Morgunblaðið - 31.12.1967, Síða 27

Morgunblaðið - 31.12.1967, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DES. 1»67 27 Mont Laurier, 30. des. AP NIU börn brunnu til bana í fyrrakvöld, þegar kiknaði í íbúðarhúsi í Lac des Iles, skamnit frá Mont Laurier í Quebec í Kanada. Foreldrar barnanna, hr. og frú Roland, komust lífs af úr brunanum, en voru flutt í sjúkrahús mik ið brennd. Lausaleiksbörn- um f jölgar í USA New York, 30. des. AP. 1 SKÝRSLU, sem birt var í New York í dag segir, að fjöldi óskil- getinna barna í Bandaríkjunum hafi þrefaldazt frá þvi árið 1940. Fjölgunin varð sériega ör fram til ársins 1957, en síðan hefur hún verið minni og nokkuð stöð- ug ár frá ári. f skýrslunni kemur einnig fram að meðal hvitra kvenna hefur fæðingum lausaleiksbarna farið mjög fjölgandi frá árinu 1960 en aftur á móti dregið úr þeim með- al kvenna af öðrum litarhætti. Parísarsendi- ráðið UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur ákveðið, að fró og með 1. jan- úar 1968 skuli sendiráðið í París annast gæzlu hagsmuna íslands hjá Evrópuráðinu. Samtímis er felld niður staða sérstaks fasta- fulltrúa með aðsetri í Bonn. (Frá Utanríkisráðuneytinu). Vopnahlé iiamlengt Saigon, 30. des. (AP) STJÓRN Suður-Vietnam til- kynnti í Saigon í dag að hún hefði ákveðið að framiengja um 12 klukkustundir áður ákveðið sólarhrings vopnahlé um ára- mótin. Kemur þetta fram í yfirlýs- ingu utanríkisráðuneytisins þar- sem segir að framlengingin sé í anda áskorunar Páls páfa frá 15. desember, sl. um að halda 1. jan úar hátíðlegan sem „dag friðar- ins“. Samkvæmt þessari ákvörðun verður vopnahlé í Vietnám frá klukka.n 6 að kvöldi á nýársdag þar til klukkan sex á þriðjudags morgun, 2. janúar (að staðar- tíma). Moskvu, 30. des. NTB UPPLÝST er í Moskvu, að bif- reiðaútflutningur Sovétríkjanna á árinu, sem nú er að líða, muni, er allt er talið, verða um 100.000 bifreiðar, bæði fólksbif- reiðar og flutningabifreiðar. Á síðasta ári fluttu Sovétmenn út 96.000 biifreiðar, þar af 66.000 fólksbifreiðar af gerðunum Moskvitoh og Volga. >á var heildarframleiðsla bifreiða þar 675.000 stk. HLJÓMSVEIT Magnúsar Ingimarssonar og Ómar Ragn arsson koma fram í skemmti dagskrá sjónvarpsins í kvöld. Hljómsveitin, söngvarar henn ar og Ómar hafa skemmt þús undum um land allt, fyrst og fremst á héraðsmótum Sjálf- stæðisflokksins sl. sumar. Magnús Gislason formaður sænsk- íslenzka félagsins í Gautaborg r Okennileg dauðs föll í Dómini- knnskn lýðveld. Santo Domingo, 30 des., AP. UNDANFARIÐ hafa átt sér stað í Dóminikanska lýðveldinu í land búnaðarhéruðunum Manaties og Rincon, skemmt frá höfuðborg- inni, Santo Domingo, nokkur ókennileg dauðsföll, sem öll bera sama svip. Virðist fólkið kafna til bana, það froðufeliir og ber dauða þess mjög brátt að eftir að froðunnar verður vart i munni og nefi. Á þriðja tug manna hefur nú látizt með þessum hætti, þar á meðal nokkur börn og er enn allt á huldu um hvað valdi ókennilegum aldurtila þess, en igetgátur eru uppi um að hér muni vera um að ræða eitrun af völdum efnis sem úðað er á syk- urreyrsekrur landsmanna. Forseti Dóminikanska lýðveldisins, Joa- quín Balaguer, hefur skipað nefnd sérfóðra lækna til þess að kanna málið til hlítar. Jar.