Morgunblaðið - 24.01.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1968
13
ísland cí þingi SÞ.
Viðtal við Kristján Albertsson
MlORiGUNBLAÐIÐ hefur átt við-
tal við Kristján Albertsson, sem
var einn af fulltrúum íslands á
síðasta Allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna, sem lauk fyrir
jól. Kom Kristján hingað upp úr
nýjárinu og var ungur og hress
að vanda enda þótt orðið hafi
sjötugur á síðastliðnu sumri. Við
spurðum Kristján fyrst, hvers
vegna hann hefði gert okkur orð
um að minnast ekki á afmæli
sitt, og svaraði hann: „Mér
fannst það algerlega óverðskuld-
aður heiður, að ég skyldi verða
sjötugur, og því rétt að haía
ekki hátt um það“.
— En gjarnan hefðum við vilj
að segja eitthvað fallegt um þig.
— Það er sama og þegið.
fsland fær sæti í mikilsvarðandi
nefnd
Því næst spurðum við Kristján
Albertsson:
— Hvað mundir þú helzt vilja
segja okkur af síðasta þingi Sam-
einuðu þjóðanna?
— Mér virðist sem ekki hafi
vakið verðskuldaða athygli, að
ísland fékk þar sæti í einni
þeirri nefnd, sem merkust var
á þinginu kosin, og mörg lönd
lögðu mikla áherzlu á að öðlast
sæti í. Litla nýja ríkið Malta
hreyfði miklu stórmá'li, að rann-
saka skyldi auðlindir í og undir
botni hafsins, um heim allan, og
síðan hagnýta þær í þágu hinna
fátæku þróunarlanda. Tillagan
var samþykkt, og ákveðið að
kjósa milliþinganefnd til þess að
gera tillögur um hverjum tök-
um skyidi taka málið, lagalega,
vísindalega og tæknilega, og um
allan undirbúning alþjóðalöggjaf
ar og síðan framkvæmda. For-
seti stjórnmálanefndar þingsins
skyldi tilnefna hver lönd tækju
sæti í nefndinni og hófst nú að
vonum mikið baktjaldamakk.
Var fyrst talað um 3'0 lönd, og
gert ráð fyrir einu af Norður-
löndunum, Noregi. En siðan
varð samkomulag um að nefnd-
ina skyldu skipa 35 lönd — og
eitt af þeim 5 sem við bættust
varð fsland. Mér er óhætt að
segja, að þetta þótti ölluim hinn
mesti sigur fyrir okkar fámenna
land — enda hin stærri ríki ekki
allskostar ánægð með að hafa
verið látin þoka fyrir okkur.
— Hverjar mundir þú telja
orsakir þessa íslenzka sigurs?
— Við fréttum að Bandaríkin
hafi stutt drengilega okkar mál.
Að öðru leyti á okkar dug-
mikh og áhugamikli sendiherra
hjá Sameinuðu þjóðunum mest-
an heiðurinn. Hann hafði auð-
vitað haldið því fast að mörgum
áhrifamanni, að íslandi léki hug-
ur á sæti í þessari nefnd, og
fært þau rök til þess, að land
okkar væri umlokið hafi á alla
vegu, og fyrir okkur miklir hags-
munir í húfi, ef alþjóðalöig yrðu
sett um auðlindir hafbotnsins.
Vegna þess að Hannes Kjartans-
son hefur búið erlendis síðan á
unga aldri, og þjóðin kann að
þekkja minnst til hans af sendi-
herrum sínum, er kannski ekki
úr vegi þó að ég láti þess getið,
að starf hans og framkoma á
þessum tveim allsherjarþingum
síðan hann tók við sendiherra-
embætti, hefur sannfært mig um
að þar á ísland einn af sínum
beztu erindrekum. Einn af þeim
sem liklegastur er til að koma
málum okkar fram við erlendá
aðila. Fara saman hjá honum
ýmsir höfuðkostir diplómata, þar
á meðal bæði ljúfmennska og
karlmennska.
— Þrtta er go,t.t að heyra.
Kína
— E'tt af því, sem utanríkis-
stjórn okkar hefur verið fundið
til foráttu, er hvernig ísland hef-
ur greitt atkvæði á allsherjarr
þingunum um upptöku hins
rauða Kínaveldis í Sameinuðu
þjóðirnar. Hvað vilt þú segja
um afstöðu okkar í því máli?
— Að mér hefur fundist hún
óaðfinnanleg og allar ávítur í
garð utanríkisstjórnarinnar í
þessu sambandi, sprottnar af
misskilningi. Það er leitt hve
margir taka mikið upp í sig út
af þessu máli, án þess að hafa
haft fyrir því að kynna sér mála-
vexti.
