Morgunblaðið - 24.01.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.01.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR lí>68 23 ,peopl.es' REPUBUIC) Uppdráttur af Laos og nágrannaríkjum þess. Krossinn sýnir, hvar Nam Bac herstöðin er, en nú hefur herlið kommúnista náð henni á sitt vald. Sæmileg færð Snæfellsnessfjallvegir voru ruddir í gær, og Brattabrekka, þannig að vegurinn er opinn allt vestur í Reykhólasveit. Þá er og fæit milli Akureyrar og Reykja- víkur. Stórir bílar og jeppar komust í gær til Siglufjarðar, en sú leið var síðast mokuð á fimmtudag. Þá voru vegir opnaðir um Strandir, til Hólmavíkur og fært er innan fjarða á vestfjör'ðoim. Ágæt færð er um Suðurlandsund irlendi og þrengslin. Fært er um Hérað, Fagradal og Oddsskarð og jafnvel komast jeppar til Borgarfjarðar. Suðurfjarðaveg- ur frá Reyðarfirði má heita ó- fær vegna svellalaga, og raunar eru mikil svell um allt Norður- Austur og Vesturland. Kommúnistar í Laos ná mikil- vægri herstöð á sitt vald Luang Prabang sögð berskjölduð — Rannsóknamefnd Framhald af bls. 1 yfirlýsinguna um, að hrap flug vélarinnar hafi verið óhapp, skrilfar blaðið: „Nei, þessi hörmiulegi atburður var langt fná því að vera neitt óhapp. Hann var afleiðing af herstjórn arstefnu Washington, sem miðar að því, að halda heiminum á barmi sityrjaldair“ Izvestija minni á yfirlýsingu Sovétstjórnarinnar til Bandaríkj anna, eftir að bandarísk flug- vél með fjórar vetnissprengjur hafði hrapað í grennd við Pal- omares á Spáni 1966. Blaðið á- sakaði Banidarfkin fyrir að taka ekki tiUit til „þeirrar skynsem- israddar", sem komið haifi fram í orðsendingu Sovétstjómarinn- ar, þar sem borin var f.ram á- skorun um að hætta þegar í stað ölilu flugi utan eigin landa- mæra með flugvélum, sem hefðu kjarnorkuvopn um borð. Enda þótt Iavestija benidi á yfirlýsingu Dana um, að ekki megi koma fyrir kjarnorku- vopnum á dönsku landisvæði, spyr blaðið, hvers vegna banda- rískar flugvélar fari könnunar- ferðir yfir Grænlandssvæðið og hvers vegna bandarískar bæki- stöðvar séu áfram á Grænlandi, þegar litið er á það, að Dan- mörk hefur hvað eftiir annað lýst því yfir, að landið fallist ekki á, að erlendar herbæki- stöðvar verði settar upp á land svæði þess. Fiskimið við Grænland ekki í hættu Yfirmaður fiskirannsókna við Grænland, dr. phil. Paul M. Hansen, og vatnafræðingurinn Frede Hermann draga það báðir í efa, að geislavirkni frá banda- rísku vetnissprengjunum, sem voru í flugvélinni sem fórst, geti breiðzt út til fiskimiðanna við Grænland með hafstraumum. — Það er allósennilegt, að geislavirkni geti borizt með haf- straumunum til fiskimiðanna, sagði Frede Hermann í dag. Að vísu eru hafstraumarnir breyti- legir, eftir því hvernig vindar blása, en að öllu venjulegu streymir sjórinn frá Smiths- sundi fyrir utan strönd Norð- vestur-Grænlands til Baffins- landis. Straumurinn liggur í suð- ur fyrir utan þann stað, þar sem flugvélin er talin liggja og út af Baffinslandi heldur straumurinn áfram meðfram strönd Labra- dors til Nýfundnalands, þar sem hann beygir í austur og mætir Golfstraumnum. — Það eru þannig ekki neinar sérstakar líkur á því, að fiski- miðin við Grænland verði fyrir geislun. Þar stefnir straumurinn norður og er hlýr andstætt straumnum við Baffinsland, sem er kaldur og stefnir suður. Her- mann sagði enn fremur, að á leið straumsins ætti sér