Morgunblaðið - 24.01.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.01.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 19OT MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA I Þú ættir að láta hækka líftrygginguna þína, Sigurjón minn, meir að segja mömmu finnst þú vera meira virði en 20.000 krónur. vissi, að þú ætlaðir að hitta hana og sá hinn sami fór þangað og skaut hana. Það var ósköp auð- velt. Svo héldum við einskonar ráð- stefnu. Bill taldi, að við ættum að segja Jim Conway frá þessu, en ekki spæjurunum úr borginni. Jim þebkti Lydiu og mundi trúa henni. En Audrey vildi þegja yf- ir því. — Hvaða gagn er í því? Hún veit hvort sem er ekki hver gerði það. Og Larry vildi stofna til einskonar óformlegs félags- skapar við BiU, sem skyldi leysa gátuna í félagi, og senda morð- ingjann í dauðann. Loks var samt samþykkt að segja Jim frá öllu saman og svo drukkum við te og fengum kök- ur með, rétt eins og við hefðum losað okkur við þessar áhyggj- ur með því að svarpa þeim á hreiðar herðar Jims. Það var engin furða þó að hann móðgaðist fyrst og fremst við að heyra söguna. — Það ætti að stinga ykkur öllum saman inn, sagði hann. — Þið hafið verið að leyna upplýsingum fyr- ir lögreglunni allan tímann. Hversvegna sagðirðu ekki frá þessu við réttarhaldið Lydia: Þá hefðum við fengið öðru vísi úr- skurð. — Hún er búin að segja frá því núna, sagði Bill, herskár. — Og hvað um það? Hvað á ég nú að gera? Það sem þið hafið gert er að afhenda mér annað morðmál í viðbót, og öll verks- ummerki orðin þriggja vikna gömul! Auðvitað var þetta morð. Ekki hefur hún kallað þig til sín, til þess eins að láta þig sjá sig fremja sjálfsmorð! Loks kom að því, að hann gat farið að koma með spurningar. Meðal annars vildi hann fá að vita, hvort Lydia hefði séð um- slagið, sem saknað var. Það hafði hún ekki. Hann spurði, hvort hún hefði heyrt skothvell og aftur fékk hann neikvætt svar. En aðallega hafði hann áhuga á sprungna hjólbarðanum og frásögn Larrys af honum. En þegar hann heyrði, að bílskúrs- hurðin væri alltaf ólæst á daginn og oft á nóttunni, ætlaði hann alveg vitlaus að verða. En eitt heimtaði hann að, gert væri. — Tony Wainwright verður að fá að vita þetta, sagði hann. — Fór hann með lestinni eða á bílnum, Pat? —• Lestinni. Hann kemur venjulega aftur klukkan hálf sex. Hann hlýtur að vera kominn heim núna. Jim hringdi til hans, og svo fór fram langt, og að mér skild- ist, skömmótt samtal í símann. Tony var bálvondur við mig fyr- ir að fara út, en Jim rólegur eins og endranær. — Hún lifir það af, sagði hann, — og segðu henni Amy að hætta að veina. Ég heyri í henni alla leið hingað....Nei, vitanlega stal ég henni ekki. Hún kom sjálf. Hann leit á mig. — Já, hún lítur prýðilega út...... Æ, haltu kjafti Tony, og komdu heldur hingað. Hann lagði símann og það var eins og honum væri skemmt. — iÞað er kannski ekki hrifið af þér fólkið þarna uppfrá, Pat, en það ætlar samt alveg vitlaust að verða. Betra, að ég tali við Tony fyrst. Hann er líkastur því, sem hann ætli allt að drepa. Tony var orðinn rólegur þegar hann ók mér heim klukkustundu síðar. Gremjan við mig og efa- semdirnar um sögu Lydiu toguð- ust á um hann. En í miðri brekk unni, beygði hann út af veginum