Morgunblaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, UAUGARDAGUR 6. JANÚAR 196®
23
Stórir bílar komust milli Reykja-
víkur og Akureyrar
Ökumenn minni bífa varaðir
við að leggja út á þjóðveginn
ÁGÆTT ástand var á vegum á
Suður- og SuðÁ'esturlandi í gær.
Þá var fært um Bröttubrekku
vestur í Reykhólasveit, og á
Vestfjörðum er fært víðast inn-
an fjarða. Varað er við snjó-
flóðum í Gilsfirðinum. Á hinn
bóginn er færð ákaflega misjöfn
á Norðurlandi,
ir vilja mjög gjarnan festast og
valda ökumenn þeirra bæði
sjálfum sér og öðrum miklum
óþægindum. Vill Vegagerðin
undirstrika það, að þótt hún
telji vegi færa nær það ekki til
litlu bílanna, heldur aðeins
jeppa og stærri bíla.
í gær voru stórir bílar aðstoð-
aðir á ieiðinni milld Reykjavík-
ur og Akuireyrar, svo eixmig á
milli Siglufjarðar og Sauðár-
króks. Þá er sæmileg færð til
Vegamáiaskrifstofan hefur beð Ólafsfjarðar frá Akureyri, og
ið Mbl., að koma því á framfæri,
að mjög varasamt er fyrir öku-
menn á litlum bílum að leggja
út á þjóðvegina. Smærri bílarn-
„Nei, við vorum ekki
í neinum lífsháska"
— sagði skipsfjórinn á
Guðrúnu í samtali við IWbl.
ísafirði, 5. janúar.
VARÐSKIPIÐ María Júlía kom
hingað laust eftir kl. 15 í dag
með v/s Guðrúnu Jónsdóttur í
togi, en vél bátsins bUaði er
hann var að koma úr róðri á
miðvikudagslkvöldið.
Skipstjóri á Guðrúnu Jóns-
dóttur er Jónaa Sigurðsson, 23
ára að aldri, og er þetta fyrsta
sjóferð hans sem skipstjóri, en
hann hefur áður verið stýrimað-
ur á sama skipi. Mbl. ræddi við
Jónas um borð í Guðrúnu Jóns-
dóttur í höfninni hér í kvöld.
— Við fórum í þennan róður
með línu kl. 4 aðfaranótt mið-
vikudags og lögðum linuna út
af Deild. Við vorum búnir að
draga milli sj'ö og át'ta um
kvöldið og fengum á sjötta tonn
og vorum á leiðinni í land, þeg
ar vélin bilaði uim kl. hálfníu.
Áttum við þá um 27 miílur eft-
ir í Deildina. Þegar þetta gerðist
var áglætis veður, norðaustan
ka'ldi, en þegar leið á nóttina
hvessti og gerði sjö til átta vind
stig.
Víkingur III. var um tveim-
ur tímum á undan okkur á leið
í land og varðskipið María Júl-
ía var inni í Dj'úpi og það hélt
þegar af stað út til okkar og
var komið á vettvang um tvö-
leytið aðfaranótt fimmtudags.
Þá voru komin sjö vindstig NA.
Strax voru gerðar tilraunir til
að koma enda á milli skipanna,
en það mistókst og var þá biðið
fram í birtuna.
Klukkan eitt í gærdag var bú
ið að koma enda á miUi skip-
anna og var þá haldið af stað
uppundir land. Svo fréttist af
ísreki út af Galtarvitanum og
ákváðum við þá að halda inn á
Dýrafjörð og bíða þar birtu, en
þaðan lögðum við af stað í morg
un klukkan átta og hingað til
ísafjarðar komum við klukkan
að ganga fjögur.
Jú, skipið rak suður með
landi undan norðaustan veðri og
straumi og við vorum komnir
eitthvað suður undir Látraröst,
þar sem okkur rak lengst. Þá
höfum við líklega verið eitt-
hvað um 30 mílur undan landi.