— Sem eru?
,— Sem eru fyrst og fremst
þeir, að ísland hefur aldrei ver-
ið andvígt upptöku rauða Kína
— að því tilskildu, að hið ann-
að Kína, sem nú á sæti í Sam-
einuðu þjóðunum, héldi sæti
sínu. Eins og kunnugt er kalia
tvö ríki sig Kína, og skulum við
til hægðarauka kalla þau Meg-
inlands-Kína og Taiwan-Kína, á
Mao
eylandi því sem áður nefndist
Formósa. Hið síðara ríki er það
sem eftir er af því Kína-veldi
sem var eitt af stofnríkjum Sam-
einuðu þjóðanna. Allar tillögur
um upptöku Meginlands-Kína
hafa falið í sér að jafnframt
þeirri upptöku skuli Taiwan-
Kina svipt aðild sinni að Sam-
einuðu þjóðunum. Þetta hefur ís-
lenzku stjórninni aldrei þótt
sæmilegt. Hún hefur aðhyllst þá
skoðun, að jafnframt upptöku
Meginlands-Kina skyldi um það
samið, og svo um hnútana búið,
að Taiwan-Kína yrði ekki svipt
sæti sínu. Við létum árum sam-
an þessa afstöðu í ljós með því
að sitja hjá við atkvæðagreiðsl-
ur um upptöku Meginlands-
Kína, eins og fjölmörg önnur
ríki gerðu, sem litu ei.ns á málið
og ísland. Því vitað var að Meg-
inlands-Kína vildi að engu öðru
ganga, en að það eitt skipaði
sæti Kína í Sameinuðu þjóðun-
um.
— En á síðustu tveim þingum
hefur ísland ekki setið hjá —
heldur greitt atkvæði á móti til-
lögunni um upptöku Meginlands-
Kína.
— Já, afstaðan hefur breytzt
við nýja tillögu í málinu, sem
f.ram hefur komið á síðustu
tveim þingum. Hún hefur verið
flutt að frumkvæði Ítalíu, og er
á þá leið, að engin ályktun
í málinu skuli gerð að sinni, en
nefnd kosin til að hafa tal af
stjórnum hinna tveggja Kína-
rikja, og reyna að fá þær til að
fallast á lausn, sem líklegt sé
að mikill meirihluti Sameinuðu
þjóðanna mundi aðhyllast. Með
öðrum orðum, að fá Meginlands-
Kína til að ganga að því að taka
sæti í samtökum heimsbyggðar-
innar, án þess að hitt ríkið yrði
hrakið þaðan. Þessari tillögu var
ísland fylgjandi, en rökrétt af-
leiðing af þeirri afstöðu var sú,
að nú greiddum við atkvæði
gegn itillögunni um upptöku
rauða Kína, að ti'lskildum brott-
•ekstri Taiwan-Kína.
Kína og heimsfriðurinn
— Oft hefur mönnum skilist
að mörgum gæti óað við aðild
rauða Kína að Sameinuðu þjóð-
unum eftir framferði þess á síð-
ari árum. Stofnskxáin kveður
svo á, að Sameinuðu þjóðirnar
séu samtök „frið-.elskandi“ þjóða
til verndar heimsfriðinum. En
rauða Kína réðist ásamt Norður-
Kóreu á Suður-Kóreu, og háði
þannig stríð gegn Sameinuðu
þjóðunum. Síðan brutust Kín-
verjar með vopnavaldi inn í
Tíbet og sviptu landið sjálf-
stæði sínu. Þar næst réðust þeir
á Indland. Og loks veittu þeir
Norður-Vietnam alla aðstoð sina
til að ráðast á Suður-Vietnam.
— Og nú er því yfir lýst í
Moskvu, segir Kristján Alberts-
son, að þar sé kjarni málsins
sá, að stjórn rauða Kína vinni.
að því öllum árum, að sú styrjöld
geti leitt til þess að Bandaríkin
og Sovét-Rússland lendi' í stríði
út af Vietnam, og þar með skelli
á þriðja heimsstyrjöldin.
— Hvað segir þú um annað
eins?
