Morgunblaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1968 MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA Þér hafiff hjálpað konunni minni, læknir! Hún segist ekki lengur vera hæna! En aff sjálfsögðu söknum viff þess aff hafa ekki lengur nýorpin egg. verið tæmdar fyirir veturinn. Hvað var þá vatnið, að gera þarna? Hvaða tilgangi gat það þjónað? Vildi hún tryggja sér, að ef skotið ekki dygði, mundi hún detta í laugina og drukkna? En hún datt ekki í hana. Hlvað þá? Og til hvens yfirleitt að vera að klæða sig og 'hafa svona mik- ið fyrir þessu? Hún hafði nóg af svefnmeðölum í herherginu sínu. I>að hafði verið fyrirhafn- arminna. Og hvers vegna þá ekki nota þá aðferð? Ekki sagði hann nú, að sér hefði dottið allt þetta í hug strax. Hann gat yfirleitt ekki mikið hugsað þá. Hann skildi Tony eftir einan hjá móður sinni og fór út í leikhúsið. Hann var hissa, er hann fann eldinn í setu- stofunni Það var enn glóð eftir, og hann hélt, að 'hann hefði ann- aðhvort verið kveiktur eða þá lífgaðuir við, fyxir fáum klukku- stundum. Og ekki nóg með það. Þarna var nýr vindlingapakki. Einn vindlingurinn hiafði verið reyktur og stóll hafði verið dreg- inn fast að arninum. — Hún þurfti ekki að fara út í leikhúsið til þess -að geta setið við eld. í mínum augum vax þetta líkast því sem hún hefði ætlað að hitta einihvern þarna. Einhvern, sem hún vildi ekki bjóða inn í húsið, en vildi samt láta fara vel um. En hann hafði ekki nema eina eða tvær mínútur til umráða. Hann sendi Thomas til að kveikja á flóðljósunum við gos- brunninn, svo að hinir mennixn- ir gætu ratað. Svo fór hann út og athugaði j'örðina. Hann gat séð óljós fótspor Maud og svo mín, í snjónum, enda þótt menn irnir, sem komu á eftir hefðu næstum traðkað þau út. En svo voru önnur fótspor, sem lágu frá hinu hliðinu inn á lóðina, og aftur til baka. Þau voru mjög ógreinileg og honum sýnduzt þau lítil. Hann hafði ekkert mál- band með sér, en hann fann samt nokkuð greinilegt spor og merkti lengdina á því með blý- anti á vasaklútinn sinn. — Þetta virtist helzt vera eftir kvenmann, sagði hann. — Hér og þar fann ég holu, sem virtist vera eftir háan hæl, en vitanlega var ég ekki viss um það. Það eina, sem ég var viss um var það, að einhver hafði komið þarna inn um hliðið og farið sömu leið til baka. En einhvern veginn vildi þetta nú samt ekki koma heim og saman. Mér datt í hug Besisie Wiainwright, en þá var stefnan skökk. Og auk þess gat hún talað við Bessie hvenær sem var. Hversvegna þá að fara út í leikhúsið? En hann sagði ekkert við neinn mann um þetta. Þegar eft- irlitsmennirnir komu, lokaði hann fyrir vatnið, en lét skamm 51 byssuna liggja í lauginni þar sem hún var komin. Hann hafði skömmu seinna lasað sig við okkur Tony, og Bill Sterling var fcominn. Vitanlega gat Bill ekk- ert upplýst annað en það, að hún væri dáin, og það vissi hann þegar. Bill rétti úr sér eftir rannsóknina og leit á 'hana. — Ég skil þetta ekki, sagði hann. — Til hvers var hún að gera þetta. Hún sem hafði allt til alls. — Það var mér nú líka að detta í hug, sagði Jim. — Það er að segja, ef hún hefur þá gert það sjálf. Líkskoðunarmaðurinn kom snemma morguns og svo Hopper rétt í kjölfarið hans. En hinn fyrrnefndi taldi þetta vera sjálfs morð. — Allar líkskoðanir heims gætu þar engu um breytt, sagði hann og brosti vesældarlega. Hopper var tilleiðanlegur til að vera á sama máli, og