Morgunblaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1968 JMwguitirliifrífr Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: ílausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. SKIPASMÍÐARNAR © UTAN ÚR HEJMI Nvtt lárviðarskáld í Bretlandi CECIL DAY LEWIS, eitt kunnasta ljóðskáld Breta, hef ur verið .skipaður lárviðar- skáld í stað John Masefields, sem lézt í maí í fyrra. Síðan á 17. öld hafa mörg af kunn- ustu Ijóðskáldum Breta gegnt þassu heiðursembætti, þeirra á meðal Wordsworth, Sout- hey og Tennyson, en eirus og Cecil Day Lewis sagði þegar honum hafði verið sýndur þessi heiður, þá veit enginn hvaða hlutverki lárviðarskáld eiga að gegna. En staðan hefur áunnið sér hefð, sem Bretar vilja ekki ieggja niður. Day Lewis er staðréðinn í að ná sér í íbarlega bók sem skrifuð hefur verið um lárvið arskáldin til þess að kynna sér hlutverk þeirra. Síðan hon um var tilkynnt fyrir nokkr- um vikum að hann yrði gerð- ur að lárviðarskáldi hefur hann alltaf ætlað að fara á bókasafnið í Greenwich, þar sem hann á heima, til þess að kynna sér þessa ítarlegu bók eftir Kennetih Hopkins, en hann segist ekki hafa kunnað við að gera það fyrr en hann væri opinberlega skipaður. Launin eru lág miðað við nútímaaðstæður, aðeins tæp 100 pund, en ættu að hrökkva fyrir whisky í nokkra daga, segir Day Lewis. Lewis segir, að hirðskáid hafi litlu hlutverki að gegna nú á dögum ,en ef ti'l vill gætu afiburðir eins og Aber- fan-slysið eða merkir atburð- ir innan konungsfjölskyldunn ar gefið tilefni til kveðskap- ar. Fyrir átta árum orti hann drápu í tilefni fæðingar Andrésar prins vð tónlist eft- ir Sir Arthur Bliss, Drápan endaði þannig: You princely babe, oyu For you we bring pretty dear, The birthday honours of the quickening year. Reyfarahöfundur og sósía- listi. Skipun Cecil Day Lewis í stöðu lárviðarskálds kemur ekki á óvart. Hann komst í fremstu röð brezkra ljóð- skálda á árunum fyrir heims- styrjöldina síðari, um svipað leyti og Auden, Spender og MacNeice. Hann hefur feng- izt talsvert við ljóðaþýðing- ar. Síðasta ljóðabók hans, The Room and other poems, kom út 1965. Cecil Day Lewis fæddist á írlandi 1904. Faðir hans var aðstoðarprestur í írsku kirkj- unni og fjölskyldan fluttist til Engiands þegar hann var aðeins tveggja ára gamall. Móðir hans lézt þegar hann var í bernsku og faðir hans hafði mikil áhritf á hann á uppvaxtarárunum, Að lokinni venjulegri skóla- göngu stundaði hann nám í Oxford um fjögurra ára skeið, og síðan fékkst hann við blaðamennsku en fékk fljótlega leið á henni og gerð- ist kennari við barnaskóai í Summerfields skammt frá Ox ford og seinna í Cheltenham, um átta ára skeið. Á Oxford- árum sínum kynntist Day Lewis ljóðskáldinu Auden. Fyrsta Ijóðabók hans kom út 1929 og vakti litla eftirtekt, en T.E. Lawrence (Arabíu- Lawrence") varð hrifinn af henni og benti Winston Crurc hill á hana. Cecil Day Lewis gekk að eiga fyrri konu sína 1928 og áttu þau tvo syni. Þau skildu 1951. Með seinni konu sinni, Jill Balcon, á hann einn son og eina dóttur. f Chöltenham tók Day Lew is að semja leynilögreglusög- ur undir dulnefninu „Nicholas Blake“. Þetta