Morgunblaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 5
IfORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1968 5 Lyndon B. Johnson ,Maður ársins 1967' — segir TIME BANDARÍSKA vikuritið TIME hefur kjörið Lyndon B. Johnson, forseta Banda- ríkjanna „mann ársins 1967“ or birtir mynd af lionum á forsíðu síðasta heftis og ýtar- lega grein. Byggir blaðið kjör sitt á því, að enginn maður hafi staðið meira í eldinum á liðnu ári en for- setinn hin margvíslegu óánægjuefni Bandaríkja- manna hafi bitnað á honum. Blaðamenn, útvarps- og sjón- varpsmenn, hafi ekki gengið eins nærri neinum manni á árinu, hann hafi verið um- ræðuefni lærðra sem leikra, bæði heitna fyrir og erlendis, á götuhornum, kaffihúsum og kokteilboðum; skopteiknarar hafi haft í honum óþrjótandi efni og hann hafi orðið að horfast í augu við þá óþægi- legu staðreynd, að vinsældir hans döluðu í sífellu. Telur ritið einsýnt, að það sem Johnson hafi átt við að etja á liðnu ári, hefði orðið mörg- um manninum ofraun. TIME segir, að síðastliðið ár hafi séð Bandaríkjamönnium fyrir óvenju mörgum umkvört unarefnum. í utanríkissitefn- unni haífi þeir haft Vietnam að kvarta yfir og í innanríkis- málum kynþáttóeirðir, of- beldi, hækkandi verðlag, of- stopa æskuifólks, mengun lofts og vatns og ótal margt annað, sem getur bjátað í svo stóru og miislitu þjóðfélagi. Jafn- framt standi Bandaríkjamenn frarnmi fyrir því, að eiga senn að velja sér leiðtoga og þeir verði að taka afstöðu til ótal- margra spurninga um það, hverjar leiðir þeir vilja ganga í framtíðinni. Ýmsir hafi orðið til þess að spá Bandaríkja- mönnum vandamólum á borð við Borgarastyrjöldina eða Kreppuna miklu. Þeir sjái fyr- ir sér vandamál, hvar sem litið er og er þá ekki forset- inn nærtækasti blóraböggull- inn?“ spyr TIME. „Sjaldan hafa óánægjuradd- irnar verið svo hóværar, gengið svo langt og beinzt að svo mörgum mólurn", segir blaðið og helidur áfram, að unga fólkið hafi veifað mót- mælum stúdentar í þúsund skólum, negrar í hundrað blökkumannaihverfum, hippí-- arnir í sínum fjölbreytilegu furðulheimum ofskynjana. Hús mæður hafi verið óánægðar vegna hækkandi verðlags á matvælum og lífsnauðsynjum öðrum, bændur vegna búvöru- verðsins, forelrar vegna óvið- róðanlegra barna sinna, borg- arbúar hvarvetna vegna hins vitfirrta ofbeldis allit um kring.Og reiðin beinidist að Johnson, hvort sem sökin var hans eða ekki. „Það var stundum erfitt að segja, hvort það vair stefna Jöhnsons eða hann sjálfur, persónuleiki hans, sem ólgu vakti“, segir blaðið og lýisrr Johnson svo, að hann sé ákaf- lega flókinn maður og marg- breytilegur, altekinn þver- stæðum og stundum hreint og beint óþægilegur. Og hann hafi aldirei haft lag á að afla sér vinsælda og viðhalda þeim á borð við Roosevelt og Tru- man. Því hafi svo farið, að þegar hallaði undan fæti, átti hann fiáa til varnr en því fleiri, sem sóttu að honum. Svo var komið, að maður- inn, sem vann meiri kosninga- sigur í forsetakosningum en nokkur fyrri forseti ríkisins, gait tæpast gengið út meðal fólfcsins, án þess að honum söfnuðu'st reiðir andstæðingar. Hann var kallaður morðingi, giæpamaður og öðrum álíka nöfnum. Menn líktu honum við Caesar, Calligula og Musso lini og hrópuðu til hans svi- virðingaT á borð við: „Hei, Lyndon hvað hefurðu drepið mörg börn í dag?