Morgunblaðið - 24.01.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.01.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1968 3 20% aukning máia hjá borg- arddmaraembættinuásLári — uggvænleg þróun og erlendar hliðstæður vandfundnar, segir Hákon Guðmundsson yfirborgard YFIRBORGADÓMARI, Hákon Guðmundsson kvaddi í gær fréttamenn á sinn fund og kynnti þeim embættið og störf þess. Yfirborgardómari ræddi fyrst nauðsyn þess, að byggt yrði í Reykjavík sérstakt „Dóms hús“. Sagði hann, að slik bygg- ing yrði til mikillar hagræðing- ar, bæði fyrir dómsyfirvöid og almenning. Síðan gerði yfirborgardómari grein fyrir störfum embættisins á sl. ári og kom þar fram, að á sl. ári nam aukning mála hjá embættinu 20%. en það er lang mesta aukning, sem orðið hefur á einu ári. Fjölgnn þessara mála kvað yfirborgardómari mest gæta í svokölluðum skriflegum málum. ýmiss konar skulda- og vixlamálum. Yfirborgardómara fóruöt orð á þassa leið: „Um leið og gerð er nokkur g-rein fyrir aif.greiðslu mála og miálafjölda við borgardómara- embættið -órið 1967, þykir mér rétt að víkja aðeins að skipun diómsmála hér í Reykjavík. Árið 1943 var skipun lögreglu stjórnar og meðferð opinberra mála fyrir sakadómi komin í það horf, er síðan hefur hald- izt. Hins vegar fór lögmanns- embættið í Reykjavík þá með ÖM einkamál, fógetaréttarmál, skiptamál, uppboð og þiinglýs- ingar. En með lögum.. sem tóku gildi 1. janúar 1944, var lög- mannsembættið lagt niður, en stofnuð tvö ambætti þess í stað borgardómaraembættið og borg arfógetaembættið, og skipt á milli þeirra þeim málaflokkun, sem lögmannsembæittið hafði áður farið með. Fékk borgarfó- getaembættið fógetamólin, skiptaréttinn, uppboðin og þing lýsingarnar, en borgardómara- embættið þau mál, er það enn fer með, en það eru öll einka- mál, dómkvaðningar mats- manna, hjónaskilnaðar og hjóna vígslur. Vaxandi verkefnafjöldi. En þótt verkefnin hafi verið þau sömu sl. 4 ár, hefur magn þeiirra farið sívaxandi, einkuim þó s.l. 10 ár. Má geta þess til samanburðar, að árið 1956 voru þingfest rúm 1100 mál, en dæmd mál það ár, hafin og sœtt voru um 850. 8 árum síðar, árið 1964 voru þingfest mál orðin alls 4077 en afgreidd dómsmál það ár samtals 3733. Frá því ári hefur verið ör stígandi í töiu dómsmála hér við embættið og kemur það glöggt í ljós, þegar l'itið er til talna sl. árs, 1967. Á því ári eru þingfest é bæjar- þingi og í sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur samtals 6019 mál en dæmd voru það ár og af- greidd með öðrum hætti 5862 mál, þar af lauk um 900 málum með dómssátt. Nam aukningin á árinu 1967 tæpum 20% frá því sem var árið 1966. Er það lang mesta aukning, sem orðið hefur á einu ári, en fró því árið 1961 hefuir máiiafjöldinn tvöfaldazt. Er þetta vægast sagt uggvænleg þróun, og skapar margvísleg vanidamál, ef þessu fer svo fram næstu ár, og hygg ég að erlend- ar hliðstæður séu vandfundnar, ef þær eru þá tii. Skulda- og vixlamálum fjölgar mest. Þessarar fjölgunar móla gætir mest í hinum svokölluðu skrif- legu málum, en það eru ýmis konar skulda- og víxlamál, þar sem stefndur sækir eigi dóm- þ'mg. Erfiitt er að gera sér grein fyrir orsökum þess, hve ört mól um hefur fjölgað