Morgunblaðið - 24.01.1968, Blaðsíða 24
HEIMILIS
TRYGGING
ALMENNAR TRYGGINGAR g
PÖSTHÚSSTRÆTI 9 slmi 17700
MIÐVIKUDAGUR 24. JANUAR 1968.
RITSTJORN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA
SÍIVll io»ioo
Morðinginn
enn ófundinn
Rannsóknarlögreglan vinnur
nú úr þeim fjölda upplýsinga,
sem henni berast daglega í sam-
bandi við morðið á Gunnari S.
Tryggvasyni, leigubílstjóra, sem
framið var a'ðfaranótt s.l. fimmtu
dags. í gærkvöldi hafði ekkert
komið fram í þeirri rannsókn,
sem leitt gæti til lausnar morð-
gátunnar.
Bandaríkjamaðurinn, sem úr-
skurðaður var í 7 daga gæzlu-
varðhald s.l. laugardag, situr enn
inni meðan verið er að rannsaka
sannleiksgildi framburðar hans.
Skulda- og víxla-
málum fjölgar mest
hjá yfirborgardómaraembættinu
Skipulegri
lei! hætf
verk í Straumsvík ásamt dönsku fyrirtæki
AUKNING mála hjá borgardóm-
araembættinu í Reykjavík nam
s.l. ár 20% og er það langmesta
aukning, sem orðið hefur á einu
ári.
Ýmiss konar skulda- og víxla-
málum fjölgaði mest og er nú
mjög aðkallandi að sett verði
lög um ýmiss konar kaup með
afborgunarkjörum, sem kveði á
um rétt og skyldur seljanda og
kaupanda.
Skilnaðarmálum fjölgaði tals-
vert frá árinu á undan, og voru
gefin út 142 leyfi til skilnaðar
að borði og sæng s.l. ár, en árið
1966 voru gefin út 117 slík leyfi.
Þetta kom fram í máli Hákons
Guðmundssonar, yfirborgardóm-
ara, en hann kvaddi í gær frétta
menn á sinn fund og gerði grein
fyrir störfum embættisins á s.l.
ári. Frásögn af því er á bls. 3 í
blaðinu í dag.
Fyrir framan grindina að skrifstofuhúsi, sem nota á í Straumsvík og byrjað er að smíða á verk-
stæðinu hjá Bræðurnir Ormsson, standa forstöðumenn fyrirtækisins, talið frá hægri: Karl Eiríks-
son, framkvæmdastjóri, Eirikur Ormsson, forstjóri, Guðmundur Gíslason, fulltrúi og Kári Einars-
son, verkfræðingrur.
Bræðurnir Ormsson taka 50-60 millj. kr.
Um 30 rafvirkjar ■ vinnu í 18 mánuði
ENN er haldið áfram leit að
tveim þeirra manna, sem saknað
hefur verið nokkra undanfarna
daga. Skipulegri leit hefur þó
verið hætt að mestu, en gengið
á fjörur eftir því sem mannafli
er til.
f GÆR var lögð fram á Alþingi
breytingartillaga frá Jóhanni
Hafstein dómsmálaráðherra, við
frumvarp um bieytingu á lögum
um kosningar til Alþingis.
Fjallar tillagan m.a. um fram-
boðslista og gerir ráð fyrir að
sami flokkur geti aðeins borið
fram einn lista í hverju kjör-
dæmi. Sem kunnugt er varð
ágreiningur við Alþingiskosn-
ingar s.l. sumar út af I-lista,
Hannibals Valdimerssonar, er
boðinn var fram sem annar listi
Alþýðubandalagsins í Reykjavík.
Breytingartillaga dómsmála-
ráðherra er að inn í kosningar-
lögin verði bætt þremur máls-
greinum. Segir í fyrstu máls-
greininni: Framboðslista skal
fylgja skrifleig yfirlýsing með-
mælenda listans um það, fyrir
hvern stjórnmálaflokk listinn sé
boðinn fram, svo og skrifleg við-
urkenning hlutaðeigandi flokk-
stjórnar fyrir því, að listinn
ÍSLENZKA fyrirtækið, Bræð-
urnir Ormsson, hefur í samvinnu
við danskt fyrirtæki tekið að sér
allar framkvæmdir við raflagnir
skuli vera í kjöri fyrir fiokkinn.
Ekki getur stjórnmálaflokkur
boðið fram fleiri en einn lista í
sama kjördæmi. Vanti aðra
hvora yfirlýsinguna telst listinn
utan flokka.
í annari grein breytingartillög-
unnar segir: Nú deyr frambjóð-
andi, áður en kosning fer fram,
en eftir að framboðsfrestur er
liðinn eða á næstu þremur sólar-
hringum áður en framboðsfrest-
ur er liðinn, og má þá innan
viku, ef fullur helmingur með-
mælenda listans krefst þess,
setja annan mann í stað hins
látna á listann, enda sé fyrir
hendi samþykki hlutaðeigándi
flokkstjórnar, ef því er að skipta,
og öðrum almennum skilyrðum
um framboðið fullnæg.t.
f þriðju grein breytingartillög-
unnar segir: Listi sem fooðinn er
fram utan flokka, skal merktur
bókstaf í áframhaldandi stafrófs-
röð á eftir flokkslistium.
við Álverksmiðjuna í Straums-
vík. Hafa samningar verið undir
ritaðir við Swiss Aluminium f. h.