það jafn vel þegar búið var að ná skamm- byssunni upp úr lauginni, og hún sýndi ekki nema ógreinileg fingraför. — Vatnið getur eyði- lagt þau, einkum þó ef það er rennandi. — Hver andskotinn hefur get- að skrúfað frá vatninu? spurði Jim. — Hvernig veiztu, að einhver garðyrkjumaðurinn hafi ekki gert það? Til þess að ekki frysi í pípunum? — Og til hvers hefði hún átt að fremja sjálfsmorð? — Hún hefur kannski vitað, að Tony var viðriðinn dauða Morganis, og ekki getað þolað það. — Nei, hlustaðu nú á, sagði Jim þvermóðskulega. — Þú þekktir hana ekki. Hún gat svei mér þolað hvað sem var. — Það var ekki fyrr en Jim sýndi Hopper setustofuna, að hann sendi eftitr morðliðinu til borgarinnar. Hann var enn ekki sannfærður. Nema hvað það var næsta ótrúlegt, að nokkur mann- eskja færi að kveikja á arninum og reykja vindling en ganga síð- an og skjóta sig. Það var nú orðið nokkuð áliðið. Mennirnir höfðu verið á ferð og flugi, út og inni, og lífc- ið hafði verið borið inn í húsið. En auk þess varð útkoman af rannsókninni óvænt. Fingraför- in á byssunni voru einskis virði. Fingraför Maud sjálfrar voru á borðinu og stólnum við arininn. En hurðin út var upp á gátt, eins og hún hafði verið, og á 'henni vottaði ekki fyrir neinum fingra- förum. Mennirnir litu hver á annan. — Hún var ekki með neina hanzka, sagði Jim. — Og hvern- ig bomst hún þá inn? Gegn um glugga? Pat A'bbott fann hurð- ina upp á gátt, en frú Wain- wright hlýtur að hafa orðið að opna hana. Reynið ekki að segja mér, að hún hafi gert það og þurrkað síðan af ihurðarhúnin- um. Þeir fóru nú aftur yfir allt húsið. Jim hafði þegar dregið kúluna út úr gipsinu á veggn- um og byssan lá á borðinu. Hopper tók hana upp og skoðaði hana. Síðan leit 'hann á minnis- grein í vasabókinni sinni. — Þetta er byssan hans Tony Wainwright, sagði hann. — Setj- um svo, að hún hafi haft hana í vörzlum sínum allan tímann? — Kann að vera. Ef hún þá hefur framið sjálfsmorð. — Eða Tony 'hefur gert það? — Sjáðu nú til, sagði Jim, — ég 'held að þú sért genginn af göflunum, ef þú heldur, að Tony hafi myrt hana móður sína. Hann elskaði hana út af lífinu. — En hver myrti hana þá, og hvers vegna? — Sami náunginn sem kálaði Morgan, sagði Jim, og Hopper fór að skellihlæja. Fleira gerðist nú ekki þessa morgunstund. Líkskoðarinn taldi, að Malud hefði dáið mdlli klukk- an ellefu og tólf um nóttina, enda þótt það kynni nú að hafa verið eitthvað ofurlítið seinna. Opnu dyrnar og kuldinn í veðr- inu hefði getað flýtt fyrir stirðn un. Fótsporin sem Jim sá í snjón um, voru horfin um morguninn. En rannsókn leididi í ljós, að þessi litli snjór, sem verið hafðL hafði verið hættur að falla um miðnætti. En vitanlega vissum við í Klaustrinu ekkert um þetta þá. Ég fór ails ekki að hátta, Tony va-r í bókastofunni og Bill Sterl- ing hjá honum að reyna gefa honum eitthvað róandi, en það vildi Tony ekki. Hr. Elliot kom, og loks slógust lögreglumennirn- ir tveir í hópinn. Það var Hopper, sem fyrstur sagði Tony frá því, að móðir ihans hefði verið skotin. Hann vildi alls ekki trúa því í fyrst- unni. — Skotin? sagði hann. — Það nær ekki neinni átt. Hver hefði getað viljað skjóta hana? — Því miður, hr. Wainwright, en vitið þér nokkra ástæðu cil þess, að hún hefði getað gert það sjálf? Hann glápti á þá, rauðeygður. — Hún mamma að fara að skjóta sig? Aldrei! En svo áttaði hann sig á því, hvað þetta þýddi. Hann stóð