— Svo virðist sem Rússar
ættu að standa manna bezit að
vígi um að vita hvað rauða
Kína hugsar og dreymir. Þetta
eru fornir vinir. Auk þess
eiga Rússar imikil lönd að
rauða Kína, og ha.fa því góða
aðstöðu til þess að komast
á snoðir um hverju þar fer fram,
og ástæðu til að fylgjast vel með
öllu. Þeir tóku á keisaratímun-
Kristján Albertsson
um mikil lönd af Kínverjum,
sem eru þeim reiðir fyrir að
vilja engu skila aftur. En. Rúss-
ar skiia aldrei n.einu aftur, sem
þeir hafa sölsað undir sig. í aust
asta hluta Siberíu standa enn á
mestu borgartorgum riddara-
stytturnar af generölum Rússa-
veldis, sem hrifsuðu þessi lönd
frá Kíniverjum.
— Og hina sívaxandi bráðum
800 millljóna þjóð rauða Kína
vantar landrými.
—• Þess vegna eru allir nábú-
ar þeirra hræddir við þetta veldi.
Við sáum hve fólk í Malaysíu
og Singapore varð gripið skelf-
ingu, og harmaði sárt þegar kunn
ugt varð fyrir skemmstu, að
Bretar myndu á næstu árum
neyðast til að svipta þessi lönd
hervernd sinni.
— En hér á landi er uppi há-
vær hópur mamna sem æsir sig
upp og læzt trúa því að her-
vernd útlends vinveitts ríkis sé
okkur smán.
—• Það er ekki skynsamlegt,
segir Kristján Alberts.son, svo
að sem minnst sé sagit um alla
þá hörmulegu einfeldni.
Vietnam
■—■ Vietnam-striðið hefur ekki
verið rætt á allsherjarþinginu?
— Nei. Allir virðast sammála
um, að ekkert gott gæti upp úr
því hafst að stofna til umræðna
um það.
— Þar eru aftur háværir
menn hér á landi að mótmæ'a
aðgerðum Bandaríkjanna.
— Bandaríkin komu til liðs
við Suður-Vietnam þegar Norð-
ur-Vietnam kom kommúnistum
sunnan landamæranna til hjálp-
ar við að tortima sjálfstæði
lands síns og. bæla það undir
Norður-Vietnam. Enginn gat þá
séð fyrir að sú styrjöld yrði svo
löng og sorgleg. Ég skal ekkert
um það dæma, hvað Bandaríkin
ættu nú að gera. Mörgum finnst
sómi þeirra við liggja, að þau
standi við orð og eiða við Suður-
Vietnam. Og svo finnst Johnson
foxseta. En ég skal minna á það,
að ef Vestur-Þýzkaland brytist
með herafla inn í Austur-iÞýzka-
land, til þess að sameina löndin
að nýju, þá er ekkert liklegra
en að Sovét-Rússland myndi
koma Austur-Þýzkalandi til
varnar — með mikinn herstyrk,
og af hljótast hryllileg stynjölei
og sorgleg. En það er sterkur
grunur minn — mjög sterkur —
að sú liðveizla myndi flestum
þeim mönnum hér á landi þykja
sjálfsögð, sem nú eru að álasa
Bandaríkjunum fyrir að hjálpa
Suður-Vietnam.
Um bókmenntaver&laun
Norðurlanda
— eftir Jón úr Vör
MARGIR bókmenntamenn gerðu
sér rökstuddar vonir um að
Norðurlandaverðlaunin myndu
falla í oikkar hlut að þessu sinni.
Við buðum fram óvenju heil-
steypta ljóðabók eftir einh.vern
m-esta fagurkera okkar bók-
mennta — kanmski að fornu. og
nýju — og auk þess mjög sér-
stæða og atlhyglisverða skáld-
sögu eftir þroskaða konu með ó-
tvíræða ritlhöfundarhæfileika
sýnda í fyrstu bök. Enn fór þó
sem fyrr, framihjá ökkur var geng
ið,
Við hljótum því að spyrja:
Voru okkar bækur raunverulega
lakari en sú sem verðlaunin fékk
eða stóðum við ka-nnski að ein-
hverju leyti ver að vígi, s-vo að
úrslitum hafi ráðið? Fyrri spurn
ingunni getum við ekki svarað
nema Við þekkjum verðlaunabók
ina, skul-um við því leiða hana
hj.á okkur að sinni, en gera okk-
ur ljóst, að það er einmitt kenf-
ið sem farið er eftir, sem gerir
það að verkum, að fæstir fs-
lendingar eru um þetta dóm-
bærir að svo stöddu. Við fylgj-
umst eðlilega ekki svo vel með
útkomu bóka í öðru landi eða
öðrum löndum að við höfum
strax lesið athyglisverðustu bæk
ur. sem út komu á Norðurlönd-
um síðastliðið haust. Víkjum því
aðein.s að sj.áifum úthlutunar-
reg’lunum. Nú er komin nokkur
reynsla á þetta kerfi. Hvernig
hefur til tekizt? Og sénstaklega
hljótum við að spyrja. Hvernig
hefur það r-eynzt okkur?