unidanfarin ár, þrátt fyrir vaxandi peningaráð alls þorra manna. Vera rná, að það stafi að einihverju leyti af vaxandi hiirðuleysi manna um það, að st-anda við fjárhagslegar skuldbindingar sínar, en ef lit- ið e.r til móla sl. árs virðist ým- islegt renna stoðum undir það, að þessi fjölgun stafi að nokkru leyti af of mikilli bjartsýni al- mennings um greiðslugetu sína. Þannig fjölgaði allmjög órið 1967 málum, sem áttu rœtur sín ar að rekja til þéss, að fól'k kaup ir muni og vörur mieð afborg- unarkjörum, en getur svo ekki stað ð skil á uimsömdum afborg unum. Getum við rakið upp- runa 417 mála til slíkra við- skipta. Þar af voru 77 mál sýni- lega vegna fróðleiksfýsnar, því þau voru höfðuð til efnda á skuldbindingum vegna kaupa á erlendu fræðiritit f sambandi við þasisi kaup með afborgunarkjörum er ástæða til þesis að drepa ó það, að í slíkum kaupum áskilur selj - andi sér oft eignarrétt að þeim munum, er hann selur unz kaup verðið er að fullu greitt, og er þá jafnframt kveðið ó um það í kaupsamnimgi, að seljandi geti tekíð hlutinn aftur, ef vanskil verða af hálfu kaupanda. Erlend is er víða löggjöf um slík kaup, sem kveður á um rétt og skyld- ur seljanda og kaupanda. Er þar m.a. kveðið um það, hversu með skufli fara, ef kaupandi hef ut þegar goldið tiltekinn hluta kaupverðs, er vanskil verða, Hér á landi eru engin lög um þetta efni. Þessi kaup hér etru hins vegar orðin svo almenn, að auð veldlega geta út af þeim risið margvísleg úrlausnar- og ágrein ngsefni. Er því brýn nauðsyn, að löggjafinn hefjist handa um setningu slíkra laga. Af öðrum atriðum, sem til málssóknar leiddu árið 1967 má nefna 77 mál, er af risu, að menn tóku „forskot á sæluna" eins og það er orðað og fóru í ferðalag án þess að eiga fyrir fargjaldinu. Þá fjölgaði og mjög málum vegna innstæðulausra tékkávisana. Frá bönkum borg- arinnar komu alls 941 mál. Vir-t ust sum-ir skuldunautar njóta þar góðrar fyriirgreiðslu, því nöfn sömu manna komu þar fyrir aftiur og aftur. Þessi 20% máfeaukning á ár- ínu 1967, er áðuir var nefnd, hafði að sjálfsögðu í för með sér mjög aukið álag á starfslið borga rdómaraembættisins. Samt tókst með ýmis konar hagræð- ingu að halda afgreiðslu skrif- legra fluttra mála í réttu horfi. Réði þar miklu, að embættið flutti í júnímánuði sl. í nýtit hús næð: í Túngötu 14, þar sem starfsaðstaða öll er miklum mun betri en óður og gaf mögulleika til meiri afkasta. Nauðsynlegt er þó að gera sérstakar ráðstaf- anir til þess að mæta sí auknu álagi til þess m.a, að komast hjá þvi að fjölga starfsfólki og er nú í undirbúningi löggjöf, sem á að leiða til hraðari og fljótvirkari afgreiðslu hiinna ein faldari mála, án þess þó að sleg ið sé af kröfum um réttaröryggi. Hins vegar hefur þetta aukna álag að því er varðar skriflega flutt mái, orðið til þess að þrengja að kosti munnlega fluttra mála og bíður sá vandi nú úrlausnar. Skilnaðarmálum fjölgar. Um aðra málaflokka, sem borgardómaraembættið afgreiðir má geta þess, að borgaralegar hjónavígslur voru alls 56 á árinu 1967. Er það svipuð tala og und anfarin ár en varðandi borgara- leg hjónatoönd miá geta þess, að þess verður vart, að ýmsir virð ast ha.lda, að borgaraleg hjóna- bönd