Það gekk heldur erfiðlega að
koma taug á milli skipanna, en
eftir að það hafði heppnazt,
gekk ferðin ágætlega og aldrei
slitnaði.
Nei, nei, við Vorum ekki í
neinum lífsháska, það hlóðst
enginn ís á bátinn á rekinu og
varðskipið var komið til okkar
um 5 tímum eftir að vélin bil-
aði. Ljósavélin var í gangi og
við höfðum bæði ljós og hita og
ekkert varð að mönnum og all-
ir við góða heilsu.
J'á, þetta er minn fyrsti róð-
ur sem skipstjóri, Hvað ég segi
um svona byrjun? Ég veit það
ekki. Þeir segja þessir gömilu að
fall sé fararheill og við skulum
vona að svo sé, segir Jónas að
lokum og hlær við — H. T.
Kirkjutónleikar
í KefBavík
í GÆRKVÖLDI fóru fram
kirkjutónleikar á vegum Tónlist
arfélags Keflavíkur fyrir styrkt
arfélaga þess, og var kirkjan
þétt setin.
Árni Axinbjarnarson lék á org
elið tvö stórverk, auk þess sem
hann annaðist undirleik fyrir
Keflavíkur-kvartettdnn, og upp-
lesturinn.
Haukur Þórðarson söng ein-
söng við undirleik Ragnheiðar
Skúladóttur, voru lögin kirkju-
legs eðlis og mjög vel með far-
in.
Helgi S. Jónsson flutti kvæði
Davíðs Stefánssonar .,Þegar Jes
ús frá Nazaret reið inn í Jerú-
salem“ — við undirleik Árna
Arinbjarnar. Keflavíkur-kvart-
ettinn söng 5 lög eftir erlenda
höfunda ,einnig við undirleik
Árna. Söngur kvartettsins var
með miklum glæsibrag.
stórir bílar komasit til Húsavík-
ur. Mikil ófærð er á hinn bóg-
nn í Kelduhverf;, Arnarfirðd og
á Melrakkasléttu, en jeppar
komast þó frá Þórshöfn áleiðis
í Þistilfjörð, og einnig hefur
verið rutt út á flugvöllinn þar.
Mikil ófærð eir í Bakkafirði og
Vopnatfirði, en fært er um
Fljótdalshérað nálægt Egilsstöð-
um og úr Fagradal var hægit að
komast á stórum bílum í gær.
Þá var einnig fært suður með
fjörðunum frá Reyðarfirði. Á
hinn bógnn eru Óddskarð og
Fjarðarheiði lokuð, svo og Vatns
skarðið.
Alfadans og
brenna
í Keflavík
Keflavík 5. janúar.
KARLAKÓR Keflavíkur og
Lúðrasveit Keflavíkur gangast
fyrir Álfadansi og mikilli þrett-
ándabiennu. Álfadansinn hefst
með því að farin verður blys-
för um bæinn, í broddi fylkingar
fara hestamenn á gæðingum sín
um. Á eftir koma álfakóngur og
drottning, álfar og púkar og ann
að. sem fylgir og fylgja ber og
ef til vill Skuggasveinn og Ket-
ill. Gengið verður á gamla íþrótta
völlinn en þar fara skemmtiatr-
iðin fram. Lúðrasveitin leikur,
Karlakórinn syngur, kóngur og
drottning syngja, og vikivakar
verða dansaðir, púkar og allskon
ar aðrar kynjaverur skemmta.
Bálkösturinn er mjög stór og vel
hlaðinn, meðal annars er í hon-
um gamall 28 tonna bátur- sem
var brytjaður hæfilega til flutn-
ings. Kvöldinu lýkur svo með
mikilli flugeldasýningu. ,
Karlakórinn og Lúðrasveitin
hafa annaðhvort ár gengizt fyr-
ir að halda slíkan þrettánda fagn
að. — hsj.
isinn 27 sjóm.