ðskjálftakippir fóru í morg un um nokkurt svæði í Mum- boldthéraði í Norður-Californiu. Ekki er vitað um slys á mönn- um eða eignatjón. ANNAN desember sl. var hald- inn aðalfundur sænsk-islenzka félagsins í Gautaborg. Eskil Tistad, tollstjóri í Gauta borg, ritari félagsins, setti fund- inn og minntist nokkrum orðum Gullbrands Sandgren, aðalræð- ismanns íslands í Gautaborg, formanns félagsins, er lézt sl. vor. Heiðruðu fundarmenn minn ingu hins mæta íslandsvinar með því að rísa úr sætum sín- um. Samkvæmt tillögu Eskils Ti- stad var Björn Steenstrup majór kjörinn fundarstjóri. Magnús Gíslason, fil. lic., var kjörinn formaður félagsins til næstu tveggja ára, en með hon- um i stjórn eru: Pálmar Ólason arkitekt, varaformaður, Guy Winkfield hagfræðingur, ritari, Allan Satherström skrifstofu- stjóri, gjaldkeri. Aðrir í stjórn eru: Gunnar Iverström auglýs- ingastjóri, frú Björg Ingvars- dóttir Gústafsson, Peter Hall- berg dócent, Björn Steenstrup majór og Eskil Tistad tollstjóri. Að aðalfundi loknum hófst fullveldisfagnaður félagsins. Björn Steenstrup stjórnaði hóf- inu. Magnús Gíslason fil. lic. flutti ávarp í tilefni dagsins. Og skemmtu menn sér vel við söng og dans fram yfir miðnætti. —; Samkomuna sóttu um 70 manns aðallega fslendingar búsettir í Gautaborg og nágrenni. Sunnudaginn 3. des. sl. efndi Norræna félagið í Malmö til Lúciuvöku með íslenzkri dag- skrá í Kockska Krogen. Magnús Gíslason flutti erindi, er hann nefndi fsland — söguey og fram tíðarland. Að erindinu loknu sýndi hann Surtseyjarkvikmynd Osvalds Knudsen og söng nokk ur íslenzk þjóðlög m.a. rímna- lög og vikivakalög. Arne G. Prytz, aðalræðismað- ur íslands í Malmö, hafði boð inni á heimili sínu fyrir íslend- inga og íslandsvini í Malmö og nágrenni í tilefni af fullveldis- degi íslands. Meðal gesta var m.a. stjórn sænsk-íslenzka fé- lagsins í Lund og Malmö og for maður Norræna félagsins í Malmö, Dagmar Edquvist rithöf- undur. Flug um úromót FLUGFÉLAG ÍSLANDS bjóst við að flogið yrði á tvo staði inn- anlands í dag, til Yestmannaeyja og til Akureyrar. Einnig átti að fijúg til ísafjarðar ef veður hamlaði fiugi á laugardag. Á ný- ársdag liggur allt flug niðri, en á annan í nýári hefjast áætlunar- ferðir að nýju. Sex nýir HINN 9. desember voru sex hagræðingarráðunautar braut- skráðir af Iðnaðarmálastofnun íslands. en fyrir tveimur árum voru 7 fyrstu hagræðingaráðu- nautarnir brautskráðir. Eru nú 13 menn, sem hlotið hafa þessa menntun, og lokið eins árs fram- haldsnámi samkvæmt sérstakri áætlun, som samin hafði verið hagiræðiráðunautar að tilhlutan félagsmálaráðu- neytisins og komið hafði til fram kvæmda 1964. Sveinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri IMSÍ afhenti hin- um nýju ráðunautum skírteini sín og ávarpaði þá með nokkr- um orðum. Nám þeirra stóð í 11 mánuði og dvaldist hópurinn um