upp, náfölur. Ef hún hefði verið skotin, hefur hún líka ver- ið myrt, sagði 'hann, — og svo sannarlega skal ég drepa hvern þann, sem hefur gert það! Memnirnir fengu svo morgun- verð, áður en þeir fóru sinn í hverja áttina. Reynolds fékk Tony til að drekka kaffiisopa og fara síðan upp í herbergið sitt, en hann var enn alveg frá sér. Síminn tók að hringja snemroa, og loks settist ég að í bókastof- unni í örvæntingu minni og varð þar um kyrrt. Við vorum raunverulega í um- sátursástandi þennan morgun. Jim lét umkrimgja leikhúsið og Klaustrið allt. Stóra hliðið var lokað, og menn þar á verði. Ég hef oft hugsað um það seinna, að þrátt fyrir þennan sorgarat- burð, gafst okkar í rauninni eng- inn tími til að syrgja. Og að minnsta kosti hafði ég ekkert næði til að hugsa. Aðeins Maud var í ró og næði þennan morg- un, þar sem hún lá í svefnhher- inu sínu, Klukkan hlýtur að hafa verið orðin um ellefu, þegar Dwight Elliott kom inn í bókastofuna. Hann var svo sem nógu rólegur á ytra borðinu, en það leyndi sér ekki, að hann var mjög hrærður. Hann settist niður og strauk hendinni þreytulega um andlitið. — Ég vildi gjarna spyrja yður dálítið, sagði hann loksins. — Þegar þér leituðúð í húsinu að byssunni hans Tony, leituðuð þér þá í herbergjum frú Wainwright? — Ónei. Mér datt það nú bara ekki í hug. — Hún hefði getað haft byss- una þá? — Til hvers hefði hún átt að vera að taka hana? Hún hafði haft áhyggjur út af einhverju. Hún hafði meira að segja talað um að fara héðan. En svo talaði ég lengi við hana í gærkvöldi. Og þá var hún áreiðanlega ekki í neinum sj álfsmorðlþönkum. — Ég er nú samt hræddur um, að hún 'hafi gert það sjálf. En hún átti enga óvin-i. Hver gæti gxætt á dauða hennar? Hann leit á mig. — Hvers efnis var þetta sarntal ykkar í gærkvöldi? Var það um einhver trúnaðar- mál? Og þá mundi ég Maud og járn skápinn. Maud og umslagið, sem átti að afhenda Tony, ef eittíhvað skyldi koma fyrir hana. Ég sat kyrr og sá hana alveg fyrir roér, þegar hún var að yfirfara skraut gripaskrána, kvöldinu áður. Sitjandi uppi í rúmdnu meðan ég fór gegn um 'hana, gerandi at- hugasemdir um eitt og annað — trúlofunarhringinn hennar, perlurnar, sem Jothn hafði gefið henni á brúðkaupsdaginn. Und- ir þessu ytra útliti sínu, hafði þessi gamli maður, sem út'vegaði verkamönnum sínum þvottahús, af því að ’hann var neyddur til þess, eytt stórfé í skartgripi handa konunni, sem hann elsk- aði. — Nei, engin sérstök trúnaðar- mál. Hún yfirfór skrá yfir skart- gripina súul — Skartgripina? Sagði hún hvers vegna? — Mér datt í hug, að hún ætl- aði að selja þá. Hann stóð snöggt upp. — Fyrst svo er, væri roér betra að athuga járnskápinn hennar, sagði hann. — Hafi hún tekið skartgripina með sér í gærkvöldi gæti það gefið skýringu á þessu. Ég fór með honum. Dyrnar hjá Tony voru lokaðar, og eins var hjá Bessie. En það var lög- reglumaður á verði við dyrnar hjá Maud, og hann vildi ekki h'leypa okkur inn. — Þér verðið »■» dansskóli HBRMANNS RAGNARS Nýir hópar fyrir börn, unglinga og full- orðna byrja í næstu viku. Nýir hópar í hinum vinsælu táningadöns- um. Innritun í síma 82122 daglega kl. 10—12 f.h. og 1—7 e.h. Endurnýjun skírteina fer fram í skólan- um í dag föstudaginn 5. janúar kl. 2-6 e.h. Heimdallur Heimdallur ÞRETTÁNDAFACNAÐUR fer fram í félagsheimili Heimdallar í kvöld og hefst kl. 8.30 NEFNDIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.