Morgunblaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1968 Myndir úr borginni" Leifur Þorsfelnsson opnar málverkasýningu í Bogasal Við höfum orð á því við Leif, að hann virðist hafa gaman að sýna andstæður gamla og nýja tímans. „Kannski. Ég held þó ég haifi ekki endilegá hugsað um það. Það var bara stemming- in — jú og mótívin“. „MYNDIR úr borginni“ heitir sýning, sem Leifur Þorsteins- son, ljósmyndari, opnar í Bogasal Þjóðminjasafnsins í dag, laugardag. „Ég tek það fram, að þetta er ekki málverkasýning, held- ur ljósmyndasýning", sagði Leifuir, þegar við hittum hann uppi í safni í gær. Hann var að byrja að hengja upp mynd- irnar sínar. „Kunningi minn, einn, rauk á mig í miorgun og spurði, hvort ég væri virki- lega líka farinn að mála“. Leiifuir Þorsteinsson er mað- ur liðlega þrítugur að aldri. Að loknu stúdentsprófi, árið 1955, fór hann til Kaupmann- hafnar til náms og lærði þar ljósmyndahlið þess iðnaðar, er Danir kalla „Reklame Industri". Fyrir fimm árum kom hann heim og setti á stofn fyrrtækið „Myndiðn" og hefur rekið það síðan. Ljósmyndirnar, sem hann sýn ir í Bogasalnum eru allar fró Reykjavík: „Þetta er bara borgin eins og ég sé hana“, sagði hann, „myndirnar eru allar teknar á síðustu tveim- ur árstíðum eins og þú sérð“. Þær eru eitthvað um 40—50 talsins og sýna ýmsar hliðar borgarinnar. Við sjáum gömul hús og ný, lítil og stór, ungt fólk og gamalt, sem gengur um götur borgarinnar í dagsins önn; — lögreglan stjórnar umferð, unglingarn- ir fá sér pylsu við pylsubar- inn, pil'tur og stúlka ræðast við á götu. Sýnishorn úr dag- lega lífinu. Gamla Reykjavík við hlið hinnar nýju, báru- járnsskúra ber við hvíta steinveggi stórhýsanna. Karl- inn á kassanum að tala — ,,mér er sagt, að þesisi sé kallaður Sigurður hinn nýi, — hann heitir víst Sigurður eins og sá gamli“, sagði Leifur. Við bendum spyrjandi á mynd af gömlu húsi“ Rauða húsið á Ásvallagötunni?" Já, þarna lékum við strák- arnír okkur börn og fylgd- umst alltaf með sauðburðin- um á vorin í fjárhúsiniu, sem stóð þar, sem þú sérð nú stóra húsið. Þarna býr gott fólk — en kindurnar eru hotrfnar". Og hvar fannstu þetta? — „í Blesugrófinni. Þar er það aldrei kallað annað en HÚSIÐ — með stórum staf. Þar býr kyndugur náungi, sem hefur greinilega mjög skemmtilegt formskyn. Húsið minnir helzt á byggingar spænska arkitektisins Antoni Gaudi“. Leifur Þorsteinsson, H-DAGURINN: Umferiarnefnd R.víkur stóreykur umferðarfræðslu —Tekur að sér ákveðna þœtti umferðar- breytingarinnar í vor og hefur í því skyni setf á stofn upplýsingaskrifstofu UMFERBARNEFND Reykjavík- ur mun sitórauka umferða- fræðslu sína á næstunni, jafn- framt því seim hún hefur nú sett á laggirnar upplýsinga- og fræðsluskrifstofu luam umferða- mál. Kemur þetta til af því, að [ samkomulag heifur orðið um að ; Umferðarnefndin taki að sér ] ákveðna þætti í undirbúningi: fyrir breytinguna yfir í hægri ^ umferð og ennfremur ákveðnar framkvæmdir vegna breytingar innar sjálfrar. Þá mun hún hafa með höndum upplýsinga- og leiðbeiningarstarf eftir breyting una sjálfa. Nær þetta væntan- lega til alls höfuðborgarsvæðis- ins. Kemur þetta m.a. fram í fréttatilkynningu frá Fram- kvæmdanefnd hægri umferðar, sean Mbl. barst í gær, og fer hún hér á eftir: Vegna umferðarbreytinguna hér á landi 26. maí í vor, gengst Framkvæmd,anefnd hægri um- ferðar fyrir mjög aukinni um- ferðarfræðslu um land allt, á þeim tima sem nú er fram að breytingunni. Samkomulag hefur orðið m iii Umferðarnefndar Reykja- víkur og Framkvæmdanefndar hægri umferðar, um að Umferð arnefnd Reykjavikur taki að sér vissa þætti í undirbúningi fyrir breytinguna yfir í hægri um.ferð, og taki ennfremur að sér vissa þætti í samibandi við breytinguna sjálfa og hafi með höndum leiðbeiningarstarf eftir að hægri umferð er hafin hér á landi 26. maí n.k. Mun umiferðarnefndin eink- um vinna að þessum málum í Reykjavík, en væntanlega mun starfsemin ná til alls höfuðborg arsvæðisins. Vegna þessa samkomulags mun starf Umferðarnefndar