“ Síðan ræðir blaðið vítt og breitt um feril Johnsons, sigra hans og ósigra, kosti og galla, hlutverk hans, loforð og efndir. Kemur þar meðal ann- ars fram, að hann hefur þrátt fyrir al'lt fengið samþykkt á þingi mun fleiri stjórnarfrum- vörp en fyrirrennarar hans í embætti eða 62% (Eisen- hower 46% og John F. Kennedy 39%). Þá er í greininni fjallað um vald Bandaríkjaforseta yfir- leitt og sagði, að ýmsir máls- metandi menn hafi nú tekið sér fyrir hendur að rannsaka, hvont það sé e.t.v. orðið of mikið. Þær vangaveltur eru meðal annars sprottnar af því, að Bandaríkjastjórn fékk aldrei umboð þingsins tiil þess að auka stríðið um- fram það sem Tonkinflóasam- þykktin frá 1964 sagði til um. En þá bendir TIME á, að raun ar hafi völd forsetans í utan- ríkismálum alltaf verið illa skilgreind og afmörkuð og á styrjaldartímum hafi fiorsetar Bandaríkjanna oft tekið mikil vægair ákvarðanir um styrj- aldarrekstur án þess að leita álits þingsins. Séu að minnsta kosti 125 dæmi um íhlutun Bandaríkjafórseta í mál er- lendis, án þess að samþykki þingsins hafi legið fyrir. Til dæmis hafi ekki verið leitað samþykkis þingsins, þegar fLotadeild var send til þess að berjast við sjóræningja um aldamótin 1800; Polk hafi ekki spurt þingið, áður en hann hóf átök við Mexikana i Texas, Franklin Roosevelt hafi ekki spurt þingið, þegar hann sendi herliðið til íslands árið 1941, né Truman, þegar hann sendi herlið til Kóreu 1950, né Eisenhower í Líbanon deilunni eða Kennedy í Svina- flóa. Enda bendir sagnfræðing urinn Edgar E. Robinson við Stanfóird háskóla á, að vax- andi vald Baindaríkjafbrseta í samskiptum við önnur ríki sé ei'tt hið athyglisverðasta fyrir bæri nútímasögu Bandaríkj- anna, því að þróun heimmál- anna á síðustu tuttugu árum hafi mjög mótast af áhrifum fjögurra bandarískra fonseta. Hljóp ó bíl FJÖGRA ára drengur hlaut minni háttar meiðsli, þegar hann hljóp á bíl í gaer. Bíllinn var á leið suður Tjarn argötuna um klukkan 16:30, þeg ar drengurinn kom skyndilega hlaupandi frá Tjörninnd út á milli kyrrstæðra bíla. Drengur- inn lenti á framhorni bílsins. Hann var fluttur í Slysavarð- stafuna, en meiðsli hans reynd- ust litií. - GUÐMUNDUR Framhald af bls. 22 1965 kastar hann 16.42 metra og ’66 16.22. En í fyrra lifnar svo heldur betur yfir Guðmundi, hann byrjar á því að setja inn- anh'ússmet, 17.20, og bjuggust þá roargir við, að tíðinda væri að vænta, þegar keppnistíma- bilið utanhúss byrjaði og þetta rættist svo sannarlega, Guð- mundur setti alls 10 íslandsmjet á árinu, varð fyrstur- íslendinga tiT að varpa kúlu lengra en 17 m.etra, og fór rúman metra fram úr hinu 17 ára gamla íslands- meti Gunnars Huseby, sem hann setti á Evrópumeistaramótinu í Brússel, og fslendingar, sem voru þar viðstaddir, munu seint gleyrna. En bezta afrek Guð- mundar í fyrra var 17.83 metr- ar, og er það gildandi íslands- met. Með sama áframhaldi er ekki ólíklegt að Guðmundur nái 18 metra markinu áður en saga hans sem íþróttamanns er öll. Er sérstök ástæða til að sam- gleðjast Guðmundi með að reglu semi hans og ástundun hefur um síðir gert margra ára draum hans að veruleika, og undir- strika íþróttafréttamenn allir þetta, með því að velja hann „íþróttamann ársins 1967“. - ÍSLANDSMET Framhald af bls. 22 Magnús Jakobsson, UBK 3.25 m Þórólfur Þórlindsson, UÍA 3,09 m Hástökk: Sigrún Sæmundsdóttir, HSÞ (nýtt íslandsmet innanhúss) 1,45 m Björg Ingimundardóttir. UMSÍB 1,39 m Hástökk: Jón Þ. Ólafsson, ÍR LÖS m Elías Sveinsson, fR 1.71 m, Páll Björnsison, USAH 1,65 m Friðrik Þór Óskarsson, ÍR 1,65 m Þórólfur Þórlindarson, UÍA 1.60 m Trausti Sveinbjörnsson, FH 1,55 m - FÆREYJAFLUG Framhald af bls. 24 milli Færeyja og Kaupmanna- hafnar — fram og t'il baka — jú'lí og ágúst, og einu sinni til Glasgow, sem fyrr. „Þetta samstarf hefur geng- ið mjög vel“. sagði Birgir, .,en félögin skipta með sér kostnaði og tekjum til helminga“. Birgir Þorleifsson fór til Fær eyja í morgun til skrafs og ráða gerða við Færeysk yifirvöld. Af hálfu SAS taka þátt í umræð- unum, Jöhannes Nielsen, for- stjóri SAS í Danmörku, og tveir aðrir starfsmenn flugfélagsins. 