrið í þjóðtfélag-
inu í þeirri von, að þvílíkur
glundroði greiddi fyrir
valdatöku þeirra, sem . að
þessu sinni átti að verða í
formi „þjóðstjómar“.
Játa verður, að Alþýðu-
sambandið og verkalýðs-
félögin í heild hafa frá því,
að örðugleikarnir hótfust í
fyrrahaust, sýnt mun meiri
hófsemi í kröfugerð en
sumir, sem betri afkomu
hafa. Verkalýðsfélögin feng-
ust raunar ekki til að gera
beina samninga um óbreytt
kaupgjald á meðan verð-
stöðvunin stóð, en í fram-
kvæmd var yfirleitt við
hana unað af þeirra hálfu.
Aftur á móti neyddist ríkis-
stjórnin til að gera með
bráðabirgðalögum ráðstaf-
anir gegn kröfugerð tveggja
stéttarhópa, sem utan við
Alþýðusambandið em, og
tókst samt sem betur fer
með frjálsum samningum að
eyða deilunni við yfirmenn
á farskipum að lokum. Und-
ir þeirra deilu var þó óspart
kynt á báða bóga af Fram--
sóknarmönnum. Þrátt fyrir
megna óánægju um máls-
meðferð beygðu farmenn-
irnir sig af þjóðholl-
ustu fyrir allsherjar nauð-
syn. En einnig þeir, sem
frá fyrri tíð lúta sérstakri
löggjöf um kjör sín, þ.e.a.s.
oninberir starfsmenn og
bændur, þykjast illa haldn-
ir og hafa mótmælt ákvörð-
unnm löglegra gerðardóma,
sem um kröfugerð þeirra
hí»fa fjaliað.
★
Af viðbrögðum sumra er
svo að sjá sem þeir átti sig
ekki til hlítar á, að öll þjóð-
in er ein heild, svo sam-
ofin, að ef hún verður fyrir
verulegu áfalli, þá getur
enginn skorizt úr leik um
að bera nokkurn hluta byrð-
arinnar. Allir vilja verða
aðniótandi aukinnar hag-
sældar, sem einhver stétt
færir í þjóðarbúið, og á
sama hátt getur enginn vik-
íð sér undan að taka á sig
skerðingu á sínum hlut,
þegar illa gengur. Enginn
véfengir, að allir, þeir, sem
framfæri hafa af sjávarút-
vegi og fiskvinnslu, hafa á
þessu ári borið miklu
minna úr býtum en árin
næstu á undan. Enda var
strax í upphafi ársins fyrir-
sjáanlegt, að hraðfrystihús-
in vrðu rekin með litlum
ágóða eða beinum halla á
þessu ári. Einmitt þess
vegna var stofnaður verð-
jöfnunarsióður með nokkru
fr'i"'dagi af hálfu ríkisins. í
haust var síldarverð á<kveð-
ið mun hærra en efni stóðu
ti1 heiniínis í því skyni, að
síVUreiðar stöðvuðust ekki,
og unnt vrði að fullnægja
a.m.k. að nokkru samning-
um um sölu á saltaðri síld.
Af þessu leiddi, að síldar-
verksmiðjurnar hlutu að
verða reknar með fyrirsjá-
anlegu tápi þrátt fyrir lof-
orð um nokkra aðstoð rík-
isins. En það þótti á þær
leggjandi vegna góðrar af-
komu þeirra á s.l. árum.
Flestur íslenzkur iðnaður
hefur einnig átt mjög í vök
að verjast og talið gert upp
á milli atvinnugreina, þar
sem sumir hafa notið beinna
ríkisstyrkja en hann ekki.
Gengislækkunin var fyrst
og fremst gerð til þess að
rétta hlut þeirra atvinnu-
vega, sem nú hafa verið
taldir, þ.e. sjávarútvegs,
fiskvinnslu og iðnaðar. Með
henni voru aftur á móti
lagðar byrðar á launþega,
enda hefur aldrei verið far-
ið dult með, að almenn
kjaraskerðing væri óhjá-
kvæmileg eins og á stendur.
