Morgunblaðið - 26.01.1968, Page 5

Morgunblaðið - 26.01.1968, Page 5
ft«*i jjaúwaí ji' _v;/<u:. i'M ■ j MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1968 L-» Afstaða fslands til aðildar Kína að S.Þ. Greinargerð Hannesar Kjartanssonar sendiherra íslands hjá 5.Þ. á síðasta Allsherjarþingi samtakanna Þegar fjallað var um aðild Kína að Sameinuðuþjóðunum á sl. flutti aðalfulltrúi íslands, Hannes Kjartansson. ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir af- stöðu íslendinga til þess máls og þeirra tillagna sem fram hefðu komið þar að lútandi. Ræðan fer hér á eftir, laus- lega þýdd og endursögð: „Allsherjarþingið hefur nú í sautján ár rætt spurninguna um aðild Kína að Sameinuðu þjóðunum, án þess að finna leið frá því þrátafli sem hefur kom ið í veg fyrir, að fundin yrði jákvæð og viðunandi lausn á vandamálinu. Sú afstaða, sem sendinefnd fslands hefur tekið til þessa máls, hefur verið byggð á tveim ur meglhatriðum. í fyrsta lagi hefur það verið skoðun okkar á liðnum árum, að aðild Kína sé mikilvægt mál. Sú er enn- þá skoðun stjórnar minnar. í öðru lagi hefur íslenzka ríkis- stjórnin verið andvíg aðild Al- þýðulýðveldisins Kína á kostn- að aðildar Lýðveldisins Kína (Formósu). Sú afstaða, sem við tökum til þeirra tillagna, er liggja fyrir Allsherjarþinginu í ár, mun enn markast af þessum sjónarmiðum. f tillögu þeirri, sem sendi- nefndir Albaníu og tíu annarra ríkja hafa lagt fram, er svo kveðið á, að Alþýðulýðveldið Kína taki sæti sem aðili að Sameinuðu Þjóðunum en jafn- framt verði Lýðveldinu Kína vísað úr samtökunum. Utanríkis ráðherra íslands, Emil Jónsson, tók skýrt og óumdeilanlega fram í eftirfarandi ræðu sinni við almennu umræðurnar á Allsherjarþinginu 4. október sl. „Stjórn mín hefur ekki stutt og mun ekki styðja neina tillögu, sem gerir ráð fyrir aðild Al- þýðuveldisins Kína annarsvegar og brottvísun Lýðveldisins Kína úr samtökunum hinsvegar. Það þýðir þó ekki, að við séum and- vígir aðild Alþýðulýðveldisins Kína. Þvert á móti, við gerum okkur fyllilega ljósar þær hættur, sem felast í hinu ó- eðlilega núverandi ástandi mál- anna, það er, að ríki, sem telur fimmta hluta allra íbúa heims- ins, stendur enn utan þessara samtaka og virðist æ einangr- aðra frá samféla.gi Þjóðanna". í nokkur ár og fram að síð- asta Allsherjarþingi hefur ís- lenzka sendinefndin setið hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu, sem Albanía og fleiri ríki hafa lagt fram. Við gátum ekki greitt atkvæði með henni, þar sem við erum algerlega andvígir brottvísun Lýðveldisins Kína, en þar sem við erum í sjálfu sér ekki andvígir hugmyndinni um aðild Alþýðulýðveldisins Kína greiddum við heldur ekki at- kvæði gegn henni. Á síðasta ári hinsvegar breyttu ríkin, sem að albönsku tillögunni stóðu, orða lagi hennar lítillega frá því sem verið hafði, þannig að nú var tryggt, að sérhvert aðildarríki, sem óskaði að greiða atkvæði með því að Alþýðulýðveldið Kína fengi aðild að samtökunum mundi um leið greiða atkvæði með því að vísa