Morgunblaðið - 24.01.1968, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1968
Við fiskveiðar á næststærsta vatni heims
Viktoriuvatni í Afriku
FRÁ því var skýrt hér í blað-
inu í síðustu viku, að íslenzk-
ur maður, Guðjón Illugason
frá Hafnarfirði muni senn
taka að sér skipstjórn á báti
á Viktoríuvatni í Austur-
Afríku, en þessi bátur, sem er
75 tonn að stærð, verður not-
aður til veiða og rannsókna
á áður ókönnuðum fiskimið-
um í vatninu. Jafnframt mun
Guðjón hafa yfirumsjón með
þjálfun innfæddra fiski-
manna við vatnið. Þetta verk
efni hefur Guðjón tekizt á
hendur á vegum Matvæla- og
landbúnaðarstofunar Samein
uðu þjóðanna (FAO), en
Guðjón Illugason. Mynd þessi
var tekin, er Guðjón starfaði á
vegum FAO á Ceylon.
hann hefur starfað í þjónustu
þeirrar stofnunar samtak-
anna undanfarin tólf ár í
Pakistan, Indlandi og á Cey-
lon.
Varla hefur nokkur annar
íslendingur haslað sér starfs-
völl svo fjarri heimalandi
sínu og við jafn frábrugðnar
aðstæður og Guðjón Illuga-
son. Starfsferill hans er ævin-
týri líkastur. Það er því ekki
úr vegi að skýra í stuttu
máli og í myndum frá Vikto-
ríuvatni, næst stærsta vatni
í heimi, þar sem Guðjón mun
nú hefja störf, og löndum
þeim, sem að vatninu liggja
og þjóðum þeim, sem þar
búa. Ennfremur verður
greint frá hinu nýja verk-
efni Guðjóns og ýmsu þar
að lútandi.
Tvisvar sinnum stærra en Dan-
mörk
Viktoríuvatn er næst stærsta
vatn í heimi, eins og frá var
greint í u-pphafi. Efra vatn 1
Norður-Ameríku er hið eina,
sem er víðáttumeira. Viktoríu-
vatn er hvorki meira né minna
en 83.000 ferkm. að flatarmáli
eða tvisvar sinnum stærra en
Danmörk og um % hlutar af
flatarmáli íslands. Mesta lengd
þess frá norðri til suðurs er 200
mílur en mesta breidd þess 150
mílur. Það er því líkara hafi
en vatni og strax og menn eru
komnir góðan spöl út á vatnið
hættir að sjást til lands. Það er
frekar grunnt, dýpst um 80 metr-
ar og strendur eru vogskornar
og margar eyjar fyrir ströndum.
>á er það fullt af rifum, sem
mörg hver standa rétt undir yf-
irborði vatnsins. Mikið magn
margra fisktegunda lifir í vatn-
Margar ár renna í Viktoríu-
vatn. Stærst þeirar er Kagera,
sem rennur úr vestri en þar
næst Mara. sem kemur úr austri.
Eina fljótið hins vegar, sem renn
ur úr vatninu, er Níl.
Ársmeðalhitinn við Viktoriu-
vatn er rúmlega 20 stig á Cel-
sius og munurinn á heitasta og
káldasta mánuði ársins er mjög
lítill, enda liggur vatnið við mið
baug. Mikill loftraki er við vatn
ið, þannig að mörgum Evrópubú
um finnst hitinn illþolanlegur.
Leitin að upptökum Nílar
Engin ókönnuð svæði okkar
tíma, hvorki frerar Himalaja-
fjalla, Suðurskautsins né held-
ur hin óséða hlið tunglsins, hatfa
Við Viktoriuvatn. Meirihluti íbúanna í kringum vatnið eru Bantu-svertingjar.
hæst ber á myndinni, er papryrus, sem m.a. er notaður í reyrbáta.
Það,
heillað hugi manna svo mjög
sem hin forna gáta um upptok
Nílarfljótsins, áður en menn kom
ust að raun um, að Viktoríuvatn
var meginuppspretta þess. í tvö
þúsund ár að minnsta kosti var
0
8UNYOR0
V^covíq^- -t-
yl Ú G AýN\D
' '.Ru&enzon- 8UGANDA 'JJÍnjd
• / fjöH KampOto(hubGca)
\/(T ..
Kyogo-vatp
A/
8a.
Kavirondo~flQ:
sese-eyjar *
VIKTORÍU-
VATN
ukoba
Seumbiri -eyjar^
A \
\ /ilH!
Bweranyo
Wiftdötrmer
X\
Natro,
votn
ftoi
Speke
)rfwan2a
-
\ EmmPasj
'Jf\i ftól
^ ,U «> Oiduval-g
'J • • JL\ N9d.r»r>qora-d!guy%
Viktoriuvatn er í kringum % hlutar af flatarmáli Islands og
næst stærsta vatn í heimi. Efra vatn í Norður-Ameríku eitt
er stærra. Viktoriuvatn liggu r við miðbaúg og þar ríkir því
hitabcltisloftslag.
tímum árs.
m
Margar ár renna í Viktoriuvatn en aðeins ein úr því. Það er Nílarfljót, sem rennur í norður
til Miðjarðarhafs. Við svonefnla Murchison fossa rewnur allt vatnsmagn fljótsins, sem er
mjög mikið í gegnum klettas korning, sem er ekki meira en 6— 7metrar á breidd.
