Morgunblaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1968
Hverfisgötu 103.
Simi eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald
Sími 14970
Eftir lokun 14970 e5a 81748
Sigurður Jónsson
BÍLALEIGAN
- VAKUR -
Sundlaugavegi 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
RAUÐARARSTÍG 31 SÍMl 22022
Til leigu
íbúð, 4 herb. og eldhús í Vest-
urborginni. Reglusemi og góð
umgengnj úskilin. — Tilboð
ásamt nánari uppl. sendist
afgr. Mbl. fyrir mánudagskv.
merkt: „íbúð 5402“.
Til leigu
Lítil 3ja herb. risíbúð í Vest-
urbænum. Reglusemi og góð
umgengni áskrilin. Tilboð
ásamt nánari uppl. sendist
afgr. Mbl. fyrir mánudagskv.
merkt: ,,Vestu:rbær 5401“.
AU-ÐVITAÐ
ALLTAF
Völvur og tölvur
Úlfur Itagnarsson, læknir,
skrifar:
,'í gær var nýársdagur, og
þá voru nokkrir ágætir menn
kvaddir að hljóðnemanum (í
hljóðvarpinu) til að ræða, hvað
verða mundi ár 2000.
Ekki féllu mér þessar um-
ræður. Þær voru óraunhæfari
en efni stóðu til. Óraunhæfni er
það að taka ekki með í reikn-
inginn þær staðreyndir ,sem
miklu ráða um útkomuna.
Enginn minntist á það, að
gagni, sem blasir við starfandi
lækni hvern dag, að taugaveikl
un færist í aukana. Þar getur
engin tölva leyst úr dæminu.
Þar gefst sennilega betur að
nota góða, gamla völvu, rödd
ina í eigin brjósti. Hver veit>
nema hinar góðu, gömlu völv-
ur eigi enn eftir að reynast
mannkyninu hollari en tölvur
þær, sem trúað er á. Tölvurnar
segja ekki orð, nema þær séu
>,mataðar“ á forsendum fyrst.
Og ranglega mötuð tölva gef-
ur röng svör. Vitið þið það?
Tæknifræðingar rnunu aldrei
leysa ráðgátur mannsfhjartans.
Þær ráðgátur eru mikill hluti
þeirra vandamála, sem nútíma-
læknisfræðin á við að stríða.
Nær væri, að prestanir tileink-
uðu sér hæfileikana, sem til
þarf að hlaupa þar undir bagga.
Starfsundirbúningi þeirra þarf
þó að gerbreyta.
jf Einn gleymdist að
nefna
Ekki efa ég, að tölva geti
reiknað út líkur á því, hversu
margir verða geggjaðir á jörð-
inni ár 2000, ef ekki kemur
neitt óvænt til sögunnar. En
hún reiknar ekki út ráðin við
þeirri geggjun, sem þá verður,
né heldur þeirri geggjun, sem
stríð nefnist og gæti steypt öll-
um tölvuvísdómii, áður en 2000
ár eru liðin frá fæðingu manns,
sem ekki var minnzt á í skegg-
ræðunum. Það var heldur ekki
von að umræður spynnust, þó
að einum yrði á að nefna, að
fremingarnestið væri honum
nokkurs virði. Mér þótti vænt
um, að það kom fram.
jt Þangað sækja menn
styrkinn
í þau 20 ár, sem ég hef starf-
að sem læknir, hef ég séð svo
marga í sálarneyð, að ég veit
að þangað sækja menn styrk-
inn, sem trúin er, þegar mest á
reynir. Þá biðja jafnvel harð-
svíruðustu efnishyggjumenn
guð að hjálpa sér, þó að þeir
afneitd trú sinni bæði á undan
og eftir.
Hvers vegna gera þeir það?
Ég skynja í heimi trúarinnar
þá vídd, sem oft vill g'eym-
ast að taka með í reiknmginn.
Ég á við raunverulega vídd.
eins og víddir tímans og rúms-
is. E.t.v. eru víddirnar fleiri en
ég skynja, — efalítið. Við sjá-
um svo skammt. Þegar ég les
ljóð Matthíasar Jochumssonar,
kinka ég kolli með sjálfum
mér og hug&a: „Jú, jú, hann
sér það, sem ég sé — be.tur!“
Séra Fiðrik Friðriksson, vinur
minn, lifði í þessari vídd auk
tíma og rúms. Þess vegna var
lif hans stærra en flestra
hinna.
Fleira mætti telja, konur og
karla, ef rúm væri. En það
skiptir mestu máli, að menn
læri að skynja vídd kærleik-
ans, læri að iifa í henni og hin-
um samtímis. Þannig vaxa
menn í allar áttir.
jf Stýrt eftir skorum
í borðstokknum
Það skortir sem sagt vídd í
þessar umræður, rétt eins og
menn á hafskipi hefðu setzt nið
ur og rætt framtíðarhorfur
skipsins, eingöngu miðaðar
við það, sem innanlborðs
fannst í skipinu. Fiskiskipin
okbar sigldu ekki langt
með því lagi. Á síðmenn-
ingarskipinu er mikið kapp-
hlaup um stundargæði.