___ ★
Launþegar leggja eðlilega
á það megináherzlu, að
kjaraskerðing þeirra af
völdum gengislækkunar-
innar verði sem minnst.
Þar sem ýmsir forystumenn
þeirra hafa fyrr og síðar
haldið því fram, að verzlun-
argróði réði úrslitum um
vöxt verðbólgunnar, var við
því að búast, að verzlun-
arálagning væri nú mjög
ofarlega í huga þeirra. í
áramótagrein minni í fyrra
ræddi ég all ítarlega um
þessi efni og sýndi fram á
þann misskilning, sem ýms-
ir eru haldnir um þau.
Er rétt að rifja upp það,
sem ég sagði þá:
„Talið um það, að verð-
hækkanir og verðbólga séu
að kenna óhóflegum gróða
verzlunarstéttarinnar, er
sízt byggt á meiri skilningi.
Auðvitað hefur verzlunar-
álagning sína þýðingu. En
þær skýrslur, sem fyrir
hendi eru, t.d. skýrsla Efna-
hagsstofnunarinnar til Hag-
ráðs á s.l. sumri, sanna, að
þar eru fyrst og fremst aðr-
ar orsakir að verki. Þeir,
sem þetta vilja véfengja,
verða að færa rök fyrir máli
sínu. Einskisverðar fullyrð-
ingar eru haldlausar. Enda
er sízt að heyra á kvörtun-
um SÍS og KRON, þar sem
stjórnarandstæðingar hafa
öll ráð — Framsóknarmenn
í SÍS og kommúnistar í
KRON, — að verzlunar-
álagning sé of há. Ef svo
væri þá mundi hagur þess-
ara stórfyrirtækja væntan-
lega vera með allt öðrum
hætti en forráðamenn
þeirra láta í veðri vaka.
Gegn þessu stoðar ekki að
vitna í ímyndaðan gróða
einstakra verzlunarfyrir-
tækja eða byggingu verzl-
unarstórhýsa við Suður-
landsbraut. Öllum er kunn-
ugt, að fj árfestingarhömlur
höfðu hindrað eðlilega
byggingu skrifstofu- og
verzlunarhúsa hér í borg,
enda var hér orðið mjög
ólíkt um að litast og víðs-
vegar úti á landi, þar sem
hallir kaupfélaganna gnæfa
yfir alla aðra byggð, því að
til þeirra hallabygginga
höfðu fúslega fengizt leyfi
á haftatímunum.
Vafalaust er ágóði af inn-
flutningi bíla og ýmiskonar
verzlunarvöru, sem lítt eða
ekki hefur áhrif á vísitölu
eða almennt verðlag í land-
inu, og til þess að reka því-
líka verzlun þarf auðvitað
hús ekki síður en til annars
atvinnurekstrar. Blómgun
þeirrar atvinnu er bein af-
leiðing áf stórbættum hag
almennings. Þjóðartekjur í
raunverulegum verðmæt-
um eru nú vafalaust a.m.k.
50 % meiri en þær voru í
árslok 1958. Að nokkru
stafar þetta af hagstæðri
verðlagsþróun, að öðru leyti
af auknum afla, bættri
framleiðni og ýmsu fleiru.
Þrátt fyrir stórbættan hag,
þá höfðu menn sem betur
fer einnig til hnífs og skeið-
ar á vinstri stjórnar tíman-
um. Hin stórkostlega tekju-
aukning, sem síðan hefur
orðið, lýsir sér þess vegna
að mestu í fjölbreyttum
vörukaupum, sem með eðii-
legum og óhjákvæmileguni
hætti hafa orðið til þess að
auka mjög umsetningu í
Verzlun og draga fleiri
menn til verzlunarstarfa.
Eftirspurnin eftir marghátt-
aðri vöru er miklu meiri en
áður. Þessa auðsæja atriðis
virðist oft ekki gætt hjá
þeim, sem tíðast gera sér far
um að kenna verzlunarst.étt-
inni um allt það, er þeir
telja hér vera áfátt.
I þessu sem öðru er sjálf-
sagt að hafa það, sem sann-
ara reynist. Þess vegna er
um að gera að afla hlut-
lausra og öruggra skýrslna
um öll þessi mál. En þá
verða menn einnig að
hafa drengskap og vit til
þess að taka mark á þeim
gögnum, sem fram koma,
jafnvel þótt þau kunni í
einhverju að hagga því, sem
þeir áður héldu rétt vera“.