brott Lýðveld- inu Kína mundi um leið hvort sem það vildi eða ekki, greiða atlkvæði með því að vísa brott Lýðveldinu Kína. Jafnframt kom fram nýtt sjónarmið í málinu með tillögu, sem sendinefndir Belgíu, Chile, Ítalíu og fleiri ríkja, lögðu fram. Þar var gert ráð fyrir því, að þess að kanna málið frá öllum hliðum og athuga hugsanlega möguleika og leiðir til þess að Alþýðulýðveldið Kína fengi að- ild að samtökunum, án þess að svipta Lýðveldið Kína sæti sínu. Sendinefndin íslenzka greiddi atkvæði með þeirri tillögu. Við vorum þeirrar skoðunar, að hverjar svo sem takmarkanir þessarar tillögu væru, gerði hún ráð fyrir að á málinu væri tekið með nýjum hætti. Margar sendinefndir voru þeirrar skoð- irnar, að skipun slíkrar nefnd- ar mundi tilgangslaus. Við töl^- um þetta hinsvegar málsmeð- ferð, sem opnaði Allsherjarþing inu leiðir út úr þeirri sjálf heldu, sem málið hafði verið í svo lengi og tæki fyrir árangurs lausar atkvæðagreiðslur. Við hörmuðum, að tillaga Ítalíu og hinna ríkjanna skyldi felld. Þar sem íslenzka sendinefnd- in hafði nú ákveðið að greiða atkvæði með ítölsku tillögunni, er miðað að því að leita já- kvæðrar lausnar á vandamál- inu, ákvað hún á síðasta ári að greiða atkvæði gegn al- bönsku tillögunni og leggja þannig áherzlu á andstöðuna gegn því að svipta Lýðveldið Kína aðild sinni að Sameinuðu Þjóðunum. Sendinefndir Belgíu, Chile, Luxembourg, Hollands og Ítalíu hafa nú lagt fyrir allsherjar- þingið nýja tillögu, samhljóða þeirri, er lögð var fram á síð- asta ári. Þar er lagt til, að skip- uð verði nefnd til þess að kanna vandamálin varðandi aðild Kína að Sameinuðu Þjóðunum og skuli hún leggja fram á 23. allsherjarþingi Sameinuðu þjóð anna álit sitt á því, hvað sé málinu í samræmi við mark- mið og grundvallaratriði Stofn- skrár Sameinuðu þjóðanna. Sendinefndin íslenzka styður þessa tillögu. Það er skoðun okkar, að ekki sé hægt að líta á þetta vandamál einungis sem kröfur tveggja ríkisstjórna til sama sætis. Það er söguleg og stjórnmálaleg staðreynd, að Lýð veldið Kína hefur átt aðild að samtökunum frá stofnun þeirra, tekið raunhæfan og friðsam- legan þátt í alþjóðamálum og uppfyllt allar skuldbindingar, sem fylgja aðild að Sameinuðu þjóðunum. Að vísa Lýðveldinu Kína burt úr Sameinuðu þjóð- unum væri ráðstöfun, sem tæp ast getur talizt samrýmanleg grundvallaratriðum Stofnskrár- innar. Það væri vissulega í aug ljósri mótsögn við grundvallar- hugmyndina um aðild allra þjóð hugmyndina um aðild allra þjóða að samtökunum. Að því er snýr að ríkisstjórn Alþýðulýðveldisins Kína höfum við margar ástæður til þess að efast um óskir hennar og fyrir- ætlanir. Óskar hún að taka sæti hjá Sameinuðu þjóðunum? Og ef svo er, þá við hvaða skilyrði? Yfirlýsingar, sem borizt hafa frá Peking og hinir furðulegu atburðir, sem gerzt hafa í Al- þýðulýðveldinu Kína á síðustu 1—2 árum, gefa okkur gilda á- stæðu til þess að sýna varkárni í þessu máli. Og það virðist ítölsku tillögunnar. Sendinefndin íslenzka mun greiða atkvæði með þeirri