Reykjavíkur auka-st mikið frá því sem verið hefur að undan- förnu, og þar einkum um að ræða aukningu á upplýsinga- og fræðtó'lustarfsemi. Verður þar annars vegar um að ræða al- mienna fræðslu um um.ferðar- mál, og síðan fræðslu í sam- bandi við hægri umferð sérstak lega. Þá tekur Umferðarnefnd Reykjavikur að sér að hlutast til um, að umferð á lóðum fyr- irtækja og stofnana breytist með tilliti til hægri umferðar. Góð samvinna hefur þegar tekizt á milli Umferðarnefndaf Rej’kjavíkur og Upplýsinga- og fræðslumiðstöðvar ■ H-umferðar. um útgáfustarfsemi og annað Framh. á bls. 23 Kennsla hefst aftur mánudaginn 8. fanúar í Góðtemplarahúsinu við Vonarstrœti Innritun í síma 83082 milli kl. 10-12 og 5-7 Kennt í byrjenda- cg fi amhaldsflokkum STAKSTEIMAR Þola ekki málfrelsi Það vakti mikla athygli á sín- um tíma, þegar hinu þekkta sov- ézka skáldi Boris Basternak var bannað að taka við Nobelsverð- laununum, og atburðarás ár- anna á eftir sýnir glögglega, að þar var ekki um einangraðan at- burð að ræða. Rithöfundurinn Tarsis var settur á geðveikrahæli en býr nú landflótta á Vestur- Iöndum, og nú á síðustu árum hefur vakið heimsathygli dómur yfir tveimur sovézkum rithöf- undum, Andrei Sinjavsky og Yuri Daniel, sem dæmdir voru til nauðungarvinnu í Sovétríkj- unum í febrúarmánuði árið 1966 fyrir að láta birta verk sín í vestrænum löndum. Nú um eins árs skeið hafa fjórir ungir sov- ézkir rithöfundar setið í fang- elsi austur þar, þeir Alexander Gingburg, Alexeis Dobrovolsky, Yuri Galanskov og Vera Lash- kova, en þessir fjórmenningar hafa enn ekki verið dregnir fyr ir lög og dóm. Aðfarirnar gegn Pasternak og Tarsis, dómurinn yfir Sinjavsky og Daniel og fang elsun hinna fjögurra ungu rithöf unda, sýnir glögglega að Sovét- ríkin eru ekki enn komin á það stig, 50 árum eftir byltingu bolsé vika í Rússlandi, að þetta vold- uga stórveldi þoli málfrelsi og frjálsa hugsun innan vébanda sinna. Órói En það gefur þeim, sem unna málfrelsi og frjálsri hugsun von um, að einhverjar breytingar séu í aðsigi í Sovétríkjunum, að mik il mótmælaalda virðist nú vera að magnast meðal sovézkra rit- höfunda og menntamanna vegna þessara svívirðilegu athafna. — Ýmsir rithöfundar og mennta- menn í Sovétríkjunum vinna nú ötullega og óliikað að því að fá rithöfundana fjóra leysta úr haldi og er talið, að sonarsonur Litvinovs, fyrrum utanríkisráð- herra Sovétríkjanna sé einn af forustumönnum í þeirra hópi, en hann hefur nýlega virt að vett- ugi bann sovézku öryggislögregl unnar og sent úr landi frásögn af lokuðum réttarhöldum í Moskvu yfir ljóðskáldinu Vladi- mir Bukovsky. Ennfremur sendi Litvinov úr landi samtal, þar sem lagt var hart að honum að eyðileggja þau gögn, sem hann hafði undir höndum um þessi réttarhöld, og hefur frásögn af þessu samtali bæði verið birt í bandaríska stórblaðinu New York Times og vikuritinu News week. Leggja sig í alvarlega hættu Ljóst er, að þeir sovézku rit- höfundar og menntamenn, sem tekið hafa höndum saman um andstöðu gegn stjórnarvöldunum austur þar, vegna þessara mála, leggja sig í mikla hættu til þess að berjast fyrir frelsi hinna fang elsuðu og dæmdu félaga sinna. Þeir geta hvenær sem er búist við því að hljóta sömu örlög, verða settir í tugthús, eða dæmd ir í nauðungarvinnu svo árum skiptir svo að ekki sé talað um geðveikrahælin. En fregnir herma, að ágreiningur sé um það innan æðstu stjórnar sov- ézka kommúnistaflokksins, hvort draga skuli hina fjóra ungu rit- höfunda fyrir lög og dóm, og séu þær fregnir réttar, byggjast þær | efasemdir einhverra í hópi sov j ézkra ráðamanna vafalaust á ! mótmælum rithöfundanna og menntamannanna. Ef Sovétrík- ! in eru nú komin á það stig á þroskabraut sinni, að slík mót- mæli hafi einhver áhrif og að I menn komist upp með slík mót | mæli, án þess að hljóta fangels isvist eða nauðungarvinnu fyrir. Hefur óneitanlega þokast iett- hvað í áttina til mannsæmandi [ þjóðfélags þar í landi, þótt skammt sé. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.