helming þess tíma erlendis, lengst af í Noregi við hagræð- ingardeild Statens Teknologiske Institutt, en einnig dvaldist hann um skeið í Danmörku og Sví- þjóð m.a. með það fyrir augum að kynnast starfsháttum og starfsskipulagi starfsbræðra sinna á Norðurlöndum. Að öðru leyti fór námið fram hjá IMSÍ. — Gunnar Thoroddsen ver doktörsritgerð sína í feb. nk. LAGADEILD Háskóla íslands Andmælendur af hálfu laga- hefur samþykkt að taka gilt deildar verða prófessor Ár- til doktorsvarnar rit Gunnars mann Snævarr, háskólarektor Thoroddsens, sendiherra, Fjöl og dr. Þórður Eyjólfsson, fyrr- mæli. Doktorsvörn fer fram verandj hæstaréttardómari. laugardaginn 24. febrúar n. k. (Frá Háskóla ísiands.) Níu börn brunnu inni — Kvikmyndir Framh. af bls. 3 fjölþættar að efni. Því telji kvik myndahúsin sér síður kleyft fjár hagslega að fá hingað slíkar myndir, en treysti meir á yngri kynslóðina. en snjallir njósnar- ar rtjóta sérstaklega mikilla vin- sælda meðal yngra fólks, sem kunnugt er. — Þetta er tilgáta mín, birt án ábyrgðar. En því tel ég, að Háskólabíó faafi sett í feitt að þessu sinni. að þetta er á margan hátt ó- venjuleg njósnamynd, sýnir dýpri alvöru og flóknari nj'ósna- aðferðir en venja er um slíkar myndir. Söguhetjunni heppnast ekki allt með svifléttum auðveld leika, hann situr ekki fáklædd- ur suður við Miðjarðarhaf í frí- um sínum, með fagrar blómarós- ir sína á hvoru hné. kneifandi viskí eða aðrar dýrar veigar. Braut njósnarans er ekki ávallt rósum stráð, ef dæma skal eft- ir þessari mynd, og efalaust varpar hún raunsannara ljósi á starf njósnara, en þær. sem hampa þeim í gullnum ævintýra ljóma. En einmitt vegna þess, hve kvikmyndahöfundur heldur sér þétt við jörðina, þótt raunar sé hann að lýsa hinum furðuleg- ustu hlutum. þá nær hann mun meiri spennu i myndina en ella. Áhorfandinn lifir sig betur inn í efnið, og aldrei slaknar á at- hygli hans. Spennan eykst eftir því sem á myndina líður, unz hún fellur í myndarlok við dramatízka, óvænta atburði. Ekki er ástæða til að rekja efni kvikmyndarinnar. enda yrði það ekki gert að marki, nema skemma heldur fyrir þeim, sem eftÍT eiga að sjá hana, draga úr eftirvæntingu þeirra. — Eins og fram hefur komið í frétt- um. er myndin byggð á metsölu- bók eftir John le Carre, en hún kom út í þýðingu Páls Skúla- sonar á vegum „Almenna bóka- félagsins“ árið 1965. — Hér er loks á ferð njósna- kvikmynd. sem ekki er ástæða til að láta unglingana eina um að skemmta sér við. Hinir nýju hagræðingarráðunautar: Sigurður Auðunson, ráðinn hjá Landssambandi iðnaðar- manna; Magnús Gústafsson, ráðinn hjá Vinnuveitendasambandi fslands; fvar Baldvinsson, ráð- inn sameiginlega hjá Aiþýðusambandi Norðurlands, Verkalýðsfélaginu Einingu og Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna á Akureyri; Guðjón Tómasson, raðinn hjá Meisfcaraféiagi járniðnaðar- manna; Þórður Gislason, ráðinn hjá Sambandi byggingarmanna og Gunnar Guttormsson, ráðinn hjá Málmiðnaðar- og skipasmiðasambandi íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.