5 millj. kr. til að unnt væri að koma þessum kaupum í gegn. Mun ekki ofmælt að, Landsbank inn á Selfossi hafi átt mjög mik inn þátt í þeirri uppbyggingu, sem orðið hefur hér á Selfossi á undanförnum árum. Upphaf hitaveitu á Selfossi má rekja til ársins 1947. Það var Egill Thorarensen, kaupfélags- stjóri, sem hratt þeirri fram- bvæmd af stað. Vitað er um 60 stiga heitt vatn í tiltölulega grunnum borholum í Laugar- dælum. og var talið, að það myndi nægilegt til að hita upp Selfosisþorp. Mun það hafa ver- ið vorið 1947, sem framkvæmd- ir hófust við hitaveituna, og svo á næsta ári, 1948 voru flest hiús sunnan ár’í þorpinu tengd við hitaveituna. Nokkiri örðug- leikar voru í fyrstu, þar eð bor holurnar í Laugardælnum kóln- uðu. er farið var að dæla úr þeim. Úr þessu rættist þó, er gerðar voru nýjar boranir í Þor leifskoti við Laugardæli, og hef ur hitaveitan síðan fengið vatn- ið þaðan. Bæði þessi býli eru í eigu Kaupfélags Árnesinga. — Tómas. - RÉTTARHÖLD Framhald af bls. 1 síðustu stundu um óákve'ðinn tíma og án skýringa. Höfðu ætt- ingjar og vinir sakborninganna þá þegar safnazt saman fyrir framan réttarsalinn til að fá að fylgjast með. Aðal ákæran á hendur fjórmenningunum er að þeir hafi staðið að útgáfu og dreifingu bókar þar sem birt er skýrsla um réttarhöldin gegn Sinyavsky og Daniel, og mót- mælabréf frá erlendum rithöf- undum. Bók þessi hefur verið nefnd „Hvíta-bókin“, og er að öllum líkindum ástæðan fyrir þeirri athygli, sem réttarhöldin vöktu í vestrænum löndum, og gremju meðal rithöfunda og menntamanna um heim allan. Sinyavsky og Daniel voru sak- aðir um áróður gegn Sovétríkj- unum í verkum, sem þeir fengu birt undir dulnefnum erlendis. Voru þeir dæmdir í sjö og fimm ára nauðungarvinnu. Fjórmenn- ingarnir vedða sennilega sakaðir um sömu afbrot, og samkvæmt sovézkum lögum eiga þau á hættu allt að sjö ára vist í nauð- ungarvinnubúðum. - OG SKIPIN KOMA Framhald af bls. 24 hann aflamet og fiskaði n hundruð skipsund. Skírnir reyndist mesti happalbátur og var lengi í eigu Haraldar Böðvarssonar og Oo og var með betri bátum þess fyrir- tækis. Skírnir var síðar seld ur til Grindavíkur og var stöðugt í notkun þar til að yfir lauk og þurrafúi og fleiri bátakvillar he'ltóku skrokkinn. En Skírnir er ekki úr sögunni því að Haraldur Bövarsson og Co á nýjan Skírnir AK-12 úr stáli, 150 tonna skip, sem var byggt 1960 og hefur einnig reynzt happaskip, Tómas heldur áfram í einu ljóða sinna og segir: „Og skipin koma og skipin blása og skipin fara sinn veg.“ Á. Johnsen." - SELFOSS - FRJÁLSLYNDARI Framhald af bls. 24 um .reyndist hún hafa yfir að ráða 40 sekl. af 72 stiga heitu vatni. Þrátt fyrir öra fjölgun notenda hefur hitaveitan staðfð síg mjög vel, og má sem dæmi nefna, að í kuldakasti þvi. sem nýlega er afstaðið, hefur ekki komið til skorts á heitu vatni. Sú breyting, sem nú hefiur ver ið gerð varðandi hitaveituna, er mikið hagsmunamál ibúanna hér. Full samstaða hefur verið í hreppsnefndinni um kaupin og alla samninga um þau. Rétt er að geta þess. að Lands- banki íslands á Selfossi lánaði Frapihald af bls. 1 handtöku Rudolfs Slanskys í nóv ember 1951. Fjórujn árum síðar, í nóvemberr 1957, lézt þáver- andi forseti Tékkóslóvakíu, An- tonin Zapotocky, og var Novotny þá kjörinn forseti, en hélt áfram embætti aðalritara. í kosningum sem fram fóru árið 1964 var Novotny endurkjörinn í bæði embættin. Að undanförnu hefur Novotny sætt harðri gagnrýni í heima- landi sínu, og hefur sú