Morgunblaðið - 26.01.1968, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 26.01.1968, Qupperneq 28
KSKUR Suðurlandsbraut 14 — Sími 38550 Norðursjávarsíld ill- seljanleg í Þýzkalandi - íslenzku skipin halda á miðin við Færeyjar SJÖ íslenzk síldveiðiskip seldu á Þýzkalandsmarkaði sl. mánu- dag, þriðjudagr og miðvikudag, eins og getið var í Mbl. fyrr í vikunni. Seldu skipin bæði í Cuxhaven og Bremerhaven og fengu að meðaltali 4,88 krónur fyrir kg. ísienzku skipin halda nú á Færeyjarmið. Þar fannst í gær mikil síld, en veður haml- aði veiðum. Samkvæmt upplýsingum Ernst Stabel í Cuxhaven var Norður- s„ávarsíldin mjög smá og mun ekki markaður fyrir meira magn nú í Þýzkalandi. Hins vegar eru gæði þessarar smásíldar mikil, þó hún hafi reynzt illseljanleg vegna smæðar. f gær lágu 19 íslenzk síldveiði- skip í vari í færeyskum höfnum og fleiri voru á leiðinni á miðin við Færeyjar. Árni Friðriksson fann úgær stórar torfur um 25 sjómílur austur af Fuglaey og var síldin á 20 til 40 faðma dýpi, og gekk í suður. Síldarverksmiðjan í Færeyj- getur tekið á móti 700 tonnum á dag og gera menn sér góðar vonir um mikla síldveiði, þegar veðrið batnar. Lágmarksverð á fiskúr- gangi til mjölvinnslu YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins hefur ákveðið eftir- farandi lágmarksverð á fiskbein- um fiskslógi og heilum fiski til r:jölvinnslu, frá og með 1. janú- ar til og með 15. júní 1968: Morðinginn enn ófundinn MORÐINGI Gunnars Tryggvasonar er enn ó- fundinn. Rannsóknarlög- reglan vinnur nú úr þeim fjölda upplýsinga, sem henni berst daglega frá almenningi og er það mik- il vinna að þrautkanna þær. Þess skal getið, að all ar upplýsingar, sem rann- sóknarlögreglunni berast er farið með sem trúnaðar- mál. Kr. Fiskbein og heill fiskur, annað en síld, loðna, karfi og steinbítur, hvert kg 0.47 Karfabein og heill karfi, hvert kg 0.61 Steinbitsbein og heill stein- bítur, hvert kg 0.30 Fiskslóg, hvert kg 0.21 Verðin eru miðuð við að selj- endur skili framangreindu hrá- efni í verksmiðjuþró. Verðákvörðun þessi var gerð Framhald á bls. 27 Nýr súttulundur ekki boðuður NÝR sáttafundur í deilu útgerð- armanna og sjómanna á Suður- nesjum, við Faxaflóa, Breiða- fjörð og á Norðurlandi hafði ekki verið boðaður, þegar Mbl. hafði samband við Torfa Hjart- arson, sáttasemjara, í gærkvöldi. Hafnarstræti 84 á Akureyri, þar sem kona og tvö börn hennar brunnu inni á miðvikudagsmorgun. Á myndinni sjást greinilega gluggarnir á íbúð þeirra sem fórust, en þeir eru lengst til vinstri á miðhæðinni. Óvíst er um eldsupptök. (Ljósm. Mbl. Srv. P.). SH og SÍS neita að selja frystihiísunum umbúðir — Bæjarútgerð Reykjavíkur krefst afhendingar umbúða — Gerir Sölumiðstöðina ábyrga fyrir tjóni sem synjun á um- búðum kann að valda SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrysti- húsanna og Samband ís- lenzkra samvinnufélaga hafa ákveðið að stöðva sölu á um- búðum til frystihúsanna í landinu meðan vandamál Stórkostleg undirboð Norð- manna á saltsíld í Póllandi Um 40°jo lœgra verð en á Suðurlandssíld ÞESS hefir að undanförnu verið getið í norskum blöðum, að haf- in sé á ný framleiðsla á norskri saltsíld fyrir Póilandsmarkað eft ir margra ára hlé og eru Norð- menn bjartsýnir á, að vaxandi markaður muni vera fyrir norska saltsíld í Póllandi. „Haugesunds Dagblað" skýrði frá því nú í vikunni, að útflutningur á því magni, sem saltað hefir verið fyrir Pólland, sé nú að hefjast