gildi ekki nema um til- tekið árabifl. t d. 5 á.r. Þetta er að sjáif'sögðu misskidningur. Lagalegt giidi kirkjulegra og borgaralegra hjónabanda er að ölliu leyti hið sama. Framkvæmd ar vo.ru 186 dómkvaðningair ó sl. ári og 441 hjónaskilnaðarmól voru tekin fyrir, en útgefin leyfi t'fl skilnaðar að borði og sæng voru alls 142, er þar um töluiverða fjölgun að ræða'á ár- inu 1966, en þá voru gefin út 117 slík ieyfi. Eins og vænta mó, hefur starfs liði fjölgað við borgardómaraem bættið fró því að var stofnað árið 1943, en þó störfuðu þar auik borgaradóimarans 3 fulltrú- ar og tveir vélritarair. Nú stafa hér auk yfirborgar- dómara 6 borgardómairar, 5 fu:R trúar og einn að auki hálfam daginn, gjaidkeri, bókari og 5 vélritarar. NÚ ER starfsár Sinfóníuhljóm- Siveitar fsiands 'hálfnað, og verða síðustu tónleikar fyrra misseris haldnir á fimmtudagskvöld. í tilefni af því eru allir þeir, sem ei'ga misserisskínteini, vinsamleg- ast áminnfir að endurnýja þau nú þegar. Efnisskrá þessara niundu tón- leika hefst með þriðja forleikn- um, sem Beethoven samdi fyrir einu óperu sína, Fidelio, og heitir forleikurinn samkvæmt uppruna legu na'fni óperunnar, Leónóru- forleikur nr. 3. Þá kemur fram unigverski píanóleikarinn Balint Vazsonyi og leikur fjórða píanókonsert Beethovens. Vazsonyi er e.t.v. lítt þekkitur hér á landi, en hann er sannarlega enginn viðvaning- ur á tónleikapalli. Tólf ára gam- all hóf hann tónleikahald, en síð- an hefur hann ferðazt v,íða á tón- leikaferðum, notið tilsagnar hinna frægustu kennara. Þess má geta, að Balint Vazsonyi var seinasti nemandi Ernst von Dohnanyi. Gagnrýnendur í næstu löndum hafa flýst hrifn- inigu sinni y.fir leik Vazsonyi, og gaman verður að heyra undir- tektir íslenzkra áheyrenda, þeg- ar hann leikur hér í fyrsta sinn. ÁRSHÁTÍÐ futltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Árnessýslu verður haldið laugardaginn 27. janúar (þorradag) i Selfossbíói Og hefst klukkan 20:30. Sameiginlegt borðhald verður og flytur Ingólfur Jónsson ráð- herra ræðu, en síðan verður stig ir í dans og leikur hljómsveit Óskars Guðmundssonar. Þátttaka tilkynnist: Kaupfé- laginu Höfn og Verzluninni Brú- Selfossi, Verzluninni Reykjafossi, Hveragerði, Sigurði Möller, Hákon Guðmundsson, yfirborgardómari Ég gat um það áðan, að hin mikla fjölgun hinna einfafldari móla, þ.e. skriflegra mála, ætti í því, að munnlega fluittu mól- in gengju nú oft seinna fram en æsk flegt væri. Er það nú í athugun, hvort eigi. sé hægt að ráða bót á því með nýjum starfs háttum og hagræðingu í vinnu brögðum, svo hjá því verði kom izt, að fjöðiga sítarfsliði. Er það von okkatr hér við embættið, að þetta megi takast með tíð og tíma, að því tilskildu þó, að málum fjölgi ekki um 20% á Balint Vazsonyi, pianóleikari. Tónlei’kunum lýkur með f jórðu sinfóníu Beethovens, „sólargeisl- anum milli hinna stormasömu he.tjúsinfóníu og örlaigasinfóní- unnar“, svo að tónleikarnir eiga að verða öllum Beethoven-unn- endum hér — og þeir eru ófáir — til óblandinnar ánægju. Stjórn- andi er Bodhan Wodiczko. (Fréttatilkynning frá Sinfóníu- hljómsveit Islands). Ljósafossi, Sigmundi Sigurðs- syni, Syðra-Langholti, Jóni Ól- afssyni, Geldingaholti, Stein- grími