NA af Horni
íshrafl er á siglingaleið frá
Dýrafirði að Straumnesi. Á sigl-
ingaleið frá Straumnesi austur á
miðjan Húnaflóa eru jakar og
spangir sem þekja 1—3/10 af
yfirborði sjávar.
Meginn ísinn er 27 sjómíl. NA.
af Horni og meira en 20 sjóm.
frá Straumnesi. FUogið var 27
sjóm. N fyrir Grímsey og var
enginn ís þar sjáanlegur.
Nokkrir smá jakar á siglinga-
leið í Eyjafirði .
Annnr fundur
BÁTAKJARASAMNINGAR í
verstöðvum við Faxaflóa hafa
verið lausir frá áramótum, sem
kunnugt er. í gær var haldinn
viðræðufundur milli sjómanna
og útvegsmanna, en samkomulag
varð ekki á þeim fundi. Síðar í
gær voru svo fundir undirnefnda.
en í dag hefur verið boðaður
annar viðræðufundur sjómanna
og útvegsmanna kl. 2 síðdegis.
Aþenu 5. janúar.
PAJPADOPOULOS, forsætisráð-
herra Grikklands. hélt ræðu 1
borginni Saloniki í gærkvöldi,
og hvatti landa sína til að gleyma
fortíðinni og gera Grikkland að
voldugu landi með sameiginlegu
átaki allrar þjóðarinnar. Hann
sagði, að Grikkland væri ekki
eins illa statt fjárhagslega og
margir utan landsins vildu vera
láta, enn hefðu ekki allar nátt-
úruauðlindir landsins verið nýtt-
ar.
Met-aflaár í Noregi, en verð-
mætið 14% minna en árið 1966
Sigling fná Dýrafirði fyrir
Horn að Siglufirði er vel greið-
fær í björtu.
Ekki varð vart við ís á sdgl-
ingaleið fyrir austan Siglunes.
- JOHNSON
Framhald af ,bls. 2.
komulag í Vietnam-deilurini
hvenær sem vera skyldi, en
hann vildi ekki setjast við samn
ingaborð með fulltrúum frá Viet
Cong hreyfingunni, ef ekki væri
hægt er að líta á hann sem að-
ila að sendinefnd N-Vietnam.
Frá París berast þær fregnir,
að sögusagnir um að Hanoi-
stjórnin hafi snúið sér til nokkra
ríkisstjórna og beðið þær um að
koma í kring samningaviðræðum
milli Hanoi og Washington, hafi
við engin rök að styðjast, eða
séu a.m.k. stórlega ýktar. Hafa
talsmenn ríkisstjórnanna í Kam
bódíu og Laos sagt, að fregnir
um að stjórnin i Hanoi hafi snú-
sér til þeirra í þessum erinda-
gerðum. séu ekki á rökum reist-
Aukin sala á saltfiski og síldarafurðum,
en samdráttur í skreið og frystum fiski
Osló, 4. jan. (NTB).
HEILDAR síldar- og fiskafli
Norðmanna á árinu 1967 nam
3,02 milljónum tonna, og er
það mesti ársafli sem um get-
ur í sögu fiskveiða Noregs.
Hefur aflinn aukizt um 14%
frá árinu 1966. Verðmæti árs-
aflans upp úr sjó nemur um
1.130 milljónum norskra
króna, að viðbættum um 100
milljónum krónum fyrir afla-
verðmæti hval- og selveiða.
Alls er þá aflaverðmætið um
14% lægra en árið 1966, og
á sú lækkun rætur sínar að
rekja til lækkunar á fiskverð-
inu, segir Oddmund Mykle-
bust, fiskimálaráðherra, í við-
tali við fréttastofuna NTB í
Osló í dag.