HlU'Standi fékk þá hugmynd,
að mestu máli skipti ,,að fylgj-
ast vel með“ í þeirri keppni.
Það kann líka að skipta miklu
máli, en því aðeins, að vel sé
bætt að för skipsins um hafið
jafnframt. ,
Hvernig væri, að við íslend-
ingar, afkomendur mikilla sæ-
fara, hættum að miða við skörð
í borðstokknum að hætti Mol-
búa og stýrðum eftir stjörnum
og sól?
— Gleðilegt nýtt ár!
Úlfur Ragnarsson,
læknir".
Þannig eiga glett-
irnir að nást úr jóla-
fötunum
Frú ein fékk bréf í þessum
dálkum fyrir nokkum dögum,
þar sem hún spurði, hvernig
hún ætti að ná blettum eftir gos
drykkinn „Valash" úr jólafötum
barna sinna. Tvö svör haía bor-
izt. annað frá Sigríði Haralds-
dóttur við Leiðbeiningastöð
húsmæðra (hún talar að vísu
um „svonefnda Valash-appel-
sínu“, en vonandi eiga leiðbein
ingar við gosdrykkinn), og
hitt frá fyrirtækinu „Kemi-
kalia“. Fara svörin hér á eftir:
„Kæri Velvakandi!
í dálkum yðar spyr húsmóðir.
hvernig eigi að ná burt blett-
um af svonefndri Valash-appel-
sínu, sem komið hafa í Jóla-
föt barnanna.
í blettabæklingi, sem Statens
Huóholdningsrád í Danmörku
befur gefið út, má finna eftir-
farandi vitneskju um það mál,
Blettum á baðmullarefnum,
(sem ekfci láta lit), má ná burt
með því að búa til totu á efnið,
þar sem 'bletturinn er, dýfa hon
um í sjóðandi vatn og halda
efninu á hreyfingu, þar til
bletturinn er horfinn. Á gervi-
efni má einungis nota volgt
vatn, en á ullarefni miá hella
sjóðandá vatni í hárri bunu yfir
blettina, en strengið þá fyrst
efnið yfir skál.
Þar sem slikir blettir eru
oft áll-erfiðir viðureignar, er
einnig mælt með því að reyna
einihvern lita- og blettaleysi
(hér á landi er fáanlegt Dygon,
sem víða er eelt í lyfjabúðum).
Lesið vandlega leiðarvisinn,
sem fylgir, hann er á íslenzku.
En ekki þola öll efni slíka með
ferð, hætt er við, að liturinn
á efniniu hverfi einnig. Reynið
því aðferðina á smápjötlu eða
faldi.
Ef til vill má einnig ~eyna
aðrar aðferðir við blettina- en
húsæður geta snúið sér til Leið
beiningastöðvar húsmæðra,
sem rekin er af Kvenfélagasam
bandi íslands, og fá frekari
vitneskju um slík vandamál.
Skrifstofan er opin alla virka
daga kl. 3—5, nema laugar-
daga.
F.h. Leiðbeiningarstöðvar
húsmæðra,
með beztu kveðju,
Sigríður Haraldsdóttir".
>,Þeim leseondum Velvakanda,
sem eiga í erfiðleikum með
Valash-bletti í fötum barna
sinna, viljum við benda á nýja
þvottaefnið BIO-TEX. Það er
framleitt með lífrænum efnum
enzýmum, sem eru sólgin í slífca
bletti og eyða þeim á skammri
stundu. Leggið fötin í bleyti i
volgt vatn með BIO-TEX á
móti tveimur lítrum af vatnL
Látið þau liggjia í bleyti í einn
til tvo tíma, skolið — og þau
eru hrein.
Virðingarfyllst,
Kemikalla".
JltaTgtittÞIafrtfr
Garðahreppur
Börn eða unglingar óskast til að bera
blaðið út í Garðahreppi (Ásgarði og fl.)
Uppl. í síma 51247.
Kópavogur
Blaðburðarfólk óskast til að bera út blaðið
á Digranesveg.
Talið við afgreiðsluna í Kópavogi.
Sími 40748.
BLAÐBURÐARFOLK
OSKAST
í eftirtalin hverfi
Laugavegur neðri — Laufásvegur II — Seltjarnar-
nes, Miðbraut — Grenimelur — Laugarásvegur —
Freyjugata — Árbæjarblettur.
Talið við afgreiðs/una í síma 10100
fgtoiTípttM&Mfr
Heimilishjálp í Skotlandi
Kona á aldrinum 25—35 ára óskast til heimilisstarfa
í Glasgow í Skotlandi. Þarf að geta séð um heimili
og 3 höm. Uppl. verða veittar hjá Mr. Gould að
Hótel Sögu mánudags- og þriðjudagskvöld eftir kl.
18.