stað mikil blöndun. Þegar straumur- inn næði til Nýfundnalands, væri blöndunin svo mikil, að lík- lega myndi reynast ógjörningur að sýna fram á geislavirkni, þar sem hér væri einungis um það að ræða, að. lítið magn geisla- virkra efna gætu losnað burt. Dr. Paul Hansen sagði, að hann væri ekki heldur þeirrar skoðunar, að fiskistofnar við Grænland myndu verða fyrir snertingu af straumum frá haf- inu við Thule. Hann sagði, að ekki ættu sér stað fiskveiðar svo að teljandi væri á Thule- svæðinu. Tilraunir hefðu verið gerðar á árunum milli heims- styrjaldanna með togveiðar en árangurinn verið sáralítill. — Á þessu svæði lifði samt sem áður heimskautaþorskurinn, sem skipti ákveðnu máli sem fæða fyrir seli og smáhveli. Ef geisla- virk efni hefðu orðið laus, væri hugsanlegt, að það hefði áhrif á veiðarnar við Grænland, að Skjöldur i Stykkishólmi ÁRSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélagsins Skjaldar í Stykkishólmi verður næstkomandi laugardag. selir og hvalir frá Thule-svæð- inu dreifðust til annarra svæða við Grænlandsstrendur. Allt flug með kjarnorkuvopn bannað. Kaupmannaahfnarblaðið Poli- tiken segir í forystugrein í dag, að Danmörk haifi fyirir löngu bannað allt flug með kjarnoirku vopn yfir danskt land. — Þessu hötfum við skýrt öllum heimin- um frá og gert uim þetta samn- inga við Baindaríkin. Þetta nær einnig til Grœnllanlds og kxftlhelg innar yfir Grænlandi og þessi stefna er eindregin. Við verð- um þess vegna einnig að geta tryggt okkar eigin þjóð og ábyrgzi öðrum þjóðium. að þetía bann sé haldið. Mögule.ikinn t;3 þessa er enn fyrir hendi, sökum þess, að um sérstakt reyðartil- felli var að ræða hér, þannig að flugvélin varð að reyna að Lenda í Thule-bækistöðinni. Ef þetita er ekki réft, skudu bandarísk yfirvöld vita, að samn ingurinn varðandi fllug í Thule bækistöðinni stendur og fellur með gagnkvæmu trausti. Ef samningurinn er ekki efndur. þá verðum við annað hvort að fá óyggjandi tryggingu fyrir því, að þetta gerist ekki aftur, eða þá rétt til þess að hafa eft- irlit roeð flugi um Thule-bæki- stöðina. Að öðrum kosti verðum við að segja samningnum upp vegna vanefnda.. Það er skylda ok'kar bæði gagruvart olckur sjálfum og heiminum, segir blað ið. • • • • — Alvarlegur atburðui Framhald af bls. 1 reyna að skapa sér glögga mynd af því, sem gerzt hafi raunverulega á Japanshafi, en að fyrst verði með diplómatísk- um aðferðum reynt að gera allt, sem unnt er, til þess að fá skipið leyst úr haldi. Líklegt þykir, að bandarísk stjórnarvöld hafi snú- ið sér beint til sovézku stjórnar- innar, því að sovézka sendiráðið í Washington, hefur skýrt frá því, að það hafi engin afskipti haft af málinu. Ekkert bendir til þess, að í Hvíta húsinu hafi verið litið svo alvarlegum augum á þenna at- burð, að Jolmson forseti hafi notað hina beinu fjarritaralínu milli Hvíta hússins og Kreml, en hún var notuð í fyrsta sinn sl. sumar í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafsins. Samkvæmt frásögn bandaríska varnarmálaráðuneytisins fékk „Pueblo", sem sagt var, að væri aðstoðarskip í upplýsingaþjón- ustu flotans, fyrirskipun um að nema staðar, eftir að fallbyssu- bátur frá Norður-Kóreu hafði siglt umhverfis skipið og til- kynnt: „Nemið staðar, ellegar hefjum við skothríð“. Þrír aðrir fallbyssubátar frá Norður-Kóreu komu síðar sam- tímis á vettvang og enn fremur tvær