Morgunblaðið - 09.02.1968, Side 8

Morgunblaðið - 09.02.1968, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 Marías Þ. Guðmundsson, ísafirði: Aukin hagræðing og nýj- ar vinnsluaðferðir Breyting þessi kom harðast nið- ur á þeim húsum, sem hafa byggt afkomu sína að einhverju leyti á frystingu síldar. — hafa haldið innreið í frystihúsin — orðhvötum mönnum svarað AÐ UNDANFÖRNU hefir fisk- iðnaður og þá einkanlega hrað- frystiiðnaður landsmanna verið til umræðu í blöðum, útvarpi og manna á meðal. Er það ekki að ólíkindum þar sem mjög alvar- leg vandamál blasa við. í um- ræðum þessum hefir verið beitt fáránlegustu fullyrðingum og svo óvandaðri málsmeðferð, að til ó- líkinda má telja. Ekki hafa ver- ið spöruð stór orð og svigurmæli til þeirra, sem við atvinnuveg þennan fást. Síðasta dæmið sem ég þekki frá þessum umræðum er þáttur- inn „Um daginn og veginn“ sem fluttur var í útvarpinu í gær- kveldi af Sigurði Guðmundssyni skrifstofustjóra. Sigurður fjall- aði þar um hraðfrystiiðnaðinn og síðustu gerðir sölusamtaka hans, m.a. orða viðhafði hann þessi ummæli, „að hraðfrystihúsa eigendur hefðu gripið um háls þeirrar þjóðar, sem alið hefði þá við brjóst sér“. Minna mátti það nú ekki vera. Ég hefði ekki látið mér bregða við orð þessi eða gripið til penna þeirra vegna, ef ég teldi mig ekki kannast við manninn og ekki þekkt hann af öðru en prúð mennsku og heilbrigðri afstöðu til manna og málefna. Þegar slík ir menn taka svo til orða, hvað þá um hina sem orðhvatari eru. Ég er ekkert undrandi þótt menn greini á um viðbrögð og vinnubrögð, þegar jafn alvar- legt ástand skapast í þjóðfélag- inu sem nú er útflutningur lands manna lækkar að verðmæti um 30% á skömmum tíma. Verðlækk unin bitnar á tveimur framleiðslu greinum í þjóðarbúinu þ. a. e. síldariðnaði, lýsi og mjöl, og hrað frystiiðnaðinum, lækkun freð- fisks og úrgangs til fiskimjöls- verksmiðja. Að vísu hafa síld- veiðisjómenn og útvegsmenn tek ið á sig að allverulegu leyti lækk un þá sem síldariðnaðurinn hef- ir orðið fyrir, með lækkun hrá- efnisver'ðs til verksmiðja. Sam- fara þessum lækkunum á erl. mörkuðum hafa orðið nokkrar hækkanir hér innanlands. Bitna þær mjög á hraðfrystiiðnaðinum. Þessar staðreyndir ættu að vera öllum mönnum kunnar og Ijósar, ekki síst þeim, sem telja sig færa til að fjalla um mál þessi og taka þau til umræðu. Vera má að í önn dagsins og ekki síst, ef reiði grípur menn, sjáist þeim yfir staðreyndir. Ekki er því að leyna, að oft gleymist það sem liðið er. Ég vildi með þessum greinar- korni minna á nokkur atriði, ef þau mættu verða til þess að hin- um orðhvötu mönnum gæfist tækifæri til að átta sig og leggja réttara mat á málið. Eðlilegt og rétt væri að fara nokkuð aftur í tímann og líta þar til átta, en að sinni verður það látið bíða. Á árinu 1965 og nokkru áður var mjög hagstæð verðlagsþróun fyrir framleiðendur á freðfisk- markaði Bandaríkjanna og sölu- horfur taldar góðar á árinu. I ársbyrjun 1966 var því litið björt um augum til framtíðarinnar. Verð á freðfiski hækkaði til sjó- og útvegsmanna um 21.65% að meðaltali. (Þorskur stór 1. fl. A sl. með haus hækkaði úr kr. 4.09 pr. kg. í 4.93 pr. kg.) Þótt markaðsástandið væri talið all gott var þessi hækkun meiri en svo að fiskiðnaðurinn gæti tek- ið hana alla á sig. Von manna var sú að þessi hækkun yrði til þess að örva bolfiskveiðar. Það er einfalt mál að aukin vinnsla skapar hagstæðari rekst ur við allar eðlilegar aðstæður. Von sú, sem bundin var við aukn ingu bolfiskveiða brást. Þorsk- afli á árinu 1966 var t.d. 11% minni en árið áður. Þegar leið á árið 1966 snéri gæfan við okkur baki á erlend- um mörkuðum, svo að á Banda- ríkjamarkaði má segja að hafi orðið verðhrun á frystum fiski. Við árslok var svo komið að fiskverð erlendisvar orðið 11,8% læg^ en meðalverð ársins. Þessi verðlækkun nemur 170 milljón um króna fyrir hraðfrystiiðnað- inn á ári. Tvímælalaust