Morgunblaðið - 24.01.1968, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 196*
«*« H4-44
mniF/Ðiii
Hverfisgötu 103.
Sími eftir Iokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald
Sím/14970
Eftir lokun 14970 e»a 81748
Sigurðnr Jónsson
BÍLALEIGAM
- VAKUR -
Sundlaugavegi 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
RAUOARARSTÍG 31 SÍMI 22022
Nýr sími
23-222
SENDIBÍLAR HF.
Einholti 6.
BEZT að auglýsa
í Morgunblaðinu
AUDVITAÐ
ALLTAF
Símaskráin
Stefán Pálsson skrifar:
„Fyrir stuttu skrifar ritstjóri
símaskrárinnar grein í Velvak-
anda og biðuT, að mig minnir,
fólk um gagnrýni á síma-
skrána, til þess að hægt sé að
veita sem bezta þjónustu. —
Ég þakka fyrir þessa grein og
spyr strax: Hvað er orðið af
númeraskránni? Hún er horf-
in úr símaskránni, en að henni
var oft mikill léttir, og er að
henni mikil eftirsjá. Það má
líka nefna, að „í gamla daga“
kom símaskrá alltaf út árlega,
en núna, þegar breytingar
verða einmitt örar og meiri á
skránni en áður, kemur hún
ekki út oftar en á tveggja til
þriggja ára fresti, og þá er sú
gamla orðin mjög úrelt. Við-
bætir er að vísu betri en ekk-
ert, en eigi að síður er þetta
óneitanlega bein afturför.
Svo að annað atriði hjá
Landssíma íslands sé líka gagn
rýnt, þá vil ég geta þess, að
mér er varla mögulegt að
skilja, að síminn, sem er greidd
ur ársfjórðungslega, skuli
rukka inn með hörku mánaðar
lega, ef manni verður á að
fremja eitt utanbæjarsímtal
eða senda skeyti.
Ég veit, að í þessu máli tala
ég fyrir hönd feikna margra
símnotenda.
^ Skattskráin
í sambandi við síma-
skrána dettur mér í hug skatt-
skráin. Áður fyrr kom hún út
prentuð á hverju ári og var
seld á götunum. Nú er þessu
hætt, aðeins hægt að fá hana
rándýra, fjölritaða á einum
stað og menn skráðir eftir göt-
um, en ekki eftir stafrófsröð
nafna. Skattskráin gamla var
sú bezta „adressubók“ hér á
landi, sem völ var á, þar sem
miklu fleiri eru þar skráðir en
í símaskránni.
Stefán Pálsson".
Eiga döniur að hafa
dansherraval?
Bréfið frá stúlkunum
fimm, sem vilja leyfa kvenfólki
jafnræði á við karla, þegar
boðið er upp í dans, — og birt
var hér fyrir nokkru —, hefur
orðið til þess, að a.m.k. einn
skemmtistaður auglýsti dans-
leik með þessu fyrirkomulagi
sl. sunnudagskvöld („vegna
blaðaskrifa").
En ekki eru allir á einu
máli um þetta, eins og sézt
hefur á bréfum, sem hér hafa
verið birt, og eftirfarandi bréf
+ Réttindi á förum
„Nú er mælirinn fullur",
segja „Tveir mótmælendur" í
yfirskrift á bréfi sínu og halda
áfram:
„Við erum alls ekki sam-
mála þeim dömum og herrum,
sem hafa skrifað þér um að
taka beri upp þann sið hér, að
kvenfólk bjóði karlmönnum
Ný sending af hol-
lenzkum kápum
og loðhúfum
Bernharð Laxdal, Kjörgarði
íbúðir til sölu
Stór lúxushæð 107 ferm. ásamt bílskúr í nýlegu
húsi. Stór fullfrágenginn garður. Gott hverfi.
Eignarskipti æskileg væri um að ræða heilt hús
í gamla bænum.
Uppýsingar í
FASTEIGNASÖLUNNI,
Óðinsgötu 4, sími 15605.
ÚTIBÚSSTJÓRI
Viljum ráða útibússtjóra við útibú vort í Varma-
hlíð, sem væntanlega tekur til starfa í aprílmán-
uði n.k.
Ný íbúð á staðnum. Skriflegar umsóknir, ásamt
upplýsingum um fyrri störf og kaupkröfu, sendist
oss fyrir 15. febr. n.k.
Kaupfélag Skagfirðinga,
Sauðárkróki.
upp á böllum. Okkur finnst
sem réttindi okkar séu á för-
um. Ætli dömurnar að fara að
heimta okkar gömlu og hefð-
bundnu réttindi, ættum við
rétt á árlegri fegurðarsam-
keppni og stuttum pilsum.
En við höfum gott ráð handa
dömum: Biðjið um dömufrí og
látið tilkynna það fyrirfram,
svo að við getum falið okkur,
áður en kvenfólk, sem við vilj-
um ekki dansa við, kemur
æðandi að okkur og heimtar
dans.