ISAL, þar sem hlutur Bræðr-
anna Ormsson í verkinu er 70%
og E. Rasmussens í Fredricia
30%. Samkvæmt þessum samn-
ingi er áætlað að verk þetta
kosti milli 50 og 60 milljónir
króna. Þá eru verktakar skuld-
bundnir til að hafa allt að 50
Ekki boðaður
sáttafundur
SATTAFUNDUR í deilu útgerð-
armanna og sjómanna á Suður-
nesjum, við Faxaflóa, Breiða-
fjörð og Norðurland, sem hófst
klukkan 8 á mánudagskvöld
stóð til klukkan sex um morg-
uninn, án þess að nokkur ár-
angur næðist. Nýr sáttafundur
hafði ekki verið boðaður í gær-
kvöldi.
HRAÐFRYSTIHÚSIN hafa nú
nær öll stöðvað rekstur sinn. Þó
munu bæjarútgerðirnar í Reykja-
vík og Hafnarfirði og Útgerðar-
félag Akureyrar enn taka við
fiski í frystingu, og eitt frystihús
í Keflavík.
í gær áttu fuíltrúar ríkisstjórn-
arinnar og hraðfrystiiðnað’arins
rafvirkja í vinnu, ef þörf krefur,
en gert er ráð fyrir að 30 nægi
sem stöðugur vinnukraftur. Er
þetta lang stærsta verkefnið í
rafvirkjun, sem hér hefur verið
unnið.
Mbl. leitaði nánari upplýsinga
um þetta verk hjá Karli Eiríks-
syni, framkvæmdastjóra Bræðr-
anna Ormsson. Hann sagði að
þarna væri um að ræða allar
framkvæmdir við raflagnir ljósa
í Straumsvík, svo og kraftlagnir
að mótorum, stjórnborðum og
Lík Hafnfirð-
ingsins fundið
LÍK Guðmundar Ósikars Frí-
mannssonar, frá Hafnarfirði,
fannst í fjörunni sunnan við
Hvaleyrarholt síðastliðinn sunnu
dag. Guðmundar hafði verið
leitað síðan hinn 14. þessa mán-
aðar.
fund um rekstrargrundvöll frysti
húsanna.
Þau frystihús sem stöðvuðust
í fyrrakvöld voru flest á Vest-
fjörðum. Þar hefur verið lélegur
afli, en bátar héldu áfrarn róðr-
um í gær. Er fiskurinn saltaður
eða ísaður, og í Bolungarvík er
fiskur foertur fyrir innanlands-
markað.
allri hinni miklu sjálfvirkni, sem
verksmiðja þessi samanstendur
af. Legði fyrirtækið einnig fram
allar teikningar af fyrirkomu-
lagi raflagna í öllum byggingum
Álverksmiðjunnar. — Innifaldar
eru því götulýsingar allar, hafn-
arlýsing, rafmagn í öll verk-
smiðjuhúsin, en eitt þeirra er
um 600 m langt, lýsing í færi-
bönd, þar af eitt 200—300 m, og
yfirleitt rafmagn á allt svæði
verksmiðjunnar.
Verk þetta á að hefjast 1.
marz nk, en Bræðurnir Ormsson
hafa áður unnið einir að há-
spennulögnum og vinnuljósa-
lögnum í Straumsvík. Þeir munu
byrja með 10 rafvirkjum í vinnu,
á öðrum mánuði fjölga þeir upp
í 20 og á fjórða mánuði upp í 30
manns, sem samkvæmt áætlun á
að vera hámarkið, en sem fyrr
er sagt verður fjölgað í 50, ef
þörf krefur. — Verksmiðjan í
Straumsvík á að taka til starfa
Framhald á bls. 23
Hvntaiiundnr í
Hullveigur-
stöðum
SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ-
LAGIÐ Hvöt heldur fund í Hall-
veigarstöðum annað kvöld,
fimmtudagskvöld, og hefst hann
kl. 8.30.
Fyrst verða húsakynnin í Hall
veigarstöðum skoðuð, en því
næst segir frú Auður Auðuns,
alþm., frá þingstörfum. Þá flytur
frú Elsa E. Guðjónsson, safnvörð
ur, erindi um íslenzka kvenbún-
inga og sýnir skuggamyndir. —
Einnig verður kaffidrykkja.
Athygli skal vakin á því, að
skoðun húsakynna hefst stund-
víslega kl. 8,30.
Ekki nema einn listi
hvers stjórnmálafl.
- borinn fram í hverju kjördæmi
— breytingartHlaga dómsmálaráðherra
v/ð kosningalög, lögð fram á Alþingi
Saltað og ísað, en
nær ekkert fryst