og hefur blaðið eftir síldarmat- inu norska að síldin, sem var veidd í Norðursjó, sé mjög góð vara — „utmerket vare“ — í tilefni af þessum fréttum snéri Morgunblaðið sér til Gunn- ars Flóvenz, framkv.stj. Síldar- útvegsnefndar í Reykjavík og Leitaði nánari upplýsinga og spurðist fyrir um hvaða áhrif þetta gæti haft á síldarsöltunina hérlendis. Gunnar lét í té eftirfarandi upplýsingar: , Pólverjar hafa keypt saltaða síld frá íslandi svo til stöðugt frá því árið 1948. Einnig keyptu þeir (hér saltaða síld fyrir síðari heimsstyrjöldinia. Magn það, sem Pólverjar hafa keypt hér, hefir verið nokkuð breyti- legt, venjulega þó 20—40.000 tunnur á ári. Áhugi Pólverja á saltsíldarinnflutningi fór þó minnkandi eftir því sem þeir juku eigin saltsíldiarframleiðslu og síðustu árin hafa þeir skýrt svo frá, að þeir hafi tekið fyrir innflutning á saltsíld frá öllum löndum nema íslandi og má fyrst og fremst þakka það vöruskipba- samningum landanna. Er viðræður um nýjan við- skiptasamning við Pólland stóðu yfir í ágúst s.l., gáfu Pólverjiar tál kynna, að þeir myndu á þess- um vetri geta aukið nokkuð salt- síldarkaup sín frá íslandi og var á tímabili rætt um, að miagnið gæti orðið 40—50.000 tunnur, en Framhald á bls. 2 frystihúsanna eru óleyst. í fyrradag krafðist Bæjar- útgerð Reykjavíkur þess að SH seldi frystihúsi BÚR um- búðir, en á stjórnarfundi SH var þeirri kröfu hafnað með jöfnum atkvæðum, 5 gegn 5. í gær kom útgerðarráð Reykjavíkur saman til fund- ar og samþykkti að tilkynna stjórn SH, að Bæjarútgerðin áskildi sér fullar bætur vegna þess tjóns, sem synjun á afgreiðslu umbúðanna kynni að baka. Jafnframt er þess óskað, að beiðni BÚR um afgreiðslu umbúða verði tekin fyrir að nýju strax í dag, og tekið fram að verði Þol hitaveitunnar er nú /0 gráður - segir Gunnar Kristinsson, verkfr. BORHOLA Hitaveitunnar í Blesugróf var tengd siðastUðinn laugardag við leiðsluna, sem flytur vatnið frá Reykjaveitunni. Bætast þá Hitaveitunni milli 40 og 50 sekúndulítrar af 100 stiga heitu vatni, sem samsvarar fjórð ungi af öllu vatninu frá Reykj- um. Gunnar Kristinsson, verkfræð- ingur hijá Hitaveitunni, tjáði Mbl., að ihér væri um allmyndar- lega viðbót að ræða. Eins og menn myndu hefði Iþol Hitaveit- unnar verið 6 stiga frost til lang- frama. Við það að kyndistöðin var tekin í notkun hefði þolið Framhald á bls. 27 um neitun að ræða á ný muni BÚR athuga, hvort hægt er að krefjast afhend- inga umbúðanna með aðstoð dómstólanna. Hér fer á eftir samþykkt útgerðarráðs Reykjavíkur, svo og fréttatilkynning frá SH og Sjávarafurðadeild SÍS. „Þar sem stjórn SH hefur ítrekað neitað að láta af hendi umbúðir um hraðfrystan fisk til hraðfrystihúss BÚR á Granda- garði og síðast í gær synjað beiðni Bæjarútgerðarinnar um af hendingu á slíkum umbúðum, þá Framhaid á bls. 27 Brezks togara saknað - ísfirzkur bátur heyrði hann senda út neyðarskeyti UMBOÐSMAÐUR brezkra tog- ara á íslandi, Geir Zoéga, bað í gær Slysavarnafélagið að svlp- ast um eftir brezkum togara, St. Romanus H 223, en þá hafði ekkert heyrzt frá togaranum síð- an klukkan 19 hinn 10. janúar. Þá var alit í lagi um borð. Hef- ur togarans verið leitað við Nor- egsstrendur en án árangurs. — f gærkvöldi barst Slysavarnafé- laginu tilkynning um það, að ís- firski báturinn Víkingur m hefði heyrt togara þennan senda út neyðarskeyti 11. janúar sl. St. Romanus fór frá Hull 7. Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.