og lagði arminn um mig. — Ég er svo hræðilega ást- fanginn af þér, elskan mín, sagði hann. — Kannski er hér ekki stund né staður til að segja þér það, en þegar ég sá, að þú varst horfin...... Pat, viltu giftast mér, einhverntíma, þegar ég er orðinn frjáls maður? — Já, ég get ekki séð neitt, sem mundi hindra mig í þvi, Tony. Við töluðum ekki mikið það sem eftir var dagsins. Andlitið á honum var rólegra en ég hafði séð það lengi, rétt eins og hann hefði loksins fundið frið og ánægju. Vesalings Tony, þegar ég hugsa til þessa dags, gæti ég grátið úr mér augun hans vegna. Þarna höfðum við enga hugmynd um, að ný vandræði stæðu fyrir dyrum. En ég skal aldrei gleyma svipnum á honum, þegar hann hjálpaði mér upp tröppurnar og inn um dyrnar! Þar stóð Bessie, íklædd kvöld- samkvæmisfötum. 31. kafli. Ég ætla ekki að fara neitt að skýra frá heimkomu hennar, né heldur því þegar hún heilsaði okkur eins og ekkert væri um að vera, eða andlitssvipnum á þjónunum við dyrnar eða á Reynolds, sem stóð að baki þeim. Tony sleppti mér svo snögglega, að ég var næstum dottin. — Hvaða ferðalag er á þér? spurði hann, og lét eins og hann sæi ekki þjónana. — Jú, ég á nú hérna heima, er það ekki? — Hver kom með þig? Lög- reglan kannski? Hún setti upp þetta kulda- 66 legt kesknisbros sitt. — Ef þú vilt vita það, þá kom ég af eig- in frjálsum vilja. Hún var orðin breytt. Hún hafði sett upp hárið, en áður hafði það leikið laust. En breyt- ingin var orðin meiri en það. Hún var ekki eins óróleg. Hún kveikti í vindlingi og brosti aft- ur. — Svo að það var þá loksins Julian Stoddard? sagði hún og leit hörkulegum bláum augunum á Tony. — Julian hinn mikli með allan reiginginn og mikilmennsk una. Jæja, þá er þessu loksins lokið. — Það er engu lokið, sagði hann hörkulega. — Nema hvað ýmislegt sem þig langar ekkert að heyra, á eftir að koma fram fyrir rétti. — Ég veit ekki hvað þú ert að fara. En hún vissi það vel. Brosið hvarf af henni, og öryggið sömu- leiðis. Þegar Tony hafði afhent mig Amy, sem langaði mest til að berja mig, stóð hún enn upp- stillt í forstofunni, rétt eins og hún ætlaði að fara að flýja aft- ur. En hún komst ekki burt. Jim Conway, sem kom þarna um kvöldið varaði hana við því. — Þér eruð vitni og það mikilvægt, sagði hann við hana. — Hvað sem þér annars hafið gert eða ekki gert, þá sögðuð þér Margery Stoddard, að þér vissuð, hver hún væri. Saksóknarinn heldur því fram, að Stoddard hafi myrt Don til þess að það kæmist ekki upp. — Hversvegna drap hann mig ekki heldur, svaraði hún íbygg- in. — Hversvegna hann Don gamla, greyið, sem aldrei gerði ketti mein. —• Ég er að segja, hvað sak- sóknarinn segir en ekki ég sjálf- ur. Þeir þurfa á yðux að halda, svo að þér skuluð ekki reyna nein undanbrögð. Þeir eru ekki að leika sér, karlarnir þarna í borginni. Það var haldinn fundur í Klaustrinu þetta kvöld, eftir að Bessie hafði farið til herbergis síns í fýlu. Dwight Elliott kom akandi og skömmu seinna sá Amy ljós í leikhúsinu. Við vor- um nú orðnar sáttar aftur, eftir að hafa ekki talazt við í eina tvo klukkutíma, og hún var alveg að springa af forvitni. —Hvað eru þeir að gera? sagði hún og glápti út um gluggann. — Þarna er Jim Conway og þetta sýnist mér vera hann Tony