vorfu sbormasöm ár í lífi hans, meðal annars vegna þess að fyrsta leynilög reglusagan fjallaði um ástir aðstoðarkennara og eigin- konu skólastjórans. Þá var Day Lewis eindreginn komm- únisti á þessum árum, og var sú stjórnmállaskoðun var lit- in hornauga í heimavistarskól um. Ljóð hans frá þessum ár- um þykja léleg. Trú hans á málstað komúnismans stóð til 1939, en þótt hann segði skil- ið við flokkinn gekk hann ekki í lið með andstæðingum kommúnista. Hann gerðist sósíalisti og er það enn. Leynilögreglusögur Day Lewis, sem hann samdi undir dulnefninu „Nicholas Blake,“ urðu tiil vegna þess að þakið lak og hann fékk sendan reikn ing er hljóðaði upp á 100 pund. Svo vinsælar urðu leyni lögreglusögur hans, að hann gat hætt kennslu og helígað • sig kveðskap eingöngu. Á heimsstyrjaldarárunum starf- aði Day Lewls í upplýsinga- málaráðuneytinu og gaf út bækur og bæklinga. Framíhald á bls. 17 Cecil Day Lewis, arftaki John Masefields. egar á s.l. sumri var ljóst, að vegna erfiðleika sjávar- útvegsins væri hætta á verk- efnaskorti í hinum unga skipasmíðaiðnaði, sem byggzt hefur upp í landinu á örfáum árum. Uppbygging þessarar nýju iðngreinar hefur verið með slíkum myndarbrag, að telja má að skipasmíðastöðv- arnar í Arnarvogi, á Akur- eyri, Akranesi og ísafirði geti smíðað allt að 10 fiskiskip á ári, en talið er að endurnýj- unarþörfin séu 15 bátar á ári, ef allt er með felldu. Ráðherrar iðnaðar- og sjá- varútvegsmála, þeir Jóhann Hafstein og Eggert G. Þor- steinsson tóku þegar upp við- ræður við Fiskveiðasjóð og viðskiptabankana s.l. sumar, um ráðstafanir til þess að mæta þeim verkefnaskorti, sem virtist yfirvofandi hjá skipasmíðastöðvunum og stuðla þannig að því, að hin nýja iðngrein gæti staðið af sér erfiðleikana og að henni vrði veitt aðstoð til þess að brúa það bil, sem skapast mundi í verkefnum. Þær leiðir, sem þá þegar var rætt um, voru annars vegar fjáröflun fyrir skipa- smíðastöðvarnar og sérstök fyrirgreiðsla í því sambandi og hins vegar að strandferða- skipin tvö, sem þá hafði verið tekin ákvörðun um að byggja, yrðu smíðuð innanlands. Nú hefur verið ákveðið, að bæði strandferðaskipin verði smíð- uð í skipasmíðastöðinni á Akureyri, en það kom fylli- lega til álita, að annað skipið yrði smíðað fyrir norðan en hitt fyrir sunnan, enda var munur á verðtilboðum þess- ara tveggja skipasmíðastöðva tiltölulega lítill að lokum. Endanlega niðurstaðan varð þó sú, að hagkvæmara mundi að smíða bæði skipin fyrir norðan, en þá var jafnframt öllum ljóst, að nauðsynlegt mundi verða að veita Stál- vík í Arnarvogi aðstoð. Seðlabankinn hefur nú það verkefni með höndum að vinna að öflun lánsfjár til smíði strandferðaskipanna á Akureyri og jafnframt er ljóst, að útvega þarf fjár- magn til þess að standa undir nýjum verkefnum hjá Stál- vík. Nú eftir áramótin hafa vandamál skipasmíðastöðv- anna enn verið rædd og reynt að finna leiðir til þess að auka um sinn lánveitingar út á fiskiskip smíðuð innanlands úr 75% í 85%, þó þannig að þessi aukning verði aðeins meðan erfiðleikarnir steðj- uðu að, en ekki beri að líta á hana sem varanlega. Ástæða er til að taka það skýrt fram, að