Morgunblaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1968
Myntfundur vekur
heimsathygli
— 2.500 ára gömul grísk mynt
BÆNDUR á samyrkjubúi
í grennd við borgina
Odessa við Svartahaf
fundu fyrir fáeinum mán-
uðum mikinn fjölda af
grískum smápeningum,
sem sovézkir vísindamenn
telja 2.500 ára gamla. Þessi
myntfundur hefur vakið
heimsathygli og mun ein-
stæður. Hefur hann geysi-
mikið vísindalegt gildi, að
sögn fornfræðinga í
Moskvu.
Moskvu, 5. jan., NTB.
Meðan á byggingarfram-
kvæmdum stóð í smábænum
Orlovka fundu 15 Kolkos-
bændur gamla koparkrús
grafna í jörð. Olli það bænd-
unum vonbrigðum, að í henni
voru ekki annað en „kring-
lótt, ryðguð málmstykki með
myndum af mönnum og dýr-
um“.
Þeir gáfu málmstykkin
bomum í bænum að leika sér
að, en koparkrúsin var tekin
til heimilisgagns.
En nokkrum vikum síðar
gerði einn bændanna sér ferð
til lögregluyfirvalda með 14
málmstykki, sem hann þrátt
fyrir allt gruna'ði að hefði vís-
indalegt gildi. Boð voru gerð
fyrir fomleifafræðing og gat
hann samstundis staðfest, að
hér væri um myntfund að
ræða, sem engan ætti sinn
líka. Eftir nokkra daga tókst
að fá aðra bændur til að af-
henda 59 smápeninga gegn
greiðslu í brúkanlegri mynt.
Nú hefur alls tekizt að ná
saman 79 smápeningum, sem
munu aðeins brot af mynt-
fundinum. í þessari mynt er
blanda af gulli og silfri og
hefur hún verið slegin í
grísku borginni Kizik á árun-
um 600—400 fyrir Krists
burð. Af ýmsum heimildum
geta menn ráðið, áð þessi
mynt var um langan tíma not-
uð sem nokkurskonar gjald-
eyrir í löndunum umhverfis
Miðjarðarhafið og einkanlega
við Svartahaf.
Dósent við háskólann í
Odessa segir í grein í Pravda
fyrir skömmu, að listræn gæði
myndskreytinganna á smá-
peningunum geri þennan
myntfund ef til vill hinn stór-
kostlegasta í sögu fornleifa-
rannsókna.
Áður hefur mynt frá Kizik
fundizt þrisvar sinnum, þar af
tvisvar á sovézku landi. Mynt
þessi glataðist í öll skiptin í
hendur ræningja. Myntin, sem
fannst í Orlovka er hin fyrsta
af þessu tagi, sem vísinda-
menn geta rannsakað og varð-
veitt í nokkurnveginn heil-
legri mynd.
Álfadans og
brenna á Akra-
nesi í kvöld
AKURNESINGAR halda upp á
þrettándann á réttan hátt í
kvöld. Skátafélagið og íþrótta-
bandalagið standa að álfa-
brennu, sem hetfst á íþróttavell
inum kl. 8 síðdegis. (Ef veður
leyfir).
Páll Gíslason skátaforingi og
yfitlæknir tjáði blaðinu að
brennan yrði í „hefðlbundnum
stíl“ þ.e.a.s. álfakóngur og
drottning ásamt fylgdarliði
myndu setja aðalsvip sinn á
hana.
Slíkar brennur hafa verið
haldnar á Akranesi undanfarin
ár, svo fremi að aðstæður hafi
leyft og Páll sagði að með veð-
urspána í huga þyrðu aðstand-
endur nú að boða til brennunn
Frá æfingu á ,.Meyjarskemm unni“.
Námslánum úthlutað fyrr
en venjulega
Ríkisframlag til námsmanna hefur
aukizt verulega síðustu ár
NÆSTU daga hefst vinna við
úthlutun námslána til stú-
denta við Háskóla íslands og
erlenda háskóla. Er stefnt að
því að úthlutun verði lokið
15. febrúar og er það um
mánuði fyrr en verið hefur.
Ríkisframlagið er nú nær 30
milljónir, en var um 17 millj-
ónir á síðasta ári.
Morgunblaðið sneri sér í gær
til Gunnars Vagnssonar for-
manns stjórnar Lánasjóðs ís-
lenzkra námsmanna og innti
hann frétta af námslánaúthlutun
Þjóðvegurinn
aftur notaður
fyrir flugvöll
FLUGVÉLIN, sem nauðlenti á
þjóðveginum á Fellsströnd á mið
vikudaginn, er nú komin til
Reykjavíkur, og var henni flog-
ið þangað. Fulltrúar frá Loft-
umferðareftirlitinu fóru vestur
á fimmtudag, ásamt Elíaseri
Jónssyni, flugmanni og einum
eiganda Flugstöðvarinnar hf.
