Morgunblaðið - 09.02.1968, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 09.02.1968, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1968 15 Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-52 yfir flugveliinum þunnan hvítan slóða. Thule. Flugvélin dregur á eftir sér Skiptir starlsemi Loft- leiða engu fyrir Svía? SÆNSKA blaðið „Götaborgs- Posten“ birti hinr. 29. jan sl. grein eftir Njörð P. Njarðlvík lektor við Gaiutaborgarháskóla um Loftleiðir og nornænt sam- starf. í grein sinni greinir Njörð- ur P. Njarðví'k frá því, hve mi'k- inn þátt Loftleiðir eiga í því að rjúfa einangrun Íslands og lýsir þeirri beiskju, sem hér hefur komið upp; vegna þess að á fundi samgöngumálaráðherra Norður- landa sl. haust var Loftleiðu'm ekki veitt heimild til þess að fljúga hinum nýju flugvélum sínum til Norðurlanda, nema með skilyrðum, sem • væru mjög ' aðgen.gileg. Bendir Njörður á að skandinavisku samgöngumálaráð herrarnir hindri þróun norræns flugfélags með því að vernda 170 stof nendur Sálarrann- sóknarfélags á Selfossi FIMMTUDAGINN 1. febrúar sl. var stofnað á Selfossi sálar- rannsóknarfélag, sem ætlað. er að starfa með líku sniði og önn- ur slík félög, sem munu nú vera um 5 starfandi á landinu. En til- gangur þeirra er a’ð afla sann- ana fyrir framhaldi lífsins eftir líkamsdauðann og vinna að framgangi þeirra málefni. Var undirbúningsfundur haldinn í nóvember sl. Stofnfundurinn var haldinn í Tryggvaskála og var fjölsóttur, ekki aðeins að Selfossi heldur víða að úr nærsveitunum. Þá mættu og úr Reykjavík stjórn- armenn Sálarrannsóknarfélags Islands og séra Benjamín Krist- jánsson. Þegar félagið hafði verið stofnað og lög þess samþykkt, var kjörin stjórn og skipa hana: Þórkell G. Björgvinsson, formað ur, Guðmundur Kristinsson, rit- ari, Anna Eiríksdóttir, gjald- keri, og meðstjórnendur Bjarni Nikulásson og Valdimar Þórðar- Að því loknu flutti séra Benjamín Kristjánsson erindi um efann og ódauðleikann, ræddi upprisukenningarnar og hina miklu möguleika til fram- lífs. Flutti félaginu árna'ðarósk- ir og kvað verkefnin vera mörg. Því næst las Guðmundur Ein- arsson, forseti Sálarrannsóknar- félags íslands, þýddan bókar- kafla, frásögn ungs, ensks flug- manns, sem fórst við Dunkirk 1940, og lýsingu á því, hvað við tók eftir að hann fórst með flug- vél sinni. Á stofnfundinum höfðu 170 manns gengið í félagið. Meðal verkefna á þessum fyrsta starfs- vetri þess verður koma enska huglæknisins Horace S. Hambl- ings, sem kom hingað til lands tvisvar á sl. ári og hélt fjölda funda, þar af allmarga á Sel- fossi. Er hann væntanlegur hingað til lands fyrir vorið. (Fréttatilkynning). Viðauki við trétt: Mikil þöri iyrir læknoþjónustu n Breiðumýri Húsavík, 2. febr. FORSTÖÐUMENN ráðstefnunn- ar, um heilbrigðismál, sem haldin var á Húsavík í síðasta mánuði óska að við fréttatilkynningu þeirra verði bætt eftirfarandi: „Þóroddur Jónasson læknir á Breiðumýri ræddi um ýms sjón- armið í sambandi við hinar um- töluðu læknamiðstöðvar. Þá ræddi hann aðstöðu lækna í dreifbýlinu, sem hann kvað ekki til þess fallna að gera störf hér- aðslækna eftirsóknarverð. Þór- oddur gaf einnig fróðlegar upp- lýsingar um fjölda læknavitjana í héraði sínu á liðu ári. Þórodd- ur sagði að af 16 ára reynzlu sinni af læknastörfum í Breiðu- mýrarhéraði og af þeirri þörf, sem þar væri fyrir læknisþjón- ustu, yrði að draga þá ályktun að sameining Húsavíkur og Breiðumýrarlæknishéraða með læknaaðstöðu á Húsavík væri ekki til hagsbóta fyrir íbúa Breiðumýrarlæknishéraða. Að sjálfsögðu gæti sú breyting orð- ið nauðsynlegt ef enginn læknir fengist til að sitja á Breiðumýri, ENN HREINSANIR í AÞENU. Aþenu, 7. febrúar. NTB. 16 yfirmenn í gríska hernum, þar af sex