viðskiptabank- arnir hafa veitt mjög mikla fjármuni til skipasmíðastöðv- anna og skipasmíðastöðvarn- ar hafa alltaf frá árinu 1965 verið á framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar, og ekki þarf að rekja það oftar, að ríkisstjórnin, undir forustu iðnaðarmálaráðherra, Jó- hanns Hafsteins, hefur lagt á það alveg sérstaka áherzlu að stuðla að uppbyggingu stál- skipasmíðanna í landinu og eflingu þeirra, með þeim ár- angri, að skipasmíðastöðvarn- ar geta nú annað % af endur- nýjunarþörf fiskiskipaflotans í landinu og hafa allar stækk- unarmöguleika. Vandamál Slippstöðvarinn- ar á Akureyri hafa nú verið leyst, en vandamál Stálvíkur eru enn óleyst. Þó er engin á- stæða til að örvænta, að ekki takist að leysa verkefnaskort þeirrar skipasmíðastöðvar einnig, og að því er nú unnið Stálvík hefur nú þessa dag- ana gert samning um smíði 130 tonna báts, en vonandi líður ekki á löngu þar til samningar verða gerðir um smíði stærri fiskibáta. Það er alveg óþarfi fyrir stjórnarandstæðinga og aðra að veita ríkisstjórninni ein- hverjar áminningar um þessi mál. Eins og að framan er rakið, hefur ríkisstjórnin unn ið ötullega að lausn verk- efnaskorts skipasmíðastöðv- anna og hefur þegar náð um- talsverðum árangri í þeim efnum. Til þess má ekki koma að hin nýja og myndarlega iðngrein lognist út af vegna stundarerfiðleika, Þess vegna munu menn treysta því, að ekki takist síður til um lausn á vandamálum Stálvíkur en Slippstöðvarinnar á Akur- eyri. HRIPLEK HÚS að er furðu algengt, nú á tímum nýrrar byggingar- tækni og margvíslegra nýj- unga í húsasmíðum, að hin rambyggilegustu steinhús leki, bæði með veggjum og í lofti. Þetta virðist orðið svo algengt, að hér getur tæpast verið um einangruð fyrir- brigði og undantekningar að ræða. Þetta er þeim mun furðulegra, sem það var fá- títt hér áður fyrr, þegar tæknin við húsabyggingar var takmarkaðri, að leki væri í húsum og jafnvel sjaldgæft, að torfkofarnir væru lekir, en steinhallir nútímans stand f ast greinilega ekki veður og vinda. Það er full ástæða til þess fvrir bæði arkitekta og þá að- ila, sem að húsabyggingum vinna og á þeim bera ábyrgð að taka þetta mál til mjög rækilegrar athugunar. Því verður ekki trúað, að húsa- gerð þurfi nauðsynlega að fara aftur á sama tíma og tæknin eykst, og auðvitað er það gersamlega óþolandi fyr- ir þá, sem leggja fram mikið fé til húsasmíða, að hin ram- byggilegu steinhús hripleki svo á eftir. HAFÍSINN ¥7nn einu sinni hefur hafís- inn gert vart við sig hér á landi og undirstrikað þá staðreynd, að ekki má mikið út af bera til þess að erfið- leikar verði um alla aðdrætti. Ljóst er, að siglingaleiðin fyr- ir Norðurlandi og Vestfjörð- um getur auðveldlega lokast vegna hafísa og allir þekkja að vegir geta auðveldlega teppzt vegna snjóalaga. Af þessum sökum er full ástæða til að vekja máls á þeirri nauðsyn að birgðum nauð- synjavara verði komið upp í þeim landshlutum, þar sem vá getur orðið fyrir dyrum mjög skyndilega vegna hafíss og annarra náttúruafla. Það er of seint að leysa þau vanda mál, þegar erfiðleikarnir hafa dunið yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.