Þótt færri sjómemn hafi sl. ár
aflað meira magns en áður, hef-
ur verðmæti afla hvers sjó-
manns minnkað um rúmlega
10%, aðallega vegna verðlækk-
ana á heimsmarkaðnum, sagði
ráðherrann. Innan þessa meðal-
tals má að sjálfsögðu finna mikl-
ar sveiflur eftir því hvaða veið-
ar hver bátur hefur stundað, eft-
ir stærð bátanna og útbúnaði. Nú
er nýlega lokið við að reikna út
afkomiu fiskiskipa, sem eru yfir
40 feta löng (12,2 metrar), á ár-
inu 1965, sem var mun lakara ár
en 1967, og kemur þar greini-
lega í ljós að afkomumöguleik-
ar sjómanna og útgerðarmanna
fara batmandi eftir því sem fiski-
skipin stækka.
Myklebust segir að um 85—90
% síldar- og fiskaflans fari til
útflutnings. Heildar útflutnings-
verðmæti sjávaraflans, að með
töldum sel- og hvalafurðum. er
áætlað 1.800 milljónir norskra
króna, eða nokkru meira en á
árinu 1966, og stafar hækkunin
aðallega af breytingum á vinnslu
aðferðum. Ánægjulegas't telur
ráðherrannn að sjá að útflutn-
ingsverðmæti síldarmjöls og lýs-
is hefur hækkað um 200 milljón-
ir króna í 600 milljónir. Þá er
áætlað að útflutningsverðmæti
saltfisks hafi aukizt um 30 millj.
króna.
Á árinu sem leið stöðvaðist
útflutningur á skreið til Nígeríu,
og alls minnkaði skreiðarútflutn-
ingurinn um 30 milljónir króna,
jafnframt því sem óeðlilega
miklar birgðir eru nú fyrirliggj-
andi. Einnig hafa freðfiskútflytj-
endur átt við erfiðleika að stríða,
og hefur útflutningur á frystum
fiski lækkað um 12 þúsumd tonn
á árunum 1966 og 1967, eða um
TÚm 16% frá því sem var 1965
Höfuð ástæðurnar fyrir þessari
lækkun virðast vera aukin sam
keppni frá verksmiðjutogurum
ýmissa landa og minnkandi
neyzLa kaþólskra manna, einkum
í Norður-Ameríku.
- H-DAGURINN
Framihald af bls. 3
sem þessir tveir aðilar vinna
sameiginlegt að.
Mun Umferðarnefndin m. a.
annast útgáfu korts er sýni all-
ar einstefnuakstursgötur í
Reykjavík eftir H-dag, og þá er
fyrirhugað að Umferðarnefndin
gangist fyrir umiferðarsýningu
í Reykjavík í vor.
Framkvæmdanefnd hægri um
ferðar mun greiða hluta þess
aukna kostnaðar sem leiðir af
hinu aukna starfi Umferðar-
nefndarinnar, en til þess að ann
ast þessa aukna starfsemi hef-
ur Umferðarnefndin sett á stofn
Upplýsinga- og fræðsluskrif-
stxjfu í húsakynnum íþróttá-
bandalags Reykjavikur í Laug-
ardaL
- UM ÁRAMÓT
Framhald af bls. 17
héraðsins. Undanfarið hefur ver
ið sérstaklega óstillt en ekki
mikil fannalög,
Einn bátur, Frosti II. er gerð-
ur út frá Hofsósi, Útgerðarmaður
Halldór Sigurðsson. Sjómenn
segja mikla átu og einhvern fisk
afla ef slæmar gæftir hömluðu
ekki sjósókn.
Karlakórinn Feykir hefur
starfið i vetur og er Árni Ingi-
mundarson söngstjóri frá Akur-
eyri við þjálfun kórsins.
Að sögn héraðslæknis hefur
heilsufar verið sæmilegt, þó að
alltaf sé yfirdrifið að gera í
þeirri stétt.
Heilsufar búfénaðar mun vera
gott það sem af er vetrar.
Bjöm í Bæ.
MAÐURINN, sem lýst var eft-
ir í Mbl. í fyrradag. er kominn
fram. Hafði hann farið í heim
sókn til kunningja sinna á að-
fangadag og dvalið þar í góðu
yfirlæti yfir hátíðarnar.