til- lögu. Þannig óskum við að leggja áherzlu á jákvæða afstöðu okk ar til viðleitni, sem miðar að því að leita lausnar á því vanda máli, sem aðild Kína er. Jafn- framt munum við greiða at- kvæði gegn tillögunni sem sendinefndir Albaníu og fleiri ríkja hafá lagt fram. Þá höfum við hér tillögu, sem sendinefndir Ástralíu, Belg íu og nokkurra annarra ríkja hefur lagt fram. Það er skoðun íslenzku sendinefndarinnar, að spurningin um aðild og þátt- töku stjórnar, sem fer með völd í fjölmennasta ríki veraldar, hljóti að vera samtökum þess- um mjög mikilvægt mál. Og í rauninni eru hinar langvarandi umræður u-m þetta mál á Alls- herjarþinginu öll þessi ár, hin almenna þátttaka í þessum um- ræðum, hinn mikli áhugi— og vissulega einnig sú reiði— sem þessi dagskrárliður hefur alltaf vakið, í sjálfu sér nægar sann- anir fyrir því hve alvarlegum augum stjórnir aðildarríkjanna líta þetta mál. Tillagan um að vísa brott fullgildum aðila sam- takanna, virtum aðila sem inn- an Sameinuðu þjóðanna á sér feril, sem er fyllilega sambæri- legur við feril annarra ríkja, ALLT MEÐ Hannes Kjartansson er mjög alvarlegt mál, sem ekki er hægt að taka létt á eða afgreiða með einföldum meiri- hluta. Enda er tekið skýrt fram í 18. grein Stofnskrárinanr, að brottvísun aðildarríkis sé alvar- legt mál, sem ekki verði tekin ákvörðun um nema með tveim- ur þriðju hlutum atkvæða. fs- lenzka sendinefndin mun því greiða atkvæði með tillögunni, sem fram hefur komið af hálfu sendinefndar Ástralíu, Belgíu og fleiri ríkja. Þar eru ítrekaðar fyrri ákvarðanir Allsherjarþings ins um „að sérhver tillaga um að breyta aðild Kína hjá Sam- einuðu þjóðunum sé alvarlegt vandamál og til þess að taka á'kvörðun um það, þurfi tvo þriðju hluta atkvæða, eins og segiir í 18. gr. stofnskrár- innar.“ Fréttir frá Stykkishólmi Stykkishólmi, 20. jan, 1968. TÍÐARFAR hér síðan um ára- mót hefir verið ákaflega mis- vindasamt, áttabarningur og sama áttin staðið skamma stund. Skiptist þar á frost og þíða, storm ar og regn. Ekkert er enniþá ró- ið hér frá Stykkishólmi nema 1 bátur hefir farið ca. tvo róðra en lítið aflað. Einn bátur er á sjó í dag. Bátar eru að búast til veiða, en hinsvegar er ekkert enn séð hvenær vertíð hefst fyrir al- vöru. Voru þeir bátar sem réru með línu fyrir áramót ákveðnir að halda áfram á línu, en bæðd voru gæftir lélegar fyrir áramót og afli tregur svo mikið tap varð á úthaldinu. Var gert ráð fyrir að AflatryggingaTsjóður myndi koma til móts við útgerðar- rnenn hér, en einhver tregða mun á því og á þessu stigi málsins ekki hægt að segja hvað úr verður. Að sjálfsögðu torveldar þetta mönnum að hefja veiðar með línu, því útgerðariánin fóru hjá mörgum til að gera upp hluti mannanoa sem unnu við bátana og því lítið til að hefja veiðar á ný. Þó lifa menn í voninni um að þetta lagist, þótt ekki séu þær fréttir góðar sem nú voru að berast af hraðfrystihúsunum. Þau ætli sér ekki að taka á móti nema grundvelli þeirra verði breytt þannig að þau geti borið sig. Bátasmíðar. Skipavík