Morgunblaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 1
24 SIÐIJR BSaiberg heim eftir þrjár vikur Líðan hans mjög góð eftir atvikum Höfðaborg, S.-Afríku. 5. jan. (AP-NTB) LÍÐAN dr Philips Blaibergs, sem skipt var um hjarta í 2. þessa mánaðar, er nú mjög góð eftir atvikum, sagði Chris tian Barnard prófessor í dag, en Barnard stjórnaði skurð- aðgerðinni á Blaiberg og einnig fyrri flutningi á hjarta í Louis Washkansky í byrjun desember s.l. Dr. Barnard ræddi við fréttaníenn í Höfðaborg í dag og sagði þá meðal annars að allar líkur hentu til þess að sjúklingurinn gæti farið heim til sín af sjúkrahúsinu eftir um það bii þrjár vikur. — Okkur er annt um að senda hjartasjúklinga heim eins fljótt og unnt er Sýkingarhætta er þar minni en í sjúkrahúsinu, og ef sjúklingurinn verður fyrir sýk- ingu, er oftast auðveldara að ráða við hana en sýkingu í sjúkrahúsi, sagði Barnard. t>ólt Blaiberg verði sendúr heim þarf hann fyrst um sinn að mæta daglega til skoðunar í Groote Schuur sjúkrahúsinu. Verður hann fluttur þangað í Framhaid á bls. 5 ■ ''V't Frjálslyndari kommúnistar taka vðldin í T ékkósióvakiu IMovotny vikið úr ritaraembætti Nýr forsætisráðherra skipaður Prag, 5. jan. (NTB). Stjórn tékkneska komm- únistaflokksins skýrði frá því í kvöld, að Antonin Novotny hefði látið af embætti sem aðalritari flokksins, og við embættinu hefði tekið Alex- ander Dubcek, sem átt hefur sæti í Æðsta ráðinu og verið formaður miðstjórnar flokks deildarinnar í Slóvakíu. No- votny gegnir áfram embætti forseta landsins. Haft er eftir áreiðanleg- um heimildum í Prag að fleiri hreytingar hafi verið gerðar á stjórn flokksins, og hafi Jo- zef Lenart forsætisráðherra úr aðalritaraembættinu. Novotny hefur gegnt embætti aðalritara flokksins frá 1958, en nú um langt skefð hefur gengið orðróm- ur um yfirvofandi breytingar, og koma þær því ekki algjörlega á óvart. Þau 14 ár, sem Novotny hefur verið flokksleiðtogi kommúnista í Tékkóslóvakíu, hefur hann jafnan verið einn tryggasti stuðn ingsmaður ráðamanna í Kreml. Þessa trúmennsku var talið að Leonid Brezhnev, leiðtogi sov- ézka kommúnistaflokksins, væri að launa að nokkru leyti þegar hann heimsótti óvænt Prag fyrir tæpum mánuði. Var almennt álit ið að heimsóknin væri gerð til að treysta Novotny í sessi, þótt nú sé öðruvísi komi'ð. Antonin Novotny tók við emb- æti aðalritara flokksins í sept- ember 1953, en embættið hafði þá verið laust í tvö ár eftir Fram'hald á bls. 5 Novotny-forseti RITHOFUNDARETT ARHOLDI MOSKVU Á MANUDAGINN verið vikið úr embætti. Við forsætisráðherraembættinu hefur tekið Oldrich Cernik, áður varaforsætisráðherra, sem almcnnt var talið til þessa að tæki við aðalritara- starfinu af Novotny. Fyrstu fréttir af þessum breyt- ingum á stjórninni í Tékkósló- vakíu bárust frá júgóslavnesku fréttastofunni Tanjung, en seinna staðfestu yfirvöld í Prag frétt- ina um brottvikningu Novotnys — Fjórmenningarnir eiga yfir höfði sér allt að sjö ára nauðungarvinnu Mo«kvu, 5. jam. (NTB). Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Moskvu að rétt- arhöld hefjist á mánudag í málum fjögurra ungra rithöf- unda, sem sakaðir eru um and-sovézka starfsemi. Fjór- menningarnir hafa setið í fangelsi í tæpt ár án þess að mál þeirra hafi verið tekin fyrir. Heimildir þessar herma að verjendur fjórmenning- anna hafi tilkynnt ættingjum þeirra að loksins hafi verið ákveðið að hefja réttarhöldin á mánudag. Fjórmenningarnir eru þau Al- exander I. Ginsburg, 31 árs, Yuri T. Galanskov, 28 ára, Alexei Dobrovolsky, 29 ára, og Vera Lashkova, 21 árs. Hafa þau öll haldið uppi vörnum fyrir rithöf- undana Yuri Daniel og Andrei Sinyavsky, sem dæmdir voru í nauðungarvinnu í Sovétríkjun- um fyrir tæpum tveimur árum. Réttarhöld í málum fjórmenn- inganna voru fyrirhuguð 11. des- ember s.l., en þeim frestað á Framhald á bls. 5 I GÆR Bátaflotinn í Reykjavik, smærri sikipin nær og hin stærri fjær. — Samningar hinna ýmsu aðila sem við báta útveginn fást standa nú sena hæst og vonir eru til að úr- slit fáist innan fárra daga. Ljósm. Mbl. Ól. K. M. tók myndina vestur við Granda- garð í gær. Stóraukin hermdarverk Saigon, 5. jan., AP. Bandarísk sendinefnd undir forystu Robert Komers, helzta ráðgjafa Bandaríkja- stjórnar varðandi friðaráætl- anir í Vietnam, segir í skýrslu sem kunngerð var í dag, að hermdarverkamenn Viet Cong hafi myrt 3.820 óbreytta borgara á sl. ári og rænt 5.368 öðrum borgurum. Tala þeirra, sem Viet Cong myrti árið 1967, var helmingi hærri en á árinu 1966. Þá rændu hermdarverkamennirnir 3.507 óbreyttum borgurum. Robert Komer segir, að aukn- ingin á hermdarverkum Viet Cong sé óafsakanleg og ómanri- leg og gefi til kynna vaxandi ör- væntingu í herbúðum óvinanna. Karachi, 3. janúar. NTB. UM 300 mannsi, þeirra á meðal fyrrverandi flotaforinigi og of- ursti, hafa verið handteknir í Pakistan vegna samsæris um að ráða Ayub Khan, forseta, af dög- um, að því er áreiðanlegar heim- ildir í Karachi hermdu í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.