Frá ihinum löndunum fjórum
eru boðnar fram bækur síðasta
árs. Oftast eru þær útkomnar
fyrir aðeins örfáum mánuðum,
þegar atkvæðagreiðsla fer fram
um þær, geta jafnvel verið ör-
‘flárra vikna, er þær berast í
Ihendur dómnefndarmönnum. Nú
hlýtur margt að hafa álhrif á
dóm.ana. í fyrsta lagi eðlileg
hlutdrægni vegna eigin lands, í
öðru lagi það hvert orð fer af
ihiöfundi og fyrri bókum hans, en
.þó fyrst og fremst h'itt: hvaða
dóma hefur bókin hlotið í heima
landi sínu. Ef hún t.d. hefur
hlotið einróma lof er mjög lák-
legt að það hafi sefjandi áhrif
á dómneifndina, hvort sem þeir
nú lesa dómana eða frétta af
þeim, slík áhrif eru þá að sjálf-
sögðu ríkust meðan þau eru
fersk. Ósjálfrátt spyrja þeir
sjálfa sig: Er það ekki frábært
sem allir lofa? Eða: Ef við nú
veljum aðra bók, annað hvort
frá h'eimalandinu eða frá frænd-
þjóð, hvað verður þá sagt um
smekkvísi okkar? Ef um er að
ræða okkur óþekkta bók hlýtur
hún að verða borin saman við
þá bók hjá okkur, sem flestir
teija bezta. — Hér þurfa frænd-
ur okkar í nefndinni engar á-
hyggjur að hafa vegna Islend-
inga. Okkar bækur þekkir eng-
inn í þeirra löndum og litlar lík-
ur til að þær berist þan.gað
noikkurn tím-a. Hér er ekki lítil
veila.
En hvernig standa okkar höf-
undar að öðru leyti að vígi? í
flestum tilfellum eru þeir gjör-
samlega öþekktir á hinum Norð-
urlöndunum. Bækur þeirra eru
lífca oiftast af miklum vanefnum
búnar, er þær berast í hendur
dóm.nefndarmannanna, Fæstir
dómaranna — ef þá nokkur —
er stautfær á íslenzku eða vita
teljandi deil'i á bókmenntum okk
ar og sérkenmum þeirra. Góðir
þýðendur eru mjög fáir og þvi
sjaldnast hægt að velja þann
mann hverju sinni, sem ætla
mætti að hefði sérstaklega góða
aðstöðu til þess að leysa verkið
af hendi með slíkum ágætum,
sem hér þarf nauðsynlega að
vera, Góðir Skáldsagnaþýðendur
úr íslenzku eru ekki á hverju
strái og þó er enn örðugra að
Jón úr Vör.
fi-nna 'hlutgenga menn til að
snúa ljóðum ,ekki síst á tiltölu-
lega skömmum tíma.
Ég skal ekki leggja dóm á það
hverniig til hefur tekizt með þær
þýðingar sem gerðar hafa verið,
vegna þessarar samkeppni. En
ef þær geta talist sómasamlegar
er ófyrirgefanlegt að bækurnar
skuli ekki gefnar út. Um það
eiga opinberir aðilar að sjá. Hér
hefur aðeins komið út ein verð-
launabók, hin snjalla s'káldsaga
Tarje Vásás Klakahöllin í af-
burðagóðri þýðingu Hannesar
Pétiurssonar.
En hvaða þýðingu hefur það
nú fyrir okkar menn að sitja
uppi með heiðurinn af því að
hafa komið ti'l greina sem verð-
.aunahafar, en hlotið hlutskipti
vonbiðilsins? Þeir spyrja sjálfa
sig: Var ekkert að marka allt
hrósið hjá Ólafi, Hagalín, Andr-
ési og kó. eru við ekki betri en
þetta? Og illkvittnir náungar
hlakka yfir óförum þeirra og
' segja: Það máttum við segja okk
ur sjálfir, að þessar bækur voru
; ekki okatækar.
Hvað skal þá til varnar verða
vorum sóma? Laxness svaraði
h.ér um árið, ef ég man rétt:
Skrifa betri bækur. Það er nátt
úrlega einfal.dasta ráðið. en það
' er bara ekki víst. að það dugi
í Framlhald á bls. 16