hefði hér orðið meiri lækkun, ef ekki hefði not- ið verka forystumanna hraðfrysti iðnaðarins á Bandaríkjamarkaði þ.e.a. gott sölukerfi, og bygg- ing og starfræksla fiskiðnaðar- verksmiðja dótturfyrirtækja SH. og SÍS. Hafa þessar framkvæmd ir verið íslenzkum hraðfrysti-iðn aði ómetanlegur styrkur á liðn- um árum. Ættu menn að minnast þess þegar um þessi mál er fjall- að og láta þá framsýnu menn, sem hér hafa að unnið njóta hróss en ekki kasta til þeirra lastmælum f dag er unnið að þessum málum af dugnaði og sömu framsýni, sem ávalt hefir einkennt þessi verk. Bráðlega mun ný verksmiðja dótturfyrir- tækis S.H., Coldwater Seafood corp., taka til starfa. Breytt til- högun, aukin tæki og hagræð- ing mun í þeirri verksmiðju stuðla að bættum hag frystiiðn- aðarins á fslandi. Jafnframt bví sem mikil lækk un varð á freðfiskmörkuðum á árinu, lokuðust þýðingarmiklir markaðir. England var um langt skeið hagstæður markaður fyrir frystan fisk. Á árinu 1962 var selt þangað 6.000 tonn af fryst- um flökum, en á árinu 1966 ein- ungis tæp 400 tonn. Hugleiða má hvaða áhrif þetta hefir haftfyr- ir hraðfrystihúsin í landinu. Skildu vestfirzkir hraðfrystihús menn með sinn erfiða og sein- unna sumarfisk hafa fundið fyr- ir lokun Bretlandsmarkaðarins? Þá var haustið 1966 tekið upp breytt greiðslufyrirkomulag á við skiptum við Pólland og Tékkó- slóvakíu, sem varð þess valdandi að stórlega dró úr sölu á fryst- um afurðum til þessara þjóða. LAGER - SKRIFSTOFA Óska eftir lager- og skrifstofuhúsnæði um næstu mánaðamót. Helzt bæði á sama stað. Tilboð sendist Morgunblaðin fyrir 13. febrúar merkt: „5289“. Bíll Góður sendiferðabíll óskast árg. ’63—’64. Upplýsingar í síma 21600. Þeim, sem þurfa að auglýsa í dreifbýlinu, er bent á að Isafold og Vörður er mikið lesin til sveita Elzta vikublað landsins ÍSAFOLD OG VÖRÐUR, Aðalstræti 6. — Auglýsingasími 22480. Við árslok 1966 voru viðhorf þau sem blöstu við hraðfrysti- iðnaðinum á íslandi allt annað en uppörvandi eða glæsileg. Verð á freðfiski hafði lækkað um 11,8% fiskverð hafði hækkað í ársbyrjun um 20%, vinnulaun hækkuðu á árinu um 19,7% og að auki margvíslegar aðrar hækk anir innanlands af völdum verð- bólgu, sem taldar voru nema 3% af heildarveltu fyrirtækis. Hvaða áhrif mundi t.d. Sigurð- ur Guðmundsson og orðhvatir menn telja, að þessar breyting- ar hafi á rekstur fyrirtækis sem kaupir hráefni fyrir 20 millj. greiðir 10,5 millj. í vinnulaun og hefir annan kostnað að upphæð 7 millj. kr. Söluverð frystra af- urða 30 milj. krónur. Ég treysti þeim vel til að reikna það út, ef þá vantar nánari upplýsingar til að fá niðurstöðu, væri auð- velt að afla þeirra. í ársbyrjun 1967 var því, sam kv. framansögðu útlitið fyrir hraðfrystihúsin í landinu allt annað en gott, Hraðfrystihúsa- menn vildu ekki grípa til neínna óyndisverka þá, enda eru þeir seinþreyttir til vandræða. í hópi þeirra ríkir bjartsýni, eins og annara sem við sjávarútveg fást á íslandi, framfara og fram- kvæmdahugur, stundum e.t.v. um of. Svo mun hafa verið í árs- byrjun 1967 og því treyst á „Guð og lukkuna“. Vonast til að verðlækkanir erlendis myndu stöðvast og snúa til hækkunar, vonast var til að aflabrögð ykj- ust og það yrði til hagsbóta við reksturinn. Hvorttveggja brást. Vetrarvertíð var mjög erfið, stormasöm og því miklar tafir frá veiðum, sem og minni afli þá er hægt var að stunda veiðar, t.d. var framleiðsla frystihúsa á Vestfjörðum innan S.H. vertíðina 1967 11% minni en 1966 og í Reykjavík og nágrenni 30% minni. Líka sögu er að segja annarsstaðar frá. Allir, sem vilja geta skilið hvaða áhrif minnk- andi vinnsla hefir á rekstur eins fyrirtækis, þar sem fastakostnað ur breytist lítið þátt framleiðsla mlnnki eða aukist allverulega. Hraðfrystihúsamenn hafa á síðustu mánuðum athugað sinn hag skoðað á hvaða vegi iðn- aðurinn er staddur í lok árs- ins 1967 og byrjun nýs árs. Verðfallið frá meðalverði 