Eftir að nefhjólið hafði verið lag
að og mótorinn yfirfarinn hóf
Elíaser vélina til flugs af þjóð-
veginum og hélt með hana til
Reykjavíkur. Gekk sú ferð eins
og í sögu, en mótor vélarinnar
verður svo vandlega yfirfarinn
í Reykjavík.
inni. Sagði hann, að umsóknar-
frestur um námslán hefðu runn
ið út 15. desember og hefðu um
sóknir borizt tímanlega og fjöldi
þeirra verið svipaður og vænta
mátti.
Ný lög hefðu verið sett um
þessi mál á sl. vori, en í stór-
um dráttum væri lánakerfið
svipað og verið hefði. Þó kæmi
nú til framkvæmda sú grund-
vallarbreyting, að stúdentar við
Háskóla íslands gætu fengið lán
þegar á fyrsta námsári. >á er
nú einnig að því stefnt, að lán-
in verði í sem mestu samræmi
við raunverulegan námskostnað
í dvalarlandi hvers námsmanns.
Til að ná þessu hefur verið safn
að gögnum um dvalarkostnað í
fjölmörgum löndum og hverjuro
námsmanni sem sækir um lán,
er gert skylt að útfylla allná-
kvæm eyðublöð sem sýna eftir
því sem föng eru á, kostnað í
hverju landi,
Þegar þessi nýju lög voru und
irtoúin var einnig gerð nákvæm
könnun á námskostnaði í ein-
stökum námsgreinum við Há-
skóla íslands. Misdýrt er að
nema hér hinar ýmsu námsgrein
ar, sem einkum markast af því
hve mikla möguleika stúdentar
hafa á þvi að vinna samhUða
náminu og í námsfríum. Náms-
greinar með sama árafjölda geta
þannig verið mjög misdýrar.
Á síðustu árum hefur framlag
ríkisins til lánakerfisins aukizt
verulega. Árið 1966 var ríkis-
framlag um 11 milljónir króna-
árið 1967 um 17 milljónir og á
þessu ári verður það um 30
mlljónir króna.
Johnson kannar
samningsgrundvöll
Washington, 5. jan., A P
DEAN Rusk, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði á blaða-
mannafundi í gærkvöldi, að
Johnson forseti væri um þess-
ar mundir að kanna með til-
styrk ríkisstjórna ýmissa landa
hvort Hanoi-stjórnin sé reiðubú-
in að setjast að samningaborð-
inu, ef loftárásir á N-Yietnam
verði stöðvaðar. Rusk sagði, að
augljóst væri, að Hanoi-stjómin
hefði breytt um stefnu í Viet-
nam-stríðinu. Hins vegar kvað
hann það mundi gefa glöggasta
mynd af hinni nýju stefnu hvern
ig baráttuaðferðum herflokkar
N-Vietnam mundu beita á næst-
unni. Bandaríkjamenn halda enn
áfram stöðugum loftárásum á
hergagnaverksmiðjur í N-Viet-
nam.
Forseti S-Vietnam, Nguyen
Van Thieox, vísaði í dag á bug
þeirri hugmynd, að semja við
Viet Cong um möguleika á sam-
steypustjóm í S-Vietnam. For-
setinn kvaðst fús til að ræða
við stjórn N-Vietnam, um sam-
Framh. á bls. 23
„Meyjarskemman"
Söngleikurinn „Meyjarskemman"
var frumflutt í Vín um miðjan
janúar fyrir hálfri öld. Hann
varð brátt lang-vinsælasti söng-
leikur austurrísk-ungverska
söngleikjahöfundarins Heinrich
Berté og er það engin fudða:
Hann fjallar um ævi Schuberts á
mjög rómantískan hátt — og tón-
listin er öll eftir Schubert, en
Berté valdi lögin.
„Meyjarskemman" var sýnd
hér á vegum Tónlistarfélagsins
í Iðnó fyrir þremur áratugum
og féll í jafn góðan jarðveg hér
sem annars staðar.
Nú á þrettándanum færir Rík-
isútvarpið söngleikinn upp, og
hefst útsendingin kl. 19.30.
Þýðinguna á leiktextanum
gerði Björn Franzson. Stjórn-
andi tónlistarinnar er Magnús
Bl. Jóhannsson, en leiksins Æv-
ar R. Kvaran. Sinfóníuhljóm-
sveit íslands leikur. í hlutverk-
in hafa skipazt þessir söngvarar
og leikarar: Tschöll er leikinn af
þeim Hákoni Oddgeirssyni og
Valdimar Helgasyni, en frú hans
leikur Anna Guðmundsdóttir.