þinn. Heyrðu mig, Pat. Annað hvort er ég orðin vitlaus eða þetta er billinn hennar Lydiu. Jú, þarna er hún sjálf. Hvað í dauðanum getur hún verið hér að gera? Það gat ég ekki sagt henni, því að ég vissi það ekki sjálf, enda þótt mér dytti í hug, að þeir væru að endurtaka það, sem gerðist nóttina góðu, þegar Lydia fann Maud. Og vitanlega voru þeir það. Þeir létu hana koma inn, ganga inn í setustofuna, snúa við og finna líkið. Og svo til þess að prófa, hvort Maud hefði sjálf skrúfað frá vatninu, báðu þeir hana að reyna það. Hún er allsterk, en henni tókst það ekki samt. Þetta var gert með litlu hjóli inni í klefa, og Elliott benti á, að enginn nema vel kunnugur á staðnum gæti fundið það. — Líklega hefur Stoddard ekki vitað, hvar það var, eða hvað? sagði hann. — Alveg útilokað, sagði Tony. En eitt fundu þeir þetta kvöld. Jim hafði merkt með krit, hvar byssan lá í boitninum á tómri lauginni og nú fór hann og athug aði það með stækkunargleri. Laugin var blámáluð, en innan í krítarhringnum var málningin sködduð. — Ég þekki nú ekki mikið inn á þetta, sagði hann, — en mér dettur í hug, að laugin hafi verið tóm þegar byssunni var Æleygt í hana. Hann leit á Lydiu. — Hvað var mikið vatn í henni þegar þú sást hana? — Það veit ég ekki. Ég heyrði í því en leit ekki á það. Tony var alvarlegur og horfði á þá meðan þeir voru að þessu. Jim hélit því fram, og EUiott var á sama máli, að eftir að Maud var skotin hefði tilraun verið gerð til þess að koma fingraför- unum hennar á byssuna. En eins og Jim sagði, er ekki mjög að marka stík fingraför. Það er erfitt að eftirlíkja örvæntingar- fullt tak sjálfsmorðingja á vopn ið, sem hann notar. — Það, sem hann gerði — já, ég segi hann, enda þótt þetta hefði vel getað verið kona — var að láta byssuna detta og hleypa síðan vatninu á. Byssati var skammt þaðan, sem vatnið rennur inn, svo að straumurinn hefur getað þvegið af henni, að eiríWverju leyti. Þetta var nú hre,nn bjánaskapur, en ég gizka á, *ð hann eða hún hafi verið orðin vitlaus af hræðslu þegar hér var komið. ALLTAF FJOLCAR M VOLKSWAGEN VOLKSWAGEN 1200 árgerð 1968 Hann er ódýrastur allra gerða af Volks- wagen — en jafnframt einhver só bezti, sem hefur verið framleiddur. Hann er búinn hinni viðurkenndu, marg- reyndu og næstum „ódrepandi" 1,2 litra, '41.5 h.a. vél. I VW 1200 er: Endurbættur afturós, sem er með meiri sporvídd — Al- samhraðastilltur fjögurra hraða gírkassi — Vökva-bremsur. Hann er búinn stillanlegum framsætum og bökum — Sætin eru klædd þvottekta leð- urlíki — Plastklæðning f lofti — Gúmmí- mottur á gólfum — Klæðning á hliðum fót- rýmis að framan — Rúðusprauta — Hita- blóstur á framrúðu ó þrem stöðum — Tvær hitalokur f fótarými að framan og tvær aftur í — Festingar fyrir öryggisbelti. Hann er með krómlista ó hliðum — Króm- aða hjólkoppa, stuðara og dyrahandföng. Ems og við tókum fram f upphafi, þó höfum við oldrei fyrr getað boðið jafn góðan Volkswagen, fyrir jafn hagstætt verð. Simi 21240 |HEILDVER2LUNIN HEKLA hf Laugavegi 170-172 búðburdíírf6u( í eftirtalin hverfi Hverfisgata II — Hagamelur — Aðalstræti — Laugarásvegur — Úthlíð — Laugavegur frá 34—80 — Grenimelur. Talið við afgreiðsluna i sima 10100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.