h.f. Stykkishólmi er nú að búa sig undir að hefja smíði tveggja 45 tonna þilfars- báta sem félagið hefir tekið að sér að smíða. Munu bátarnir verð smíðaðir inni í húsi og er það alger nýung hér. Skapar þessi nýsmíði mdkla vinnu hér í plássinu í allt að því ár, en það er tímiinn sem bátunum skal skilað á. Færð hefir oftast verið góð hér í héraðinu, þó hafa komið byljir sem gert hafa það að verkum að vegir hafa teppst svo sem útnesvegur og vegurinn til Búðardals, en tafirnar hafa þá verið mestar í svokallaðri Narf- eyrarhliíð. Nú var hún mokuð um daginn og er því greiðfært í Búðardal. Kerlingarskarð hef- ir eiginlega aldrei lokast það hefir verið stundum erfitt litlum bilum, en áætluna rbíllinn hefir alltaf komist leiðar sinnar og staðizt áætlun. Fréttaritari. EIMSKIP A næstunni ferma skip vor til íslands, sem hér segir: ANTWERPEN: Mánafoss 31. janúar Skógafoss 12 febrúar Reykjafoss 21. febrúar ROTTERDAM: Reykjafoss 2. febrúar Goðafoss 9. febrúar ** Skógafoss 14. febrúar Reykjafoss 23. febrúar HAMBORG: Reykjafoss 31. janúar Goðafoss 13. febrúar ** Skógafoss 17. febrúar Reykjafoss 27. febrúar LEITH: Mánafoss 4. ferbúar Askja 21. febrúar HULL: Mánafoss 2. febrúar Askja 19. febrúar ** Mánafoss 29. febrúar LONDON: Mánafoss 29. janúar As'kja 15. febrúar ** Mánafoss 26. febrúar NORFOLK: Brúarfoss 2. febrúar Selfoss 16. febrúar Fjallfoss 1. marz * NEW YORK: Brúarfoss 8. febrúar Selfoss 23. febrúaT Fjallfoss 7. marz * GAUTABORG: Bakkafoss 6. febrúar Tungufoss 20. febrúar ** Bakbafoss 5. marz KAUPMANNAHÖFN: Tungufoss 25. janúar ** Gullfoss 31. janúar Bakkafoss 8. febrúar Gullfoss 14. febrúar Tungufoss 26. febrúar ** KRISTIANSAND: Gullfoss 1. febrúar Gullfoss 15. febrúar BERGEN: Skip í lok janúar OSLO: Lagarfoss 27. janúar KOTKA: Dettifoss 3. febrúar Skipið losar á öllum að- alhöfnum Reykjavik Isafirði, Akureyri og Reyðarfirði. Aðoliundur Sjúlistæðisiélags Seltirningu AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lags Seltirninga var haldinn í Mýrarhúsaskóla 18. janúar s.l. Formaður féiagsims, Snæbjörn Ásgeirsson, setti fundinn og gaf skýrslu um störtf á sd. ári. Fundarstjóri var kosinn, Sig- urgeir Sigurðsson, sveitarstjóri, ritari, Sigurður Sigurðsison, hrl. Gjaldkeri, Kristinn P. Mic- helsen, skýrði reikninga, sem samþykktir voru umræðuilaust. Stjórnin var öll einróma end- urkjörin, en hana skipa: Snæ- björn Ásgeir.sson, formaður; Magnús Erlendsson, varafor- maður; Kristinn P. Miehelsen, gjaldkeri; Sigurður Sigurðsson, ritari; Magnús Valdimarsson, meðstjórnandi. Fundurinn var fjölsóttur og umræður miklar. Ákveðið var, að þorrablót á vegum félagsins skyldi haldið 2. marz n.k. í Sam- komu'húsinu Garðaholti. ** Skipið losar á öllum að- alhöfnum, auk þess ) Vestmannaeyjum, Siglu firði, Húsavík, Seyðis- firði og Norðfirði. Skip sem ekki eru merkt með stjörnu iosa í Reykjavík. ALLT MEÐ CÓLFTÍPPI WILTON TEPPADRECLAR TEPPALACNIR EFTIR MÁLI Laugavegi 31 - Simi 11822.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.