Nú óskaði Alþýðusam-
bandið eftir því að fá beina
aðild að verðlagsnefndinni.
Á því fyrirkomulagi eru
ýmsir ókostir, en ef laða á
aðila til samstarfs, verður
nokkuð til að vinna. Og at
hinum tilvitnuðu orðum í
grein minni í fyrra kemur
fram, að ég taldi samstarf
þessara aðila að verðlags-
málum beinlínis æskilegt
til að eyða tortryggni. Þetta
áréttaði ég enn í setningar-
ræðu minni á 17. Lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins
hinn 20. apríl:
...... ríkisstjórn, hver
sem hún er, hlýtur að leggja
höfuðáherzlu á stöðugt
samstarf við stéttasamtök-
in um að hindra hættulegar
verðhækkanir og halda
kaupgjaldi og verðlagi í
samræmi við breytilegan
efnahag og afkomu þjóðar-
innar. En til þess að svo
megi verða þá er óhjá-
kvæmilegt að rétt sé haft
við og það blasi við öllum“.
★
Meginefni málsins er, að
ekki er hægt að búast við að
þeir, sem lakast eru settir,
uni skerðingu á sínum hlut,
nema því aðeins, að þeir
sannfærist um, að rétt sé
haft við og þeir eigi kost á
að sannfærast um það af
eigin raun. Allt annað mál
er, að út af fyrir sig eru
verðlagshöft óæskileg, og
þeim á ekki að beita nema
sérstaklega standi á, enda
mundu Sjálfstæðismenn
hafa afnumið þau á undan-
förnum árum, ef þeir hefðu
einir ráðið. En svo var ekki
og nú þegar draga verður
úr verðhækkunum með öllu
mögulegu móti, þá eru slík
höft óhjákvæmileg, þangað*
til sæmilegt jafnvægi hefur
aftur komizt á, væntanlega
undir árslok 1968.
Raunin varð sú, að í verð-
lagsnefnd vildu fulltrúar
launþega ganga lengra í
álagningarlækkun en sann-
gjarnt sýndist. Ríkisstjórn-
in lagði sig fram um að
koma á sættum, og fékk mál
um svo um þokað, að veru-
lega munaði í sanngirnis-
átt fyrir verzlunarstéttina.
Jafnframt því sem af hálfu
ríkisstjórnarinnar var ótví-
rætt lýst yfir, að hin harka-
legu ákvæði yrðu endur-
skoðuð ‘ innan nokkurra
vikna til að sníða af þeim
annmarka, þó að þau verði
að haldast í heild meðan
verðhækkanir af völdum
gengislækkunarinnar eru að
ríða yfir.
Engum sanngjörnum
manni kemur til hugar að
neita, að þessar ráðstafanir
eru harkalegar fyrir verzl-
unarstéttina. En nú er ekki
verið að úthluta gróða,
heldur jafna niður tapi, sem
þjóðarheildin hefur orðið
fyrir. Tilvitnuðum orðum í
áramótagrein mína í fyrra,
þar sem ég hrakti óréttmæt-
ar ásakanir á verzlunar-
stéttina, lauk svo:
„Hvað, sem er um ágóða
verzlunarinnar og þátt
hennar í vexti verðbólgu,
þá er eðlilegt, að ef aðrir
eiga að leggja á sig hömlur
til þess að halda verðbólg-
unni niðri, þá taki verzlun-
in einnig að sínu leyti þátt
í þeirri viðleitni".
Þetta á ekki síður við nú
en þá, enda bera allir sig nú
illa yfir, að hlutur þeirra
hafi minnkað frá því, að
mest var.