MIG-flugvélar, sem sveim- uðu yfir skipinu. Gerðist þetta um kl. 12.00 að staðartíma í dag. Kl. 13.45 tilkynnti „Pueblo", að lið Norður-Kóreumanna hefði gengið um borð og 25 mínútum síðar var tilkynnt, að skipinu hefði verið skipað að fylgja fall- byssubátunum frá Norður-Kóreu til Wonsan, sem er allstór hafn- arborg á austurströnd Norður- Kóreu. Kl. 14.32 kom síðasta til- kynningin frá skipinu, þar sem sagði, að fjarskiptasendingum frá skipinu væri hætt. Enn fremur var skýrt frá því, að ekki hefði komið til neinna bardaga og af hálfu varnarmálaráðuneytisins bandaríska hefur verið skýrt frá því, að allt benti til þess, að ekki hefði verið hleypt af neinu skoti af hvorugum aðilanna. Á skipinu eru 83 menn. Af hálfu Bandaríkjastjórnar hefur verið lýst yfir, að mjög alvarlegt ástand hafi komið upp við töku skipsins og Dean Rusk sagði, að málið væri afar alvar- legs eðlis. Stjórnarvöld í Norður-Kóreu hafa borið fram ásakanir um, að Bandaríkin sendu skip úr flota sínum inn í landhelgi Norður- Kóreu til þess að framkvæma fjandsamlegar aðgerðir. fyrir árásum þeirra Luang Prapang, 22. jan. AP. YFIRRÁÐ stjórnarinnar í Laos á svæðinu norður af Luang Pra- bang höfðu á sunnudag verið gersamlega brotin á bak aftur, að því er haft var eftir hernað- arlegum heimildum i dag. Hefur þetta í för með sér, að borgin er orðin berskjölduð fyrir árás herliðs Norður-Víetnams og Pat- het Laos, sem náðu mjög mikil- vægri herstöð 96 km fyrir norð- an borgina fyrir einni viku. Óþreyttar hersveitir stjórnar- innar tóku sér stöðu umhverfis Luang Prabang, á meðan banda- riskar þyrlur héldu áfram því starfi sínu um helgina að flytja hermenn Laosstjórnar, sem flýðu án þess að til verulegs bardaga kæmi frá Nam Bac herstöðinni í norðri. Samkvæmt heimildum hersins var enn fremur skýrt frá því, að allar herstöðvar stjórnarinnar milli Luang Prabang og Nam Bac hefðu verið yfirgefnar og að stjórnin hefði aðeins á valdi Aþenu, 23. jan. AP-NTB. BANDARÍKIN hafa tekið upp eðlilegt stjórnmálasamband við grisku stjórnina, en eftir flótta konungs úr landi um miðjan des- ember, hefur samband Grikk- lands við mörg riki verið óljóst. Tvö ríki önnur höfðu og til- kynnt, að stjórnmálasambandið við Grikkland væri nú komið í venjulegt horf. Búizt ér við að brezka stjórnin tilkynni sína á- kvörðun fljótlega. Tékkóslóvakía varð fyrsta kommúnistaríkið til að hverfa Sovézkir til Japans Tókié, 23. jan. — AP — SOVÉZK kommúnistajsendinefnd með M. Suslov í brodidi fylking- ar mun heimsækja Japan 30. janúar næstkomandi til að eiga skraf við kommúnisitaflokk Jap ans, að því er tilkynnt var í Tókíó í dag. í nefndinni eru fimm háttsettir kommúnistaleið togar. Ekki var getfið upp, hversu langa v'ðdvöl hinir sov- ézku gestir munu hatfa í Japan. sínu svæði út frá borginni, sem næmi nokkrum mílum í hverja átt. Háttsettir herforingjar í stjórn arhernum hafa sagt, að þeir bú- ist við meiri háttar árás á Lu- ang Prabang í kjölfar þess, að í síðustu viku var skotið sprengi- kúlum á borgina og enn fremur gerði fötgöngulið minni háttar árás á borgina. Vestrænar heimildir í Vienti- ane, aðseturstað stjórnarinnar, draga þessa skoðun í efa, en telja, að kommúnistar hafi unn- ið sinn mesta sigur á nær þrem- ur árum. Sagt var his vegar, að kommúnistar hefðu samtímis gef ið það glöggt í skyn með aðstoð þriðja aðila, að þeir vildu ekki rjúfa hið viðkvæma