Jónssyni, Stokkseyri, Ósk- ari Magnússyni, Eyrarbakka, Róberti Róbertssyni, Brún, Bisk- upstungum, eða Jóni Guðmunds- syni, Þorlákshöfn. Þátttökutil- kynningar þurfa að hafa borizt fyrir fimmtudagskvöld. Tekið verður á móti borðpönt- unum í Selfossbiói (sími 1120) milli klukkan 4 og 5 á laugar- dag. STMSTEIM Heimsveldi og halamið Alþýðublaðið segir í forustu- grein í gær: „Síðustu leifar brezka heims- veldisins eru að liðast sundur. Það þykir tíðindum sæta þótt flestir telji það óhjákvæmilega þróun. En Bretinn skilur eftir sig spor, sem munu lengi hafa áhrif, bæði í fyrrverandi nýlend um og í hugmyndum, sem móta þann heim, er við búum í. Þegar Bretar voru að byggja upp heimsveldi sitt, og meðan það stóð sem hæst, lögðu þeir fram hugmyndina um „frelsi hafsins“. Úthafið. utan við 3 mílna skotlengd kanónunnar, skyldi vera opið öllum, utan við yfirráð einstakra ríkja. Frelsi hafsins fylgdi frelsi til að veiða úr hafinu, og hugmynd in hefur lifað fram á þennan dag. Landhelgi hefur að vísu ver ið færð út, en fyrir utan hana geta allir siglt og allir veitt. Þar ríkir skipulagsleysi svo til al- gert, og geta þeir siglt eða fisk- að, sem leggja fé til þeirrar starfsemi'í. Voldugir flotar fiskiskipa Síðan segir blaðið: „Nú er það svo, að allmargar þjóðir eiga afkomu sína að miklu eða nálega öllu leyti undir fisk- veiðum. Islendingar hafa á al- þjóðaráðstefnum barizt fyrir sér stökum rétti þessum þjóðum til handa, en lítið orðið ágengt. Þróun síðustu ára hefur orðið sú að þessar þjóðir standa nú höllum fæti efnahagslega. Fjöldi voldugra ríkja hefur notfært sér frelsið til að sigla og fiska, lagt stórfé í byggingu voldugra flota fiskiskipa og sent þá um öU heimsins höf. Af þessum ríkjum eru mest áberandi Sovétríkin og Pólland, sem eru að mestu leyti byggð meginlandsþjóðum en hafa af ýmsum ástæðum gerzt stór- veldi í fiskveiðum. Vestur-Evr- ópuríkin hafa einnig stóraukið fiskveiðar sínar og efnahags- bandalag ýtt undir það, til dæm- is togarabyggingar Þjóðverja. Ný fiskveiðiríki hafa komið til skjalanna svo sem Suður-Afríka og Perú, og Japanir hafa aftur orðið eitt af stórveldum þessa sviðs. Aðeins Bandaríkjamenn virðast hafa vanrækt uppbygg- ingu fiskiflota, hvað sem siðar kann að verða. Þjarmað að fiskveiðaþ j óðum „Þannig hefur þeim þjóðum, sem lifa nær eingöngu á fisk- veiðum, verið gert mjög erfitt fyrir með stóraukinni sam- keppni. Ekki er sú samkeppni öll af eðlilegum efnahagslegum toga spunnin, heldur koma þar víða pólitískar ástæður, jafnvel hernaðarlegar, til skjalanna. Eln með þessari þróun eru hinir vold ugu á jarðkringlunni að þjarma illilega að þjóðum eins og okk- ur íslendingum. í framtíðinni verða Samein- uðu þjóðirnar að hafa fasta yf- irstjórn á málum eins og hag- nýtingu sjávarins, sem Bretinn gerði „frjálsan". En það er fjar- lægur draumur. Islendingar hafa orðið fyrir miskunnarleysi sam- keppninnar um auðæfi jarðar- innar, og lent í alvarlegum erf- iðleikum, sem þeir verða sjálfir að bjarga sér út úr". ári eins og nu áitti ser stað“. Ungverskur píanóleikari — með Sinfoniuhljómsveitinni Árshátíð Sjálfstæðis- manna í Árnessýslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.