Þessu til viðbótar kemur,
að verzlunarstéttin á ekki
síður en aðrar, mikið undir
því að gengislækkunin nái
tilætluðum árangri, og að
verðhækkanir verði ekki
svo miklar, að komið verði
í veg fyrir, að jafnvægi
myndist skjótlega. Ef geng-
islækkunin leiðir til nýrrar
verðbólguöldu vegna víxl-
áhrifa hækkana kaupgjalds
og verðlags, þá eru úr sög-
unni skilyrði fyrir frjálsri
verzlun. Nógu slæmit er að
hafa neyðzt til þess að setja
á verðlagshöft um sinn, en
enn helzt frjáls innflutn-
ingur og frjálst athafnalíf í
landinu.
Til lengdar er velferð
þjóðarinnar undir því kom-
in að hún fái notið þessara
gæða, en tortíming þeirra
bitnar fyrst og fremst á
verzlunarstéttinni. Og þau
haldast ekki af sjálfu sér.
Með þjóðinni er stór hópur
manna, sem telur atvinnu-
og verzlunarfrelsi ekki til
gæða, heldur horfa til
hættu og bölvunar. Átökin
í íslenzkum stjórnmálum
síðustu ár hafa fyrst og
fremst verið um þetta. Þeir,
sem vilja núverandi ríkis-
stjórn feiga eða torvelda
störf hennar, vinna ýmist
vísvitandi eða án þess að
gera sér grein fyrir eðli og
samhengi málanna, að því
að koma á varanlegum
verzlunarhöftum og víð-
tækri ríkisforsjá.
★
Við engan vanda verður
ráðið nema menn geri sér
grein fyrir eðli hans og or-
sökum. Eins og þegar er
sagt, þá hefur hið íslenzka
þjóðfélag orðið fyrir alvar-
legum áföllum á þessu ári,
áföllum, sem hvarvetna
hefðu hlotið að valda geig-
vænlegum erfiðleikum,
hefðu þau borið að í sama
mæli. Fáar eða engar þjóðir
eru eins háðar útflutnings-
verzlun og við íslendingar,
þegar af því hversu fram-
leiðslugeta okkar er einhæf.
Af þessu leiðir, að þegar við
skyndilega verðum fyrir
skerðingu á útflutningstekj-
um, sem nemur V4 til Vs, þá
hlýtur það að varða hag
hvers einasta manns í land-
inu. Það er ótrúlegt en samt
satt, að í miklum ábyrgðar-
stöðum finnast menn, sem
láta eins og þetta skipti
engu máli og reikna sér til,
að þjóðin hafi í ráuninni
ekki orðið fyrir neinum
halla. Þegar til lengdar læt-
ur þarf ekki að eyða orðum
á þá, sem svona tala, enda
eru þetta hinir sömu og
voru búnir að reikna sér út
sigur í kosningunum í sum-
ar, þvert ofan í það, sem
raun var á. Hiriir eru fleiri,
sem að vísu játa í orði, að
alvarlegir hlutir hafi gerzt,
en ætlast í verki til, að aðrir
taki á sig byrðarnar, en
sjálfir sleppi þeir. Þeim,
sem svo hugsa, fer áreiðan-
lega fækkandi, en enn þurfa
margir brýningar við.
En jafnvel sumir þeirra,
sem skilja, að þjóðin hafi
orðið fyrir alvarlegu áfalli,
gera sér ekki til hlítar grein
fyrir orsaka samhenginu.
Enginn mannlegur mátt-
ur ræður gæftum né fiski-
göngum. íslendingar ráða
ekki verðlagi á mörkuðum
í Bandaríkjunum eða Vest-
ur-Evrópu né geta sagt vald
höfum Austur-Evrópu fyrir
um það, hvaða verð þeir
eigi að greiða fyrir afurðir
okkar. Við ráðum ekki afla-
magni, hvorki við strendur
Noregs né Perú, eða fisk-
íramboði á Bandaríkj amark
aði, né getum við stöðvað
sívaxandi fiskiflota Sovét-
Rússlands. — Forráðamenn
Efnahagsbandalagsins og
Fríverzlunarbandalags setja
ákvarðanir um innflutnings-
leyfi og tolla án þess að
spyrja okkur ráða. Og páf-
inn heimilar kaþólskum
mönnum að borða kjöt á
föstudögum, hvort sem okk-
ur líkar betur eða verr. Þótt
við værum allir af vilja
gerðir, getum við ekki einu
Framhald á bls. 18