Svala Nielsen, Þuríður Pálsdóttir
og Sigurveig Hjaltested deila
með sér hlutverkum dætra
þeirra.
Guðmundur Guðjónsson leik-
ur Schubert, en Magnús Jónsson
Schober. Kupelwieser er sunginn
af Kristni Hallssyni, en Vogl af
Guðmundi Jónssyni. Jóhann
Pálsson leikur von Schwind, en
þær Eygló Viktorsdóttir og Her-
dís Þorvaldsdóttir leika Grisi.
Jón Sigurbjörnsson og Sverrir
Kjartansson eru tengdasynir
Tschölls, en Gísli Alfreðsson,
sendiherra Dana. Húsráðskonuna
leikur Nína Sveinsdóttir, en auk
þess koma ýmsir a'ðrir í smærri
hlutverkum.
Skip fyrir banda-
riskum sprengjum
Moskvu, 5. jan. AP—NTB
STJÓRN Sovétríkjanna sendi
bandarísku stjórninni harðorð
mótmæli í dag vegna mikilla
skemmda, sem hún segir hafa
orðið á sovézku skipi í Haiphong
höfn í gær, þegar bandarískar
flugvélar gerðu loftárás á hafn-
arsvæðið.
Sovézka flutningaskipið „Pere
slav-Zalessky“ var að losa mjöl
farm í Haiphong þegar loftárás-
in var gerð, segir í orðsending-
unni, og lentu sjö sprengjur 10-
12 metrum frá skipinu- og sú átt
unda um borð í löndunarpramma
við hlið skipsins. Enginn af á-
höfn sovézka skipsins meiddust.
í orðsendingu sinni segir sov-
ézka stjómin að hún neyðist til
að grípa til nýrra aðgerða til
verndar sovézkum skipum, sem
sigla undir sovézkum fána til
Nor ð u r-Viet n am.
Skýrt var frá mótmælaorðsend
ingunni í útvarpssendingu frá
Moskvu, og jafnframt að sendi
herra Sovétríkjanna í Washing-
ton .Anatoly F. Dobrynin, hefði
afhent Dean Rusk utanríkdsráð-
herra orðsendinguna strax í
gær. Segir í fréttinni að orðsend
ingin sé „harðorð11-, og vitnað er
í loftárásina sem ,,sjóræningja-
árás“. Orðalag mótmælanna að
þessu sinni er annars svipað
tveggja síðustu orðsendinga
vegna samskonar atburða. Voru
þær orðsendingar afhentar 2.
júnl og 29. júní og var þes-s
þá krafizt, eins og nú, að þeim,
er ábyrgð bæru á árásinni. vwri
refsað og að gerðar yrðu ráð-
stafanir til að tryggja öryggi
sovézkra skipa. Sá er munur á
fyrri orðsendingum og þeirri í
gær að hinar tvær voru afhent-
ar sendiherra Bandaríkjanna í
Moskvu, en ekki utanríkisráð-
herra í Washington. Var engin
skýring gefin á þessari nýbreytni
Skókþing Reykjnvíkui uð kefjust
SKÁKÞING Reykjavíkur hefst
sunnudaginn 14. janúar nk. Teflt
verður á sunnudögum, þriðju-
dögum og fimmtudögum í Skáta
Iveimilinu. Keppt verður í meist
araflokki, 1. flokki, 2. flokki og
unglingaflokki.
Meistaraflokki verður skipt í
riðla í undanúrslitum, en siðan
keppa þeir efstu til úrslita, 6
til 8 manns. Sigurvegarinn ávinn
ur sér rétt til þátttö>ku í hinu
fyrirhugaða alþjóðlega skákmóti,
sem haldið verður ihér í Reykja
vik í maí-júní næsta vor. Þeir,
sem hreppa annað og þriðja
sæti í meistaraflokki, öðlast rétt
til að keppa, seint í apríl n.k.,
um þátttöku í áðurnefndu al-
þjóðlegu skákmóti.
,Öllum er frjáls þátttaka í skák
þingi Reykjavíkur.
Innritun í mótið fer fram í
Skákheimili T.R. þriðjudaginn
9. janúar og fimmtudaginn 11.
janúar eftir kl. 8. Innritun fer
einnig fram á rakarastofu Sig-
urðar Herjúlfsen. Strandgötu 41,
Hafnarfirði. Nánari upplýsingar
verða veittar í símum 14354 og
40768.