1966 er þekkt stærð. Hjá því fyrirtæki sem ég vinn við nemur það í krónutölu á ár- inu 1967 1590 þúsundum, sem minna fékkst fyrir framleiðsluna 1967 en meðalverð 1966 hefði gef ið þessu til viðbótar er verð- lækkun á úrgangi til fiskimjöls- Halldór Jónsson Hafnarstræti 18 - Sími 22170. verksmiðju og lifur 390 þús. kr. Þá er ókannað hvað verður um ca. 100 tonn af skreið. Gæti þar ekki komið viðbótarverðfall? Mér er tjáð að áliti bankanna á söluhorfum skreiðar og verð- mæti hennar sé það, að þeir muni ekki á komandi vertíð lána fé út á fisk þann, sem e.t.v. kann að verkast í skreið. Af þessu ættum við að geta lagt nokkurt mat á verðmæti þess sem fyrir er. Til viðbótar þeim tekjumissi sem þekktur er 1980 þús. kr. hefir á árinu orðið nokkur hækkun á kostnaðarliðum, vinnu, þjónustu o.fl., þótt frystihúsmenn séu margs megnugir og kennd ýmis brögð, hrista þeir ekki 2 milj. kr. fram úr erminni. Nú spyrja hinir vísu menn: „Var þetta ekki bætt með geng- isfellingu ísl. krónunnar í nóv. s.l.“ Ekki er því að neita, að sú mun hafa verið ætlunin hjá hinum vísu landsfeðrum. Væri ekki rétt að litast nánar um áð- ur en tekin er afstaða til „bóta“ þeirra sem gengisfellingin fær- ir hraðfrystiiðnaðinum. Hvaða breytingar hafa nú þegar orð- ið, eftir gengisbreytinguna, sem áhrif hafa á rekstur hraðfrysti- húsanna. Laun hafa hækkað um 3,4%, rafmagn um 30%, olía, ennfrem- ur ýmis þjónusta, sem lei'ðir af launahækkunum o.fl. (þessar hækkanir munu áætlaðar um 14,1% af heildarveltu árið 1968). Ferskfiskur til vinnslustæðvar hefir hækkað um 20%. (Þorskur stór l.fl.A sl. með haus hækkar úr kr. 4.94 pr kg. í kr. 5.93 pr. kg.) Ekki dreg ég það í efa, að útvegsmenn eða sjómenn séu ekki ofsælir af hækkun þeirri, sem þeir hafa fengið, síður en svo, en hækkunin getur því að- eins náð tilgangi að fært sé að greiða hana. Fiskverðshækkunin til sjómanna er talin 10%, til við bótar við það eiga fiskkauperid- ur að greiða verðbætur þær sem ríkissjóður greiddi á s.l. ári, sem var að meðaltali 8%. Betri gæða flokkar eru hækkaðir í verði, munu flestir telja það til bóta. Nýir viðskiptasamningar hafa verið gerðir við Rússland, sem boða okkur lækkun um 130—140 millj. króna miðað við verð 1967. Til að mæta versnandi afkomu iðnaðarins á árinu 1967, fisk- verðshækkun í ársbyrjun 1968, væntanlegum verðlagshækkunum á árinu 1968, nýlega orðinni verð lækkun á Rússlandsmarkaði, á gengislækkunin að koma. Efna- hagsstofnunin hefur áætlað að hún gefi 8,4% hækkun á fisk- verði, ég endurtek — 8,4% hækk un á fiskverði, ekki var það stórt, þó benda sterkar líkur til að hér sé of hátt áætlað og hækkunin muni vera nær 5-6%. Menn eiga sjálfsagt ekki að leita aðstoðar eða leita sér skjóls þótt þeir sjái að þeir séu í bráð- ri lífshættu, slíkt telst e.t.v. hjá einhverjum kveifarskapur og lítil öryggisráðstöfun. Hraðfrystihúsamenn hafa kom- ist að þeirri skoðun að rekstur fyrirtækja þeirra sé vonlaus við þær aðstæður sem að ofan grein- ir. Ríkisvaldið hefir sett á stofn mjög þarfa og nytsama stofnun, Efnahagsstofnunina. Hefir hún gert ýtarlegar og mjög gagnlegar athuganir á efnahag frystihús- anna í landinu. Niðurstöður þær sem stofnunin hefir komist að virðast benda til að skoðun og álit hraðfrystihúsamanna eigi nokkurn rétt á sér. Þegar mál- in lágu þannig fyrir gripu hrað- frystihúsamenn til þeirrar nauð- varnar að loka fyrirtækjum sín- um, hætta að frysta fisk. Þeir kusu heldur að snúa lykli í skrá fyrirtækja sinna sjálfir í stað þess að skuldheimtumenn hefðu gert það á útmánuðum. Hér var um nauðvörn að ræða. Ljóst dæmi um versnandi af- komu sjávarútvegs og fiskiðnað ar á Vestfjörðum á árinu 1967 er að skuldir bandaútibúanna á ísa fiirði við aðalbankana hafa stór- aukizt á árinu. Allir vita að meg in ástæða fyrir þessari skulda- aukningu útibúanna er versn- andi afkoma sjávarútvegs og Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.