Tveir mótmælendur".
Hlussur og drullu-
delar dansi saman
„Einn herra“ skrifar:
„Kæri Velvakandi:
Um daginn skrifuðu fimm
ungmeyjar og kvörtuðu undan
því, að dömur fá ekki að
bjóða upp í dans, og vildu þær
breyta þessu. Ég er þeim svo
hjartanlega sammála í þessum,
efnum og því ekki að breyta
þessum sið, að herrar bjóði
alltaf upp? En nú skrifar „einn
íhaldssamur“ og segir, að hann
vilji nú ekki dansa við hvaða
„hlussu" sem er, eins og hann
orðar það. En hvernig er það
með dömurnar? Þær eiga oft
á hættu að vera boðið upp af
einhverjum „drulludelum", og
það er nú svo, að það er talin
ókurteisi að neita um dans.
Einn herra".
^ Kræfur karlrétt-
indafugl
„Velvakandi góður!
Ég rak augun í greinina, sem
þessar fimm kvensur skrifuðu
um það, hvað það væri órétt-
látt, að strákarnir væru með
þau forréttindi að geta boðið
upp hvenaer sem þeir vildu, og
dömurnar þyrftu að sitja, þang
að til eiinhverjum henranum
þóknaðist að bjóða þeim upp.
Þvílík hugsun hélt ég, að byggi
ekki í hugum þeirra; eins og
þær viti ekki, að guð skapaði
konuna til að þjóna karlmann-
inum? Það er eins og margir
hugsandi menn vita, að kven-
mennirnir eru orðnir spilltir
fram úr hófi, bara vegna þess
að þeim hefur verið veitt allt
of mikil réttindi.
fslenzku karlmenn, stöndum
saman í einu og öllu, sem varð-
ar rétt okkar, og lábum ekki
kvenmennirte fá þau fáli for-
réttindi sem við eigum eféir.
fslenzkúr
karlréttindamaður".
+ Hvað er bylting?
„Gamall þulur“ skrifar:
„Heiðraði Velvakandi!
í dagblaði sá ég í fyrirsögn,
að Svetlana spáði „byltingu
lýðræðishugmynda í Sovét-
ríkjunum". í lok fréttar, sem
fylgdi fyrirsögninni, stóð:: „Ég
spái byltingu nýrra hugmynda,
sem fólk á öllum aldri getur
skilið, byltingu lýðræðisins í
Sovétríkjupum". En hvað þýð-
ir bylting? Einfaldlega, að
einhverju sé bylt. Ég verð þvi
að skilja þetta svo, að hún spái
því, að lýðræðishugmyndum 1
Sovétríkjunum verði bylt, og
að lýðræði í Sovétríkjunum
verði umbylt (með byltingu)
og einræði tekið upp. En ætli
þetta hafi nú verið hugsunin
hjá henni?
Gamall þulur“.
Já, út úr öllum má nú snúa,
ef menn hafa vilja og nenn-
ingu tiL
^ Fyrirspurnir til
olíufélaga og
verðgæzlustjóra
„Velvakandi!
Ég leyfi mér að bera eftir-
farandi spurningar fram til
viðkomandi aðila, þ.e.a^. olíu-
félaganna og verðgæzlustjóra:
1. Hefur verið benzín með
hærri oktantölunni hjá öllum
benzínsölum undanfarna mán-
ðui?
2. Hafi svo ekki verið, og
benzín með lægri oktantölu
verið á markaðinum, hefur
þess verið gætt í verðlagningu?
Virðinga rf yllst,
Sigurður Guðmundsson".
Svari viðkomandi aðilja yrði
að sjálfsögðu veitt rúm hér I
þessum dálkum.
^ Leiðrétting við
bréf flugliða
Setning ein í bréfi flugliða
um tollþjónustuna á Keflavik-
urflugvelli, sem birtist hér í
gær, brenglaðist, auk þess sem
hluti hennar féll niður .Rétt
er hún þannig:
„Ég tek fram, að ég ber virð
ingu fyrir árvökulum vörðum
laga og réttar. mönnum. sem
kunna að skilja kjarnann frá
hisminu, en ég hefi jafnan
skömm á hnýsnum smásálum,
sem hafa gleði af að nudda smá
munum framan í samborgar-
ana, — smámunum, sem greind
ir og prúðir laganna verðir
vilja hvorki né nenna að horfa
á, en taka þeim mun faistari
tökum á skipulögðum brotum".
*
Atthagafélag
Sandara
Árshátíð með þorrablóti í Átthagasal Hótel Sögu
laugardaginn 27. þ.m. kl. 8 e.h. stundvíslega.
Gunnar og Bessi skemmta.
Aðgöngumiða sé vitjað í Kjörbúðinni Nóatúni.
Sækið miðana tímanlega.
STJÓRNIN.