hershöfðingjar og sex ofurstar, voru settir á eftirlaun í dag. Undanfarna tíu daga hafa 79 yfirmenn í hernum og 19 yfir- menn í flughernum verið sviptir starfinu eða settir á eftirlaun, vegna stuðnings við Konstantín konung. Um 500 liðsforingjar hafa verið hækkaðir í tign síð- an konungur gerði gagnbyltingar tilraun sína. en hún yrði að byggjast á þeirri forsendu. Gagnvart íbúum Breiðumýrarlæknishéraðs mætti segja að sameign þessi væri vel möguleg, en ekki æskileg." SAS leilor eftir starfsfólki og húsnæði hér SAS-flugfélagið hefur nú aug- iýst eftir starfsfólki, og er á hött um eftir húsnæði hér á landi til að fá afgreiðsluaðstöðu vegna fyrirhugaðra ferða félagsins til íslands á sumri komanda. Munu 2—3 starfmenn vinna á skrifstofu félagsins hér, að því er Birgir Þórhallsson, umtooðs- maður SAS á íslandi tjáði blað- inu í gær. SAS hefur hafið við- ræður við Flugfélag íslands um fyrirkomulag þessara ferða, en þær eru þó ekki enn komnar á endanlegt stig. SAS mun fljúga hingað til lands einu sinni í viku með farþega, sem hug hafa á að fara til Suður-Grænlands. Lendir vél félagsins á Keflavík- urflugvelli, og mun síðan vera ætlunin að vélar F.í. flytji far- þega þessa til Grænlands. Þann dag í viku hverri sem SAS flýg ur til landsins múnu ferðir þot- unnar til Kaupmannahafnar LÍTIL tveggja manna flugvél í einkaeign lenti á Esjunni í blíð- viðrinu í fyrradag kl. 3.30 og munu flugmaður og farþegi hafa ætlað að skoða sig um þar uppi. Svo illa tókst til, að annað fram hjól vélarinnar, sem er af gerð- inni Super Cup sprakk í lending unni. Flugmaðurinn, Þórólfur Magn ússon ,tók það til bragðs að fljúga vélinni einn til R.víkur- flugvallar og gekk það að von- um. Farþeginn gerði sér hins vegar lítið fyrir og gekk ofan af Esjunni og komst síðan klakk- laust til borgarinnar með aðstoð góðfúsra ökumanna. Tannlæknar ræða samvinnu við Krabbameinsfélagið ÞANN 18. janúar flutti formaður Krappameinsfél. íslands, Bjarni Bjarnason læknir erindi á fundi Tannlæknafélags íslands um krabbamein í munni. Jafnframt var sýnd amerísk kvikmynd um það efni, sem dr. H. Niebel í Washington lét gera og lánaði Krabbameinsfélaginu. Bjarni Bjarnason læknir hóf mál sitt á því að segja, að jafnan hefði ríkt hin bezta samvinna milli lækna landsins og Krábbameinsfélags- ins, sem eftir beztu getu reyndi að miðla fræðslu um þessi mál. Hann sagði m.a. „Þegar tann- læknir finnur ákomu, sem hann telur geta verið krabbamein, stendur hann frammi fyrir við- fangsefni, sem leggur honum hvað mesta ábyrgð á herðar af öllu í sérgrein hans. Þegar svo ber við, verður klíniska krabba- meinsgreiningin annað hvort að sannast eða afsannast svo að ekki sé um nei.tt vafamál að ræða. Þó táka sýnis sé í raun og veru ein- föld, veltur hún á svo miklu fyrir sjúklinginn, að þar má engu skeika, því að bregðisit greining á krabbameini er líklegt að það kosti sjúklinginn lífið, vegna dráttarins, sem þá verður á réttri greiningu." Þá ræddi læknirinn um hina fræðilegu hlið máisins og lét að lokum fundarmönnum í té litprentaðan myndabækling um byrjunareinkenni meinsemda í munni töku sýnis og fleira. Fræðslurit þetta er gefið út af sænska kratobameinsfélaginu og tannlæknasamandinu þar í landi. Formaður Tannlæknafélags fs- lands, Geir R. Tómasson ,tann- læknir, þakkaði Bjarna Bjarna- syni erindi hans og ræddi um þátt tannlækna í þessari heil- brigðisþjónustu, vegna sérstöðu þeirra og nauðsyn þess að vera jafnan á verði fyrir hinum mikla vágesti — krabbameininu. Síðan hófust umræður og barst fjöldi fyrirspurna til frummælenda. Erindi Bjarna Bjarnasonar læknis hefur verið fjölritað og mun Tannlæknafélag fslands sjá um úfchlutun þess, ásam,t sænska fræðsluritinu, til allra tannlækna landsins. falla niður, en á hinn bóginn mun Færeyjaflug F.