jafnvægi, sem komið hefur í veg fyrir alls herjarstyrjöld í Laos, síðan sam- komulagið í Genf var gert 1962. Ef þetta jafnvægi væri sett úr skorðum, hefði það í för með sér hættu á því, að bandarískt herlið hæfi í miklum mæli þátttöku í aftur til stjórnmálasambands við Grikki og sömuleiðis hefur Spánn kunngert, að þeir geri hér með slíkt hið sama. - ALÞINGI Framhald af bls. 8 Aliþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um að Seðlaibanki íslands kapp- kosti að fullnægja því hlutverki, sem honum er ætlað í lögum frá 24. marz 1961, að vinna að því, að framboð lánstfjár sé hæfilegt, miðað við það. að „framleiðslu- geita atvinnuveganna sé hagnýt á sem fyllstan og hagkvæmast- an hátt“. Spilokvöld í Hainurfirði Sjálfstæði-s'félögin í Hafnarfirði halda sameiginiegt spilakvöld fimmtudaginn 25. jan. n.k. í Sjálfstæðishúsinu og hefst það kl. 8,30. Spiluð verður félagsvist og góð kvöldverðlaun veitt. Kaffiveitingar verða framreidd- ar og er Sjálfstæðisfólk hvatt til að fjölmenna stundvíslega. bardögum í Laos og ef til vill miklar sprengjuárásir á Hanoi, Haiphong og aðrar borgir í N- Víetnam, en stjórnarvöld þar stjórna algjörlega uppreisnarað- gerðum kommúnista í Laos. — Bræðurnir Ormsson Framhald af bls. 24 um mitt sumar 1969 og mun verkið við raflagnirnar því taka um 18 mánuði. Sagði Karl, að þeir hefðu hugsað sér að skerða lítið starfslið Bræðranna Orms- son, sem er um 70 manns, þar af 52 rafvirkjar. Það yrði undir- staðan að vinnuflokknum suður frá. Þá yrði bætt við upp í 30 manns, sem bæði yrðu í Straums vík og við önnur störf hjá fyrir- tækinu. Yfirverkstjóri Bræðr- anna Ormsson, Sigurður Magnús son, tekur við yfirstjórn verks- ins í Straumsvík, ásamt Bent Boesen, verkfræðingi frá E. Ras- mussen A/S. Yfirverkfræðingur hjá Bræðrunum Ormsson er Kári Einarsson. Um samvinnuna við hið danska fyrirtæki, sagði Karl: — Eftir að ljóst var hversu umfangsmikið verk þetta var, urðum við annað hvort að láta erlend fyrirtæki ein um að bjóða í verk þetta, eða útvega okkur samstarfsfyrirtæki, sem hefði reynslu í stórverkum sem þessu. Var því gengið til sam- starfs við fyrirtækið E. Rasmus- sen A/S í Fredericia í Danmörku. Fyrirtæki þetta er einn stærsti rafverktaki í Danmörku og hef- ur meðal annars nýlokið við raf- lagnir í olíuhreinsunarstöð skammt frá Fredericia fyrir Royal Dutch Shell. Voru þar starfandi á sama tíma 130 raf- virkjar undir stjórn Bent Boe- sens, þess sama sem verður hér. Hlutur Bræðranna Ormsson hf. er um 70% verksins og gildir það einnig um efniskaup, sem eru um 50% af kostnaði við verkið. Undiribúningiur er þegar haf- inn að þessu verkefni. Á verk- stæði Bræðranna Onmsson í Lágmúla er verið að smíða hús, sem flytja á suður í Straums- vík og nota fyrir skrifstotfuihús. Sem fyrr er sagt hefur fyrir- tækið Bræðurnir Ormsson þeg- ar leyst atf hemdi vinnu við há- spennulagnir og vinnuljós í Straumsvík. Því spurðum við Karl, hvernig honum líkaði sam starfið v'ð ISAL. Hann svaraði: — Ég hugsa mér gott eitt til að starfa meira með þessum m'önnum og fyrir þá. Þeir eru frábærir skipuleggjarar, bæði skilningsgóðir og standa við sitt. En þeir ætflast líka til að aðrir standi við sinn hlut. Sam- startfið við þá hefur ver ð ágætt og við getum mikið af þeim lært. Stiórnmálasamband eðlilegt aitar milli USA og Grikklands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.