Lítill munur er á meðalhita á hinum ýmsu
um þá ráðgátu rætt og ritað, og
sérhver leiðangur, er sendur var
upp með fljótinu frá Egyptalandi,
sneri aftur, þrotinn og vonsvik-
inn. Eftir miðja 19. öld var þetta
orðinn mesti landfræðilegi leynd
ardómuminn eftir fund Vestur-
álfu“, eins og þá var kallað. Níl,
hin mikla brúna flæði hélt é-
fram að renna sunnan úr eyði-
mörkinni á réttum tíma, og eng-
inn gat skýrt, hvað olli vextin-
um, er áin flæddi ytfir bakka
sína í Nílardal í septembermán-
uði hverjum, hinum þurrasta og
heitasta árstíma fyrir botni Mið
jarðarhafsins; né heldur, hvern-
ig áin fór að því, er lítið var í
henni, að streyma þúsund mál-
ur gegnum hina ægilegu bnina-
sanda. án nokkurrar þverár eða
dropa regnvatns.
>ð var ekki fyrr en árið 1858,
að þessari hulu leyndardómanna
var svipt burt. Árið áður höfðu
tveir foringjar úr berzka hern-
um, Richard Burton og John
Speke lagt upp frá Zansibar við
austurströnd Afríku og fýlgdu
gömlum lestarleiðum Araha, þar
sem nú liggur járnhraut gegn-
um Tanzaniu til Tanganyika-
vatns, sem Evrópumenn höfðu
aðeins haft spurnir a:f áður.
Speke hélt áfram lengra norð-
ur á hóginn og rakst þá á Vikt-
oríuvatn og dró þá ályktun, að
þar myndu vera upptök Nílar.
Gaf hann vatninu natfn í heið-
ursskyni við Viktoríu Bretlands-
drottningu. Ári eftir að hann
kom úr fyrstu för sinni, fór hann
í aðra för með brezkum liðstfor-
ingja, Grant að nafni. >eir fóru
sömu leið inn í landið, en héldu
síðan til norðurs og meðfram
vesturströnd Viktoríuvatns og
fundu þá hið merkllega þétthýla
ríki Búganda og kynntust kon-
ungi þess. Litlu síðar stóðu þeir
við upptök Nílar, þar sem hún
rennur úr Viktoríuvatni. >eir
héldu enn nokkuð til norðurs
til þess að fullvissa sig um, að
‘þeir hefðu leyst hina aldagöm/Iu
♦Nilargátu, og hittu þá leiðang-
ur Sir Samuel Bakers. sem kom
upp með Nílarfljótinu árið 1863,
og þar með gt ekki rikt lengur
neinn vafi um, hvar Níl ætti upp
tök sín.
Hverjir búa við Viktoríuvatn?
Mestur hluti Viktoríuvatns til
heyrir Tanzaniu og Uganda, en
vatnið nær einnig að landamær-
um Kenya. Svæðið umhverfis
vatnið eí eitt atf þéttbýsustu
landsvæðum Afríku og þar búa
margar milljónir manna. Lang-
flest atf þessu fólki er af svo-
nefndum Bantuþjóðflokki og eru
ihelztu ættflokkarnir Ganda í
Uganda, Kivirondo í Kenya og
Sukuma og Haya í Tanzaniu.
Rannsóknir hafa leitt í ljós. að
á liðnum tímum hatfa orðið
þarna margvíslegir þjóðflutning-
ar, og ýmsir þjóðflökkar af öðru
hergi bortnir búið þarna áður
og ýmist horfið af sjónarsviðinu
þar eða blandazt aðkomufólkinu.
Fiskveiðar
Flestir þeirra ættflokka, sem
búa við Viktoríuvatn, eru snjall
-ir fiskveiðimenn og leiknir í
meðferð kanóbáta, en þeir
þekkja lítið sem ekkert til ný-
tízku veiðiaðferða og bátar
þeirra eru það smáir, að þeir
þora ekki að hætta sér langt út
á vatnið, þar sem fiskur er
mestur. Mikið magn af fiski er
vtalið vera i vatninu, en þar Ufa
-um 200 fisktegundir og þykir
-víst, að auka megi aflamagn það,
-sem fæst úr vatninu, verulega,
ef beitt er nýtízku tækjum og
veiðiútbúnaði. Það er því brýn
nauðsyn, að kenna fiskimönn-
um við vatnið meðferð slikra
tækja og er það á meðal hinna
mörgu verketfna, sem FAO hef-
ur tekið að sér.
Verkefni Guðjóns Illugasonar
>að er þetta verketfni, sem
Guðjón Illugason mun starfa að
á Viktoríuvatni. Hann hefur var
ið mestum hluta ævi sinnar, en
hann er nú fimmtugur, við
störf á hatfi úti, en mun ruú
hverfa þaðan og taka við skips-
stjórn á fersku vatni inni á meg-
inlandi Afríku. Bátur sá, sem
hann á að taka við skipstjórn á,
nefnist Tbis og er um 75 tonn
að stærð.
Guðjón Illugason hefur starf-
að á vegum FAO í Suður-Asíu í
tólf ár, en þar sigldi hann eitt
Framhald á bls. II