í. fljúga alla le ð til Kaupmannahafnar. Flug félagið mun á hinn bóginn sjá um flutning farþeganna fré S- Grænlandi aftur til Kaupmanna hafnar, en sem fyrr segir hefur enn ekki verið gengið endanlega frá fyrirkomulagi þessara ferða. annað, þ.e. SAS. Þetta væri staðreynd og sem slík mjög undarleg, þar sera varla væri unnt að télja þessa vernd vera í þágu almennings. Það hlyti þvert á móti að vera í almenningsþágu, að mögulei'kar á ódýrum flugferðum til Am- eríku væru fyrir hendi. Flug- ferð fram og til baka frá Gauta- borg til New York væri 371 kr. sænskri ódýrari með Loftleiðum en ef flogið væri með SAS. Greinarhöfundur spyr síðan hvort þetta skipti ekki neinu máli fyrir Svía. Það sé ekki SAS, sem átt hafi þátt í því að halda niðri verði á flugferðum milli Norðurlanda og Ameríku. Þetta ha'fi hins vegar Loftleiðir gert með því að gefa kost á þeirn möguleika að flugferðin taki lengri tima, en sé jafnframt ódýr ari. Þetta hafi um leið komið í veg f'yrir verðhækkanir hjá öðr- um flugfélögum. Chicago, 7. febrúar. AP. 53.000 manns biðu bana í um- ferðarslysum í Bandarikjunum í fyrra, eða álíka margir og árið áður. Tjónið af völdum umferðar slysa í fyrra er talið nema 11 milljörðum dollara. 5.210 bana- slys urðu í umferðinni í desem- ber, 3% fleiri en í sama mánuði 1966. 366 vcrðlaunaðir fyrir akstur Á AÐALFUNDI klúbbsins „ÖRUGGUR AKSTUR" í Reykja vík, sem haldinn var í síðustu viku fengu alls 366 bifreiðaeig- endur afhent verðlaunamerki og viðurkenningu frá Samvinnu- tryggingum fyrir fimm og tíu ára tjónlausan akstur. Hafa þá alls 1.470 bifreiðaeigendur í Reykjavík fengið verðlauna- merki og viðurkenningu frá Samvinnutryggingum fyrir tjón lausan akstur. Aðalfundurinn var haldinn að Hótel Borg, og var hann mjög fjölmennur. Fundarstjóri var Gunnar Grímsson, en fundarrit- ari Héðinn Emilsson. Baldvin Þ. Kristjánsson, fél'agsmálafull- trúi og Björn Vilmundarson, deildarstjóri, afhentu verðlauna merkin, en 105 bifreiðaeigendur fengu merki fyrir 10 ára tjón- lausan akstur og að auki fá þeir ábyrgðartryggingu bifreiða sinna ókeypis 11. tryggingaárið. 261 bifreiðaeigandi fékk verð- launamerki fyrir fimm ára tjón lausan akstur. Að merkjaafhendingunni lok- inni flutti Pétur Sveintojarnar- son umferðarfulltrúi Reykjavík- urtoorgar erindi um hægri um- ferð. Þá var kaffidrykkja í boði Samvinnutrygginga, og að henni lokinnl sagði Kári Jónasson fréttir af fyrsta jndsfundi klúbbanna „ÖRUG' R AKST- UR“. Klúbbarnir «. nú orðnir þrjátíu talsins, dre óir um allt land, og dagana Lj. og 21. nóv- emtoer Sl. var fyrsti landsfund- ur þeirra haldinn. Var þar rætt um framtíðarhlutverk klúbbanra og margar ályktanir gerðar um samstarf þeirra í framtíðinni, Þá voru gerðar fjölmargar ályktan- ir um umferðarmál á landsfund inum. Síðasti dagskrárliður aðal- fundarins var stjórnarkosning og voru eftirtaldir menn kjörn- ir í stjórn klúbbsins „ÖRUGG- UR AKSTUR“ í Reykjavík: Kái Jónasson, blaðafulltrúi. Héð inn Emil’sson, fulltrúi og Hörður Valdimarsson lögregluflokk - stjóri, I varastjórn voru kjörn- ir þeir séra Páll Páisson, Frið- geir Ingimundarson bókari og Trausti Eyjólfsson hárskeri og ökukennari. Félagar í klúbbnum „ÖRUGG UR AKSTUR", geta allir þeir bif: eiðaeigendur orðið, sem tryggja bifreiðir sínar hjá Sam- vinnutryggingum, og þótt stutt sé ;íðan kliúbbarnir voru stofn- aðir, hafa þeir töluvert látið til sín taka í umferðarmálum. Stjórnarmeðlimir klúbbsins „Óruggur akstur" í Reykjavík. F. v. sr. Páll Pálsson, HéðLnn Em ilsson, Kári Jónasson, formaður. Hörður Valdimarsson og Frið geir Ingimundarson. Á myndina vantar Trausta Eyjólfsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.