gagnrýni komið bæði frá róttækum flokks- bræðrum hans og þeim frjáls- lyndari. Þeir frjálslyndu hafa aðallega gagnrýnt Novotny fyrir að ekki hafi veri'ð unnið nægi- lega að efnahags- og þjóðfélags- umbótum. Oldrich Cernik, for- sætisráðherrann nýi, er talinn einn fremsti efnahagesérfræðing- urinn í stjórn kommúnistaflokks- ins, og bæði hann og forsetinn nýi, Alexander Dubek, hafa bar- izt fyrir auknu viðskiptafrelsi, og fyrir takmörkunum á rétti flokksstjórnarinnar til afskipta af daglegri stjórn efnahagsmála. Eru breytingarnar, sem gerðar hafa verið á stjórninni því tald- ar vera sigur frjálslyndari manna flokksins. Dubcek og Cernik hafa báðir venð félagar í kommúnista- flokknum frá því þeir voru ung- lingar. Dubcek eyddi mörgum æskuárum sínum í Moskvu og er Slóvaki, en Slóvakar eru í minni- hluta í Tékkóslóvakíu. Þessvegna er það talið athyglisvert að hann skuli hafa verið kjörinn til að taka við flokksforustunni, en ekki Cernik, sem er Tékki. Fréttaritarar benda hinsvegar á a’ð jafnvægið milli þessara tveggja þjóða haldist bæði í rík- isstjórn og stjórn flokksins úr því Cernik tekur við forsætis- ráðherraembættinu. Alexander Duþcek er aðeins 46 ára, og því yngsti flokksleið- togi kommúnistaríkjanna í Aust- ur-Evrópu. Hingað til hefur Nic- lae Ceausescu, flokksleiðtogi í Rúmeníu verið þeirra yngstur, en hann er 49 ára. í tilkynningu miðstjórnarinnar í dag segir að Novotny hafi sjálf- ur óskað eftir því að verða leyst- ur úr starfi sem aðalritari. Sam kvæmt öðrum heimildum er tal- ið áð fleiri breytingar verði gerð- ar á stjórninni næstu daga. - BLEIBERG Framhald af bls. 1 leigubifreið en ekki sjúkrabif- rei’ð, til að draga úr hættu á smitun. — Hann verður ekki strax fær um að leika golf, en hann ætti að vera fær um að fá sér smá gönguferðir innandyra heima hjá sér eða skreppa út í ökuferðir, sagði Barnard. Eftir nokkra mán uði ætti Blaiberg svo að geta lifað eðlilegu lífi. Blaiberg snæddi í dag fasta fæðu í fyrsta skipti eftir upp- skurðinn á þriðjudag. Fékk hann kornflögur (cornflakes) og lin- soðið egg, en hafði áður aðeins neytt fljótandi fæðu, mjólkur, tes, þrúgusykurs og vatns. Bar- nard skurðlæknir sagði að sjúkl- ingurinn hafi verið hinn ánægð- asti í dag, átt auðvelt með að tala um allt mögulegt, og verið mjög ánægður yfir batanum. „Eftir því sem við fáum bezt séð eru framfarir sjúklingsins mjög eðlilegar," sagði Bamard.. „Hjartslátturinn er reglulegur, og blöðþrýstingur jafn, ef til vill aðeins í hærra lagi, en við teljum það stafa frá aldri Blaibergs (hann er 58 ára). Líkamshitinn er lægri en meðallag, en það hefur hann alltaf verið. Starf- semi lifrar og nýrna hefur batn- að frá því sem var fyrir upp- skurðinn, þótt hún sé enn ekki komin í eðlilegt horf.“ Aðspurður frekar um nýru og lifur sjúklingsins sagði Barnard að starfsemi þessara líffæra hafi farið úr skorðum vegna hjart- veiki Blaibergs, og hafi lifrin verið bólgin. Nýja hjartáð væri hinsvegar að lækna þessar mein- semdir báðar, að því er virtist. Ekki vildi dr. Barnard spá neinu um það hve lengi Blaiberg gæti lifað með nýja hjartað, en sagði það eitt víst, að hann gæti nú lifað lengur en ella, ef upp- skurðurinn hefði ekki verið gerður. Fyrir uppskur’ðinn var frá því skýrt að Blaiberg væri að dauða kominn vegna sjúk- dómsins. Blaiberg fékk nýja hjartað úr 24 ára múlatta, sem lézt úr heila- blóðfalli morguninn sem upp- skurðurinn var gerður. Múlatti þessi, Clive Haupt, verður jarð- sunginn á morgun, laugardag, í Höfðaborg að viðstöddum for- seta borgarstjórnarinnar og lækn um Groote Schuur sjúkrahúss- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.